Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 41 PostnlíiuTaBj Frfkirkjunnar. Fríkirkjan 80 ára: Postulínsvas- ar til sölu í tilefni afmælisins í TILEFNI af 80 ára afmæli Frí- kirkjunnar í Reykjavík, hefur söfnuðurinn látið búa til 600 postulínsvasa. Vasann prýðir mynd listamannsins Baltasars B. Sampers, sem hefir getið sér góðan orðstír fyrir kirkjulist, m.a. altaristöflur kirknanna á Ólafsvöllum á Skeiðum og í Flatey á Breiðafirði. Þessi gripur er 20 sm á hæð, þvermál 7 sm. Hann er úr Bav- aría-postulíni frá Vestur- Þýskalandi, en Gler og postulín brenndi myndina og áletrun á vasann. Á vasanum stendur: Fríkirkjan í Reykjavík, 1903—1983. Þá er og mynd af Lúters-rósinni á vasanum, en í ár eru liðin 500 ár frá fæðingu kirkjuföðurins Marteins Lúters. Sala á vösunum er hafin og kostar hver vasi kr. 500.00. Þeir fást í versluninni íslenskur heimilisiðnaður í Hafnarstræti 3, en auk þess hjá Áshildi Daní- elsdóttur, Hjallavegi 28, simi 32872, Ágústu Sigurjónsdóttur, Safamýri 52, sími 33454, og Bertu Kristinsdóttur, Háaleit- isbraut 45, sími 82933. Þá má fá vasana keypta í kirkjunni eftir guðsþjónustu á sunnudögum og hjá safnaðarpresti á skrifstofu hans í kirkjunni alla virka daga nema mánudaga milli kl. 5 og 6. Aðeins 600 eintök hafa verið framleidd. (FrétUtilkynning.) Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! Nám í félagsráð- gjöf viðurkennt NÁM í félagsráðgjöf á íslandi er nú viðurkennt sem fullgilt í frétt frá félagsvísinda- deild Háskólans, segir m.a.: „í vor var sótt um aðild að samvinnunefnd félagsráð- gjafaskóla á Norðurlöndum um félagsráðgjafamenntun. Á þingi samtakanna, sem haldið var í Svíþjóð í ágúst sl., var einróma samþykkt að viðurkenna íslenska námið sem fullgilt nám í fé- lagsráðgjöf. í samtökunum eru nú 28 skólar og náms- brautir. Aðild að norrænu samtökunum veitir íslenska náminu aukna fræðilega þróunarmöguleika. Jafn- framt tryggir það mögu- leika menntaðra félags- ráðgjafa hér til fram- haldsmenntunar í félags- ráðgjöf og starfa á Norður- löndum, til jafns við starfs- félaga þar.“ Fyrsta hárgreiðslustofan á Seltjarnarnesi var opnuð nýlega á Austurströnd 1 (í húsi Nesskips) undir nafninu Salon Nes, þar er veitt öll alhliða hársnyrti- þjónusta. Hárgreiðslumeistarar og eigendur eru Sigríður Garðarsdóttir og Helga Jóhannsdóttir. FyriiHyggja l ferðamálum Þú getur byrjað strax í SL-ferðavettunni SL-ferðaveltan gerir farþegum okkar kleift að búa nú þegar í haginn fyrir nœsta sumar, safna á auðveldan hátt álitlegum farareyri og skapa sér þannig ánœgjulegt sumarleyfi, laust við hvimleið- ar fjárhagsáhyggjur. SL-íerðaveltunni svipar til venjulegrar spariveltu, - nema í einu grundvallaratriði - sem einmitt gerir gœfumuninn. Líkt og í spariveltunni leggur þú mánaðarlega inn ákveðna upphœð á Ferðaveltureikning í Samvinnu- bankanum og fœrð upphœðina síðan endurgreidda í einu lagi að 3ja til 10 mánaða sparnaði loknum, ásamt láni frá bankanum jafnháu sparnaðarupphœð- inni. Þú hefur þannig tvöfalda upphœð til ráðstöfunar að ógleymdum vöxtunum. Sérstaða SL-íerðaveltunnar er síðan fólgin í því að þú greiðir lánið á 5-12 mánuðum, 2 mánuðum lengri tíma en venja er til. Samvinnuferðir-Landsýn fjármagnar framlengingu endurgreiðslu tímans, hver greiðsla verður léttari og sumarleyíið greiðist upp án fyrirhafnar. Þökk sé SL-ferðaveltunni og fyrirhyggju þinn.1. Þú þarft ekki að hugsa þig tvisvar um, -tryggðu þér tvöfaldan ferðasjóð strax. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SL-ferðavelta Sparnaðar- tímabil Mánaðarlegur sparnaður Sparnaður í loktímabils Lán frá Sam- vinnubanka Ráðstöfunarfé með vöxtum Mánaðarleg endurgreiðsla Endurgreiðslu- tími 3 mánuðir 2.000,00 4.000,00 6.000,00 6.000,00 12.000,00 18.000,00 6.000,00 12.000,00 18.000,00 12.004,00 24.216,00 36.428,00 1.333,30 2.646,60 3.960,00 5 mánuðir 6 mánuðir 2.000,00 4.000,00 6.000,00 12.000,00 24.000,00 36.000,00 12.000,00 24.000,00 36.000,00 24.741,00 49.690,00 74.639,00 1.735,60 3.451,30 5.166,90 8 mánuðir 8 mánuðir 2.000,00 4.000,00 6.000,00 16.000,00 32.000,00 48.000,00 16.000,00 32.000,00 48.000,00 33.524,00 67.256,00 100.988,00 1.903,90 3.787,70 5.671,60 10 mánuðir 10 mánuðir 2.000,00 4.000,00 6.000,00 20.000,00 40.000,00 60.000,00 20.000,00 40.000,00 60.000,00 42.540,30 85.288,70 128.037,00 2.039,50 4.059,00 6.078,50 12 mánuðir Gert er ráð fyrir 35% innlánsvöxtum og 37,024% útlánsvöxtum og lántökukostnaði (stimpil-, lántöku- og greiðslugjaldi). Vaxtakjör eru háð ákvörðun Seðlabankans. Framangreind vaxtakjör gilda frá 21.9. 1983.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.