Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 43 Eina raunverulega „unglinga- hljómsveit" Bítlatímans, Tempó, í félagsskap bresku hljómsveitarinnar Kinks, sem kom hingað 1965. Kinks starfa enn og njóta vaxandi vin- sælda og viröingar. Þrír af efnilegustu lagahöfundum yngri kynslóðarinnar hét þessi mynd úr Vikunni um midjan sjöunda ára- tuginn. Frá vinstri: Rúnar Gunnars- son, Gunnar Þórðarson og Þórir Baldursson. Rúnar lést langt um aldur fram en skildi eftir sig mörg stórgóð lög. Bítlahár í meðferð í nóvember 1964. Hér fer hárgreiðslumær æfðum höndum um hár Erlings Björnsson- ar, gítarista Hljóma. Pops var dugmikil hljómsveit undir leiðsögn Péturs W. Kristjánssonar. Hér syngur hann við opnun sýn- ingarinnar „Við unga fólkiö" í Tóna- bæ. Geir Hallgrimsson, þáverandi borgarstjóri, opnaði sýninguna — en þótti hávaðinn fullmikill, eins og sést í forgrunni myndarinnar. f tilefni af upprifjun Bítlaæðisins á 20 ára afmæli Keflavíkur- bítlanna Hljóma í Glaumbæ sáluga trylltu Hljóm lýðinn, ekki síst Rúnar Júlíussoi sem sýndi akróbatíska hæfileiki hverju góðu balli. um hljómsveitina, Umbarum- bamba, og með henni hófust til- raunir Hljóma til að komast á er- lendan markað. Hljómsveitin tók sér nafnið „Thor’s Hammer" og sagði m.a. svo frá í blaði þegar myndin og tveggja laga plata með enskum textum kom á markað vorið eftir: „Unglingahljómsveitin Hljómar frá Keflavík hefur nú gert fimm ára samning við stóra bandaríska skemmtikraftaskrif- stofu og munu þeir fara utan til USA í byrjun ágúst. Samkvæmt samningum á hið ameríska fyrir- tæki að auglýsa þá upp fyrir rúm- ar fjórar milljónir króna og á það síðan að vera fulltrúi þeirra 1 Bandaríkjunum ..." Þessi tilraun tókst ekki og heldur ekki ýmsar aðrar tilraunir, sem Hljómar og fjölmargar aðrar íslenskar hljóm- sveitir gerðu á næstu árum til að koma sér á framfæri erlendis. FYLGIFISKAR Saga Hljóma var á margan hátt dæmigerð fyrir lífsbaráttu ís- lenskra dægurhljómsveita fyrr og síðar, þótt með stærra sniði væri og betur gengi. Sami kjarninn var í hljómsveitinni allan tímann, og sá kjarni var einnig í Trúbrot og Lónlí Blú Bojs, en alltaf var nokk- uð um mannabreytingar og stóra drauma, sem ekki rættust. Mikill aragrúi hljómsveita spratt upp á þessum árum og hafði hver þeirra sína fylgisveit. Áhangendur hljómsveitanna fylgdu þeim hvert á land sem var og stóðu með þeim í gegnum þykkt og þunnt, rétt eins og dyggir KR-ingar eða framsókn- armenn. Á sveitaböllum voru allt upp í 1700 manns (í dag þykir gott að ná 300-400 manns á sveitaball) og þegar hljómsveitir kepptu sín á milli, eins og nokkrum sinnum gerðist í tengslum við fegurðar- samkeppni ungmeyja, var svo mikil spenna í salnum að ekki hefði mátt miklu muna til að bryt- ust út allsherjarslagsmál. Hljóm- Harðir keppinautar Hljóma voru Akurnesingarnir í Dúmbó. Steini söngvari til hægri. Þannig voru Hljómar þegar hljómsveitin kom fyrst fram opin- berlega 5. október 1963. Þá var Ein- ar Júlíusson söngvari, en hann vék síðan fyrir Karli Hermannssyni, sem staldraöi einnig stutt við. sveitirnar voru fleiri en tölu væri á komið. Lengi vel voru Hljómar eins konar einveldi, eins og t.d. KK-sextettinn hafði verið áður. Þó var keppt við Hljóma af t.d. Lúdó, Sóló, Dúmbó, Tempó og Tónum. Úrslit í vinsældakosning- um Vísis veturinn 1965, sem reyndar hét „bítlakeppni", segja sína sögu um stöðuna á þeim tima. Hljómar voru langefstir í þessari keppni með 195 atkvæði. Næstir voru Tónar með 52 atkvæði, síðan Sóló með 20, þá Tempó með 20, Strengir með 5 atkvæði, Toxic með 5 atkvæði, Dúmbó með 2, Plútó með 2 og Fjarkar með 1 atkvæði. Úrslit í sambærilegum kosningum annarra blaða voru mjög á sömu leið, ekki aðeins þetta ár heldur og næstu ár. FRAMÚRSTEFNU MENN- IRNIR NÚ SKALLA- POPPARAR Gróskan í íslensku dægurtón- listarlífi, sem var svo mjög til um- ræðu fyrir nokkrum árum, og kvikmyndin „Rokk í Reykjavík" er ómetanleg heimild um, var sem sagt ekkert nýtt fyrirbæri. Hún hafði átt sér stað 10-20 árum áður á sama hátt; skallapopparar nú- tímans voru í eina tíð framúr- stefnumenn í bílskúrahljómsveit- um. Fólk hélt meira að segja að þessir bítlastrákar væru með lús — hvernig átti að vera hægt að komast hjá því að vera með lús þegar fólk lét ekki klippa sig? Það er til skemmtileg saga af Islend- ingum, sem voru í innkaupaferð í London á miðjum sjöunda ára- tugnum. Eftir langan og strangan dag í stórverslunum heimsborgar- innar héldu þessir landar heim á hótel til að hvíla lúin bein og reikna út hagnað innkaupanna. Götur Lundúnaborgar voru vita- skuld fullar af bítlum og í lyftunni í hótelinu var líka hópur af slík- um. íslendingarnir horfðu á „lubb- ana“ um hríð með vanþóknunar- augum og fóru svo að tala um það sín á milli hvað þetta væri hræði- leg tíska, þessir strákapjakkar hefðu ekki einu sinni fyrir því að þvo sér eða þrífa sig á nokkurn hátt. Svona létu þeir dæluna ganga á leiðinni upp — en á átt- undu hæð stöðvaðist lyftan og bítlarnir gengu út en sögðu um leið á skýrri íslensku: Jú, við þvoum okkur nú um hárið! Þar voru Hljómar á ferð nýkomnir frá því að leika í Cavern-klúbbnum í Liverpool, þar sem hinir einu og sönnu Bítlar hófu sigurgöngu sína um heiminn. RÁÐHERRASÍTT HÁR Bítlamúsíkin, sem „æðið“ sner- ist auðvitað fyrst og fremst um, var í upphafi talin megnasta merki úrkynjunar og alls engin músík, heldur innantómt garg og gól. Æska heimsins var hins vegar á annarri skoðun og smám saman fóru skoðanir manna að breytast. Bítlarnir fengu orðu úr hendi Bretadrottningar og spekingar í tónlist fóru að láta í ljós þá skoð- un, að margt væri laglega gert á þessu sviði. Smám saman síkkaði hár karla á Vesturlöndum og ráð- herrar nútímans eru sumir með síðara hár en Hljómar voru þegar þeir hófu fyrst upp raust sína í Krossinum fyrir tuttugu árum. Byltingin varð siðvenja og nú stendur önnur kynslóð í því stríði, sem foreldrar dagsins í dag háðu á sínum unglingsárum. Þegar pönk- arar dagsins í dag halda ferming- arveislur sinna barna verður væntanlega hafið nýtt stríð um nýja tísku og nýja tónlist og þá verða pönkararnir orðnir svo gamaldags og hallærislegir að fermingarbörnum aldamótanna ofbýður. Þá sitja afi og amma úti í horni, hlusta á gömlu góðu lögin með Hljómum, Flowers, Bítlunum, Dave Clark Five og hvað þær nú allar hétu þessar hljómsveitir, brosa í kampinn og slá takinn. með stafnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.