Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.11.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1983 53 Þi'ssi mynd er tekin fyrir réttum 10 irum, raunar síðasta kvöldið sem Morgunblaðið var wcit í hlv. Setjarasalurinn, eins og hann var þá kallaður, er sama búsneðið og tæknideildin er nú til húsa í, en breytingin er mikil. Vinnan er þrifalegri nú en i meðan biýið vsr í notkun. Á ritstjórn, þar sem blaðamenn setja fréttir sínar beint inn i tölvuskjii. Upplíming blaðsins fer fram i sérstökum Ijósaborðum í tæknideild Morgun- blaðsins. Þessi mynd er tekin fyrir um það til 7 til 8 irum og sýnir Ijóssetningarvélarn- ar tvær, sem þi voru í notkun, vélar, sem lisu af gatastrimlum. Fjær sjist gataborðin sem setjarar skrifuðu i. Þetta voru vélarnar, sem tóku við af blývinnsluvélunum. Úr auglýsingadeild, þar sem auglýsingar eru settar beint inn i tölvuskjii. Prentvél Morgunblaðsins, sem er af gerðinni Cottrell V-25 og er nú 10 ira gömul. Hún verður britt leyst af hólmi af nýrri og fullkomnari prentvél. ýmsar upplýsingar, sem koma blaðamönnum að notum við frétta- og greinaskrif. Aðrir möguleikar, sem gefast munu í framtíðinni, er útlitsteiknun á skerma, en allt slíkt er handvirkt enn í dag. í nýja kerfinu verður ritstjórn- arefni enn betur aðgreint frá aug- lýsingaefni en verið hefur. Kerfið gefur auglýsingadeildinni mögu- leika á geymslu ýmissa upplýsinga er varða auglýsandann, birt- ingarfjölda og dagsetningar. Fyrsta stig tölvuvinnslu tækni- deildar Morgunblaðsins var að teknir voru í notkun 6 skermar. Nú eru notaðir 32 tölvuskermar og mun þeim fjölga á næstu misser- um. Því fer brátt að koma að því að síðasta ritvélin verði leyst af hólmi. Hin nýja tækni gat af sér nýja deild á Morgunblaðinu, sem í dag- legu tali er nefnd „lay-out-deild“, en á íslenzku myndi hún kallast útlitsteiknunardeild. Tæknin krafðist mjög nákvæmra vinnu- bragða i sambandi við uppsetn- ingu blaðsins og er nú svo komið að hver einasta blaðsíða Morgun- blaðsins er teiknuð upp, fyrirsagn- ir taldar út og lengd lesmáls færð inn á síðuna uppteiknaða. Hagkvæmni þessa tölvuvinnslu- kerfis er augljós. Það hefur aukið afkastagetu við framleiðslu blaðs- ins stórum, komið í veg fyrir allan tvíverknað, sem fólst í því að blaðamenn skrifuðu fyrst handrit, en síðan var efni þeirra sett. Fyrir breytinguna 1973 átti Morgun- blaðið 6 blýsetningarvélar. Reyni menn að gera sér grein fyrir því hversu afkastagetan hefur aukizt frá því er þá var, lætur nærri að til að anna þeirri blaðstærð sem Morgunblaðið er í dag þyrfti um 30 blýsetningarvélar. Nýja tæknin gefur hins vegar miklu meiri möguleika en þessu nemur. Morgunblaðið eignaðist fyrstu prenttæki sín um 1940 og 7 árum síðar hóf það rekstur eigin prentsmiðju. Þá var notuð prent- vél, sem prentað gat 2.500 eintök á klukkustund. Þegar blaðið flutti í núverandi húsakynni, 1956, tók það átta til níu klukkustundir að prenta upplagið, sem þá var um 20 þúsund eintök. í nýja húsinu við Aðalstræti 6 var tekin í notkun ný prentvél, sem var fyrsta hverfi- pressan, sem flutt var til landsins. Hún prentaði 26 þúsund eintök á tveimur og hálfri klukkustund. Þessi prentvél var sett til hliðar fyrir 10 árum, er offset-prentvélin nýja tók við og prentar hún 25 þúsund eintök á klukkustund, 48 blaðsíður i einu, eða 32 síður, ef um fjögurra lita prentun er að ræða, myndir í litum eða auglýs- ingar. Gömlu blýsetningarvélarnar, sem áður er getið, gátu framleitt að jafnaði 4—5 línur á mínútu og fór hraðinn þá að sjálfsögðu mjög eftir hæfni mannsins, sem stjórn- aði vélinni. Algengt var, að setjar- arnir þyrftu að bíða eftir vllinni um leið og sett var. Þegar gata- strimlarnir voru tengdir við blý- setningarvélarnar jukust afköst þeirra í 9—12 línur á mínútu. Tölvusetningarvélarnar, sem lásu af þessum sömu strimlum og tóku við af blýsetningarvélunum, gátu hins vegar sett 50 línur á mínútu, þannig að hraðinn fór mjög vax- andi með tilkomu þeirra. Nú geta ljóssetningarvélar Morgunblaðs- ins sett 600 línur á mínútu og er hraði þeirra ekki meiri, vegna þess að sá tækjabúnaður, sem matar þær á efninu, er ekki hraðvirkari. Hins vegar hafa ljóssetningarvél- arnar sjálfar möguleika á að setja 3 þúsund línur á mínútu, ef möt- unin gengur jafn hratt og þær sjálfar geta unnið. Á einni síðu i Morgunblaðinu eru 600 línur af samfelldum texta, þannig að það tekur ljóssetningarvélarnar eina mínútu að setja sem svarar einni síðu. Þessi mikla tæknivæðing Morg- unblaðsins, samfara vaxandi þörf á að stækka blaðið, hefur leitt til þess, að hin 10 ára gamla prentvél, sem leiddi Morgunblaðið inn í offset-tæknina, er ekki lengur sniðin eftir vexti. Gerðir hafa ver- ið kaupsamningar um nýja og full- komna þýzka prentvél, sem mun enn hafa í för með sér gjörbylt- ingu i útgáfu blaðsins. Annars staðar í blaðinu í dag er skýrt nánar frá þessum prentvélakaup- um. Framan af voru allar meirihátt- ar tæknibreytingar við fram- leiðslu Morgunblaðsins bundnar þeim þáttum, sem við taka, þegar starfi blaðamannsins sleppir. Þessa sér stað í tæknideild blaðs- ins og með samanburði á henni og prentsmiðju fyrri tíma. Starfs- menn ísafoldarprentsmiðju, þar sem Morgunblaðið var unnið fyrir 70 árum, ræki í rogastanz, ef þeir litu inn í tæknideild blaðsins í dag og hætt er við, að óundirbúið yrðu þeir þar að litlu eða engu liði. Þótt breytingarnar séu einnig talsverðar á ritstjórn blaðsins tæki það skamman tíma að kenna frumherjunum í blaðamennsku á hin nýju tæki. Borðið á tölvu- skjánum er svo til eins og borðið á ritvélinni, en tölvuskjárinn á rit- stjórn er orðinn að veruleika. Tæknimennirnir, sem hafa mótað þá tækni, sem nú er notuð, gerðu sér grein fyrir því, að ekki var mikið vit í þeim tvíverknaði, sem tíðkast í framleiðslu dagblaðs. Fyrst skrifaði blaðamaðurinn grein sína á ritvél, en síðan „vél- ritaði“ eða setti setjari sömu grein. Þannig er tölvubyltingin fyrst og fremst hagræðing. Hún gerir framleiðslu blaðsins hag- kvæmari og lækkar verð blaðsins til almennings. Sú tölvubylting í prentiðnaði, sem Morgunblaðið hefur haft for- ystu um hér á landi, hefur farið eins og eldur í sinu um heiminn. Sums staðar hefur hún haft mikil átök í för með sér, jafnvel teflt framtíð stórblaðanna í tvísýnu. Morgunblaðið hefur hins vegar borið gæfu til að taka þessa tækni upp í góðu samkomulagi við starfsfólk og er það ekki sízt bóka- gerðarmönnum að þakka hversu vel hefur til tekizt. Þeir hafa reynzt víðsýnni en félagar þeirra sums staðar erlendis. Sú víðsýni á eftir að koma þeim sjálfum til góða, ekki síður en öðrum starfs- mönnum blaðsins, lesendum og auglýsendum. »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.