Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 40 Ekkert verður af kvikmyndun íslenskra hesta í Sovét Tökum frestað um óákveðinn tíma — ástæðan sögö slæm sambúð Rússa og Norðmanna um þessar mundir Hestar Valdimar Kristinsson Ekkert verður af för Eyjólfs til Sovétríkjanna að sinni. Á þessari mynd heldur hann á norsku blaði þar sem getið er ferðar íslensku hestanna. Lensidælur <*»' ét Lensi- og sjódælur fyrir smábáta meö og án flot- rofa. 12 og 24 volt. Einnig vatnsdælur (brunndælur) fyrir sumarbústaði, til að dæla út kjöllurum o.fl. 220 volt. Mjög ódýrar. Atlas hf Armula 7. simi 26755, Reyk|avik Háþrýstidælur, mótorar, ventlar og stjórntæki í vökvakerfi til sjós og lands. Einkaumbod ó íslandi. Atlashf ARMULA 7 SlMI 26755 FYRIR nokkru kom fram í frétt- um, að ákveðið væri að nota ís- lenska hesta í kvikmvnd sem taka ætti í Sovétríkjunum og Noregi seinna í þessum mánuði. Hinn kunni reiðkennari, Eyjólfur ís- ólfsson, hafði verið ráðinn til að sjá um hestana og var ákveðið að hann færi til Sovétrfkjanna í þess- um erindum. Átti hann að fara til Noregs í dag, en í gær bárust þær fréttir að tökum á þessari mynd væri frestað um óákveðinn tíma og ástæðan sögð vera stirð sambúð Noregs og Sovétríkjanna á vett- vangi stjórnmáianna. Þessa mynd átti að taka bæði í Sovétríkjanna og Noregi, en að henni standa norskt kvikmynda- fyrirtæki, Norsk Film A/S, og sovéskt fyrirtæki. Að sögn Eyj- ólfs var undirbúningur langt á veg kominn og hann kvaðst hafa verið tilbúinn til brottfarar þeg- ar þessi frétt barst í gærmorgun. „Þetta kemur illa niður á mér og væntanlega öðrum sem ráðnir hafa verið til starfa við gerð þessarar myndar. Sjálfur hef ég haft mikla fyrirhöfn og eytt miklum tíma í þetta, bæði við að undirbúa sjálfan mig og svo einnig við að kaupa hesta sem Á EVRÓPUMÓTINU sem haldið var í Roderath í september sl. var einn keppandi, Karl Zings- heim, Þýskalandi, dæmdur úr leik þar sem talið var að hann hafi gefið hesti sínum lyf sem óheimilt var að nota. Tekið var blóðsýni úr hestinum og sent til rannsóknar ásamt fleiri sýnum úr nokkrum hestum sem valdir nota átti í þetta. Búið var að ákveða tvo þeirra hesta sem senda átti austur, en þeir eru Snækollur frá Eyvindarmúla og Víkingur frá Grímstungu. Fóru þeir utan seinni part síðastliðins sumars. Þær fréttir sem ég hef fengið eru frekar óljósar, en að- alástæðan fyrir þessari frestun mun vera sú, að samband So- vétríkjanna og Noregs sé eitt- hvað stirt um þessar mundir. Áætlað hafði verið að leggja af stað frá Noregi 10. nóvember og átti að flytja hestana á bíl yfir til Svíþjóðar og þaðan átti að takja ferju til Finnlands og þvert yfir Finnland til landa- mæranna. Var reiknað með að þetta yrði 2500 til 3000 kílómetra ferðalag áður en komið yrði í á- fangastað. Þetta er óneitanlega svekkj- andi að jætta skyldi koma svona á síðustu stundu, því það var ekkert eftir hjá mér nema stökkva upp í flugvélina. Ég var búinn að fá áritun hjá sovéska sendiráðinu og farseðillinn kom- inn í mínar hendur og svo er öllu frestað um óákveðinn tíma,“ sagði Eyjólfur í lokin. Eins og áður segir, var undir- búningur vel á veg kominn og reiknað með að tökur hæfust vel fyrir næstu mánaðamót. Búið vara ð finna nafn á myndina og átti hún að heita Fangar drek- voru af handahófi úr röðum keppnishesta. Nú munu niður- stöður úr þessari rannsókn vera kunnar, en í afriti af bréfi frá stofnun þeirri sem tók blóðsýnin til rannsóknar segir, að í sýninu úr hesti Zingsheim hafi ekki fundist merki um ólöglega notk- un lyfja. Ekki hefur ennþá tekist ans og fjalla um ránsferðir vík- inga austur á bóginn. Reiknað var með að þetta yrði dýr og vönduð mynd í framleiðslu og hefði þetta getað orðið góð aug- Næstkomandi sunnudagskvöld verða sýndar í félagsheimilinu Hlégarði kvikmyndir frá þremur Landsmótum. Er hér um að ræða kvikmyndir frá mótunum 1954 á Þveráreyrum, 1970 á Skógarhólum og Vindheimamel- um 1982. Er þetta kærkomið tækifæri fyrir hestamenn að sjá þessar myndir og á það sér í lagi við um eldri myndirnar, því þær að fá nánari upplýsingar um mál þetta, en óneitanlega verður fróðlegt fyrir okkur íslendinga að fylgjast með frekari fram- vindu mála, því eftir því sem næst verður komist, þá er þetta í fyrsta skipti sem íslenskur hest- ur kemur við sögu í máli sem þessu. lýsing fyrir íslenska hestinn. En öll von er ekki úti, því enn sem komið er er aðeins talað um frestun, en ekki að hætt hafi ver- ið við gerð myndarinnar. liggja ekki á lausu til útláns, að sögn Sigurðar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra LH, en landssambandið er eigandi að þessum myndum. Astæðuna kvað hann vera þá, að aðeins eitt eintak væri til af þessum mynd- um og þar sem þetta væru dýr- mætar heimildir, yrði að fara varlega í öll útlán á þessum ein- tökum. Það er fræðslunefnd hesta- mannafélagsins Harðar sem stendur fyrir þessari sýningu og er þetta fyrsti fræðslufundur þeirra á þessum vetri, að sögn Einars Ellertssonar, formanns fræðslunefndarinnar. Hann sagði ennfremur, að ákveðið væri að halda annan fund 8. des- ember næstkomandi og myndi Þorvaldur Ágústsson flytja er- indi og í janúar væri fyrirhugað- ur fundur þar sem Eggert Gunn- arsson dýralæknir flytur erindi um hrossasjúkdóma og einnig verða á þeim fundi sýndar vald- ar ljósmyndir (slides) úr ýmsum áttum. Einnig vil ég taka það fram, að fundurinn á sunnudag er öllum opinn, sagði Einar að lokum. Dópmálið í Roderath: Ekkert fannst í blóðinu úr hesti Karls Zingsheim sem dæmdur var úr leik Þrjár Landsraótsmyndir sýndar í Hlégarði um helgina „Lúther og íslenskt þjóðlíf ‘ Frá blaðamannafundi þar sem skýrt var frá hátíðarhöldunum. F.v.: Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, dr. Gunnar Kristjánsson, séra Jón Einarsson, séra Þorbjörn Hlynur Árnason og Árni Björnsson þjóðháttafræðingur, en Árni verður meðal fyrirlesara á ráðstefnunni „Lúther og íslenskt þjóðlíP'. ^>jjuní,op Háþrýstislöngur og tengi. Atlas hf Ármúla 7. - Sínii 2(>7.>;>. Póslhólf 493 - Keykjavík. Liður í hátíðarhöldum vegna 500 ára fæðingar- afmælis Marteins Lúthers 500 ára fæðingarafmæli siðabótar- mannsins Marteins Lúthers er 10. nóvember nk. og hafa lútherskar kirkjur um heim allan nefnt árið 1983 Lúthersárið. Alls hafa um 70 milljónir manna í heiminum í dag játast undir lútherska trú, þar af flestir í Þýskalandi og á Norðurlönd- um, en í Evrópu eru um 50 miiljónir lútherskra manna. Á íslandi sem og annars staðar verður Lúthersársins minnst með margvíslegum hætti. Á kirkjuþingi 1982 fluttu bisk- up íslands, herra Pétur Sigur- geirsson og séra Jón Einarsson til- lögu um að fæðingarafmælis sið- arbótamannsins skyldi minnst á veglegan hátt. Skipaði kirkjuráð um sl. áramót nefnd til að annast undirbúning hátíðarhalda vegna Lúthersársins. í nefndinni eiga sæti þeir séra Jón Einarsson í Saurbæ, Otto Michelsen, forstjóri, dr. Þórir Kr. Þórðarson, prófessor, séra Þorbjörn Hlynur Arnason á Borg og dr. Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum, sem er formaður nefndarinnar. Nefndin hefur ákveðið að næst- komandi sunnudag, 6. nóvember, verði afmælisins minnst og Lúth- ersmessa haldin í flestum kirkjum landsins. Vikan þar á eftir verður síðan Lúthersvika og efna þá prestar og sóknarnefndir til Lúth- erskvölda. Frá dómkirkjunni verð- ur sjónvarpað klassískri lúth- erskri messu á sunnudag sem hefst kl. 17.00. Þar predikar bisk- up íslands, herra Pétur Sigur- geirsson, séra Hjalti Guðmunds- son þjónar fyrir altari og söng- stjóri verður Marteinn H. Frið- riksson. Þá verður haldin ráðstefna dag- ana 4.-5. nóvember undir yfir- skriftinni „Lúther og íslenskt þjóðlíf". Að ráðstefnunni standa, auk Lúthersársnefndar, Félag ís- lenskra fræða, Hið íslenska Lúth- ersfélag, Félag áhugamanna um réttarsögu og Sagnfræðifélag fs- lands. Ráðstefnan verður haldin að Hótel Loftleiðum og hefst hún kl. 15.30 á föstudag með ávarpi biskups og en síðan verða flutt fimm erindi. Seinni daginn hefst dagskrá kl. 9.30 og verða þann dag flutt sjö erindi og að þeim lokum verða almennar umræður. Guðfræðideild Háskóla íslands hyggst minnast afmælis Lúthers með röð fyrirlestra síðar á þessum vetri og bókaútgáfan Salt hefur ákveðið að gefa út ævisögu Lúth- ers eftir R.H. Bainton í íslenskri þýðingu séra Guðmundar Óla Ólafssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.