Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.10.1983, Blaðsíða 38
3g MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1983 VERKAMANNASAMBANDSÞING Verkalýðsformg;|ar uggandi Rætt við nokkra fulltrúa * á þingi Verkamannasambands Islands í Vestmannaeyjum skiptinguna hjá Verkakvennafé- laginu Snót og Verkalýðsfélagi Vestmannaeyja á síðasta ári. Þar kemur m.a. í ljós, að af heildar- launatekjum 1982 var dagvinnan 44,5%, yfirvinna 33,4% og bónus- inn 22,1%. Þetta segir manni að fólk vinnur mjög langa vinnu- viku, laugardaga þegar þeir gef- ast og leggur verulega á sig til að ná bónusnum. Ef allt þetta fer af, þá er ég hræddur um að heldur fari að þrengjast í búi,“ sagði Jón. Hann var einn þeirra, sem taldi kjaramálaályktun þingsins ekki nógu afdráttarlausa. „Það er nú svo með þessar ályktanir," sagði Jón, „ að þær eru ekki samdar fyrir fólkið á vinnustöðunum. Þetta er gert í kanselístíl svo topparnir í ráðuneytunum og hjá Vinnuveitendasambandinu skilji hvað við er átt. Almennt verka- fólk gerir sér ekki grein fyrir Slagurinn vinnst ekki með auglýsingum og bænaskrám NOKKRAR umræður urðu um skipulagsmál Verkamanna- sambands íslands á þinginu í Eyjum og var að heyra á nokkrum þeirra, er tóku til máls, að ekki væri þar allt sem skyldi. Jón Kjartansson, for- maður Verkalýðsfélags Vest- mannaeyja, tók undir nokkrar athugasemdanna þegar blm. Morgunblaðsins ræddi við hann að loknu þingi. „Verkamannasambandið með sína 26 þúsund félaga ætti að vera öflugasta sambandið innan Alþýðusambandsins," sagði Jón. „Þess í stað hefur það oft verið kallað hinn sofandi risi og á með- an höfuðstöðvarnar voru á Lind- argötunni í Reykjavík var talað um „lognið á Lindargötunni". Ég held að það sé ein höfuðmein- semd í uppbyggingu og skipulagi sambandsins; í stað þess að við kjósum okkur formann eins og önnur félög, sem væri i daglegu sambandi við aðildarfélögin, hefði þetta að aðalstarfi, þá ráð- um við okkur framkvæmdastjóra, sem í rauninni er skrifstofustjóri. Hann hefur ekki pólitískan bak- hjarl í hreyfingunni, ekki völd til að koma fram fyrir okkar hönd og tala afdráttarlaust út. Helsta samband framkvæmdastjórans við félögin, eins og skipulagið er í dag, er þegar hann rukkar um fé- lagsgjöldin." — Eru engar hugmyndir í gangi um að þessu verði breytt? „Það held ég ekki. Það gæti náttúrlega orðið er Guðmundur J. gerir alvöru úr því að láta af störfum eftir þetta kjörtímabil, þá gætu menn e.t.v. sameinast um að gera sambandið áhrifa- meira. Eg held líka að það sé frekar óheppilegt að bæði for- maður og varaformaður eru al- þingismenn. Ég hefði haldið að það væri nægilegt starf út af fyrir sig að sinna þingmennsku. Þetta hefur það t.d. í för mað sér, að þeir geta á stundum verið knúnir til að sveigja stefnu sam- JJEkki á móti 3ví að verka- ýðshreyfingin eigi málsvara á Alþingi — en andvígur því að Alþingi eigi málsvara í verkalýðs- hreyfingunni** bandsins að því, sem hentar þeirra pólitísku flokkum. Ég vil taka skýrt fram, að ég er ekkert að gera lítið úr þeim sem ein- staklingum eða þeirra störfum. Og þótt ég sé ekkert á móti því að verkalýðshreyfingin eigi sér málsvara á Alþingi þá er ég á móti því að Alþingi eigi sér málsvara f verkalýðshreyfing- unni.“ Jón Kjartansson sagði að at- vinnuástand í Vestmannaeyjum hefði verið „nokkuð gott fram undir þetta. Við höfum verið að stóla á síld en hún hefur ekki komið enn. Nú eru hér um 30 kon- ur á atvinnuleysisskrá og því er ekki að neita, að við erum ugg- andi um framhaldið. Héðan eru gerðir út fimm togarar auk báta- flotans og það virðist einfaldlega ekki vera mikið um fisk í sjónum. Ef ekki fer að fiskast betur gætu fleiri konur, sem helst vinna á vertíð, orðið atvinnulausar. Það skiptir vitanlega sköpum fyrir heimilin því enginn einn vinnur fyrir heimili í dag. Einhverjar þessara kvenna eru einstæðar mæður — það hlýtur að vera hrikalegt ástand í þeirra búi. Ég er með nýlegar upplýsingar frá fyrirtækinu Samfrosti, þar sem margt skrítið kemur í ljós. Þar er til dæmis hægt að lesa um tekju- þýðingu þessara plagga. Þau eru höfð löng og loðin af ásettu ráði. En að mínu mati verður svona ályktun að vera fastmótuð og ákveðin. Ég minnist þess, að á Al- þýðusambandsþingi fyrir nokkr- um árum kom fram tillaga um 100 þúsund króna mánaðarlaun (gamlar krónur), sem hlaut mikið og almennt fylgi. Fólk skildi við hvað var átt — enda voru í fram- haldi af því gerðir bestu samn- ingar, sem hreyfingin hefur gert, Sólstöðusamningarnir svo- kölluðu.“ — Hvað heldurðu að sé fram- undan? „Án þess að ég vilji fullyrða nokkuð þá sé ég ekki að það muni gerast stórir hlutir fyrir áramót. En þegar kemur febrúar þá er annaðhvort fyrir verkalýðshreyf- inguna að hrökkva eða stökkva ef hún ætlar að halda höfði í svona árásastríði. Það er gjarnan sagt að við „komumst ekki lengra en fólkið vill fylgja okkur" og vissu- lega er nokkuð til í því. En sam- kvæmt orðanna hljóðan erum við leiðtogar, við eigum að toga fólkið með okkur. Sparkið má ekki koma að neðan, að mínu mati. Hvatningin verður að koma ofan frá. Það má ekki bíða eftir að fólk verði svangt. Það er mikið rétt, að fólk vill ekki fara í átök. Hver vill það? Ekki ég frekar en aðrir. En ég sé ekki að þessi slagur vinnist með auglýsingum og bænaskrám. Það er eins og vant er — verkalýðs- hreyfingin tapar í áróðursstíðinu enda hefur hún ekki getað komið sér upp áróðursmeisturum, sem standast hinum snúning. Nú, fólk segir líka „eitthvað varð að gera“ og það má til sanns vegar færa — en ég er hreint ekki viss um að fólk geri sér grein fyrir því sem er að gerast. Það hættir ekkert að sjóða þótt lokið sé sett á pottinn. Dýrtíðin heldur áfram og er meiri ef eitthvað er. En hvað ger- ist þegar sýður upp úr á endanum veit ég ekki. óánægjan er mikil — það er spurning hvert hún muni beinast...“ Hallsteinn Friðþjófsson, Seyðisfirði: Ekkert að sækja ef ekki veiðist þorskur „Kjaramálaályktunin var ágæt að mínu mati. Þótt um- ræður um hana hefðu ekki verið mjög miklar á sjálfu þinginu voru meiri deilur í kjaramálanefndinni en oft áður,“ sagði Halisteinn Frið- þjófsson, formaður Verka- lýðsfélagsins Fram á Seyðis- firði, þegar Mbl. ræddi við hann að loknu þinghaldi. Hann sagði að á Seyðisfirði væri næg vinna þessa dagana, síldin væri komin og því líf- legra en verið hefði. „Síldin hefur bætt hljóðið í fólki en það fer ekkert á milli mála, að það er orðið erfitt að lifa. Menn eru farnir að tala um nauðsyn þess að ná til baka einhverju af því, sem tekið hefur verið frá okkur,“ sagði Hallsteinn. „Ég hef hinsvegar ekki trú á að neitt gerist á næstunni. í febrúar má fara að semja aftur og ætli úrslit komi ekki í ljós í mars eða apríl.“ — Nú var því spáð á þingi, að í viðbót við 25% kjara- skerðingu á þessu ári muni kaupmáttur enn lækka um 15—20% á næsta ári. Hvað gerist ef þessi spá rætist? „Ja, það hefur náttúrulega í för með sér mikinn samdrátt. Vinna mun minnka og at- vinnuleysi skella á. Ef þetta fer svona, blasir kreppan við. En ég held að þetta sé málað of svart. Ætli menn sæki ekki eitthvað í byrjun árs og lag- ”Held að ástandið sé málað of svart færi stöðuna. Við skulum ekki gleyma því, að allt byggist þetta á þorski. Ef hann fæst ekki upp úr sjónum verður ekkert að sækja. Það er nú svo einfalt," sagði Hallsteinn Frið- þjófsson. Þorsteinn Tómasson, ísafirði: Byrðarnar eru orðnar nógar ÞORSTEINN Tómasson er starfsmaður í frystihúsi á ísa- firði og sat VMSÍ-þingið í Eyjum sem fulltrúi verkalýðsfélagsins Baldurs. Hann sagðist fylgjast af áhuga með þingstörfum, þetta væri sitt fyrsta þing og því margt að læra. „Mér sýnist tvímæla- laust að ég hafi af þessu mikið gagn,“ sagði hann. Þegar blm. ræddi við Þorstein var einn ræðumanna á þinginu að vara við harkalegum aðgerðum og verkföllum. „Ég held að það sé al- veg rétt að fólk sé almennt ekki tilbúið að fara í verkföll til að endurheimta rétt sinn og kjör, það telur sig einfaldlega ekki hafa efni á því,“ sagði Þorsteinn. „Enda eru byrðarnar orðnar nógar — það er búið að taka svo mikið af manni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.