Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 43 að fara í eftirmiðdagskaffi á Hótel Island. Og einmitt á þeim degi gekk ég i flasið á Valtý Stefánssyni í dyrunum á Hótel ísland. Hann sagði þá við mig: „Þér hafið verið að spyrja, hvort það vantaði blaðamann við Morgun- blaðið og nú stendur svo á að við ætlum að stækka blaðið. Ef þér viljið, þá getið þér kom- ið og reynt.“ Þar með var ég orðinn blaðamaður við Morgunblaðið. Þetta var 1934, þegar ákveðið var að Morgunblaðið kæmi út í 8 sfðna broti i stað 4ra áður. Um þetta skrifaði ég grein á 60 ára afmæli Morgunblaðsins, sem ég kallaði: „Þegar Mogginn fékk vaxtarverkinn." Þá voru ekki aðrir á ritstjórn blaðsins en Valtýr, Jón Kjartansson, stjórnmálaritstjóri, Árni Óla, Þórunn Hafstein, sem ég vil kalla fyrstu ís- lensku blaðakonuna, og ég. Við handskrifuð- um allir handritin okkar en Þórunn vélritaði stöku sinnum sín skrif. Vinnudagurinn byrj- aði uppúr hádegi og stóð framá nótt: blaðið fór venjulega ekki í prentun fyrr en um mið- nætti og oft seinna. Við höfðum svo sunnu- daginn jafnan frian. Nei, mér fannst þessi vinnutfmi ekki þreytandi; ég varð aldrei þreyttur á minni blaðamennsku. Það er alltaf eitthvað nýtt að gerast i blaðamennskunni: það er endurnýjun á tilverunni á hverjum degi.“ Fréttaskyn Valtýs „Samstarf mitt með Valtý Stefánssyni, vin- átta okkar og virðing mín fyrir þeim manni, óx með hverjum degi sem ég starfaði á blað- inu. Valtýr var f alla staði einstakur maður. Hann var skyggn og hann var skyggn á fleira en anda úr öðrum heimi. Sem dæmi um skarp- skyggni hans er þessi litla saga: Sá háttur var viðhafður á Morgunblaðinu að hengja fréttir á snaga, sem kallaður var dagbókarnagli, áður en þær fóru í prentun. Einn daginn sem ég var að glugga i þetta safn af fréttum dagsins, þá rakst ég á svohljóðandi klausu: „Tæplega eins árs gamalt barn féll útum glugga á þriðju hæð f húsi við Ránar- götu í gær og sakaði ekki.“ Ég sýndi Valtý þessa frétt og mér fannst hann hoppa hæð sína. Það voru ekki höfð um það fleiri orð, en við tókum hatt okkar og staf og héldum vestur á Ránargötu. Við töluðum við móður barnsins, lækninn sem að var kallaður og tekin var mynd af húsinu og sýnt hvaðan barnið féll. Úr þessu varð því talsvert löng og nákvæm saga um það sem áður hafði verið ein setning. Valtýr Stefánsson hafði frábært fréttaskyn og þegar hann sá frétt, þá sá hann ekkert annað en fréttina þangað til búið var að ganga frá henni. Það var ekkert sem truflað gat huga hans á meðan hann var að ganga frá frétt. Hann var ákaflega nákvæmur í frétta- skrifum og hætti ekki fyrr en hann var búinn að fá upplýsingar um hvað hafði skeð, hvar, hvenær, hvernig og hvers vegna." Skrítin blaðamennska „Um það bil sem ég byrjaði f blaðamennsku, áttu blaðamenn og ritstjórar oft f mestu brös- um með að fylla blöðin. Landið var lftið og fámennt og ekki margt sem gerðist dagsdag- lega og ekki var kostur á fréttaskeytum frá útlöndum. Kom það oft fyrir að menn urðu að stela auglýsingum uppúr hinum blöðunum til að fylla í skarðið, en það var að sjálfsögðu ekki nema örþrifaráð. Guðbrandur Jónsson sagði mér frá því, að hann hefði einhverju sinni tekið að sér að gefa út Vísi f nokkra daga og einn daginn hafi prentarinn komið til sín og sagt að nú yrði að fara að prenta blaðið, en það vantaði ennþá hálfa síðu f blaðið. „Já,“ segir Guðbrandur og fannst illa horfa, því hann var búinn að stela öllum auglýsingum sem hann gat fundið, og það gafst ekki tími til að skrifa nýtt efni f rúmið. En rétt sem hann er að velta þessu fyrir sér, gengur maður inn- úr dyrunum og vill fá birta dánarauglýsingu í blaðinu. Kættist þá Guðbrandur mjög og sagði umsvifalaust við prentarann: Við setj- um dánarauglýsinguna á hálfa sfðu! Og það var gert. Guðbrandur sagði að það hefði verið erfitt að mæta ættingjum hins iátna næstu daga. Valtýr Stefánsson sagði mér sögu sem sýnir að það var fleira en auglýsingar sem blöðin tóku að „láni“ hvert frá öðru í þá daga. Þegar Valtýr byrjaði á Morgunblaðinu, fór hann í kurteisisheimsókn til kollega síns, Baldurs Sveinssonar á Vísi. Baldur gaf Valtý þá þetta heilræði í blaðamennsku: Valtýr, það eina sem þú verður að gæta, er að taka ekki frétt úr Vísi um eftirmiðdaginn, sem ég hef tekið úr Morgunblaðinu þann morguninn!" ung ganga „Fréttaflutningurinn batnaði eftir því sem tfmar liðu og fréttirnar urðu stærri og stærri, því blaðið var alitaf í vexti og tæknin jókst og þar með gáfust betri færi til að gera viðburð- um aimennileg skil. En fyrsta stórfréttin sem ég missti af var þegar Pourquoi Pas fórst uppá Mýrum. Þá lá ég á sjúkrahúsi með kviðslit. En Árni óla afgreiddi þá frétt stór- kostlega með viðtali við þennan eina mann sem komst lífs af. Stærstu fréttir voru þá eins og nú, af slys- um og óförum, til sjós og lands. Einhver al- þyngsta ganga sem ég átti á minni blaða- mannsævi, var þegar togarinn Gullfoss hvarf á sínum tfma. Þá var ég sendur til að safna myndum af áhöfninni útum allan bæ. Það var mfn þyngsta ganga að koma inná heimilin sem þessi sorgaratburður hafði hitt og þurfa að biðja um mynd af fyrirvinnunni. Það voru aðrar aðstæður sem fólk bjó við í Reykjavík þá, heldur en nú eru.“ Þegar Hekla tók að gjósa „Lánið lék stundum við mig í fréttaöflun. Til dæmis í Heklugosinu 1947. Þá hringdi góð- vinur minn, Guðbjartur ólafsson, hafnsögu- maður, til mín um fimmleytið einn morgun- inn. Hann hafði verið á vakt um nóttina og sagði við mig: „Það er eitthvað að ske fyrir austan, það er gríðarlegur reykstrókur, ég held það hljóti að vera gos, sennilega í Heklu ... “ Ég rauk út f eldhúsgiuggann minn, sem sneri til austurs. Þetta var einhver dá- samlegasti dagur sem getur komið á íslandi, ekki skýhnoðri á himni, stillt og náttúrulega víður sjóndeiidarhringur. En ekki sá ég reykstrókinn eins og Guðbjartur. Ég hljóp í símann og þá voru nú allar línur útá land lokaðar, en ég sagði að hér væri á ferðinni Svona voru bladamenn klæddir í gamla daga. ívar á Mogga í kringum 1946. hættuástand og fékk samband í gegnum Sel- foss í uppsveitir og þar staðfestu menn að Hekla væri byrjuð að gjósa. Eins og stundum áður þegar mikil tíðindi gerðust, gátum við tekið út forsíðuna og ég skrifaði frétt um þá vitneskju sem ég fékk í símtalinu austur, og við gátum komið blaðinu með þessari stór- frétt á fyrstu síðu útá göturnar um það bil sem fólkið var að fara á kreik um áttaleytið. Strax um morguninn voru síðan gerðar ráð- stafanir til að komast á gossstöðvarnar og fórum við nokkrir blaðamenn með þeim Jóni Eyþórssyni og Pálma Hannessyni austur í flugvél með Þorsteini Jónssyni. Það var glæfralegasta flugferð sem ég hef farið, því Þorsteinn lét sig ekki muna um að steypa sér niður að gigum, þar til hraungrjótið var farið að bylja á belgnum. En þetta Heklugos er einhver stórkostlegasta sýn sem ég hef séð.“ Fréttamvndir ... „Það kom oft fyrir að við tókum út fyrstu síðuna til að vera fyrstir með fréttina um morguninn. Nótt eina vorum við Þorbjörn Guðmundsson búnir að leggja sfðustu hönd á blaðið og ég var kominn i frakkann og á leið- inni heim, þegar við heyrum f slökkviliðinu og Þorbjörn hringir að vita hvað sé um að vera. Ég hinkra við og geng út f dyrnar og sá þá að slökkviliðið var að koma að Hótel Island. Klukkan var þá ekki nema hálf tvö, svo okkur gafst nægur tími til þess að gera þessum mikla bruna sæmileg skil fyrir blaðið um morguninn. Á þeim árum var ekki um það að ræða að birta mynd með svo stuttum fyrirvara. En ég held að mér sé óhætt að staðhæfa að ég hafi tekið fyrstu fréttamyndina, sem tekin var þannig að kvöldlagi og birt i dagbiaði daginn eftir. Það var árið sem það hafði kviknað í Sænska frystihúsinu, það var ekki mikili bruni en nokkurn reyk lagði þó frá bygging- unni, og ég fékk Sigga flug tii að fara með mig í Bluebird-vél, svo ég gæti tekið loftmynd af brunanum. Þetta var um hálf ellefu leytið um kvöld að sumarlagi og það var heiðskírt og fallegt veður. Myndin sýndi nokkurn reyk- mökk stíga til lofts úr Sænska frystihúsinu og var birt í Morgunblaðinu morguninn eftir. Ég held að þetta hafi verið fyrsta slíka frétta- myndin, sem tekin var að kveldi og birt morg- uninn eftir, en ef einhver veit betur, þá er mér ekkert ljúfara en að draga í land með þá full- yrðingu." 'á sný ég mér á hina ... „Nokkru eftir að ég hóf störf á Morgunblað- inu, réðst Pétur ólafsson til blaðsins. Hann var þá nýbakaður hagfræðingur og áhuga- samur mjög um blaðamennsku. Hann gjör- breytti erlendum fréttaflutningi Morgun- blaðsins. En þó Pétur væri menntaður i Þýskalandi, þá hafði hann tekið sér enska blaðamennsku til fyrirmyndar, til dæmis í umbroti og má sjá það á Morgunblaðinu enn þann dag í dag, að það eimir eftir af hinu breska umbrotsskyni sem Pétur innleiddi. Pétur var ákaflega góður blaðamaður og gott að vinna með honum. Eina nóttina, sem oftar, vorum við Pétur á ívar Gudmundsson vió innganginn aó hinu gamla húsnæói Morgunblaösins í Austurstræti. stjái niður á Mogga og heyrðum þá flugvéla- dyn yfir bænum. Það var alveg sérstakt í þá daga að heyra í flugvéi. Við fórum að athuga málið og sáum að þetta var flugbátur og rétt á eftir sáum við herskip koma inn flóann. Við hringdum til ólafs Thors og sögðum honum tíðindin. Ólafur spurði: „Hvaða þjóðar eru þeir?“ Við kváðumst ekki sjá það ennþá. „Jæja,“ sagði ólafur, þá ætla ég að snúa mér á hina, því að ef það eru Bretar, þá liggur ekk- ert á, og ef það eru Þjóðverjar, þá koma þeir að sækja mig ... “ “ íkverjinn „Það man náttúrlega enginn eftir Víkverj- anum,“ segir ívar og hlær. „Valtýr hafði mjög gaman af blaðamennskustíl, sem hann kallaði smáletursblaðamennsku. Þessi sérstaki blaða- mennskustíll er líka stundum kallaður slúð- urdálkaskrif, en það er ekki réttnefni, því smáletursblaðamennskan nær yfir allt milli himins og jarðar, bæði gaman og alvöru. Val- týr skrifaði slíka dálka nokkrum sinnum und- ir nafninu FP, sem stóð fyrir „Fjólu pabbi“, en Valtýr hafði góða kímnigáfu og tók þessa nafngift pólitískra andstæðinga ekki nærri sér, enda átti hún engan rétt á sér. (En hér má skjóta inn i sviga, að allir blaðamenn eiga sér fjólur, hversu snjallir sem þeir eru annars eru, því hraðinn er svo mikill í blaðamennsk- unni að mönnum hlýtur að verða á skyssur. Ég á gott safn af fjólum frá mínum ferli. Til dæmis lýsti ég því eitt sinn hátíðlega yfir í Morgunblaðinu að uppstigningardag bæri uppá fimmtudag f ár! Og það mátti búast við að maður hlypi á sig, þegar maður var að þýða neðanmálssöguna á handahlaupum f gamla daga: eins og þegar ég þýddi „skildpadde“ sem skelpödda! En Valtýr hafði í mörgu að snúast og gat ekki skrifað slíka smáletursdálka daglega, svo einn góðan veðurdag sagði hann við mig. „Af hverju tekur þú ekki við þessu og sérð um að það komi daglega?" Ég hafði þá skrifað nokkra smáletursdálka undir nafninu Vfvax og það breyttist fljótlega f Víkverja. Vilhjálm- ur S. skrifaði þá sem kunnugt er ákaflega vingjarnlegar smáietursgreinar í Alþýðublað- ið undir nafninu „Hannes á horninu“. En það er erfitt að skrifa slíka dálka uppá dag hvern, jafnvel þó tilefnið væri nú oft ekki merkilegt: það var eiginlega hægt að skrifa um skftinn í kirkjunni og skötuna sem rak að Þyrli, ef út f það fór. En skrifin um skftinn i kirkjunni fyrir bæjarstjórnarkosningar einu sinni urðu nú til þess að Bjarni Benediktsson kom til Vaitýs og spurði hvort hann ætlaði að láta strákfjandann hann Ivar eyðileggja meiri-. hluta sjálfstæðismanna f bæjarstjórn með þessu kjaftæði í Víkverjanum. Seinna þegar Bjarni varð ritstjóri blaðsins gerði hann aldr- ei slíkar athugasemdir, heldur þvert á móti gerði sér far um að birta heiibrigða gagnrýni í Morgunblaðinu." Til Sameinuðu þjóðanna Árið 1951 bauðst Ivari ágæt staða f upplýs- ingadeild Sameinuðu þjóðanna og sló til og afréð að freista gæfunnar f útlöndum. Hann hafði þá verið blaðamaður og síðar fréttarit- stjóri við Morgunblaðið f 17 ár. Þar af var hann í tíu ár jafnframt fréttaritari AP- fréttastofunnar á tslandi. Árin 1955—60 var Ivar varaforstjóri upplýsingaskrifstofu Sam- einuðu þjóðanna fyrir Norðurlönd og seinna í þrjú ár, frá 1965—67, var hann forstjóri þeirr- ar skrifstofu. Hann var aðalblaðafulltrúi for- seta Allsherjarþingsins 1960—61. Næstu fjög- ur árin, 1%1—65, var fvar forstjóri upplýs- ingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Pakistan og sat í Karacchi. Árið 1%7 sneri Ivar aftur til höfðustöðva Sameinuðu þjóð- anna í New York og gegndi þar ábyrgðarstöð- um, þar til hann gerðist ræðismaður fslands og síðar aðalræðismaður. Hann býr nú með konu sinni, Barböru, á ágætum stað í Bronx- ville, skammt frá New York-borg. Þrír synir þeirra hjóna eru enn heimavið. Ivar Guðmundsson hefur unnið mikið starf í þvi að greiða fyrir viðskiptum Islendinga og Bandaríkjamanna, einnig hefur hann verið óþreytandi við að kyna land sitt vestra, bæði í sjónvarpi og á mannamótum ýmiskonar, og í mörg ár hefur hann verið löndum sínum á ferð í Bandaríkjunum stoð og stytta, og hús hans og Barböru hefur jafnan staðið opið ís- iendingum. Hann hefur verið sæmdur ridd- arakrossi Fálkaorðunnar og stórriddara- krossi. ívar segir um störf sín ytra: „Ég var strax ákaflega sáttur við mig hjá Sameinuðu þjóðunum. Það var spennandi að starfa í þessu bandalagi þjóðanna og til dæm- is þegar ég var blaðafulltrúi Bolands á Alls- herjarþinginu 1960, þá sátu á milli þrjátíu og fjörutíu þjóðhöfðingjar þingið og manni fannst sem maður væri þátttakandi I heims- sögunni. En seinna tók að sækja á mig leiði, því mér fannst vinnan vera orðin rútínuvinna. Embættismennskan átti ekki fyllilega við mig, þegar til lengdar lét. Ég var 1 góðu emb- ætti hjá Sameinuðu þjóðunum fyrstu árin, en samt náttúrulega litill fiskur i stóru vatni. Þegar ég svo varð yfirmaður skrifstofu SÞ í Pakistan og Danmörku, þá var ég orðinn stór fiskur en í iitlu vatni. En þegar mér hlotnað- ist sá frami, þá kom einn góður vinur minn til mín og sagði: „Ruggaðu ekki bátnum, skrifaðu þínar skýrslur regulega, það skiptir engu máli hvað stendur í þeim, bara að þær komi á réttum tíma, ruggaðu ekki bátnum, varaðu þig á því.“ — Þessi er hugsunarhátturinn í embættismennskunni og hann átti ekki alltaf við mig. Þessi ár mín hjá Sameinuðu þjóðun- um hafa verið mér gæfurík, en þó fór ekki hjá því að mér þætti vænt um að koma heim eftir tuttugu ára starf erlendis. Þegar ég varð ræð- ismaður, þá kom ég heim: síðustu árin hef ég sofið í New York en unnið á íslandi!" A.fmæliskveðja I lokin segir Ivar Guðmundsson: „Morgun- blaðið er byggt á traustum meiði góðra manna sem virtu hugsjón sannrar blaða- mennsku, að fræða almenning um atburði dagsins á hlutlausan hátt. Afmælisósk mfn til Morgunblaðsins er því einfaldlega sú, að það haldi áfram að vaxa og dafna eins og það hefur gert hingað til.“ TEXTI: JAKOB F. ÁSGEIRSSON MYNDIR: ÓLAFUR K. MAGNÚSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.