Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 Vann einu sinni 33 túna í einni lotu ,,1‘aíi hafa orðið gífurlegar breytingar á Morgunblaðinu frá því ég hóf þar störf fyrst, enda er nú orðið talsvert um liðið, þótt tíminn líði hratt,“ sagði Samúel Jóhannsson prentari, er blaða- maður tók á honum hús í vikunni, í tilefni 70 ára afmælis Morgun- blaðsins í dag. „Þegar ég kom fyrst til starfa við Morgunblaðið,“ heldur Samúel áfram, „var það 4 síður, en núna er sunnudagsblað- ið 96 síður, það segir meira en mörg orð. Aðrar breytingar eru líklega í samræmi við þetta, en blaðið er betra í dag en það var, á því leikur ekki vafi.“ Fyrst við Tímann og Lögréttu „Ég byrjaði að læra prentiðn í Acta árið 1920,“ segir Samúel, „og meðal þess sem ég vann við þar var bæði dagblaðið Tíminn og Lögrétta. í Acta, sem síðar nefndist Prentsmiðjan Edda, eftir að framsóknarmenn keyptu fyrirtækið, var ég í átta ár, en í júníbyrjun hóf ég störf hjá ísafold. Þá þegar byrjaði ég að vinna við Morgunblaðið, var í þvi alltaf með annan fótinn, allt til 1936 er blaðið stækkaði í 8 síður. Eftir það var ég við Morg- unblaðið eingöngu. En við Morgunblaðið starfaði ég sem sagt allt frá 1928 þar til ég hætti sjötugur um áramótin 1975-1976. Fyrst í stað voru allar auglýs- ingar og allar fyrirsagnir hand- settar, en lesmálið var vélsett. Vinnan var bundið við kvöldin, og þótt sumum líki ekki vinnu- tíminn, féll mér þetta ágætlega og hef hvorki séð eftir því að hafa valið mér prentstarfið að ævistarfi né að hafa unnið á Morgunblaðinu lengstan hluta starfsaldurs míns." Vann 33 tíma í lotu — Þú segir þetta hafa verið kvöldvinnu, en ekki hefur nú vinnutíminn alltaf verið reglu- legur, eða kvöldið dugað? „Nei, það er að vísu rétt, stundum var unnið lengur, og stundum var ég kallaður út eftir að ég var kominn heim. Þannig var það til dæmis vorið 1940, þegar Bretar hernámu landið, þá var ég kominn heim og rétt háttaður, þegar lögregluþjónn kom heim til mín og flutti frétt- irnar. Hann ók mér svo niður á blað, og við skiptum alveg um forsíðuna. Vinnutíminn var nokkuð langur þá nótt! Enn lengri var þó vinnutím- inn árið 1944, þegar við voru að vinna lýðveldishátíðarblaðið. Þá byrjaði ég að vinna klukkan átta á sunnudagsmorgun og vann alveg fram á mánudags- kvöld, 33ja tíma lotu. Ekki fann ég þó tiltakanlega fyrir þreytu, en þreyttur hef ég þó verið, því ég man að ég ætlaði að hlusta á fréttirnar í útvarpinu þegar ég kom heim, en ég missti af þeim því ég leið útaf um leið! Oft var svo aftur byrjað mjög snemma á svona blöðum ef unnt var, þótt ekki kæmi það alltaf í veg fyrir að mikið þyrfti að vinna síðustu dagana. En ég man þó vel eftir því, þegar við vorum að vinna stórt blað vegna Alþingishátíðarinnar 1930, að þá byrjuðum við Árni óla tveimur mánuðum fyrr, og mest allt blaðið var löngu búið vikum fyrir hátíðina. Við vorum svo snemma í því, að þegar við vor- um búnir með allt sem hægt var að gera, fór ég út til Noregs og kvæntist, og gat farið með góða samvisku Morgunblaðsins vegna ! — Árni Óla var aðeins einn þeirra ágætu manna sem ég vann með á þessum langa tíma á Mogganum, flestir eru nú hættir en nokkrir vinir mín- ir eru þó þarna enn. — Þeirra á meðal eru fimm prentarar, sem allir lærðu hjá mér, en alls hafði ég tíu lærlinga hjá mér.“ Fyrsta litaug- lýsingin 1928 — Þú nefndir, að miklar breytingar hafa orðið á Morg- unblaðinu frá því þú byrjaðir þar fyrst, og nefndir blaðstærð- ina. Geturðu nefnt fleiri dæmi sem sýna þessa miklu breyt- ingu? „Já, já, breytingarnar sjást alls staðar. Margfalt fleiri starfsmenn eru nú við blaðið. Þegar ég byrjaði minnir mig að upplagið hafi verið um 3.800 eintök á dag, en þegar ég hætti var það komið yfir 40 þúsund. Nú þykja litauglýsingar ekki neitt tiltökumál, en ég man vel eftir fyrstu litauglýsingunni sem Morgunblaðið birti. Það var fyrir jólin 1928, og Silli og Valdi auglýstu. Það var mikil vinna lögð í hana, og ég var lengi að reikna þetta allt út til að fá hana sem besta. — Þetta með auglýsinguna minnir svo aftur á það, að fyrst í stað voru auglýsingarnar alltaf á forsíðu, en eftir hernám Breta 1940 minnir mig að þær hafi verið látnar þoka smám saman fyrir fréttum af forsíðunni. Tónninn með það var gefinn þegar her- námsfréttirnar voru settar á forsíðuna. Það hafði raunar verið rætt um þetta lengi áður, en ekki orðið úr, og ég man eftir því að það stóð í talsverðu stímabraki þegar bíóauglýs- ingarnar viku af forsíðunni. Fyrst í stað fóru þær á baksíð- una, síðar á þriðju síðu, þetta hefur verið að smá breytast. Margt fleira má nefna af breytingum á Morgunblaðinu. Ég nefndi áður þegar blaðið stækkaði í 8 síður, upp úr því fór upplagið að aukast. Enn urðu miklar breytingar 1943 þegar 16 síðna pressa kom, og svo aftur þegar flutt var í Aðal- stræti, 1956. Loks ber svo að nefna breytingar upp úr 1970, þegar offsetprentunin hófst, þetta er orðið allt annað núna. Ég lærði hins vegar aldrei á þetta nýja fyrirkomulag, það var farið að styttast í að ég hætti, og yngri menn tileinkuðu sér tæknina. Ég hef hins vegar ekki nema gott um offsetið að segja, þetta hlaut að koma, ég Rætt við Samúel Jóhannsson prent- ara við Morgunblaðið 1928 til 1976 Bárum allt upplagið í fanginu í einni ferð Ljósm. KÖE Rætt við Eggert P. Briem, sem vann við afgreiðslu Morgunblaðsins árið 1914 „Ég vann við Morgunblaðið árið 1914, þegar á fyrsta ári þess, var við afgreiðsluna ásamt Helga Einarssyni er síðar nefndi sig llafberg," sagði Eggert P. Briem, er blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann að máli fyrir skemmstu, í tilefni 70 ára afmæl- is Morgunblaðsins í dag. „Morg- unblaðið var á þessum tíma prentað úti í ísafoldarprent- smiðju," heldur Eggert áfram, „en afgreiðslan var í Austur- stræti 3. Fyrsta verk okkar á morgnana var því að bera blaðið úr prentsmiðjunni út í af- greiðslu.“ Allt upplagið í einni ferð „Við þurftum að taka daginn snemma í þessari vinnu,“ segir Eggert, „á fætur um klukkan sex á morgnana, og síðan var byrjað í afgreiðslunni milli klukkan sex og sjö. Einhverj- um kann að þykja það furðu- legt, að við skyldum bera allt blaðið frá prentsmiðju út í af- greiðslu, en hafa verður í huga að upplagið var þá ekki stærra en svo að mig minnir að við hefðum þetta í einni ferð! Annað var í þessum dúr á þessu fyrsta ári Morgunblaðs- ins; ritstjórnarskrifstofurnar voru afþiljað pláss hér í prentsmiðjunni og ekki hafði afgreiðslan stór salarkynni heldur. En þangað komu blað- burðardrengirnir og sóttu blað- ið, mest var það selt í áskrift, og svo eitthvað í lausasölu." Fréttaþyrstir Þjóðverjar „Ég starfaði nú ekki lengi við Morgunblaðið, en þessi tími er mér þó minnisstæður. Alltaf var eitthvað um að vera, og við fengum fréttir á undan öðrum. Eitt af því, sem mér er minn- isstætt frá þessum tíma er, að fyrri heimsstyrjöldin braust út, og fréttaþyrstir Þjóðverjar komu oft til okkar og vildu fá fréttir. Þannig var að ég hafði lært nokkuð í þýsku veturinn áður, og þýddi því fyrir þá fréttir Morgunblaðsins af stríðinu þarna úti í afgreiðsl- unni. Ég held að Morgunblaðið hafi þegar á þessum árum ver- ið gott blað, og þar skipti ekki svo litlu máli, að eigandi þess og ritstjóri, Vilhjálmur Finsen, var í þessu af lífi og sál. Það var mikill kraftur í Vilhjálmi, og hann háfði kynnst blaða- mennsku erlendis og kunni því vel til verka. Ég kynntist hon- um hins vegar lítið sem ekkert á þessum árum, en síðar kynnt- umst við og þúuðumst meira að segja, en það gerðum við nú ekki árið 1914.“ Gaf út Samtíðina — En hvað með frekari af- skipti af blaðaútgáfu, þú hefur ekki fengið bakteríuna? „Nei, ekki fékk ég hana, en þó kom ég aðeins nálægt þessu síðar, er ég átti og gaf út Sam- tíðina um nokkurt skeið. Mitt lífsstarf hefur orðið á öðrum vettvangi en við blaðaútgáfu. Frá Morgunblaðinu fór ég til Eimskips, byrjaði þar þegar skrifstofuhald hófst, og var lengi þar, þó með nokkrum út- úrdúrum. Ég var til dæmis beðinn að taka að mér forstöðu fyrir Ferðaskrifstofu ríkisins þegar hún byrjaði, en áður hafði ég víst vakið á mér athygli með skrifum í blöð um að við ættum að fá útlendinga hingað til lands. Þá rak ég um tíma bóka- verslun í Reykjavík, Bókaversl- un E.P. Briem, í Austurstræti 1. — Ég hafði farið 1 þriggja mánaða ferð til Danmerkur til að kynna mér bóksölu og bóka- útgáfu, og kom því heim með eitthvað af nýjungum og reyndi þær hér. Meðal þeirra má nefna, að bókabúðin hjá mér var fyrsta kjörbúðin hér á landi. Fólk gat komið inn og skoðað bækurnar að vild, og af- greiðslustúlkurnar höfðu ströng fyrirmæli um að ávarpa viðskiptavinina ekki að fyrra bragði, þeir áttu að geta skoðað að vild sinni! — í versluninni hafði ég einnig afþiljaða vist- arveru, þar sem voru alls kyns þekkingarrit. Þetta herbergi nefndum við „vísdóminn" og þar gátu menn flett bókum og lesið að vild, hvort sem þeir keyptu eða ekki. Nýjungar þessar féllu í góðan jarðveg, og þetta gekk ágætlega framan af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.