Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 38
STEINSTEYPU- KAUPENDUR Nú fer vetur brátt í hönd og veöur kólnandi. Því er hætt viö frostskemmdum í steinsteypu. Fari hitastig stein- steypu niður fyrir 10°C hægir mjög á hörönun hennar. Undir 5°C er hörðnun svo til hætt. Steinsteypa veröur ekki frostþolin fyrr en hún hefur náö u.þ.b. Vá af enda- styrk sínum. Kísilrykblönduö steypa, sem nú er notuð, harönar hægar viö lágt hitastig en sú steypa er menn áttu aö venjast áöur en kísilrykblöndun hófst. Óhörnuö steypa getur legiö í dái dögum saman viö lágt hitastig og frosið síöan og skemmst. Á vetrum er steinsteypa seld upphituö en mikilsvert er aö fyrirbyggja aö hún kólni. Eftirfarandi ráöstafanir eru því æskilegar. 1. Bleytið ekki óhóflega í steypunni. 2. Byrgiö alla steypufleti. 3. Hitið upp steypu í mótum fyrstu sólarhringana. Muniö að steinsteypan er buröarás mannvirkisins. Steypustdðin hf FRAM TÖLVUSKÓLI Tölvunámskeiö Innritun stendur nú yfir á eftirtalin námskeiö er haldin veröa í byrjun októbermánaöar. Almennt grunnnámskeið Á þessu námskeiöi eru kennd grundvallaratriði tölvufræöinnar, svo sem uppbygging tölva, helstu gerðir, notkunarmöguleikar, notkunarsviö o.fl. Námskeiöiö er ætlaö öllum þeim er hafa áhuga á aö kynnast tölvum og notkunarmöguleikum þeirra, sem og starfsmönnum fyrirtækja er nota eöa munu koma til með aö nota tölvur. Almennt grunnnámskeið fyrir unglinga Á þessu námskeiði er kennt aö miklu leyti þaö sama og á hinu almenna námskeiöinu nema aö framsetning efnisins er miöuö viö aö þátttakendur séu á aldrinum 12—16 ára. Athugiö aö þetta er sérstakt aukanámskeiö, þar sem ungl- inganámskeiöin eru haldin aö sumarlagi. Basic I forritunarnámskeið Námsefni þessa námskeiös er miöaö viö aö þátttakendur hafi áöur haft viökynningu af tölvum, t.d. meö almennu grunnnám- skeiöi. Kennd eru grundvallaratriöi forritunar, uþpbyggingar forrita og skipulagningar. Viö kennsluna er notaö forritunarmál- iö algenga, Basic. Aö loknu þessu námskeiöi eiga þátttakendur aö vera færir um aö rita forrit til lausnar á ýmsum algengum verkefnum er henta til lausnar meö tölvu. Basic 1 forritunarnámskeið fyrir unglinga Námsefni þessa námskeiös er þaö sama og á öörum Basic 1 forritunarnámskeiöum nema aö framsetning þess er miöuð viö aö þátttakendur séu á aldrinum 12—16 ára. Sérstakt auka- námskeiö. Basic 2 forritunarnámskeið Eldri nemendur athugiö aö þetta veröur eina Basic 2 forritun- arnámskeiöiö í október. Innritun og upplýsingar um ofangreind nómskeiö er í sima 91-39566 alla virka daga milli klukkan 13.00 og 18.00. TÖLVUNÁM ER FJÁRFESTING í FRAMTÍÐ ÞINNI Tölvuskólinn Framsýn Síðumúla 27,105 keykjavík, sími: 39566. 38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 „Ég ætla eingöngu að hugsa um að komast framúr, sama hver keppandinn er,“ sagði Heimir, sem hér sést á fljúgandi ferd f beygju. Ljósm. Mbl. Gunnlaugur. „Þegar flaggið fellur erum við andstæðingar“ eftir Gunnlaug Rögnvaldsson „Við verðum að fara með því hugarfari að ætla að keyra alla í kaf. Við meg- um ekki bera of mikJa virðingu fyrir andstæðing- unum,“ sögðu þeir Heimir Báðason, Þorkell Ágústs- son og Þorvarður Björg- úlfsson, sem í dag taka þátt í Norðurlanda- meistaramóti í Moto Cross sem fram fer í Danmörku. Blm. Morgunblaðsins spjallaði við þá félaga um utanlandsferðina og íþrótt þeirra sem talin er vera önnur erfiðasta íþrótta- grein sem stunduð er á eftir rugby. Þeir þremenningar eru efstir að stigum í íslandsmeistarakeppn- inni í Moto Cross. Þeir ættu því að verða verðugir fulltrúar íslands í keppni sem talin er önnur stærsta keppni í Moto Cross er haldin er í heiminum. Verða tveir fyrrum heimsmeistarar meðal þáttakenda og hugsanlega nýbakaður heims- meistari, sem er sænskættaður, en Norðurlandabúar hafa verið fram- arlega í akstursíþróttum um langt skeið. Keppnin er landsliða- og eintaklingskeppni, en fslendingar fá aðeins þátttökurétt sem ein- staklingar, þar sem þetta mun vera í fyrsta skipti sem keppnislið er sent héðan. „Við vitum ekkert um aðstæður úti, hvernig brautin verður o.s.frv. og er það mjög bagalegt," sagði Þorvarður í samtali við blaða- manninn. „Líklega verður brautin lögð á grasi sem síðan spænist upp og verður að illfærri braut. Hraðinn ætti að verða mun meiri en hérna heima, en annars þekkjum við nánast ekkert til aðstæðna. Við vitum t.d. ekki hvernig dekk við eigum að nota. Þetta er spurning uin að bregðast rétt við þegar við höfum skoðað brautina. Þessi utanlandsferð er búin að vera lengi á döfinni, en það var ekki fyrT en góður maður talaði við Flugleiðir að málin leystust. Einn- ig gerir það útslagið að umboð keppnishjóla okkar hjálpað mikið, en það eru Honda- og Kawazaki- hjól sem við ökum. Umboðin eiga raunverulega hjólin og því þurfum við ekki að hafa eins mikla pen- inga í þessu. Það er dýrt að reka hjólin á eigin spýtur. Síðan er ekki svo lítill kostnaður í gallanum sem við verðum að nota. Hann veitir góða vörn ef við dettum, hann samanstendur af leðurbux- um með hnéhlífum, plastbrynju yfir axlir og brjóstkassa. Síðan kemur sérstök skyrta yfir þetta. Sérstakir leðurhanskar á höndum, skór úr leðri eða plasti eru einnig skylda í Moto Cross og síðan nátt- úrulega hjálmur á höfði," sagði Þorvarður. Það er mesta furða að kapparn- ir geti hreyft sig í þessum galla, en það reyndist hins vegar lítið mál. Þegar þeir voru myndaðir féll Þorkell margsinnis hrakalega af hjóli sínu, en gallinn hélt hon- um öruggum og ómeiddum. standa. Stundum kemst ég ekki í vinnugallann daginn eftir keppni. Harðsperrurnar og strengirnir ætla þig lifandi að drepa," sagði Þorkell brosandi, og bætti því við að oft vildi hann ekki líta hjólið augum nokkra daga eftir keppni, en síðan kæmi fiðringurinn aftur er líkaminn hefði náð sér og þá væri þeyst af stað að nýju. „Ég fæ ósjaldan svima og haus- verk eftir keppni af hreinni áreynslu," skaut Þorvarður inní. „Þeir bestu í Moto Cross æfa sig líka hrikalega, “sagði Októ, „einn var þekktur fyrir að gera 25 „push up“ með hjólið í fanginu í forar- svaði! Þeir hafa líka launin, einn sá frægasti hefur þriggja ára samning upp á milljón dollara, það eru 9 milljónir ísl. á ári og þá á hann eftir að fá allar auglýs- ingarnar borgaðar," sagði Októ. „Ég mundi stokka 9 millj. kíló- metra fyrir þetta,“ bætti Þorvarð- ur við og hló. Þreytan stundum svo mikil að mann fer að dreyma „Það sem skilur strákana og er- lendu keppendurna að er úthaldið. „Þessir karlar hafa meira úthald og reynslu," sagði Októ Einarsson, sem verður eins konar liðsstjóri kappanna þriggja, en auk hans fara þrír aðstoðarmenn til Dan- merkur. „Já, maður hefur aldrei nóg út- hald í þetta. Líkaminn er á fullu í 2x45 mínútur og það er engin pása. Strákar sem eru í toppþjálf- un í öðrum íþróttum hafa prófað hjólin og sprungið eftir 1—2 hringi, og þeir hafa bara dólað. Þú þarft að hafa athyglisgáfuna í lagi, því ef eitthvað ber út af þá flýgur þú á skallann og heilmikil orka fer í að reisa hjólið við,“ sagði Þorvarður. „Stundum er maður svo þreytt- ur að maður kemst í eins konar leiðslu og fer að dreyma," sagði Þorkell. „Við léttumst oft um nokkur kíló í keppni! Það er ekk- ert vafamál að við getum gert sömu kúnstir og þessir karlar úti, einn hring, tíu eða tuttugu. En hvort úthaldið nægir í heila keppni er stór spurning. Við höf- um nú verið að æfa okkur svolítið, trimma og lyfta lóðum," sagði Þorvarður. „f svona keppni reynir þú ofboðslega á líkamann á stuttum tíma, og eftirköstin láta ekki á sér Verður villtur og fær útrás fyrir frumþörf... “ Heimir, Þorvarður og Þorkell hafa verið að berjast um efstu sætin í sumar og því lá beinast við að spyrja hvernig tilfinning það væri að berjast um sigurlaunin. „Það er hrikalega gaman og reynir mikið á taugarnar. Stund- um getur maður þó sogast í spól- farið á þeim sem leiðir og reynir ekki að taka framúr," sagði Þor- kell. „Maður gleymir stað og stund. Það eina sem maður hugsar um er að maður er partur af hjól- inu, ræður kraftinum, verður villtur og fær eins konar útrás fyrir einhverja frumþörf ... keyr- ir og keyrir, hugsar ... taka þessa beygju svona, næstu aðeins betur. Maður pínir sig áfram, tekur hvert stökkið af öðru og stundum finnst manni einhver aukaorka spretta fram. Síðan þegar þú ert kominn framúr þeim sem var fyrir framan, þá geturðu allt í einu dalað ... takmarkinu er náð, maður er orðinn fyrstur," sagði Þorvarður dreyminn á svip. „Við höfum gjörólíkar aðferðir við að aka hjólunum og taka fram- úr,“ sagði Heimir, „en það sem þarf í Moto Cross er að vera mátu- lega brjálaður, stekur og skyn- samur. Þannig er hægt að ná árangri." „Það má skilgreina aksturs- máta strákanna á þann hátt að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.