Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 Juan Feron og Isabel kona hans. Enda þótt nær áratugur sé liðinn frá dauða Perons þá á minningin um hann sterk ítök í hugum fjölda Argentínumanna. Raul Alfonsin, leiðtogi Róttæka flokksins og næsti forseti Argentínu, fagnar sigri eftir kosningarnar. Bjartsýni í kjöl- far kosnmganna RAUL ALFONSIN og flokkur hans, Róttæki flokkurinn, hafa sýnt það með einstæðum sigri sínum í kosningunum í Argentínu nú, að peronisminn er ekki lengur allsráðandi stjórnmálaafl þar í landi. Úrslit kosninganna þykja ótvíræð vísbending um, að ekki einasta hafi orðið þáttaskil þar frá alræðisstjórn til lýðræðisstjórnar, heldur boði sigur Róttæka flokksins jafnframt ný viðhorf á flestum sviðum þjóðlífsins og ný vinnubrögð í stjórnarháttum í landinu. í kosningabaráttu sinni reyndi Róttæki flokkurinn, sem er þrátt fyrir nafnið borgaralegur miðflokkur með vinstra ívafi, að ná til unga fólksins, sem nú kaus í fyrsta sinn. Með því að leggja höfuðáherzlu á framtíðina tókst flokknum að afla sér fylgis margra kjósenda, sem telja nauðsynlegt framar öllu öðru, að Argentína segi skilið við þá fortíð, sem einkennzt hefur af ógnarstjórn og slíkri óðaverðþólgu, að þekkist hvergi annars staðar í heiminum. Ofan á allt annað reistu hershöfðingjanir sér ævarandi bautastein með ósigrinum í Falklandseyjastríðinu við Breta. Þrátt fyrir það að Argentínu- menn skelli nú skuldinni af óför- um sínum á herinn, skal því ekki gleymt, að herinn er eftir sem áður eitt voldugasta aflið þar í landi. Borgaralegar stjórnir í Argentínu hafa oft verið skamm- lífar, því að hershöfðingjarnir fylgjast náið með gerðum þeirra og bíða færis til að grípa fram í, ef þeim þykir þurfa. Alinn upp við stjórnmál Raul Alfonsin er þrekvaxinn sveitalögfræðingur með yfir- varaskegg, og hefur alizt upp við stjórnmál nánast frá blautu barnsbeini. Hann kom þó fyrst að marki fram í sviðsijós stjórn- málanna í heimalandi sínu fyrir einu ári, en áður var hann til- tölulega lítt þekktur. Hann er úr vinstra armi Róttæka flokksins, en hefur einbeitt sér að því að undanförnu að afla sér fylgis á meðal hófsamari afla innan flokksins. Þá hefur hann óspart biðlað til unga fólksins sem nú kaus í fyrsta skipti, svo og til óánægðra peronista. Alfonsin fæddist 12. marz 1927 í bænum Chasomus, sem stendur um 100 km fyrir sunnan Buenos Aires. Foreldrar hans voru spánskir innflytjendur og rak faðirinn verzlun í Chasomus. Al- fonsin gekk í herskóla ríkisins og ávann sér titilinn lautinant, sem hann hefur enn í varaliði hersins. Hann ákvað hins vegar að hætta við að gerast atvinnuhermaður, en tók í þess stað að lesa lög og lauk lagaprófi 1950 frá háskólan- um í Buenos Aires. Síðan sneri hann aftur til heimabæjar síns og hóf þar störf sem lögmaður en jafnframt og ekki sízt hóf hann þar afskipti af stjórnmálum. Hann var kjörinn í bæjar- stjórn Chasomus 24 ára gamall og var orðinn þingmaður á fylk- isþinginu í Buenos Aires, þegar hann var 31 árs. Hann var kjör- inn þingmaður á þjóðþinginu í Fórnarlamb Falklandseyjastríðsins. Það hefur skilið eftir sig beizk- ar minningar. fyrsta sinn 1963, en sagði af sér þingmennsku, er herinn hrakti Arturo Illia, forseta landsins, frá völdum í byltingu þremur árum síðar. Gengi Alfonsins í stjórnmálum tók fyrst að vaxa svo að um mun- aði eftir dauða Ricardo Balbin 1981, sem verið hafði hinn sterki foringi Róttæka flokksins eða „caudillo" um langt skeið. Al- fonsin stofnaði sína eigin hreyf- ingu innan flokksins, sem bar heitið „Umbætur og breyting" og aðhylltist vinstrisinnaðar stjórn- málahugmyndir jafnaðarmanna andstætt Balbin, sem fylgt hafði hefðbundinni miðflokkastefnu. 800.000 manns á kosningafundi Alfonsin dró ekki af sér í kosn- ingabaráttunni nú, heldur var óþreytandi frá morgni til kvölds. Hann hefur verið óspar á að ganga um á meðal fólks, heilsa því með handabandi og síðast en ekki sízt að kyssa börnin. Þessi aðferð þykir í rauninni minna miklu meira á aðferðir peronista í kosningabaráttunni en aðferðir Róttæka flokksins, sem þrátt fyrir nafnið hefur jafnan haft á sér ráðsett yfirbragð. Á undan- förnum þremur mánuðum hefur Alfonsin ferðazt um Argentínu þvera og endilanga, flutt um 150 ræður á kosningafundum, þar sem áheyrendur voru allt frá fá- einum tugum og upp í 800.000, eins og þeir voru á útifundi í Buenos Aires á miðvikudag í síð- ustu viku. f kosningaræðum sínum réðst Alfonsin harkalega á stefnu frá- farandi herstjórnar á öllum svið- um og tilhneigingar hennar til þess að kúga landslýðinn. Þá hef- ur hann í ríkum mæli varað við þeirri einræðishyggju, sem hann segir, að komi fram hjá Peron- istaflokknum. Hefur hann verið ómyrkur í máli og lýst forystu- mannaliði peronista sem „bóf- um“ og sagt við stuðningsmenn þeirra: „Sættið ykkur við þá staðreynd, að þið tapið, því að sá tími er kominn." Árið 1977 var Alfonsin einn af stofnendum svonefnds „Fasta- þings um mannréttindi" og hefur á undanförnum árum gagnrýnt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.