Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 21 harðlega hryðjuverkaaðferðir ör- yggissveita ríkisins gagnvart meintum andstæðingum her- stjórnarinnar. Hann hefur gefið út tvö tímarit um stjórnmál und- anfarinn áratug og skrifað fjölda greina í önnur blöð. Helztu áhugamál hans utan stjórnmálanna eru góður matur, knattspyrna og kvikmyndir. Þá var hann mikill reykingamaður áður fyrr og reykti þá gjarnan þrjá pakka af sígarettum á dag, en lagði síðan reykingar alger- lega á hilluna fyrir tveimur ár- um. Hann er kvæntur æskuunn- ustu sinni, Mariu Berrenechea, sem hann kynntist fyrst á úti- fundi æskufólks í Róttæka flokknum í heimabæ sínum Chasomus. Þau eiga sex uppkom- in börn, þrjá syni og þrjár dætur. Peronistar enn öflugir Helzti andstæðingur Alfonsins í kosningunum nú var Italo Arg- entino Luder, leiðtogi peronista, sem eru eftir sem áður öflugur stjórnmálaflokkur í landinu en hið opinbera heiti hans er Part- ido Justicialista. Stjórn herfor- ingjanna, sem verið hefur við völd í Argentínu í 7‘/2 ár, megn- aði ekki að brjóta peronista á bak aftur, þrátt fyrir það að hugmyndafræði flokksins nú eigi ekki mikið skylt við hugmyndir Juan Perons, stofnanda flokksins og einvalds í Argentínu um langt skeið. Þegar Peron lézt 1. júlí 1974, tók ekkja hans, Isabel, við af honum, en hún hafði verið varaforseti. Hún var þó aldrei annað en leppur hægri armsins í Peronistaflokknum og þegar vinstri armur flokksins klauf sig út úr flokknum og hóf skæruliða- hernað gegn stjórninni, skapað- ist alger glundroði í landinu, sem endaði með því, að herinn hrifs- aði til sín völdin hinn 24. marz 1976. Juan Peron er eftir sem áður hetja verkalýðshreyfingarinnar í Argentínu og margir félagar hennar líta enn á hann sem dýrl- ing. Á kosningafundi peronista í Buenos Aires á laugardag grétu margir áheyrendur ýmist hátt eða í hljóði, þegar rödd Perons barst út yfir mannfjöldann af segulbandi. Að mati verkamanna hefur enginn stjórnmálaleiðtogi i Argentínu lagt jafn mikið kapp á að bæta kjör verkamanna og Peron á sínum tíma. Þess vegna á peronisminn djúpar rætur í verkalýðshreyfingu landsins, enda þótt þeirri kynslóð fari ört fækkandi, sem man blómaskeið peronismans á fimmta og sjötta áratug aldarinnar. Luder, sem er 67 ára að aldri, hefur ekki tekizt að skapa þann eldmóð og hrifningu, sem ein- kenndi peronistahreyfinguna áð- ur fyrr og sem raunar er ómiss- and i i landi sem Argentínu, þar sem stjórnmálabaráttan er að verulegu leyti háð á götum úti. Fyrir það galt hann nú. Samt sem áður er ekki mikill munur á stefnuskrám peronista og Rót- tæka flokksins varðandi hugsan- lega viðreisn efnahagslífsins i landinu. Sú ríkisstjórn, sem við tekur, mun standa frammi fyrir svo til óleysanlegum vandamál- um. Argentína er næstum gjald- þrota, erlendar skuldir landsins nema 40 milljörðum dollara og efnahagsgeta þess er svo bágbor- in, að landið megnar ekki að greiða afborganir og vexti af þessum lánum, en verður stöðugt að semja við lánardrottna sína um nýja gjalddaga, þar á meðal Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Og í hvert sinn, sem slíkt gerist, þá hefur það haft i för með sér að- haldsaðgerðir í efnahags- og fé- lagsmálum fyrir þjóð, sem þegar var komin á heljarþröm. Ástandið í Argentínu er þann- ig nú, að 2,5 millj. manna lifa þar við hungur í þess orðs fyllstu merkingu, atvinnuleysið nálgast 50% og fátækrahverfi stórborg- anna vaxa og vaxa með hverju árinu. Samtímis hefur þjóðfé- lagsóánægjan magnazt mjög og verkföll og mótmælaaðgerðir orðið æ tíðari. Hefur þar engu breytt, þótt herstjórnin hafi reynt að bæla þessar aðgerðir niður með harðri hendi. I árs- byrjun 1982 var svo komið, að lá við algerri upplausn í landinu. Falklandseyjastríðið — Örvæntingarráð hershöfðingjanna Galtieri, þáverandi forseti, sá sitt óvænna og greip til örvænt- ingarráða. Hann hóf styrjöld, ekki ólíkt því sem aðrir forsetar í Suður-Ameríku hafa gert á und- an honum, þegar þeir höfðu rat- að í vandræði. Hinn 2. apríl 1982 hernam arg- entínskur her Falklandseyjar í Suður-Atlantshafi. Eyjarnar eru sem kunnugt er brezkt yfirráða- svæði, enda þótt Argentínumenn hafi um Iangt skeið gert tilkall til þeirra. í fyrstu virtist sem hernaðarsigur Argentínuhers væri alger og það vakti ekki lít- inn hljómgrunn hjá þjóð, þar sem þjóðernisvitund og þjóðern- ishyggja hafa alltaf verið mjög rík. Þjóðin sameinaðist í fyrstu í uppgjörinu gegn hinu gamla heimsveldi, Bretlandi, og her- stjórnin fékk nú mikla uppreisn í vitund fólks. En hrifningin stóð ekki lengi. Bretland sendi óvígan flota á vettvang og náði Falklandseyjum að nýju á sitt vald eftir lélega frammistöðu Argentínuhers. Hrifning almennings breyttist í reiði, sem beindist gegn her- stjórninni, er nú studdist ekki við neitt framar nema ógnarstjórn- ina. Galtieri forseti varð að fara frá og þegar nýr forseti, Reyn- aldo Bignone hershöfðingi, tók við, þá var öllum ljóst, að tími hershöfðingjanna var runninn út. (Samantekt: Magnús Sigurösson. Heimildir: Associated Press, Der Spiegel o. 0.) Mæður „hinna týndu“ á mótmælagöngu í Buenos Aires. í stjórnar- tíð herstjórnarinnar hafa ekki færri en 6000 manns horfið sporlaust í Argentínu. Milovan Djilas Rússar not- færa sér frið- arstefnuna segir Milovan Djilas FRIÐARSTEFNAN á Vestur- löndum hefði tilgang, ef til væri frjáls friðarhreyfing í Austur- Evrópu og Sovétríkjunum. En án slíkrar friðarhreyfingar þar og með tilliti til þess, að það er ekkert stórveldi á Vesturlönd- um í árásarhug, þá skortir frið- arsinna á Vesturlöndum í raun- inni allar pólitískar forsendur. Þannig kemst Milovan Djilas, fyrrum baráttufélagi Titos Júgó- slavíuforseta og þá helzti hug- myndafræðingur kommúnista- flokksins þar í landi, að orði í viðtali við tímaritið „Epoche“ í Miinchen fyrir skömmu. I viðtalinu bendir Djilas ennfremur á, að það sé til lít- ils að berjast fyrir kjarnorku- vopnalausu Þýzkalandi eða Evrópu með mótmælaaðgerð- um í Bonn, á meðan það er ókleift að standa að sams kon- ar mótmælaaðgerðum í Moskvu eða hefja röddina gegn hernaðarafskiptum Sov- étríkjanna í Afganistan, með svipuðum hætti og bandarísk- ir stúdentar gerðu, er Banda- ríkin flæktust í styrjöldina í Víetnam. — Sovétríkin notfæra sér friðarstefnuna og stuðn- ingsmenn hennar opinskátt í eigin tilgangi, án þess að frið- arsinnar virðist gera sér nokkra grein fyrir því, segir Djilas ennfremur. — En það er því aðeins unnt að varð- veita friðinn, að Vesturlönd séu nægilega sterk og ákveðin til þess að hefta heimsvalda- stefnu Sovétríkjanna, eins og á sjötta áratugnum og í byrj- un þess sjöunda. Sundlaugar fylltar með hnífapörum og leirtaui Sydney, 1. nóvember. AP. Starfsmenn nokkurra glæsi- hótela á Tahiti, sem eiga í launadeilu við vinnuveitendur sína, vörpuðu öllu tiltæku leirtaui og hnífapörum í sund- laugar hótelanna, veltu bif- reiðum, brutu rúður og hús- gögn til að leggja áherzlu á kröfur sínar um styttingu vinnuviku úr sex dögum í fimm, úr 48 stundum í 40. Jafnframt læstu starfs- mennirnir inni í hótelunum fleiri hundruð ferðamenn og flugvélaáhafnir, svo að veru- legar tafir urðu á brottför flugvéla frá Tahiti. Verkfall- ið hófst á miðvikudag sl., en náði hámarki í dag með fyrrgreindum aðgerðum verkfallsmanna. simi 29575/29544 T-BOLIR! T-BOUR! -r.; Vorum aö fá nýja sendingu af T-bolum, m.a. þessa: Flashdance Status Quo Duran Duran Whitesnake Rolling Stones Madness Blancmange David Bowie Culture Club Kiss Scorpions UB40 Rainbow Pink Floyd Sex Pistols Michael Schenker Group Wham! Iron Maiden Thompson Twins Bob Marley Depeche Mode The Police Spandau Ballet Fást í öllum Japan Thompson Twins E.T. stæröum SENDUM í PÓSTKRÖFU S. 11508

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.