Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 33 Skýringarm>nd til leiðbeiningar við hlúðgun: Þorskur, skorinn á kviðinn og (rameftir lífoddanum. 1 tálkn, 2 hjartakeila, 3 hjartahólf, 4 lifur, B1 sá hluti tálknaslageðarinnar, sem skera skal á, þegar blóðgað er. Blóðgun. Það er talinn sjálfsagður hlutur að blóðga alla þorskfiska eins fljótt og unnt er, þegar þeir hafa verið veiddir. Skal blóðgunin fara fram strax og fiskurinn hefur verið innbyrtur. Skorið er þvert yfir lífoddann, svo framarlega, að slagæðin, sem er innan við lífoddann og liggur frá hjartanu fram í tálknin, skerist í sundur. Til þess að geta skorið nógu fram- arlega verður að bregða hnífsoddinum undir annað tálkn- barðið. Ekki skal skera svo djúpt, að vélindið opnist, og gæta verður þess, að kviðarholið opnist ekki, svo að lifrin ekki renni fram úr því. Áríðandi er, að hjartað skaddist ekki, því að sláttur þess heldur þá áfram og hjálpar til að tæma blóðið úr fiskbolnum. Við blóðgun á fiski fer ekki hjá því, að fiskurinn sjálfur og allt umhverfi hans atist í blóði. Er nauðsynlegt að skola þetta blóð burtu jafnóðum með sjó. Sé fiskurinn settur niður í lest óslægður, Verður honum að vera alveg blætt út áður og af honum skolað. Blóðið er að vísu gerilsnautt sjálft, en það er ágætis næring fyrir gerla og örvar því vöxt þeirra og við- gang. Eru útgerðarmenn að verða brjálaðir? Hnípin þjóð í vanda — eftir dr. Sigurð Pétursson Þaö hefur komið í ljós, nú á síð- ustu og verstu dögum, að útgerð- armenn eru hættir að blóðga fisk. Til viðbótar því, að útgerðarmenn hafa fjárfest miklu meira í fiski- skipum en nokkurt vit er í, og auk- ið svo sóknina í helztu tegundir nytjafiska hér við land, að liggur við eyðingu stofnanna. þá ætla þeir nú að eyðileggja allan þann þorskfisk, sem þeir veiða, með því að hætta að blóðga hann, svo að hann verði algerlega óhæfur til framleiðslu á 1. flokks vöru. Rétt blóðgun þorskfiska á rétt- um tíma og á réttan hátt er eitt mikilvægasta atriðið við fyrstu meðferð á fiskinum. Er blóðgunin til þess ætluð, að blóðið sé að mestu leyti farið úr fiskholdinu, þegar hjartað hættir að slá. Þetta er alveg hliðstæð aðgerð og við slátrun lamba að sið gyðinga. Þeir hálsskera lambið á vissan hátt, þannig að því blæði hægara og betur út en ella, þ.e. að hjarta lambsins haldi lengur áfram að slá, svo að i kjötinu verði ekki neitt blóð. Öðru vísi kjöt mega gyðingar „ekki eta“ samkvæmt iögmálinu. í þessum sama tilgangi er fisk- urinn blóðgaður nokkru áður en hann er slægður og hjartað tekið burt, svo að blóðið náist sem best úr fiskbolnum, og fiskholdið verði hvítara. Lýsing á blóðgun þorskfiska ásamt skýringarmynd er að finna á bls. 79—80 í „Bókinni um fiskinn" eftir undirritaðan, en Fiskifélag íslands gaf bókina út árið 1969. Tilgreindar blaðsíður fylgja hér með í ljósriti. Með kveðju til Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins, Skúlagötu 4. Reykjavík, 1. nóvember 1983, Sigurður Pétursson, gerlafræð- ingur — eftir Hörð Bjarnason Það er verðugt umhugsunarefni fyrir landsfundarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins þegar kosinn verð- ur formaður stærsta og mikilvæg- asta stjórnmálaflokks landsins á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Enginn vafi leikur á því, að Sjálfstæðisflokkurinn er og verður öflugasti stjórnmálaflokkur þjóð- arinnar, því er það mikilvægt að landsfundarfulltrúar kjósi réttan mann. Þrír menn eru í kjöri að þessu sinni, allt miklir sómamenn og erfitt að gera upp á milli þeirra. Friðrik Sophusson myndi ég kjósa, hefði ég atkvæðisrétt á landsfund- inum. Það er mín bjargfasta trú að þar sé hann réttur maður á réttum stað. Friðrik er maður sem lætur lítið yfir sér, hann er traustur, dug- legur og fram úr hófi góður mála- miðlunarmaður. Hann er tákn hins trausta og trygga sjálfstæð- ismanns eins og hann á að vera. Friðrik hefur verið varaformaður flokksins undanfarin ár og skyldi engan undra, að hann er orðinn vel kunnugur málefnum hans. Honum hefur farist vel úr hendi þau verk- efni sem hann hefur tekið að sér, bæði sem stjórnmálamaður og einnig sem varaformaður flokks- ins. Við sjálfstæðismenn skulum gera okkur grein fyrir því, að senn líður að næstu borgarstjórnar- og alþingiskosningum, þá þurfum við sjálfstæðismenn að standa vörð um okkar nýja formann og sjá til þess að Sjálfstæðisflokkurinn fari með Priðrik Sophusson yfirburðasigur og sjá til þess að vinstri öflin í landinu komist ekki aftur í sömu aðstöðu og þau hafa verið í undanfarin ár. Hver svo sem verður formaður flokksins, þá skul- um við sjálfstæðismenn minnast liðinna ára og láta slíkt ekki henda aftur. Styðjum hann og styrkjum í starfi með því að vinna vel með væntanlegum formanni að málefn- um flokksins. Stuðlum að því að gera Sjálf- stæðisflokkinn sterkari en hann hefur nokkru sinni verið áður, það verður þjóðinni til heilla.. Hörður Bjarnason er íasteignasali í Reykjavík. Opnum i dag Gjafavöruverslun aö Dalshrauni 13, Hafnarfirði Mikiö úrval af trévörum, glervörum og keramiki. Opiö frá kl. 9—18, laugardaga kl. 10—17. og sunnudaga frá 13—17. Gjafavöruverslunin HNOSS Dalshrauni 13, sími 79030.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.