Alþýðublaðið - 18.09.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.09.1920, Blaðsíða 1
1920 Laugardaginn 18. september. 214. tölubl. lólítíski hálsbroL Flestir þeirra manna, sem lesið hafa Vísir þessi síðustu árin, eftir að náverandi ritstjóri hans tók við biaðstjórniani, munu þykjast þess fulllvissir, að ritstjóri hans kunni ekki að skammast sín og þykjast sjá þess mörg merki. Að Vísisritstjórinn sé þó ekki alveg blygðunarlaus má sjá vott á því, að hann hefir aldrei viljað kannast við það, að hann tæki málstað íslandsbanka, og er það besta sönnunin fyrir því, hve af- skaplega slæmur er málstaður bankans, þegar jafnvel sá, sem ekki kann að skammast sín, blygð- ast sín fyrir hannl Það muc hafa verið fyrir þenn- an blygðíinarvott, að ritstjóri Vísis valdi þá aðferðina til þess að halda uppi svörum fyrir íslandsbanka, að tala um annað. Og sjálfsagt hefir hann blekt einhverjar lítil- sigldar sálir með öllu skrafi sfnu át í loftið um gengið, skrafinu sem Jón Laxdal Og Eggert Briem frá Viðey létu hann éta ofan í sig i sínu eigin blaði (verði honum að góðu!). Ekki er úr vegi að minnast á hinar hlægilegu árásir Vísisritstjór- ans á danska banka í Danmórku Hann vissi sem sé að það gat ekki skaðað dönsku bankana far% eða sjálfan hann hér, þó hann gerði það, og hélt sýnilega að hann með þessu gæti gert almenn- ingi sjónhverfingar, svo almenning- ur sæi ekki að hann léti í friði ■danska bankann hér á landi. En trúlegt er að þar hafi honum skjátlast; almenningur er ekki eins fáfróður og gersneyddur hugsun eins og Jakob Mölier heldur, og hafði töluverðan rétt til að halda, er þessi sami almenningur hafði kosið hann á þing! Það eru varla margir, núorðiðt sem ekki sjá það, að aðstaða Vfsisritstjórans í Islandsbankamál- *nu er með öllu ósamboðin, eigi aðeins manni sem seint og snemma hefir klifað á „sjálfstæðinu", eins og hann, heldur blátt áfram ósam- boðin hverjum heiðarlegum manni, sem fæst við opinber mál. En reyndar er ekki ósenuilegt, að Jakob þekki sjálfan sig svo vel, að honum finnist að hann sé hvort sem er kominn svo langt niður fyrir takmörkin og nálægt þólitísku hálsbroti, að hann geti vel tekið undir með kerlingunni: „Eg ætlaði ofan hvort eð var.“ fiRckael brjálaðnr. Khöfn, 17. sept. Lausnarbeiðni Frakkaforseta er nú opinber. Hann er álitinn brjál- aður. Hefir tvívegis reynt til þess að drekkja sér í brjálsemisköstun- um. Of mikil áreynsla og æða- kölkun hefir aukið sjúkdóminn. Miilerand vex stöðugt fylgi sem forsetaefni. Óf«rleg sprenging. Khöfn, 17. sept. Símað er frá New York, að ógurleg sprenging hafi orðið í verzlunarhverfi borgarinnar, skamt frá banka Morgans. 200 manns hafa særst og farist. Skaðinn metinn 2 miljónir. Danska smjSrverðið. Khöfn, 17. sept. Smjörverð í Danmörku er nú komið upp í kr. 7,68 kg., og er það atleiðing hins háa gengis dollarsins og sterlingspundsins. Vegna hins háa smjörverðs er mjólkin stigin upp í 73 au. literinn. ðgijtn stðikurnar. (Aðsent.) í Morgunblaðinu 8. þ. m. er grein með yfirskriftinni „Ógiftu stúlkuruar*. Rituð af einhverjum hr. S. Þ. Þó að grein þessi sé tæpast svara verð, ætia eg að upplýsa höfundinn um ýmislegt, sem hann virðist harla ófróður um. Hr. S. Þ. er mjög undrandi yfir því, að það skuli vera eklá á kvenfólki til starfa í kaupstaðar- hásum og á sveitabæjum, af því áður fyr var nóg fólk til að gegna þessum störfum. Honum finst það mjög óeðlilegt að tímarnir skuli breytast, og virðist þó ekki þurfa skarpan skilning til að sjá hvað þessari breytingu veldur. Áður fyr þektu ógiftar stúlkur ekki önnur störf en að vera vinnu- kona annaðhvort í sveit eða kaup- stað. í sveitunum voru þær látn- ar vinna öll störf úti og inni, ef á þurfti að halda, bæði sumar og vetur. Eg býst við að hr. S. Þ. sé ekki svo óupplýstur, að hann viti ekki hvaða störf eru nauðsyn- Ieg á sveitaheimili, svo eg þurfi ekki að telja þau upp. Að aflokn- um dagsverkum urðu þær að taka hvíldartíma sinn til að þvo plögg og bæta skó af sér og sínum þjónustumönnum, einum eða fleiri, og svo í býtiáfætur á morgnana tii að mjalta og gera ýms inni- verk áður þær þurftu út. Svona liðu dagarmr í sveitunum allan ársins hring virkir og helgir. Eng- in frjáls stund hjá vinnukonunum. Fyrir þetta fengu þær 25 kr. árs- kaup og minna hjá sumum. í kaupstöðum aftur á móti hafa þær líklega ekki haft við jafnmik- ið ófrjálsræði að búa, af því ekki hefir verið hægt að nota þær eins mikið. En það var þá annað sem ekki var betra. Þær voru og eru hafðar enn í svo mikilli fyrirlitn- ingu hjá yfirboðurunum, einmitt fyrir það að þær hafa vilja og dug til að vinna heiðarlega vinna,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.