Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 SELT MAGN í Kirby-skýrslunni er hlutdeild Kanadamanna á markaönum fyrir frystar botnfiskafurðir í Bandaríkjunum lýst með þessum myndræna hætti. Saltfiskur Hér að framan hefur einkum verið fjallað um ferskan og fryst- an fisk. Kanadamenn leggja nú meiri áherslu á að salta fisk en áður. Alls eru framleiddar um 300 þúsund lestir af saltfiski á ári í veröldinni, þar af flytja helstu neysluþióðirnar inn 200 þúsund lestir. Islendingar, Kanadamenn, Norðmenn og Færeyingar selja um 95% af magninu. íslendingar hafa verið stærstu útflytjendur á blautverkuðum saltfiski (56 þús. lestir 1981) en Norðmenn á þurrk- uðum saltfiski (50 þús. lestir 1981). fslendingar flytja lítið sem ekkert út af þurrkuðum saltfiski. Það var fyrst á árinu 1980 sem Kanadamenn hófu að flytja út blautverkaðan saltfisk. í ár er svo komið að þeir eru orðnir stærsti seljandinn á besta markaðnum í Portúgal. Talið er að Kanadamenn selji þangað um og yfir 50 þúsund lestir í ár en íslendingar hafa samið um sölu á 25 þúsund lestum til Portúgal á þessu ári (48 þús. lestir 1981). Erfitt er að átta sig á raunveru- legu sölumagni Kanadamanna, því að mikið af blautverkaða saltfisk- inum er selt yfir borðstokk skipa utan hafna. Þessir söluhættir eru í senn þyrnir í augum keppinauta Kanadamanna og þeirra sem sömdu Kirby-skýrsluna. Hins veg- ar eru verkalýðsfélagið á Ný- fundnalandi og strandveiðimenn í i4stoeóan fyrir þvíaðsvo maigir halda sigvið Allt frá upphafi hefur góö þjónusta veriö sett á oddinn hjá ESAB. Svo er einnig hérálandi. Ráögjafar og fagmenn ESAB í Danmörku fara árlega um landiö og gefa góö ráð og leysa vandamál, sem upp koma, varðandi suöu. Um gæði ESAB suöuvéla, fylgihluta og efnis efast enginn. Þjónustudeild okkar veitir allarupplýsingarog ráðgjöfum ESAB. Hafóu samband. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, SÍMI »260. Atlantshafshéruðum Kanada tals- menn þess að haldið verði áfram að selja á milli skipa á hafi úti. Verða vafalaust átök um þetta mál í Kanada þegar fram líða stundir. Þar togast á atvinnu- hagsmunir í landi og tekjuöflun sjómanna. 1981 voru Kanadamenn annar stærsti útflytjandi á þurrkuðum saltfiski á eftir Norðmönnum. Sitja Kanadamenn einir að mark- aði fyrir þennan fisk í Bandaríkj- unum og Karabíska hafinu. í Kirby-skýrslunni er vakið máls á því að Portúgalir kunni að þurrka blautverkaða saltfiskinn sem þeir flytja inn og selja hann síðan úr landi. Telur nefndin eðlilegt að sú áhætta sé tekin, því að ekki megi láta keppinautunum blautfisk- markaðinn eftir. Niöurlag í fjórum greinum hefur verið leitast við að gera grein fyrir nokkrum höfuðdráttum í fiskveið- um við Atlantshafsströnd Kanada og þá einkum dvalist við þann þátt þeirra sem mest snertir sam- keppni við okkur íslendinga, þorskveiðarnar. Greinarnar eru byggðar á samtölum við embætt- ismenn í Ottawa, stjórnmálamenn á Nýfundnalandi, stjórnendur tveggja stærstu útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækjanna, National Sea Products og Fishery Products, og Kirby-skýrslunni svonefndu. Hvarvetna var leitast við að greiða götu mína og hvergi varð ég þess var, að reynt væri að leyna mig nokkru. íslendingar njóta bæði velvilja og virðingar meðal þeirra sem ég hitti. Það er litið á okkur sem keppinauta sem ánægjulegt er að glíma við í fullri vinsemd. Þegar fiskveiðar Kanadamanna og íslendinga eru bornar saman, verður að hafa aðstöðumuninn í huga. Hér er um lífsafkomu ís- lensku þjóðarinnar að ræða. í Kanada skipta fiskveiðar litlu máli fyrir heildarafkomu millj- ónaþjóðarinnar, þær eru um hálft prósent af þjóðarframleiðslunni. Sjávarútvegurinn skiptir hins vegar sköpum fyrir afkomu tug- þúsunda manna í strandhéruðun- um og á Nýfundnalandi, þar sem atvinnutækifæri eru fá og at- vinnuleysi mikið. Fiskur er nægur í lögsögu Kan- ada og því spáð að hann muni aukast. Utgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækin eiga hins vegar í fjár- haslegum erfiðleikum og strand- veiðar sjómanna á smábátum eru að verulegu leyti atvinnubóta- vinna. Sambandsstjórnin í Ottawa hefur uppi áform um úrbætur og vill jafnan eignast hlut í stóru fyrirtækjunum sem hlýtur þó að vera unnt að reka með arðbærum hætti áfram þrátt fyrir stundar- erfiðleika nú. Stjórnendur fyrir- tækjanna eru sannfærðir um að bein opinber afskipti af rekstrin- um eða ríkisrekstur á fiskveiðum jafngildi dauða fyrir fyrirtækin. Fylkisstjórnvöld, að minnsta kosti á Nýfundnalandi, eru sama sinnis. Úrslit þessara átaka eru óráðin. Ég er þeirrar skoðunar að opin- ber rekstur á kanadískum útgerð- ar- og fiskvinnslufyrirtækjum yrði hættulegur fyrir okkur íslendinga þegar til lengdar lætur. Þeim fyr- irtækjum yrði ekki annt um að stunda eðlilega samkeppni á mörk- uðum sem okkur eru dýrmætastir. Auðvitað njóta kanadísk út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtæki opinberrar fyrirgreiðslu eins og málum er nú háttað. Hins vegar er ekki unnt að halda því fram að þau selji framleiðsluvöru sína á niðurgreiddu verði. Kanadamenn sjálfir eru sannfærðir um að betri vara og þjónusta íslendinga geri þeim kleift að fá hærra verð fyrir sinn fisk í Bandaríkjunum. Þeir ætla ekki að sætta sig við þetta forskot. Þegar Iceland Seafood Corpor- ation, sölufyrirtæki SÍS, lækkaði verðið um 10 sent á þorskflökum í Bandaríkjunum nú í sumar, sagði Guðjón B. ólafsson, forstjóri fyrirtækisins, meðal annars hér í blaðinu: „Verðlagsstefna okkar Is- lendinga hefur valdið því að mark- aðshlutdeild okkar í þorskflaka- sölu fer stórminnkandi...“ Og Þorsteinn Gíslason, forstjóri sölu- fyrirtækis Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, Coldwater, sagði meðal annars: „Verð þeirra (Kan- adamanna, innsk. Bj.Bj.) er ávallt miklu lægra en okkar, meðal ann- ars vegna mikilla fjárframlaga frá kanadískum yfirvöldum." (Morg- unblaðið, 27. ágúst 1983.) Hvergi þar sem ég kom varð ég þess var, að kanadískir keppinaut- ar íslensku fyrirtækianna litu svo á að verðlagsstefna Islendinga eða opinber kanadískur fjárstuðning- ur skiptu sköpum á Bandaríkja- markaði. Kanadamennirnir virt- ust vera með hugann við það eitt að geta selt sem bestan fisk fyrir sem hæst verð til sem allra flestra. Þeir ætla að stjórna togar- aflotanum og fiskvinnslunni með það fyrir augum að ná þessu markmiði. Orösending! til þeirra sem vilja mikið fyrir lítið: rafeindaritvélin skilar áferðafallegri prentun, - lipur, fjölhæf og lágvær. Leturhjól, leiðréttingarminni og aðrir mikilvægir kostir ásamt stílhreinni hönnun skapa í sameiningu einstaka ritvél sem alls staðar nýtur sin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.