Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 Formannskjör á landsfimdi eftir Einar Hauk Ásgrimsson Tillaga um endurbætur á regl- unum um kjör formanns og vara- formanns Sjálfstæðisflokksins var flutt af undirrituðum á síðasta landsfundi. Þar sem enginn tími vannst til að ræða tillöguna á landsfundinum fyrir tveimur ár- um, var umræðu og atkvæða- greiðslu um hana frestað til þess landsfundar, sem nú fer í hönd. Varanlegar endurbætur Tilgangur greinar þessarar er að rifja upp fyrir öllum þeim ágætu fulltrúum hvaðanæva af landinu, sem eiga atkvæðisrétt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 3. til 6. nóvember, 1983, hve brýn nauðsyn það er að endurbæta á varanlegan máta reglurnar um kosningu formanns og varafor- manns Sjálfstæðisflokksins. Mikil nauðsyn er, að atkvæðis- réttur hvers fulltrúa nýtist að fullu við það veigamikla verk að velja flokknum forystu. Endur- bæturnar, sem gera verður á kosn- ingareglunum í þessu augnamiði, þurfa að duga vel til frambúðar, en mega ekki vera einskorðaðar við þann einstæða vanda, sem steðjar að á þessum eina lands- fundi. Afdrifaríkar ákvarðanir Kjör formanns flokksins og varaformanns eru afdrifaríkustu ákvarðanir, sem teknar eru á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Landsfundarfulltrúar eru vel f stakk búnir til þess að taka þær ákvarðanir. Þeir eru kosnir lýð- ræðislegum kosningum og koma hvaðanæva af landinu og úr öllum stéttum þjóðarinnar. Eru lands- fundarfulltrúar í heild sannkölluð þverskurðarmynd stuðnings- manna flokksins allra. Landsfund- arfulltrúar skera sig úr fyrir það eitt, að þeir leggja meira á sig til þess að hafa betri þekkingu á stjórnmálum og til þess að vera betur kunnugir þeim mönnum, sem helst koma til greina við kjör formanns og varaformanns en al- mennt gerist. Úrelt kosningakerfi Landsfundarfulltrúar eiga ekki að láta sér lynda, að notað verði lengur það úrelta kosningakerfi við kjör formanns og varafor- manns, sem við höfum búið við. Eins og kunnugt er, felur það í sér þá hættu, að hending geti ráðið úrslitum, en vilji meirihluta landsfundarfulltrúa nái aldrei að koma fram á lýðræðislegan máta. Gamla kosningakerfið er að sjálfsögðu ekki ólýðræðislegt svo langt sem það nær. En það er þeim annmörkum háð, að það leiðir ekki í ljós vilja meirihluta landsfund- arfulltrúa, ef fleiri en tveir sækj- ast eftir kosningu. Njóti þrír menn fylgis meðal landsfundarfulltrúa til kjörsins án þess að neinn þeirra þriggja nái helmingi greiddra atkvæða, getur sú hending ráðið úrslitum, frá hvorum þeirra tveggja, sem efstir reynast, þriðji maðurinn hefur tekið fleiri atkvæði. „Kosning með úr- slitaatkvæðum leiðir í Ijós vilja meirihluta landsfulltrúa, hvernig svo sem atkvæðin kynnu að hafa dreifst og fallið dauð með gamla fyrirkomulaginu. Nú ræður ekki hend- ing úrslitum, því að eng- in hætta er á því, að at- kvæði falli dauð, jafnvel þótt þrír álíka fylgis- sterkir menn séu um hituna.“ Atkvæðin, sem greidd hafa ver- ið þriðja manni, falla dauð og taka ekki afstöðu til þeirra tveggja manna, sem styrinn reynist standa um. Dauð atkvæði Annmarkar gamla kerfisins eru: 1. Atkvæði landsfundarfulltrúa falla dauð, hafi þau verið greidd öðrum en þeim tveimur, sem atkvæðaflestir reynast. 2. Falli mörg atkvæði dauð, getur hending ráðið, hvor þeirra tveggja, sem atkvæðaflestir reynast, nái kosningu. 3. Nái vilji meirihlutans fram að ganga og sigurvegarinn fái eitthvað umfram helming at- kvæða, þá draga samt dauðu at- kvæðin úr myndugleika sigurs- ins, og þau gefa ímyndunarafli minnihlutans byr undir báða vængi, jafnvel þó að þeir sem kusu þriðja mann hafi gert það í trausti þess, að sigurvegarinn væri öruggur, og þeim væri því óhætt að nota atkvæði sín til þess að vekja athygli á þriðja manni. Slíkar hugmyndir um dulda andstöðu landsfundarfulltrúa gegn forystumönnum flokksins geta valdið flokknum miklu tjóni. Lýðræðislegt markmið kosninga í Sjálfstæðisflokknum er að finna hæfasta manninn til starfans að mati meirihlutans án þess að níð- ast á minnihlutanum, en þó án þess að gefa ýktar hugmyndir um styrk minnihlutans. Kommúnískar kosningar hafa hinsvegar það markmið að sýna einhug með fyrirfram útvöldum forystusauð og kæfa jafnframt minnihlutann. Tvær umferðir Til úrbóta liggja tvær leiðir beinast við. Sú lakari er að kjósa tvisvar, og kjósa í seinni umferðinni milli þeirra tveggja, sem efstir voru í þeirri fyrri, hafi enginn hlotið meira en helming atkvæða. Tveggja umferða aðferðin hefir kosti, þar sem mjög sundurleitir hópar standa að kjöri, og þörf er fyrir liðskönnun, áður en gengið er til sjálfs kjörsins, svo sem í lönd- um þar sem menn innan sama stjórnmálaflokks skiptast í hópa eftir mismunandi trúfélögum og mismunandi tungumálum. Er þá ævinlega haft hlé milli umferða, svo að freista megi samninga um það, hvor þeirra tveggja, sem áfram komast, skuli hljóta at- kvæði stuðningsmanna þeirra, sem heltast úr lestinni. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins er þessa engin þörf, enda yrði ekki nærri alltaf nema ein umferð, því að oftast næði einn frambjóð- enda rúmum helmingi atkvæða strax í fyrstu umferð. Slíkt gæti hæglega skeð jafnvel þó að þrír væru í framboði. Þá yrði engin seinni umferð, og myndu þá marg- ir fulltrúar telja sig hafa verið blekkta með öllu tali um tvær um- ferðir. Jafnvel þótt efsti maður í fyrstu umferð fengi ekki nema tæpan helming atkvæða, kynni sá, sem næst flest atkvæði hlaut í fyrstu 1 Einar H. Ásgrímsson umferð, að draga sig í hlé, og þar með gera sjálfkjörið í seinni um- ferð. Einnig á þeim landsfundi yrði fyrsta umferð eina umferðin. Gallar tveggja umferða aðferð- arinnar eru: 1. Fyrri umferðin hefir sömu annmarka og gamla kerfið og þann til viðbótar, að nú er full- trúum engin nauðsyn að kjósa af fullri ábyrgð í fyrri umferð- inni, því að þeir eiga kost á að gera bragarbót í þeirri seinni. 2. Þeir fulltrúar, sem greiða sama manni atkvæði sitt í báðum umferðum, fá ekkert tækifæri til að láta sitt álit í ljós á því, hvern þeir telji næsthæfastan til starfans. Er þeim því gert lægra undir höfði en hinum, sem kusu þá, er heltust úr lest- inni eftir fyrri umferð. Úrslitaatkvæði Hin leiðin til úrbóta er miklu vænlegri, sú leið að kjósa formann í einni umferð með úrslitaatkvæð- um og síðan varaformann á sama hátt. Aðferðin felst í því að greiða skal atkvæði með því að skrifa efst á atkvæðaseðilinn í þar til gerðan reit merktan tölustafnum einn nafn þess manns, sem kjós- andinn tekur fram yfir alla aðra til kjörsins. Þar fyrir neðan skrif- ar kjósandinn í samskonar reit merktan tölustafnum tveir, nafn þess manns sem hann treystir best að þeim fyrri undanskildum. Fulltrúinn þarf ekki að setja nema eitt nafn á seðilinn til þess að gera hann gildan, en flestir fulltrúar þurfa að setja tvö nöfn til þess að aðferðin njóti sín. Talning atkvæða Við talningu atkvæða skal fyrst öllum gildum atkvæðaseðlum deilt milli þeirra manna, sem ritaðir eru í reit eitt á seðlunum. Skulu nöfn þeirra skráð á lista og í fyrsta dálk aftan við nöfnin fjöldi atkvæðaseðlanna, sem þeir hafa þá þegar hlotið. Nú skal merkt við þann, sem Tillaga um breytingar á skipulags- reglum Sjálfstæðisflokksins um kjör formanns og varaformanns flokksins Aftan við a lið, 20. greinar skipulagsreglna Sjálfstæðis- flokksins komi eftirfarandi við- bót: Á atkvæðaseðlum skulu vera prentaðir tveir aðgreindir reitir, tölusettir 1 og 2. Kjósandinn skal skrifa í reit 1 nafn þess manns, sem hann kýs helst. í reit 2 má kjósandinn skrifa nafn þess manns, sem kjósand- inn vill greiða atkvæði sitt, ef sá sem settur var í reit 1 kemst ekki í úrslit. Kjósandinn þarf ekki að setja nema eitt nafn á seðilinn til þess að gera hann gildan. Við talningu atkvæða skal öll- um gildum atkvæðaseðlum rað- að á þá menn, sem eiga nöfn sín í reit 1 á seðlunum. Skulu nöfn þeirra skráð á lista og í dálk aft- an við nöfnin fjöldi atkvæðanna, sem þeir hafa hlotið. Ef fleiri en tveir eru á listan- um, skal sá, sem fæst atkvæði hefur, úrskurðaður fallinn úr leik. Skulu atkvæðaseðlarnir, sem hann hafði hlotið, teknir og þeim nú raðað á þá menn, sem eiga nöfn sín í reit 2 á seðlunum. Fjöldi þeirra atkvæðaseðla, sem skipta um hendi, skal skráð- ur í nýjan dálk og síðan saman- lagður fjöldi atkvæðaseðla hvers manns á listanum í þriðja dálk- inn. Þetta skal endurtaka, þar til tveir menn standa eftir. Þá er sá rétt kjörinn, sem fleiri atkvæði hefur hlotið. Séu annar og þriðji maður jafnir að atkvæðum, skal hlut- kesti ráða, ef ljóst er, að hvorug- ur þeirra nái fyrsta sæti. Sé fyrsta sætið í húfi, skal kjósa aftur. Hljóti efsti maður ekki meira en helming greiddra atkvæða, skal kjósa aftur. Til fróðleiks skal gera annan lista yfir þá, sem eiga nöfn sín í reit 2 á þeim seðlum, sem höfðu nafn sigurvegarans í reit 1. Þriðja listann skal gera til fróðleiks yfir þá, sem eiga nöfn sín í reit 2 á þeim seðlum, sem höfðu nafn þess er næstflest at- kvæði hlaut, í reit 1. Birta skal þessa þrjá lista strax að talningu lokinni. Þó skal ekkert nafn á þeim birta, sem hlýtur lægri tölu en 30 á viðkomandi lista, heldur skal leggja þær tölur saman undir heitinu ýmsir. XXV. LANDSFUNDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS DREGID19. NÓVEMBER í byggingarhappdrætti SAA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.