Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 List og verkgrein- ar í grunnskóla eftir Bjarna Ólafsson Nú fyrir helgina, eða dagana 21. og 22. október, var haldin fjöl- menn ráðstefna um gildi list- og verkgreina í uppeldi. Var ánægju- legt og uppörfandi að sjá hve þátttaka var mikil og almenn. Þarna mættu ekki aðeins kennar- ar þessara greina heldur einnig námsstjórar og ýmsir sem láta mál uppeldis og skóla til sin taka. Vandað var til alls undirbúnings. Vafalítið má telja að ráðstefna þessi hafi verið mjög gagnleg. Menntamálaráðherra heiðraði gesti með því að koma til opnunar ráðstefnunnar og ávarpa við- stadda. Tel ég vafaiítið að ráðstefna þessi hafi verið mjög gagnleg. Skemmtileg nýbreytni var innlegg tónmenntakennara. Tónlist og söngur skólabarna var ánægjulegt á að hlýða og svo létu bæði tón- mennta- og íþróttakennarar setu- „Mér virðist margt benda til þess í þróun grunnskólans á bernskustigi, aö list- og verkgreinar komi þar í auknum mæli viö sögu sem stefnumarkandi uppeldisgreinar. Þetta er mjög athyglisvert.“ þreytta ráðstefnugesti rísa á fæt- ur og syngja og hreyfa sig. Varð það bæði til hvíldar og skemmtun- ar. Það var fleira en tónlist sem ráðstefnugestir fengu að njóta frá nemendum grunnskóla. Myndverk héngu á veggjum salarkynna og tvö ungmenni sögðu frá reynslu sinni af jafnrétti kynjanna í sam- bandi við list og verkgreinar í skólum sínum. Var málflutningi þeirra fagnað vel með kröftugu lófataki. Nokkru fyrir ráðstefnuna barst mér dagskráin í hendur og þótti mér hún þá ekki beinlínis aðlað- andi. Þótti mér sem þar skini í gegn minnimáttarkennd og hlé- drægni margra kennara i list- og verkgreinum, sem sifellt eiga í vök að verjast varðandi starfsskilyrði, bæði hvað snertir húsnæði og stundaskrár. Það sem olli mér einkum von- brigðum var að á mælendaskrá voru sem sé eingöngu fræðimenn á sviði uppeldis- og kennslufræði. Sú spurning vaknaði i huga mér hvort hinir, sem bera hita og þunga skólastarfsins i daglegu amstri, hefðu ekkert að segja? Ekki dreg ég í efa ágæti um- ræddra fræðigreina, tel þó að sumir þessara góðu manna þurfi að fá hjálp við að tengja jarðsam- band sitt og við að tala mál sem almenningur skilur. Enda þótt þetta hafi orkað nokkuð fráhrindandi á mig, var ekki ætlun mín að ræða það í greinarkorni þessu, heldur áhrif þau og hugrenningar sem spruttu upp hjá sjálfum mér i sambandi við ráðstefnuna. Þróun skólamála virðist mér stefna í þá átt að breyta þurfi ald- ursskiptingu innan grunnskól- anna, bæði með tilliti til þarfa mismunandi kennslugreina, stærðar og þroska barnanna og ekki síst þegar horft er á hve vel opna skólakerfið virðist henta bernskuskeiðinu. Hér vil ég nefna nokkrar helstu hugsanir mfnar í þessu sambandi: 1. Umræða kennara og annarra uppalenda snýst að mestu leyti um bernskuskeiðið, 6—10 ára börn. 2. Unglingastigið er vanrækt. 3. Kennaraháskóli íslands mennt- ar kennara fyrst og fremst til kennslustarfa á bernskuskeið- inu. 4. Sérgreinakennsla á bernsku- skeiði þarfnast öðruvísi vinnu- aðstöðu en unglingastigið. 5. Rýmka verður starfsaðstöðu KHÍ svo kenna megi a.m.k. valgreinar eitt ár til viðbótar, vegna unglingastigs. Undir ráðstefnulok fengu allir tækifæri til að setjast í umræðu- hópa, skiptast á skoðunum og láta álit sitt í ljós. Marga slíka umræðufundi hefi ég setið og finnst mér athugavert hve umræður snúast alltaf um bernskuskeiðið. Til skýringar á því get ég mér til um tvö atriði. Um nokkurt skeið hefur meiri- hluti ungra kennara verið stúlkur og er bernskuskeiðið flestum þeirra hugleiknara en unglinga- stigið, sem starfsvettvangur. Hitt Um álaveiðar og álarækt eftir Björn Friöfinnsson Nýlega hefur komið fram í frétt- um að framtakssamir menn hyggist stofna fyrirtæki, sem byggi afkomu sína á ræktun áls. Er hér um atvinnuveg að ræða, sem gefið hefur góðan arð hjá öðrum þjóðum, og hér á landi ættu víða að vera góð skilyrði fyrir hann. Álaveiðar á íslandi Á1 er að finna víðast hvar hér á landi, en eins og kunnugt er berast álaseiði með Golfstraumnum frá hrygningarstöðvum í Saragossa- hafi, állinn vex hér upp i fersku vatni, en þegar hann er kynþroska syndir hann til hinna fjarlægu hrygningarstöðva. Állinn skiptist í nokkrar undirtegundir, en ála- stofninn í Evrópu virðist allur til- heyra sömu tegund er á latínu nefnist anguiila anguiila. Hann er náskyldur japanska stofninum, sem nefnist anguilla japonica, og fleiri undirtegundir má nefna, sem þó virðast allar hafa svipaða lifnaðarhætti. Áll hefur ekki verið nýttur hér á landi að neinu ráði, en fyrir rúmlega tveimur áratug- um voru þó gerðar nokkrar til- raunir með álaveiðar hérlendis. Var það fyrirtækið Jón Loftsson hf., sem um 1960 hóf tilraunir með álaveiðar og útflutning á áli til Hollands, og 1962 gerði Samband ísl. samvinnufélaga tilraun með álaveiðar og álavinnslu. Báðar þessar tilraunir gáfu ekki þann árangur, sem vonast var eftir, og lögðust álaveiðar þá af og eru nú ekki stundaðar hér á landi svo mér sé kunnugt. Er þar um ónotaða náttúruauðlind að ræða. Sjálfur stundaði ég ásamt starfsfélaga mínum álaveiðar í gildrur á Hvalfjarðarströnd á ár- unum 1962 og ’63. Talsvert veidd- um við af áli, sem við ýmist snæddum eða gáfum kunningjun- um, og þótti öllum þetta hinn ljúffengasti matur. Fjárhagslegur ábati okkar af veiðunum var þó sá helstur, að öðru hverju fengum við minka í gildrurnar, sem við gátum fram- vísað til oddvita sveitarinnar og fengið veiðiverðlaun fyrir. Áll Björn Friðfinnsson „Á því leikur enginn vafi, aö álarækt á sér framtíö á íslandi. Mik- ilvægt er, að vel verði staðið aö fyrstu tilraun- um á þessu sviði og þarf þar að nýta bæði fram- tak einstaklinga og aö- stoð frá opinberum rannsóknastofnunum.“ mun vera í uppáhaldi hjá minkum og eru þeir trúlega helsta hættan, sem álastofninum stafar af hér á landi, auk þess sem vaxandi þurrkun lands rýrir lífsskilyrði álsins. Mest af þeim áli, sem við veidd- um á Hvalfjarðarströndinni, var smár, en þó var einn og einn stór áll innan um, eða rúmlega metri á lengd. Á þessum árum veiddist talsvert mikið af áli við Suðaust- urland og einnig á Mýrum, og hygg ég að kempan Pétur H. Saló- monsson hafi náð þar bestum árangri í álaveiðum hérlendis, en hann stundaði þær á árunum 1962—’64. Pétur ritaði og gaf út bækling um reynslu sína, er hann nefndi „Állinn kann að hugsa — leiðbeiningar um álaveiðar og uppeldi áls“. Segir þar m.a. frá reynslu Péturs af veiðum á „gönguáli" í söltu vatni, en á mán- aðartíma sumarið 1962 veiddi hann tvö tonn í fimm gildrur að Seljum í Hraunshreppi, Mýrar- sýslu. Pétur leggur líka til í bæklingi sínum, að hafin verði álaræktun með því að fóstra upp smáál, sem fæst í álagildrur, og einnig með því að veiða glerál, þegar hann gengur í ár og læki um Jónsmessu- leyti á vorin. Glerálinn er hægt að veiða við fossa og aðrar hindranir, sem verða á vegi hans, og bendir Pétur í bæklingi sínum á einn slík- an stað. Álarækt á Taiwan Nýlega var hér á landi kaup- sýslumaður frá Taiwan og var er- indi hans hingað að leita fyrir sér um kaup á fiskmjöli og þorskalýsi til framleiðslu á þurrfóðri til nota við álarækt. Einungis er hægt að nota gufuþurrkað fiskmjöl úr fer- sku hráefni í þurrfóðrið og til viðbótar koma svo ýmis efni, þ.á m. þorskalýsi, sem er um 5% af fóðrinu. Maður þessi tjáði mér, að á Taiwan væri álarækt mikilsverð atvinnugrein. Állinn væri ein- göngu ræktaður með útflutning til Japans í huga, en markaður þar væri nú fyrir um 60 til 70 þúsund tonn á ári. Taiwan-búar framlei- ddu um 25 þúsund tonn af þessu magni, en Japanir sjálfir afgang- inn. Takmarkaðist framleiðsla þeirra eingöngu af því magni gler- áls, er þeir gætu aflað við strendur sínar eða með innflutningi. Állinn væri ræktaður í fremur lélegu vatni, er væri 27—28°C, og tæki um tvö ár að rækta hann upp í markaðsstærð. Það þarf um 2 kg af þurrfóðri fyrir hvert kíló, sem þannig er framleitt af áli, og fyrir 25 þúsund tonna framleiðslu sína fá Taiwan-búar um 250 milljónir dollara á ári. Opinberir aðilar á Taiwan hafa greitt mjög fyrir þróun þessarar atvinnugreinar með vísinda- og tilraunastarfsemi og hafa Taiw- an-búar nú á að skipa fremstu sér- fræðingum á þessu sviði. Álarækt í Evrópu Á síðasta áratug hafa ýmsar þjóðir í Evrópu og reyndar í Am- eríku, Suðaustur-Asíu og víðar hafið álarækt í stórum stíl. Má þar nefna Dani og Skota, en áætl- anir eru t.d. uppi um að framleiða allt að 15 hundruð tonnum af áli á ári í stóru „álaveri" í nágrenni In- verness í Skotlandi. Helsti mar- kaður fyrir ál er í Japan og í ýms- um Evrópulöndum, eins og Þýska- landi, Hollandi, Danmörku og It- alíu. Állinn vex hægt í köldu vatni og reynslan sýnir að kjörhiti við álaræktun er 25—28°C. Víða er ekki völ á svo heitu vatni og verð- ur vaxtartíminn þá þeim mun lengri sem vatnið er kaldara. Hér á landi mætti nota jarðhitann til þess að halda kjörhita á eldisvatni allt árið. Búnar hafa verið út sérstakar gildrur til þess að veiða í glerál- inn, þegar hann gengur upp í ár, en þess skal getið, að vaxandi markaður er fyrir glerálinn sjálf- an. Fóðrun álsins í ræktunarstöðv- um fer þannig fram, að þurrfóður er hrært út í vatni og blandað þorskalýsi og þannig búið til eins konar deig, sem síðan er sett í búr, er sökkt er ofan í eldiskerin, og skríður állinn inn í búrið til þess að neyta fæðu sinnar. Um er að ræða nokkrar gerðir af eldisþróm fyrir álinn og fer það nokkuð eftir aðstæðum, hvaða gerð valin er, en bestum árangri hafa menn náð með þeim þróm, þar sem vatnið rennur í lokaðri hringrás gegnum hreinsunarbúnað. Hér er ekki ætlunin að rita leiðbeiningar um álarækt í smá- atriðum, enda sérþekking á efninu ekki fyrir hendi hjá höfundi þess- arar greinar. En benda má á ágæta grein um álarækt í blaðinu „Fish Farming International", septemberhefti 1978, þar sem nefnd eru helstu vandamál, sem við er að etja í álarækt og lýst lausnum á þeim. l'KTl'l! H. SAIXJ.MONSSON Állinn kann ad hugsa l.. i.MM jnin":ir uni ál:m iðnr ng il|i|M*lili áls Sk|:i!-I:umi'lkl h«ifOml:i|- Prentsmiðjan ASRI'N litrulithl Bæklingur Péturs H. Salómonsson- ar, útgefinn 1965. Álarækt á íslandi Á því leikur enginn vafi, að ála- rækt á sér framtíð á íslandi. Mik- ilvægt er, að vel verði staðið að fyrstu tilraunum á þessu sviði og þarf þar að nýta bæði framtak einstaklinga og aðstoð frá opin- berum rannsóknastofnunum. Eðli- legt væri að laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði hefði hér nokkra for- göngu, nú, þegar brautryðjenda- starf hennar í laxarækt er farið að bera góðan árangur. Stöðin gæti trúlega með litlum tilkostnaði hafið tilraunir með álarækt og væri þá einfaldast að byrja á því að framkvæma þá tillögu Péturs H. Salómonssonar að veiða smáál og ala hann síðan upp í eldisþró í fulla markaðsstærð. Einnig þyrfti að hefja tilraunir með veiðar á gleráli, ýmist til eldis eða til út- flutnings, og gæti hér orðið um nokkra búbót að ræða fyrir fjöl- marga aðila. Björn Fridfínnsson er fram- krremdastjóri lögfræði- og stjórn- sýsludeildar Reykjaríkurborgar og formaður Sambands ísl. sreitarfé- laga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.