Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 Mission hátalarar og hljómtæki, ensk framleiðsla í algjörum sérflokki. Þrýstimælar Allar stæröir og gerðir SQyiFflaíLflgjfyir ,JJ®(n)®©®(R <& Vesturgötu 16, sími 13280 Ný kynslóð SQMifflmflgjMO- ,Jj<£>tf\)®©@(R! Vesturgötu 16, sími 13280. Prufu-hitamælar + 50 til + 1000 C í einu tæki með elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. ■T' ®(huirllsDUg)iuir (Jéxresssoirii VESTURGOTU 16 - SÍMAR 14630 - 21480 Örverufræði eftir dr. Ara Kr. Sæmundsen Afurðir örvera „Vanmetið aldrei mátt örverunnar“ Jackson Foster. f hópi örvera (microbes) er að finna veirur og bakteríur, auk ým- iss konar frumdýra, sveppa og þörunga. Þegar manni verður hugsað til örvera, svo sem bakt- ería og veira, þá detta manni helst í hug hvimleiðir sjúkdómar og ým- is óáran. Það er ljóst að örverur geta valdið miklum skaða, en mað- urinn hefur líka lært að færa sér í nyt margar örverur og afurðir þeirra, sérstaklega þar sem bakt- eríur og sveppir eiga í hlut. Allir kannast við vín-, öl- og brauðgerð, og notkun örvera við framleiðslu margs konar mjólkurvara. Hér er um að ræða ferli, sem maðurinn hefur notfært sér frá örófi alda og löngu áður en hann vissi neitt um þessi ferli annað, en hverju var blandað saman í byrjun og hvað kom út í lokin. Á seinni hluta 19. aldar og á þessari öld urðu mjög stórstígar framfarir í örverufræði og lífefna- fræði. Menn fóru að skynja mik- ilvægi örveranna í þeim ferlum, sem hér hafa verið nefnd, og farið var að auðkenna ferlin sjálf. Auk- in þekking manna á þeim örver- um, sem hlut áttu að máli, upp- byggingu þeirra, lifnaðarháttum og efnaskiptum, lagði grunninn að margs konar stóriðnaði. En örverur eru ekki einungis undirstaða ýmiss konar matvæla- iðnaðar (og jafnframt ógn, ef marka má skyndiskoðanir neyt- endasamtaka á unnum kjötvör- um), heldur einnig ýmiss konar efnaiðnaðar. Hér er ekki aðeins um að ræða framleiðslu á lítt flóknum, lífrænum efnasambönd- um, svo sem alkóhólum og sýrum, heldur einnig framleiðsla á flókn- ari lífefnum, svo sem lífrænum hvötum (ensímum). En lyfjaiðnað- urinn er þó e.t.v. hvað mest í sviðsljósinu þessa stundina. Rétt rúm 50 ár eru liðin frá því að Alexander Fleming uppgötvaði tilvist penicillins. Það liðu reynd- ar mörg ár, áður en menn einangr- uðu og auðkenndu það efnasam- band, sem penicillium-sveppurinn gaf frá sér, og reyndist svona áhrifaríkt í baráttunni við ýmiss konar bakteríusjúkdóma. Þessi uppgötvun hleypti af stað skriðu svipaðra uppgötvana og síðan hafa orðið mjög örar framfarir í framleiðslu fúkalvfja (antibio- tics). Fúkalyf hafa reyndar ekki einungis reynst notadrjúg í bar- áttunni við sjúkdómsvaldandi bakteríur, heldur einnig sjúk- dómsvaldandi sveppi og við með- ferð krabbameins. Menn hafa um árabil einblínt mjög á fúkalyfin, svo mjög að gleymst hefur að rannsaka fjöl- mörg önnur merkileg efnasam- bönd, sem bakteríur og sveppir framleiða, og sem hafa, að því er virðist, mjög fjölbreytilega verk- un. Þessi efni hafa verið nefnd einu nafni „secondary metabolit- es“, en á íslensku mætti kalla þau „sekúnder“-ferilefni. Ég mun nú reifa stuttlega nokkra notkunar- möguleika þessara afurða. Snýkjudýr Til er sjúkdómur í hænsnfugl- um, sem kallast „coccidiosis". Sjúkdómi þessum veldur frumdýr, eimeria. Til skamms tíma voru notuð ýmis tilbúin (synthetic) lyf í baráttunni við þessi frumdýr. Þessi lyf reyndust mörg hver mjög virk, en sá galli var á gjöf Njarðar, að frumdýrin urðu fljótlega ónæm. Þá kom í ljós, að tvær sveppategundir framleiddu lífræn efni, svokallaða polyetera, sem reyndust verka fádæma vel í bar- áttunni gegn þessum snýkjudýr- um auk þess sem lyfjaónæmis hef- ur ekki orðið vart. Önnur „sek- únder“-ferilefni hafa reynst vel í baráttunni við ýmsa innyflaorma í húsdýrum. Það sem er mikilvæg- ast við öll þessi efnasambönd, og virðist þeim sameiginlegt, er, að þau eru mjög sérvirk, drepa snýkjudýrin, en hafa engin áhrif á náttúrulega bakteríuflóru melt- ingarvegarins og aukaverkanir eru engar. Skordýr og illgresi Úti í hinum stóra heimi, valda lirfur ýmissa fiðrildategunda oft stórskaða á nytjaplöntum. Menn hafa löngum gripið til þess örþrifaráðs að úða alls konar eitri á akra sína, til að verjast þessum ófögnuði. Hver man ekki eftir DDT? Það er flestum þessum eit- urefnum sameiginlegt að þau eru mjög ósérvirk, þannig að þau drápu öll skordýr, líka þau sem voru alsaklaus af því að valda nokkrum skaða á akri bóndans. Skordýrin urðu auk þess fljótlega ónæm, og mörg þessara eiturefna eru ekki brotin niður í náttúrunni, heldur safnast þar fyrir, og hafa valdið ómældum skaða á lífríkinu. Komið hefur í ljós að baktería ein, mjög algeng, framleiðir prótein- kristalla, svokallað delta endotox- in. Innbyrði lirfurnar þessa prót- ein-kristalla, setja þeir melt- ingarveginn úr skorðum og lirf- urnar drepast. Þetta prótein er því mjög sérvirkt, auk þess að vera fullkomlega hættulaust mönnum og dýrum. Önnur bakteríutegund framleið- ir svipað endotoxin, sem verkar á moskítólirfur. Moskítóflugur eru berar malaríusýkiisins eins og all- ir vita, en malaría er landlæg í mörgum heimshlutum. Margar aðrar afurðir baktería og sveppa eru undir smásjánni sem hugsanleg skordýraeitur. Sömu sögu er að segja um útrým- ingu allskonar illgresis. Afurðir sveppa og baktería eiga þar óefað mikla framtíð. Nýlyf Mörg ný lyf hafa einnig litið dagsins ljós eftir að menn fóru að veita „sekúnderum“-ferilefnum meiri athygli. Sum þessara lyfja uppgötvuðust vegna þess að þau verkuðu neikvætt á bakteríur og sveppi, en reyndust síðan ekki nothæf sem sýkladrepandi lyf. Landsþing LMF nýafstaðið: „Ef við viljum að yfirvöld viðurkenni samtökin, verðum við að viðurkenna þau“ — rætt við nýkjörna framkvæmdastjórn LMF LANDSÞING Landssambands mennta- og fjölbrautaskóla er ný- afstaöið. Á þinginu var kjörin fram- kvæmdastjórn fyrir skólaárið 1983—1984. Ekki eru allir mennta- og fjölbrautaskólar aðilar að sam- tökunum, og mun það verða eitt fyrsta verk hinnar nýkjörnu fram- kvæmdastjórnar að senda bréf til nemenda og skora i þá að ganga í samtökin. „Okkur finnst ekki rétt að sumir skólar neiti aðild að samtökunum, því tilvist þeirra kemur öllum skólunum til góða,“ sagði Sigurður Böðvarsson, nýkjörinn formaður LMF. „Því ætlum við að láta það verða okkar fyrsta verk, að senda bréf til nemenda og skora á þá að ganga í LMF. Kvaðirnar eru litlar sem engar, þ.e. menn þurfa að vera nemendur í mennta- eða fjöl- brautaskóla og greiða svokallaðan nefskatt, sem er 25 krónur á mann.“ Framkvæmdastjórnin sagði að á landsþinginu hefði verið lögð mikil áhersla á að samtökin væru þverpólitísk, en fyrir nokkr- um árum hafi pólitískur ágrein- ingur nærri gengið að samtökun- um dauðum, eins og Sigurður Böðvarsson komst að orði. í hinni nýkjörnu framkvæmda- stjórn LMF eiga sæti Sigurður Böðvarsson, Matthías Matthías- son, Sigríður R. Bjarnadóttir, Al- bert Imsland og ólafur Þór Gunn- arsson. Sögðu þau markmið sam- takanna vera að vinna að nauð- synlegum endurbótum á mennta- kerfinu og öðrum brýnum hags- munamálum nemenda og efla um- ræður og skoðanaskipti um þau mál. Einnig að stuðla að auknum innbyrðis tengslum milli fram- haldsskólanema og sameina alla framhaldsskólanemendur í ofangreindri baráttu. Helstu málefnin, sem Lands- þing LMF taldi nauðsyn að lausn fengist á, voru „mötuneytisvanda- málið“ svonefnda, „sundmiðamál- ið“ og skortur á kynningu háskóla- greina. Einnig var á landsþinginu samþykkt tillaga þar sem skorað var á menntamálaráðuneytið að gefa fulltrúa LMF kost á að sæti í öllum nefndum, sem fjalla um hagsmunamál framhaldsskóla- nema og að nefndir bessar kvnntu störf sín fyrir LMF áður en þær skiluðu áliti sínu. „Við förum fram á að fá viðunandi mötuneyti í alla framhaldsskóla og að launakostn- aður vegna þeirra verði greiddur af ríkinu", sagði ólafur Gunnars- son, gjaldkeri. „Þessi krafa hefur hlotið fremur jákvæðar undirtekt- ir, en ef mötuneyti fást í skólana, verður launakostnaður að vera greiddur af hinu opinbera, því annars hefur fólk ekki ráð á að notfæra sér þjónustuna, því verð- lag verður um 30—40% hærra en ella.“ „Mig langar að minnast á Menntaskólann á Egilsstöðum," sagði Sigríður Bjarnadóttir. „Á landsþinginu kom fram að skölinn er ekki fullgerður, engar kennslu- stofur eru tilbúnar, en búið er að innrétta mötuneyti og heimavist fyrir nemendur. Það má kannski segja að þarna hafi að mörgu leyti verið byrjað á réttum enda ... Og þó, það sem mestu máli skiptir, er að þar fer fram kennsla, án þess að viðunandi kennsluhúsnæði sé til staðar.“ Krakkarnir sögðu að samkvæmt íþróttalöggjöfinni ætti hver fram- haldsskólanemi rétt á íþrótta- og sundkennslu og í raun þyrfti 12 einingar í íþróttanámi til að ljúka stúdentsprófi. Sögðu þau að þess- ari löggjöf væri ekki framfylgt í nálægt þvi öllum skólum. „Til að varna því að við gerðum uppreisn gegn þessu lögbroti, þ.e. að bjóða ekki upp á íþróttakennslu, fengum við frían aðgang að sundlaugun- um,“ sagði ólafur Gunnarsson. „Nú í haust voru sundkortin tekin af okkur, á þeim forsendum að „fljótlega yrði íþrótta- og sund- kennslu komið á“. „Misnotkun á sundmiðunum hefur verið borin upp á okkur. Talað var um að „heilu fjölskyldurnar færu ókeypis í sund“, á þessum kortum. Þessi staðhæfing er algerlega úr lausu lofti gripin og okkur finnst ástæðulaust að svipta okkur sundkortunum með þessum rök- um. Við viljum viðunandi íþrótta- kennslu, eins og gert er ráð fyrir í íþróttalöggjöfinni, í alla fram- haldsskóla. Á meðan ekki er hægt að framfylgja löggjöfinni förum við líka fram á að fá frían aðgang að sundlaugum. Það er kannski rétt að taka það fram að útivinn- andi menn fá frían aðgang, t.d. starfsmenn Sakadóms Reykjavík- ur og SVR.“ Einhver spök lokaorð til framhaldsskóianemenda? „Já, við skorum á þá sem enn eru ekki í samtökunum að ganga í þau hið fyrsta. Styrkur samtak- anna fer að sjálfsögðu eftir þeim, sem í þeim eru. Hver félagsmaður þarf að vera meðvitaður um starf- semi LMF og ef við viljum að yfir- völd viðurkenni samtökin verðum við sjálf að viðurkenna þau.“ Nýkjörin framkvæmdastjórn LMF, talið frá vinstri: Matthías Matthíasson, varaformaöur, Sigurður Böðvarsson, formaður, Albert Imsland, ritari, Sigríð- ur Bjarnadóttir, meðstjórnandi, og Olafur Þ. Gunnarsson, gjaldkeri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.