Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 Geir Hallgrímsson við setningu landsfundar í gær: Mestu skiptir að standa trúan og traustan vörð um grundvall- arstefiiu Sjálfstæðisflokks í utanríkis- og öryggismálum Hér fer á eftir í heild setningar- ræða Geirs Hallgrímssonar, for- manns Sjálfstæðisflokksins á 25. landsfundi flokksins, sem hófst í Há- skólabíói í gær: Ágætu landsfundarfulltrúar og gestir: Ég vil bjóða ykkur öll velkomin til þessa setningarfundar 25. landsfundar Sjálf- stæðisflokksins og ekki síst þau ykkar sem tekist hafa á hendur langa ferð til að sækja þennan fund. 25. landsfundur Sjálfstæðisflokksins er settur. Síðan síðasti landsfundur var haldinn hefur dr. Gunnar Thoroddsen, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, fallið frá, en hann lést í septembermánuði sl. í hópi sjálfstæðismanna þarf ekki að hafa mörg orð um Gunnar Thoroddsen og störf hans í þágu Sjálfstæðisflokksins, svo samfléttuð voru líf hans og saga Sjálfstæðisflokksins. Kornungur hóf Gunnar Thoroddsen stjórnmálaafskipti og naut ávallt síðan mikils trúnaðar og trausts flokkssystkina sinna, sem fólu honum hvert trúnaðar- og virðingarstarfið á fætur öðru. Gunnar Thoroddsen sat um áratugaskeið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, var ráðherra og borgarstjóri í Reykjavík og átti um langt skeið sæti í miðstjórn flokksins og var varaformaður hans og formaður þing- flokks í mörg ár. Ég bið fundarmenn að rísa úr sætum og minnast Gunnars Thor- oddsen. Breytt viðhorf í efnahagsmálum heimsins Góðir áheyrendur. Fyrir rúmum áratug breyttust viðhorf í efnahagsmálum heimsins. í stað stöðugs hagvaxtar vestrænna ríkja og viðunandi atvinnu nær allt frá lokum 2. heimsstyrj- aldarinnar tók fyrir hagvöxt og atvinnu- leysi fór vaxandi, ekki síst í kjölfar olíu- kreppunnar 1973—1974. Hækkun hráefnaverðs þróunarríkja var skiljanleg til að rétta hlut þeirra gagnvart iðnríkjum í samræmi við kröfur í efna- hagssamskiptum norðurs og suðurs. En olíuverðshækkunin ein útaf fyrir sig kom þó mörgum þróunarríkjum jafnvel verr en iðnríkjum. Efnahagslegar framfarir og vaxandi framleiðsla og útflutningur sumra Asíu- ríkja veittu vestrænum iðnríkjum um líkt leyti harða samkeppni. Iðnríkin mættu þeirri samkeppni gjarnan með alls konar verndarráðstöfunum í stað frjálsrar sam- keppni. Menn kunna að tala fjálglega um nauðsyn þess að aðstoða fátækar þjóðir þriðja heimsins, senda þeim ef til vill p»en- ingagjafir og veita þeim lán, en þegar þær eru að koma fótunum undir sig og fram- leiðslu sinni á markað er borið við hættu á atvinnuleysi heima fyrir og því miður krafist hafta í stað frjálsra viðskipta. Við- reisn efnahags þróunarlanda er forsenda áframhaldandi velmegunar í iðnríkjum, þótt iðnríkin verði að sæta þeirri sam- keppni og telji að sér þrengt um tíma, þar sem aukin kaupgeta og stærri markaðir í heiminum skapa skilyrði fyrir auknum hagvexti til lengdar. Treystum ekki á óskhyggju Það fer heldur ekki á milli mála að auk- in útgjöld til vígbúnaðar eiga sinn þátt í neikvæðri þróun efnahagsmála. Talið er að nú sé varið 800 milljörðum dollara árlega til vígbúnaðar og þar af verji hjálparþurf- andi þjóðir þriðja heimsins 200 milljörðum króna í þessu skyni. Vígbúnaðarútgjöldin stafa þó aðallega af átökum austurs og vesturs. Vonir stóðu til, að úr þessum útgjöldum gæti dregið á slökunartímabili í kjölfar Helsinkiyfirlýs- ingarinnar 1975. Það er hins vegar stað- reynd, að meðan vestræn ríki lækkuðu hlutfallslega útgjöld sín til hermála á slökunartímabili, notuðu Sovétríkin tæki- færið og juku herbúnað sinn stórlega. Nú skiptir máli, að afvopnunarviðræð- urnar í Genf og þær sem ákveðnar hafa verið í Stokkhólmi í byrjun næsta árs sam- kvæmt Madrid-samþykktinni skili árangri og gagnkvæm afvopnun verði tryggð með öruggu alþjóðlegu eftirliti. Meðal vestrænna lýðræðisríkja er það á valdi kjósenda, hve háir skattar eru á lagðir til að standa undir varnarviðbúnaði. Sovéskir valdhafar gera sér vafalítið vonir um að hóglífi og andvaraleysi vestrænna manna hafi dregið úr fórnarlund frelsinu til verndar. Valdhafarnir í Sovétríkjunum þurfa aftur á móti ekki að spyrja kjósend- ur, en sósíalískt efnahagskerfi Sovétríkj- anna er hins vegar svo aðþrengt að Sovét- ríkin hafa ekki ótakmarkaða getu til vax- andi vígbúnaðar og lífskjör þar svo léleg, að fólkið lætur jafnvel ekki bjóða sér enn lakari kjör en nú þótt í einræðisríki sé. Hæpið er þó fyrir vestræn ríki að treysta á slíka óskhyggju. Vestræn ríki eiga engan annan kost en að standa So- irótrílrínnnm onnnínrr A tinnnn «»»1X1 Aðlögun velferðarkerfis ad minni fjárráðum Hagvöxtur iðnríkja hefur skapað skil- yrði fyrir velferðarríkinu. Um leið og hag- vöxtur hægði á sér eða stöðvaðist, hefur hrikt í stoðum velferðarríkisins. Um allan hinn vestræna heim glíma því ríkisstjórnir nú við það verkefni að aðlaga velferðarkerfi lýðræðisríkjanna minni fjárráðum og breyttum forsendum. Einu gildir, hvort um er að tefla ríkisstjórn Margrétar Thatcher í Bretlandi á hægri væng eða ólafs Palme í Svíþjóð á vinstri væng. Báðar ríkisstjórnirnar verða að horfast í augu við þá óumflýjanlegu stað- reynd, að ekki er lengur hægt að þenja velferðarríkið út og auka þjónustu þess, heldur er nauðsynlegt að draga það saman og minnka eyðslu þess. Nú benda sem betur fer ýmis teikn í alþjóðlegum efnahagsmálum til þess að samdráttar- og krepputímabili sé að ljúka og nýtt hagvaxtarskeið sé að hefjast. Engu að síður verða þau vandamál, sem ég hef gert hér að umræðuefni, enn til úrlausnar í framtíðinni jafnt meðal okkar íslendinga sem annarra þjóða. Athyglisvert er þrátt fyrir erfiðleika og samdrátt undanfarinna ára, að yfirburðir hins frjálsa markaðskerfis eru greinilegir og lífskjör fólksins eru því betri sem efna- hagslegt og stjórnarfarslegt sjálfstæði er meira. Við sjáum þetta við samanburð á sósíalisma í austri og opnu hagkerfi í vestri. Við sjáum muninn á þeim þróun- arríkjum í suðri sem nýtt hafa opið mark- aðskerfi og hinna, sem byggja á sósíölsk- um miðstýrðum áætlunarbúskap. Við Islendingar eigum meira undir því en flestir aðrir að frjáls samskipti og viðskipti ríki milli þjóða og verndar- og styrktarstarfsemi ríkisvalds sé afnumin. Við hljótum því að móta efnahagsstefnu okkar innanlands og utan í samræmi við þá hagsmuni. Fjögur meginmál á einum áratug Ég vík nú að fjórum meginþáttum, sem ég tel mestu máli skipta þau 10—12 ár, sem ég hef gegnt formanns- og varafor- mannsstarfi Sjálfstæðisflokksins. Fyrst vil ég leggja áherslu á, að Sjálf- stæðisflokknum hefur tekist að standa vörð um sjálfstæði og öryggi þjóðarinnar á þessu tímabili, þrátt fyrir hatrammar til- raunir til að brjóta niður þá utanríkis- stefnu, sem Sjálfstæðisflokkurinn mark- aði fyrir 35 árum og haldið hefur gildi sínu síðan. Veturinn 1974 komust andstæðingar okkar nær því marki en nokkru sinni fyrr að kippa stoðunum undan þessari utanrík- isstefnu. Það mistókst sem betur fer. Eitt fyrsta verk þeirrar ríkisstjórnar, sem ég veitti forstöðu 1974—1978 var að endur- nýja varnarsamninginn við Bandaríkin og staðfesta aðild okkar að Atlantshafs- bandalaginu. Undanfarin ár hefur Alþýðubandalagið, hatrammasti andstæðingur þessarar utan- ríkisstefnu, áskilið sér neitunarvald í ör- yggis- og varnarmálum. Við myndun nú- verandi ríkisstjórnar var blað brotið í þessu efni, slíkt neitunarvald heyrir sög- unni til og þeirri stefnu er fylgt í utanrík- ismálum, sem tryggir best öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar á þessum viðsjár- verðu tímum. Það á enn við, sem ég sagði um þessi efni á landsfundi 1975, „að mikill meirihluti íslendinga vildi áfram heilshugar þátttöku landsins í Atlantshafsbandalaginu og varnarviðbúnað hér á landi með sérstöku samkomulagi við Bandaríkin". Og enn- fremur er það jafnvel enn ljósara nú en áður, að „sú staðreynd blasir við öllum, sem rökrétt hugsa, að óvissa og e.t.v. upp- lausn mundi verða í öryggismálum á Norður-Atlantshafi ef ísland yrði varnar- laust. En afleiðing þeirrar ákvörðunar ís- lenskra stjórnvalda að slíta varnarsam- starfinu við Bandaríkin, yrði ekki aðeins sú að raska þeirri hernaðarlegu stöðu, sem nú ríkir á okkar slóðum, heldur mundi ákvörðunin um leið þrengja svigrúm ís- lenskra stjórnvalda til þess að taka sjálfstæðar ákvarðanir, bæði í innan- og utanríkismálum". Ég segi það nú, góðir landsfundarfull-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.