Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 35 Seldi Morgunblaðið 2. nóvember 1913, fyrsta útkomudag þess Rætt við Svavar Hjaltested um upphaf Morgunblaðsins Morgunblaðid er sjötugt í dag, en þótt mörgum kunni að finnast langt um liðið frá því blaðið hóf göngu sína, finnast enn þeir menn, sem muna gjörla þann dag er blaðið var fyrst boðið til sölu á götum Reykjavíkur. Einn þeirra er Svavar Hjaltested, nú starfsmaður hjá Almennum tryggingum, en um árabil einn af útgefendum vikublaðsins Fálkans. Vantaði stráka til aö bera út „Já, það er rétt að ég seldi blaðið fyrsta daginn sem það kom út, 2. nóvember 1913,“ sagði Svavar er blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann að máli fyrir nokkrum dögum. „Það var nú ekki nein tilviljun, að ég var fenginn til að selja Morgunblaðið þennan dag, því stofnandi blaðsins, Vilhjálmur Finsen, var móðurbróðir minn. Hann vantaði stráka til að selja blaðið, og við fórum bræðurnir, Kjartan og ég. Ég man að blaðinu var ágæt- lega tekið þennan fyrsta dag, forvitni hefur sjálfsagt ráðið mestu þar um, og svo var hitt að framboð á dagblöðum var ekki mikið, því fyrir var aðeins eitt dagblað, Vísir. Fyrst í stað var blaðið að sjálfsögðu aðeins selt í lausasölu, og við fórum með það um miðbæinn, fórum á vinnustaði og buðum það á götum úti. — Eg man nú ekki lengur hvað við fengum fyrir að selja blaðið, en mig minnir að það hafi þótt ágætt, og við strákarnir vildum fá eitthvað að gera, höfðum selt Vísi, safn- að flöskum og fleira í þeim dúr, til að vinna okkur inn peninga. Seinna bárum við blaðið svo einnig til áskrifenda, en aðeins á sumrin, á veturna vorum við í skólanum og gátum ekki sinnt útburðinum." Erfitt aö príla stigana „Blaðið var ekki stórt á þess- um árum,“ heldur Svavar áfram, „aðeins fjórar síður, en þó var þetta erfitt starf að bera það út, ekki síður en hjá blað- burðarbörnunum núna. Ég var alltaf með miðbæinn sem mitt svæði, og þar þurftum við að ganga upp alla þessa stiga, oft margar hæðir því okkur var uppálagt að fara með Morgun- blaðið alla leið upp, en ekki að skilja það eftir niðri í forstofu. Það var til dæmis langt að iabba alla leið upp á efsta loft á Hótel íslandi, þar sem starfs- fólkið bjó, og svipað var með fleiri hús. Síðar bar ég svo út í Vestur- bænum, og það var einnig erf- itt svæði fyrir blaðburðarbörn; stór, óbyggð svæði og opin tún, og því oft langt á milli húsa að fara með tiltölulega fá blöð. Okkur var hins vegar oft vel tekið og stundum vorum við strákarnir leystir út með gjöf- um, gefnar smákökur og fleira ef vont var veður. Einkum voru skipstjórafrúrnar í Vestur- bænum oft rausnarlegar." Svavar Iljaltested Fyrsta „sensasjónfréttin“ — Þú segir að blaðinu hafi verið vel tekið, en væntanlega hefur það verið þá eins og nú, að sumar fréttir hafa þótt for- vitnilegri en aðrar. „Já, það er rétt, og ég man til dæmis vel eftir því, að blaðið seldist mjög mikið daginn sem það varð fyrst íslenskra blaða til að birta hreina „sensasjón- frétt". Það var fréttin um morðið í Duus-koti haustið 1913, skömmu eftir að blaðið hóf göngu sína. Þessi frétt vakti óhemju athygli, og varð ekki til að draga úr að prentuð var mynd af húsinu þar sem voðaatburðurinn átti sér stað, en það var í fyrsta skipti, sem íslenskt blað birti fréttamynd af þessu tagi. Myndin af Duus- koti var skorin í línólín, enda engin prentmyndagerð komin í þá daga, en myndgæðin voru furðulega mikil. Þessi frétt vakti því mikla athygli, en fram til þessa tíma höfðu blöðin langmest birt af efni, sem var af allt öðru tagi, frásagnir af atburðum sem lengra var liðið frá, og svo framvegis. En ef einhverjar svona spennandi fréttir voru, þá gekk undantekningalaust betur að selja blaðið, en það munu ekki þykja neinar stór- fréttir í blaðaheiminum í dag!“ — En Morgunblaðið í dag og Morgunblaðið 1913, er blaðið í dag örugglega betra? „Já, á því leikur enginn vafi, það er mun fjölbreytilegra og betra blað. Þetta er raunar á engan hátt sambærilegt, þá voru ekki svo margir möguleik- ar í fjölmiðluninni, og sjálfsagt hefur fólk beðið spennt eftir sínu blaði þá rétt eins og nú, þótt ekki væri það nema fjórar síður. En blöðin voru öruvísi þá en nú, eins og Reykjavík var allt önnur en hún er núna. Á þessum árum lét nærri að mað- ur þekkti eða kannaðist við alla sem um göturnar fóru, að að- komufólki náttúrulega undan- skildu. En þetta var svo fá- mennt samfélag, að nær öll andlit þekkti maður." Stofnun Fálkans 1928 — Þú áttir svo eftir að hafa frekari afskipti af blaðaútgáfu síðar, gafst út Fálkann í mörg ár. „Já, það er rétt, að afskipti mín af blaðaheiminum hafa ekki alveg einskorðast við að bera út Morgunblaðið. Árið 1928 hófum við að gefa út viku- blaðið Fálkann, við Vilhjálmur Finsen stofnuðum blaðið ásamt Skúla Skúlasyni, sem varð ritstjóri ásamt Vilhjálmi. Þeir voru báðir vel kunnugir blaðaútgáfu erlendis sem kunnugt er, einkum í Noregi, og það var draumur Vilhjálms að gefa hér út nýtísku frétta- blað í þessu formi. Fyrsta blað- ið kom út 1. apríl 1928, og ég vann við útgáfu þess allt til ársins 1958, er ég seldi Fálk- ann, — eða minn hlut öllu heldur, því Skúli átti áfram sinn part í honum. Það var skemmtilegt að fást við útgáfu Fálkans, og blaðið gekk ágætlega hjá okkur. Ég hafði fyrst og fremst með höndum skrifstofuhald fyrir útgáfuna, en tók þó einnig þátt í blaðamennskuhliðinni, tók til dæmis sjálfur flestar eða nær allar myndirnar sem í Fálkan- um birtust. Ég hef alltaf haft yndi af vel skrifuðum texta og geri mér grein fyrir gildi hans, en um leið hefur mér alltaf þótt sem góð ljósmynd sé ekki síðri að verðmæti og myndir og blaðaútgáfa eru óaðskiljanleg- ir hlutir í mínum huga. — Þess má svo einnig geta, — því við erum nú að tala um Moggann en ekki Fálkann — að talsvert hefur birst af ljósmyndum mínum í Morgunblaðinu, hér áður og fyrri. Þá voru ljós- myndarar ekki starfandi við blöðin eins og síðar varð, seinna kom Óiafur K. Magn- ússon og fleiri, sá ágæti ljós- myndari sem ég ber mikla virð- ingu fyrir." — Og þú kaupir blaðið enn- þá? „Já, já, Mogginn er mitt blað, ég lít yfir hann áður en ég fer í vinnuna á morgnana," sagði Svavar Hjaltested að lokum, kominn á níræðisaldur en þó ern og kvikur í hreyfingum eins og unglamb! Það er ef til viil ekki eins langt síðan 1913 og við, sem yngri erum, telj- um? _ AH i Bestu bílakaupin í dag! Mazda323 Hatchback DeLuxe 1300 árg. 1984 Innifalinn búnaður: Stillanleg hæð á framsæti • Litað gler í rúðum • Rúllu- belti • Öryggisljós að aftan • 60 Ampera rafgeymir • Quarts klukka • Niðurfellanlegt aftursæti í tvennu lagi • Tauáklæði á sætum • 3 hraða rúðuþurrkur • Halogen framljós • Stokkur milli framsæta • Farangursgeymsla klædd í hólf og gólf • 3 hraða miðstöð • Útispegill • Þurrka og sprauta á afturrúðu _ _ _ _ _ _ .. .« Verð aðeins kr. O O . O O vJ Munid: MAZDA — besturí endursölu undanfarin 10 ár. gengisskr 10.1083 BlLABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 Bestu bílakaupin ídag! Mazda 323 Saloon DeLuxe 1300 árg. 1984 Innifalinn búnaður: Stillanleg hæð á framsæti • Litað gler í rúðum • Rúllu- belti • Öryggisljós að aftan • 60 Ampera rafgeymir • Quarts klukka • Niðurfellanlegt aftursæti i tvennu lagi • Tauáklæði á sætum • 3 hraða rúðuþurrkur • Halogen framljós • Stokkur milli framsæta • Farangursgeymsla klædd í hólf og gólf • 3 hraða miðstöð • Utispegill Verð aðeins kr 271.000 Munið: MAZDA — besturí endursölu undanfarin 10 ár. BÍLABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 qengisski 10 10 83

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.