Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 Besti brandarinn um mig í blaða- mennsku er skeyti sem aldrei var sent, segir ívar Guðmundsson og bendir á mynd í stofu sinni sem Árni Elvar hefur málað af Tjörn- inni og nokkrum kríum á sveimi. Samstarfsmenn mínir hjá konsúl- atinu gáfu mér þessa mynd, segir ívar, og hún er til minnis um þessa skopsögu. Ég skrifaði í mörg ár smáletursdálka í Morg- unblaðið sem nefndir voru „Vík: verji skrifar úr daglega lífinu“. í þessum dálkum brást það ekki, að um miðjan máimánuö fór ég að minnast á að nú væri krían að koma. Ég fylgdist jafnan vel með því, hvenær það fóru að koma krí- ur á Tjörnina: ég vissi að það komu svona fjórar eða fimm kríur fyrst og þær skoðuðu sig um og settust á hólmann og þá var þess ekki langt að bíða að stóri hópur- inn kæmi. En sagan segir að ári eftir að ég fór frá Morgunblaðinu, hafi orðið uppi fótur og fit á rit- stjórn blaðsins og verið ákveðið að senda ívari Guðmundssyni í dauðans ofboði svohljóðandi skeyti: „Krían er komin — hvað eigum við að gera?“ ívar á Mogga. Myndin var tekin 17. september 1949. Eintakid af Morgunblaóinu sem liggur á skrifborði ívars er frá þeim degi, hins vegar sést, efgrannt er skoöaö, að ívar hefur ekki veriö búinn að fletta boröalmanaki sínu: þaó sýnir þann 16. Blaðameiinskan ai r mm 1 íýi rsta ást Rætt við ívar Guðmundsson á 70 ára afmæli Morgunblaðsins „Blaðamennskan var mín fyrsta ást,“ segir ívar, „og sú ást hefur aldrei dvínað. öll önnur störf sem ég hef tekist á hendur, hafa verið hjá konur, tjaldað til einnar nætur, nema ræðismannsstarfið: þar get ég sagt að ég hafi „búið með“. En blaðamennskan hefur alltaf lifað í mér, því eins og orðtakið segir: Einu sinni blaðamaður, alltaf blaðamaður! Ég sagði alltaf að gamni mínu, að það væri ekki rautt blóð í mínum æðum, heldur prentsverta. Ég ber stutt nafn, ívar, svo nafn mitt var aldrei stytt og það var ekki fyrr en ég var orðinn fullorðinn, að við mig festist viður- nefni. Þá fóru menn að kalla mig „Ivar á Mogga“ og það þótti mér vænt um. Reykjavík var í þá daga eins og fjölskylda. Þegar ég kom heim eftir tveggja ára útivist í fyrsta heim- ferðarleyfi mitt frá Sameinuðu þjóðunum, þá tók það mig tvö klukkutíma að komast frá Hótel Borg, um Austurstræti, Aðalstræti og útað Uppsalahorni, því ég þurfti að tala við hvern einasta mann sem varð á vegi mínum. I fyrra gekk ég frá Lækjartorgi, allan Lauga- veginn innað Hlemmi og til baka, og hitti tvo Reykvíkinga sem ég þekkti... “ Einasta lífið! „Faðir minn átti þann draum, að ég yrði verkfræðingur en kynni mín af stærðfræðinni kollsteyptu þeim draumi. Ég fór hins vegar snemma að lesa það sem ég gat fundið um blaðamennsku. Sérstaklega man ég eftir bók Cawling, ritstjóra Politiken, sem heitir „Journalistik" og geymir m.a. þessa speki: Blaðamennska er hundalíf, en einasta lifið sem vert er að lifa! Ég lá í blöðum og komst líka yfir bandaríska bók um tæknilegu hlið blaðamennskunnar. En löngu áður en menn litu við mér sem tilvonandi blaðamannsspiru, hljóp aldeilis á snærið hjá mér. Ég man nú ekki hvernig það bar til, en einn daginn fékk ég að hitta Bjarna Guðmundsson, sem þá var blaðamaður á Morgunblaðinu. Gengum við saman heilan rúnt, sem kallaður var, og ræddum blaðamennsku. Svo bauð Bjarni mér inná ritstjórnarskrifstofu Moggans og mér fannst ég sitja við fætur meistarans. Á þessum árum voru engir blaðamanna- skólar í Evrópu. Blaðamenn kynntu sér þá helst hagfræði og stjórnfræði. En ég komst til Kaupmannahafnar, þegar ég var um tvítugt og fór að leita fyrir mér sem lærlingur í blaðamennsku hjá dönskum blöðum. Ekki gekk það dæmi upp hjá mér, en ég kynntist þó nokkrum dönskum blaðamönnum, sérflagi hjá Politiken og einn þeirra varð siðar góður vin- ur minn. Sá var sonur Nils Hassager, ritstjóra Politiken og fyrir tilstuðlan hans, fékk ég tækifæri til að skrifa smáfréttir frá fslandi í það ágæta blað. Það gerði ég svo þessa átta mánuði sem ég dvaldi í Kaupmannahöfn og skrifaði þá stuttar klausur uppúr islenskum blöðum. Annars stúderaði ég náttúrulega mest lífið í þessari reisu minni og það held ég að sé nú kannski besta undirstaðan undir blaðamennsku, að stúdera lífið. En það mun- aði mjóu að ég yrði lífvörður konungs í þess- ari Kaupmannahafnardvöl! Ég fullnægði öll- um skilyrðum til þess starfa, en áður en til eiðsins kom, hitti ég félaga minn einn úr Reykjavík, sem var á heimleið með Brúarfossi gamla og þá sveif á mig heimþráin og ég fékk far með Brúarfossi heim.“ Uollráð og heiðursmaður „Þegar heim var komið, bar ég niður á Morgunblaðinu en var tilkynnt að þar væri fullsetinn bekkurinn. Ég sneri mér þá til Sig- urðar Kristjánssonar, alþingismanns, sem gaf út Heimdall og þar var ég viðloðandi nokkurn tíma. Heimdallur kom út þrisvar í viku, ef vel viðraði og Ulrich Hansen gat náð f auglýs- ingar. Jón Guðmundsson, prentari, setti Heimdall og hjá honum fékk ég gott veganesti á blaðamannsbrautina. Hann sagði við mig: „Lærðu málið og betri læriföður en Biblfuna færðu ekki í íslenskunámi." Ég sökkti mér niður f Bibliuna og bætti sá lestur málkennd mfna mjög, en hvort Biblíu- lesturinn hafi orðið til þess að efla mína trú, skal ósagt látið. Einhvern tíma árs 1932 rakst ég á auglýs- ingu f blaði þar sem Norræna félagið óskaði eftir umsóknum á norrænt blaðamannanám- skeið sem halda átti f Noregi. Ég sótti um, en þegar ég skilaði umsókninni til ritara Nor- ræna félagsins, hughreysti hann mig með þeim orðum, að ég skyldi ekki gera mér minnstu von um að komast að, þvf það gerði mig ekki að blaðamanni að vera f húsmennsku hjá Heimdalli. Ég lét mér ekki bregða við þessi tíðindi, heldur gekk á fund formanns Norræna félagsins, Dr. Gunnlaugs Claasens, sem er einhver mesti heiðursmaður sem ég hef kynnst, og hann taldi engin tormerki á því að ég gæti farið. Ég slóst því í för með þeim Guðbrandi Jónssyni, prófessor og Kristjáni Albertssyni og ferðaðist um Noreg f heilan mánuð. Þessi för var mér náttúrulega mikið ævintýri og fannst mér föðurarfi mínum vel varið, en hann hvarf allur í þessa ferð, 500 krónur.“ CJuöbrenzka kerfið „Á heimleið stoppuðum við í Ósló hjá Vil- hjálmi Finsen, öðrum stofnenda Morgun- blaðsins og hinum fyrsta fréttablaðamanni á íslandi. Dvöldum við þar í góðu yfirlæti, eins og vænta mátti, en tókum svo næturlestina til Etergen, þar sem „Lyra“ beið okkar. Við kom- um í býti morguns til Bergen og þá átti ég 50 aura í vasanum, það var allt og sumt. „Lyra“ fór ekki fyrr en um kvöldið, svo það var ekki um annað að gera en eigra um götur og torg þar til skipið sigldi. En dr. Guðbrandur sem var maður ráðagóður, sagði við mig: „Þú veist að það eru kosningar á íslandi á sunnudaginn kemur.“ „Nei,“ sagði ég, „ekki vissi ég það.“ „Jú, jú,“ sagði Guðbrandur, og nú skal ég segja þér hvað við gerum. Ég er sósfaldemó- krati og nú heilsa ég uppá sósíaldemókratana hér og býð þeim grein um íslensku kosning- arnar f blaðið þeirra. Þú ert íhaldsmaður, far þú upp í Bergens Tidende og bjóddu þeim grein." „Já,“ segi ég, „en ég veit bara ekkert um þessar kosningar, ég veit ekki einu sinni hverjir eru í framboði... “ „Ja, þú veist eitthvað um þetta,“ sagði hann Guðbrandur og bað mig síðan að hitta sig um morguninn á knæpu einni og þar skyldum við bera saman bækur okkar. Ég fór á knæpuna á tilsettum tíma og hitti Guðbrand. Hann sat þar þá önnum kafinn við skriftir og ég varð mér úti um blað og blýant og settist á móti honum, en ekkert kom á blaðið. Þegar Guðbrandur sér að lítið gengur hjá fhaldsmanninum, réttir hann mér blaðið sem hann hafði nýlokið við að skrifa og segir: „Hérna, skrifaðu þveröfugt við það sem ég segi.“ Ég gerði það og fór svo með afraksturinn til Bergens Tidende og þar fékk ég 15 krónur fyrir grein um fslensku kosn- ingarnar. Deginum var borgið." Draumurinn rætist „í þennan tfma var það takmark hvers dags hjá ungum mönnum í Reykjavík að komast f eftirmiðdagskaffi á Hótel ísland. Þar sátu fyrirmenn bæjarins og upprennandi stjörnur og drukku kaffi. En það þurfti krónu til, 90 aura fyrir kaffið og vínarbrauðið og 10 aura f drykkjupeninga, og það var ekki alltaf sem maður átti krónu í þá daga. Dag nokkurn skömmu eftir Noregsferðina, voru menn þó svo múraðir að þeir töldu sig hafa efni á þvf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.