Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 51 Reykræstilúgur komnar á markað — opnast sjálfkrafa við 70 gráða hita Ljósm. Mbl. KÖE Joachim Plate og Lúðvík Andreasson við reykræstilúguna. Á myndinni sést lúgan, eins og hún opnast er eldur kemur upp. Hún opnast sjálfkrafa við 70 gráða hita, en einnig er hægt að tengja hana við reykskynjara og þá opnast hún um leið og reykskvnjarinn skynjar eldinn. Plastið, sem myndar eins konar glugga, er eldfast og brennur því ekki. Besta dæmið um slík lyf er cyclo- sporin A, sem verkar neikvætt á ýmsa sjúkdómsvaldandi sveppi, en er nú eingöngu notað við líffæra- flutninga. Eitt mesta vandamál við líffæraflutninga er að líffæris- þeginn hafnar nýja líffærinu. Hér á frumubundna ónæmiskerfið hlut að máli. Áður fyrr voru gefin ýmis lyf, sem hafa bælandi áhrif á ónæmiskerfið. Þessi lyf eru mjög ósérvirk, þannig að allt ónæmis- kerfið var bælt og sjúklingurinn gat orðið alls konar sýkingum að bráð, vegna þess að hann einfald- lega réð ekki við þær. Cyclosporin A er hins vegar mjög sérvirkt og tekur bara þann hluta frumu- bundna ónæmiskerfisins úr sam- bandi, sem hættulegur er nýja líffærinu, en hlífir þeim hluta ónæmiskerfisins, sem fæst við alls konar sýkingar. Mörg önnur lyf eru nú rannsökuð, lyf, sem hafa áhrif á lækkun blóðfitu, bólgueyð- andi lyf og æðaútvíkkandi lyf, og svona mætti lengi telja. Lokaorð Gefum Arnold L. Demain loka- orðið: „Það leikur enginn vafi á því, að örverur eru færar um að framleiða margs konar „sek- únder“-ferilefni, sem eru virk gegn snýkjudýrum, skordýrum, illgresi, auk þess sem þau hafa margs konar lyfjaverkun. Að auki er hægt að nota örverur við fram- leiðslu á nýjum, mikilvægum fjöl- sykrum, ensímum og bragð- og lyktarefnum. Að mínu viti er að- eins eitt atriði, sem hamlar upp- götvun á notadrjúgum efnum í framtíðinni, en það er okkar eigin útsjónarsemi og dugnaður við að finna upp einfaldar aðferðir við leit að þeirri virkni, sem við óskum eftir." Heimiklin A.L Demain (1983) Science 219:709—714. R.Y. SUnier o.fl. (1972), General Microbio- lojjy, Macmillan Press Ltd., London. REYKRÆSTILÚGUR, sem opnast sjálfkrafa við eldsvoða, eru komnar á markað hérlendis. Lúgunum er ætlað að halda svæðum, þar sem eldur hefur komið upp, reyklausum og eru þær viðurkenndar sem slíkar af brunavarnaeftirlitum allra Evr- ópulanda. Lúgur þessar eru framleiddar í Þýskalandi af fyrirtækinu Colt International. Sölumaður fyrir- tækisins, Joachim Plate, var staddur hér á landi, vegna kynn- ingar á reykræstilúgunum og sagði hann að helst væri mælt með þeim í iðnaðar- og fram- leiðsluhúsnæði auk þess sem æski- legt væri að þær væru til staðar i leikhúsum. „Það er sannað að flest dauðsföll, vegna eldsvoða, stafa af reyk, gasi og hita,“ sagði hann. „Lúgunni er komið fyrir í lofti byggingarinnar og er hún opnast, leitar hitinn upp og út úr bygging- unni. Reykurinn fer að sjálfsögðu einnig út og auk þess sem reyk- laust svæði minnkar líkur á að fólk láti lífið af reykeitrun, auð- veldar það slökkvistarfið. Slökkvi- liðsmenn sjá þá hvar upptök elds- ins eru og geta einbeitt sér að því að kæfa eldinn." íslenska verslunarfélagið er umboðsaðili reykræstilúganna hér á landi. Lúðvík Andreasson, eig- andi fyrirtækisins sagði að 2 is- lensk fyrirtæki væru komin með lúgur í verksmiðjur sínar. „Við seldum fyrstu lúguna í fyrra," sagði Lúðvík. „Það er tvímæla- laust mikið öryggi í að hafa þessar lúgur, þar sem margt fólk er. Þá á ég bæði við á stórum vinnustöð- um, stigagöngum á hótelum, stór- um skrifstofubyggingum og jafn- vel í blokkum. Þessar lúgur eru algerlega eldtraustar, þannig að engin hætta er á að kvikni í þeim. Mér þykir rétt að það komi fram að í litlum herbergjum nægir oft að loka gluggum, til að kæfa eld- inn, en þegar um stærri eldsvoða er að ræða er nauðsynlegt að reyk- ur og hiti komist út. Eldurinn breiðist nefnilega út með hitan- um.“ Lúðvík sagði að ennfremur væri hægt að opna lúgurnar með handafli og nota þær þannig sem loftræstingu, til dæmis þar sem fjölmennar samkomur væru ha- Lyklaboxiö svonefnda. Fremri dyrn- ar opnast sjálfkrafa, er reykskynjari fer í gang. Innri dyrnar er aftur á móti aðeins hægt aö opna meö ein- um lykli, sem verður í vörslu viö- komandi slökkviliös. Fyrir innan læstu dyrnar er höfuðlykillinn geymdur. ldnar. „Þessar reykræstilúgur eru viðurkenndar af slökkviliðsstjóra í Reykjavík, sem lausn á að hleypa út reyk og auðvelda slökkvistarfið. Er menn hafa áhuga á að koma upp slíkum lúgum, skoðum við staðina og reiknum út nauðsyn- lega stærð af lúgu. Hver lúga sem hönnuð er er unnin samkvæmt út- reikningum og athugunum á nauð- synlegri stærð og gerð. Einn- ig eru þær framleiddar í nokkrum stöðluðum stærðum. Gamlar byggingar gera ekki ráð fyrir slík- um lúgum, en mér þætti rétt að verkfræðingar og arkitektar gerðu ráð fyrir tækjum sem hleypa reyk út í allar byggingar." Önnur nýjung, sem kynnt var á sama tíma og reykræstilúgurnar, er lítill kassi, sem kallaður er lyklabox. Lyklaboxið er einnig frá fyrirtækinu Colt International. Joachim Plate sagði að hentugast væri að festa það utan á hús. „Þessir kassar eru tengdir við reykskynjara sem gerir slökkviliði viðvart um eld, er hann kemur upp,“ sagði hann. „Lyklaboxum er komið fyrir á útveggjum bygg- inga, aðallega við hús þar sem margir lyklar eru í notkun. Til dæmis við skólahús, banka, skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði. Innst í boxinu er svonefndur höf- uðlykill, þ.e. lykill sem gengur að öllum dyrum byggingarinnar. Höfuðlykillinn er læstur inni í sérstöku öryggishólfi. Aðeins einn aðili hefur lykil að öryggishólfinu og það er slökkvilið viðkomandi staðar. Ef einhver brýtur lyklab- oxið upp, eða gerir tilraun til þess, gerir viðtengdur tækjabúnaður lögreglunni viðvart. Þannig að þarna er öryggi látið sitja í fyrir- rúmi að öllu leyti.“ Lúðvík Andr- easson gat þess að lokum að mikill áhugi virtist ríkja hjá mönnum fyrir að setja lyklabox upp, alla- vega ef dæma mætti af sölunni, en lyklaboxin hefðu selst í töluverðu magni erlendis. LIKANIS- OG HEILSURÆKTIN Borgartúni 29, sími 28449 ★ ★ Viltu styrkjast? - Viltu grennast? Viltu liðkast? - Viljið þio vera sól- brún og hress í skammdeginu? Þá er um ad gera ad drífa sig til okkar Við erum ódýr Æfingar í rúmgóöum og björtum tækjasal undir leiö- sögn færustu leiöbeinenda allan tímann sem er opiö er. Teygjuæfingar eöa Aerobic (músikieikfimi) daglega nema sunnudaga. Æfingarprógrömm fyrir þá sem þess óska. Góð baöaðstaöa ★ Saunaklefar ★ Afnot af hárþurrkum og krullujárnum ★ Kaffisopi aö loknum æfingum í nota- legri setustofu. Nóvember-tilboð: Æfingar í sal í 1 mánuð og 10 skipti í sólarlampa aöeins kr: 975,- Afsláttur fyrir hópa og fyrirtæki. Munið: Stærsta sólbaðsstofa borgarinnar meö sér klefa o.fl. Engin tímapöntun, engin biö, bara aö koma þegar þér hentar. Þitt líf — þín heilsa Nýtt líf - Ný heilsa Opnunartíminn er sem hér Mánudag þriöjudag miövikudag fimmtudag föstudag laugardag sunnudag segir: kl. 07.00—22.00 kl. 07.00—22.00 kl. 07.00—22.00 kl. 07.00—22.00 kl. 07.00—20.00 kl. 10.00—15.00 kl. 10.00—15.00 Nýjar perur — nýjar perur Erum nýbúin aö skipta um perur í öll- um Ijósabekkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.