Morgunblaðið - 30.09.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.09.1983, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1983 Síðasta vetur var gerð tilraun til að fylla upp í tómarúm í íslensku skáklíti með því að ____Friðrik Ólafsson og fleiri af okkar kunnustu skákmönnum stofnuðu skákskóla sem miðaði að því að allir gætu fengið kennsiu við sitt hæfi, jafnt byrjendur sem meistaraflokks- menn. í vetur og yor voru síðan haldin tvö námskeið og heppnuð- ust þau með þeim ágætum að ákveðið hefur verið að kenna af fullum krafti í aljanyet- ur og hefst haustnám- skeiðið í vikunni 26. til 30. september. Margeir Pétursson, Guðmundur Sigurjónsson og Friðrik Ólafsson ásamt fyrsta hópnum sem hóf nám í Skákskólanum. Skákskólinn er aö byija vetrastarfiö Aðdragandinn aö stofnun skólans var sá aö hér á landi ríkir eins og allir vita ævagömul skákhefö sem kemur m.a. fram í því aö langflestir læra mannganginn i æsku. Úr þeim efniviö hafa sprottiö margir öflugir keppnismenn sem heföu þó getaö oröiö enn betri ef þeir heföu fengiö skipulagöa kennslu strax í upphafi. Fram aö stofnun Skákskóla Friö- riks Ólafssonar haföi slík kennsla veriö aö mestu leyti í molum. Bald- ur Möller var t.d. meö skáknám- skeið nokkra vetur fyrir u.þ.þ. 30 árum og var þar kominn vísir aö skóla, en sú kennsla lagöist síöan niöur. Þá hefur Taflfélag Reykja- víkur veriö meö sumarbúðir fyrir unglinga og Skákskólinn á Kirkju- bæjarklaustri tók síðan viö af þeim, en þær störfuöu aöeins stuttan tíma á hverju sumri. Skólinn útskrifar ekki stórmeistara Aö veröa góður skákmaöur krefst mikils sjálfsnáms og mikillar taflmennsku og því hefur enginn nám í skákskóla og útskrifast eftir tíu ár sem stórmeistari. Skipulögö kennsla flýtir hins vegar mikiö fyrir framförum hjá einstaklingum eins og yfirburöir Sovétmanna í skák- íþróttinni sanna, en þeir uröu lang- fyrstir til aö taka upp slíka kennslu og í Sovétríkjunum er nú viötækt skákmenntakerfi þar sem efsta stigiö er þaö aö efnilegustu nem- endurnir fá sinn eigin þjálfara. Þaö sem kennt er í Skákskólan- um eru ákveðin grundvallaratriöi sem annars tæki nemendur langan tíma aö tileinka sér meö eigin tafl- mennsku tilsagnarlaust. Þá er reynt aö leiðbeina í því hvernig bezt sé aö haga sjálfsnáminu, svo sem því hvernig byrjanir séu bezt lærðar o.s.frv. Stórmeistarar og alþjóda- meistarar kenna Kennarar viö skákskólann í vet- ur veröa þeir sömu og á fyrstu námskeiöunum, eöa fimm stiga- hæstu skákmenn landsins, stór- meistararnir Friörik Ólafsson og Guömundur Sigurjónsson og al- Tölvur, skóli, mennt- un... tölvur, skóli, mennt- um... hverja spurninguna á fætur ann- arri: Hvernig mun til dæmis kenn- arastéttin bregöast viö þessum nýju viöhorfum, sem að hluta má líta á sem ógnun, aö hluta sem áskorun af hálfu tölvutækninnar? Og hver verður til að skera úr um, viö hvaöa gæöastaöal kennslutölv- ur eigi að miöast? Veröi nægilega langur tími til stefnu, mætti ef til vill hugsa sér, aö komiö yröi á fót eins konar samstarfskerfi á milli stjórnvalda, yfirstjórn menntamála og kaup- sýslufyrirtækja þeirra, sem hlut eiga aö máli. Þannig gætu ýmsar hugmyndir og ný markvissari sjón- armiö í kennsluháttum náö fram aö ganga, þrátt fyrir hin íhalds- samari öfl, sem oftast eru ríkjandi í nefndum og samtökum, en þau vilja gjarnan setja „öryggi fyrst“ og efst á blaöiö. Niöurstaöan af slíkri málsmeöferö yröi vafalaust ein- hver hægfara, leiöigjörn en mennt- unarlega séö „örugg“ gerö forrit- unarefna fyrir kennslutölvur. En þaö veröur ekki neinn ótak- markaöur tími fyrir hendi til þess aö sinna þessari hliö mála. Fyrstu stórfyrirtækin, sem koma meö kennslutölvur á markaöinn, munu vissulega sjá til þess af hreinum viöskiptalegum ástæöum. Stjórn- völd hinna ýmsu landa og kenn- arastéttin sjálf kunna aö malda kröftuglega í móinn, en sú „gull- grafarastemmning", sem örugg- lega mun brjótast út í sambandi viö þessa nýju kennslutækni, er líkleg til aö leggja fljótlega allt og alla undir sig. Þetta táknar þó ekki, aö endi- lega þurfi aö koma til einhverrar ofsalegrar skelfingar í rööum þeirra, sem vilja ráöa stefnunni í menntamálum. Eins og kennsla fer yfirleitt fram nú á dögum, hefur hún í sannleika sagt tekiö afar litl- um breytingum um þúsundir ára; eini verulegu munurinn er í raun- inni sá, aö nú á dögum eru mun fleiri mannsheilar teknir til skólun- ar. Þær margvíslegu kennsiutil- raunir, sem fram hafa farið á und- anförnum árum, eru í raun og veru ekkert annaö en ofurlítil froöu- myndun á yfirboröi ómælds hafs. Önnur tegund öröugleika mun spretta af því, hve misjafnlega ört kennslutölvurnar eiga eftir aö ryöja sér til rúms á markaössvæöunum, aö minnsta kosti ef litiö er til fyrstu áfanganna í þróuninni. Sú reynsla, sem fengizt hefur af vasareikni- tölvum, gefur ýmsar ábendingar um, hvaöa stefnu málin munu taka. Þótt þaö sé þegar oröiö afar algengt, aö skólabörn eigi sína eigin reiknitölvu, þá er hún samt sem áöur oft aöeins stööutákn í þeirra augum. Þaö má segja, aö í mörgum tilvikum séu örlög vasa- reiknitölvunnar í eigu skólabarns þau, aó eftir aó eigandinn hefur fiktaö lítilsháttar viö tækió í skóla- stofunni eöa úti á skólalóöinni til þess helzt aó slá um sig í augum félaganna, vill þaö oft á tíöum gleymast og koma aö sáralitlum notum; svo fara rafhlööurnar aö gefa sig, og fína vasareiknitölvan endar svo kannski í ruslafötunni. En svo eru alltaf vel gefin börn innan um, oftast frá heimilum menntaös fólks, þar sem í fyrirrúmi er ríkur menningarandi, og reikni- tölvan veröur oft á tíöum slíkum börnum uppspretta mikillar ánægju og ómælds gagns. Börn af þessu tagi fara gjarnan aö kanna eitthvaö af þeim aragrúa mögu- leika, sem tækið hefur upp á aö bjóóa, sér til hreinnar og óbland- innar ánægju og tileinka sér um leiö eins og ósjálfrátt tökin á ýms- um helztu grundvallarreglum stæröfræöinnar. Flestir stærð- fræöikennarar þekkja til þessara fámennu en eftirtektarveröu hópa framúrskarandi fólks, sem skera sig svo greinilega úr öörum nem- endum í bekkjunum. ÚRVALSMÖNNUM EINKUM TIL FRAMDRÁTTAR Þess háttar úrvalsstefna kemur jafnvel enn greinilegar í Ijós í þeim skólum, þar sem tölvur hafa veriö teknar í notkun viö hópvinnu nem- enda og viö tilraunir. Þá fara fljótt aö myndast hópar af hinum snjöll- ustu tölvu-forriturum, fullum fyrir- litningar á þeim nemendum, sem ekki hafa tekiö þeirri beinu áskor- un, sem felst í hinum dularfullu fræöum tölvunnar. Mörkin milli þessara hópa eiga eftir aö veröa ennþá greinilegri og skarpari, þeg- ar fyrstu einka-kennslutölvurnar taka aö ryöja sér til rúms á mark- aönum fyrir alvöru. Sum skólabörn munu taka þessum nýju fræöslu- tækjum opnum örmum, en önnur munu aftur á móti láta þau aó mestu afskiptalaus. Þá verður skammt í þá þróun mála, aö ekki veröi lengur um aö ræöa einstaka úrvalshópa, sem skara framúr í meöferö vasatölvu og viö tölvuforritun, heldur kemur fram á sjónarsviöiö úrval hinna beztu nemenda, sem munu bein- línis gína viö þeim feiknalega víö-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.