Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 41 Málfríður Einars- dóttir — Fsdd 1899 Dáin 1983 Á haustnóttum fyrir röskum þrjátíu árum bar fundum okkar Málfríðar frænku minnar saman í Kaupmannahöfn. Fram að því þekkti ég hana rétt fyrir annan, en þarna hófst kunningsskapur sem hefur staðið traustum fótum síð- an. Þegar við hittust þarna í heimsborginni var ég að hefja skólagöngu en Málfríður að leita sér lækninga við berklum sem þjáðu hana um áratuga skeið. Hún dvaldi á sjúkrahúsi en hafði fóta- vist og bæjarleyfi, og frá þeim degi er ég heimsótti hana fyrst á spítalann, gekk ég þarna í tvo skóla, þann sem ég var innrituð í og skóla Málfríðar, og var námsskrá þess síðarnefnda mun fjölbreyttari. Málfríður var með ólíkindum víðlesin og þekking hennar var yfirgripsmikil, hún miðlaði henni á sinn stuttaralega og sérkennilega hátt, oft þegar minnst vonum varði. Við fórum oft saman á söfn og sýningar. Hún var heimagangur á flestum söfn- um borgarinnar og hefur senni- lega þótt fáfræði mín æði mikil á því sviði sem öðrum. Sjálf var hún listamaður, list mynda og orða var hennar heimur, nær henni en sá raunheimur sem við þykjumst búa í, hún var þvi oft „ögn til hliðar við aðra menn“, sérstæð persóna og eftirminnileg. f Reykjavík bjó Málfríður lengst á efstu hæð pósthússins í Póst- hússtræti. Eiginmaður hennar var Guðjón Eiríksson, húsvörður þar, gáfaður maður og vel menntaður og áttu þau hjón margt sameigin- legt. Þarna í hjarta bæjarins var oft samkomustaður, þar sem hin fjölbreytilegustu málefni bar á góma, og það vantaði mikið í miðbæinn þegar þau hjón fluttu inn á Rauðalæk er Guðjón hafði náð þeim aldri að mega ekki leng- ur vera í opinberri stöðu. Málfríð- ur mat mann sinn mikils. Einu sinni hringdi hún til mín sár og ill. Eins og stundum ella hóf hún mál sitt formálalaust: Stelpurnar ætl- uðu að láta mig tala illa um hann Guðjón! Svo kom skýringin. Málfríður hafði gefið út sína fyrstu bók, hátt á áttræðisaldri, og var Guðjón þá látinn fyrir nokkrum árum. Einhverjir höfðu átt tal við hana, annaðhvort fyrir útvarp eða blöð, og hvort sem hún hefur skilið eða misskilið spyrj- endur þá fannst henni að það ætti að láta sig samþykkja að binding við eiginmann og heimili hefði hindrað hana í að skrifa. Slíka fjarstæðu vildi hún ekki taka und- ir enda hefði það verið ósánn- gjarnt í hæsta máta eins og þeir vita sem þekktu Guðjón og heimili þeirra. Móðir Málfríðar lést þegar hún fæddist og bar hún nafn hennar. Hún var tekin í fóstur til föður- fólks síns sem bjó við rausn í Þingnesi í Bæjarsveit og alin þar upp við eftirlæti. Samt var ljóst að oft hugsaði hún um hvernig allt hefði verið hefði móðurinnar notið við og hún alist upp í föðurgarði, og við þann bæ, Munaðarnes í Stafholtstungum, kenndi hún sig stundum þótt hún kæmi þangað naumast nema sem gestur eftir að hún var reidd þaðan vikugömul. Næsti bær við Þingnes er Hvít- Minning árbakki og á uppvaxtarárum Málfríðar var þar lýðháskóli Sig- urðar Þórólfssonar. I þann skóla gekk hún og þaðan lá leiðin í Kennaraskólann. Málfríður hafði yfirburða námsgáfur en námsefni þessara skóla höfðaði ekki nema i meðallagi til hennar. Hún niun hafa lesið heil feikn en mest utan fyrirskipaðs námsefnis. Lang- skólanám í eftirlætisgreinum hefði trúlega verið henni meira að skapi og stóð raunar til mennta- skólanám þótt ekki yrði af vegna heilsubrests. Einkasonur Málfríðar og Guð- jóns er Þorsteinn sem ekki hefur farið varhluta af þeim sjúkdómi sem lengst hrjáði móður hans. Ég kynntist honum eins og henni þeg- ar hann var á sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn þar sem hann gekkst undir mikla aðgerð. Stúdentsprófi lauk hann að hluta á Vífilsstaða- spítala og þegar veikindin gáfu grið hélt hann utan til háskóla- náms. Ég sendi honum, Steingerði konu hans og sonunum þremur einlægar samúðarkveðjur. Aldurinn var farinn að segja til sín hjá Málfríði. Heyrnin var skert og sjónin mjög farin að bila. Hún kveið blindu og löngum dög- um þegar hún hvorki gæti lesið né skrifað neitt hjá sér. Henni var hlíft við því og að heita má einnig við veikindum að ævilokum. Ég fékk mikla fræðslu hjá Málfríði, átti með henni margar ánægju- stundir og minnist hennar með þakklæti. Þuríður J. Kristjánsdóttir Á fyrstu árunum eftir stríðið mátti stundum sjá tímaritum ljóð eftir konu sem nefndi sig Fríðu Einars. Ljóð þessi voru ort í klass- ísku formi og á þeim var einhver sérkennilegur blær — einmitt fremur blær en tónn — sem gerði að verkum að þeir sem lásu stöldr- uðu við. Þessar ljóðbirtingar ásamt ljóðþýðingum undir sama nafni voru þó strjálar og fáar og leiddu ekki til bókarútgáfu. Málfríður Einarsdóttir, sem hafði að ráðum fjölmiðlamanna þeirra tíma tekið sér þetta höf- undarnafn þegar hún byrjaði að birta ritverk sín á prenti (og sleppti því þó fljótlega) var nýorð- in áttatíu og fjögurra ára þegar hún dó. Líf hennar er eitt dæmið um glímu mikilla hæfileika við örðug kjör. Ekki svo að skilja að hún ætti til fátækra að telja, en hún var móðurlaus og alin upp í fábreytni á þeim tíma þegar tæp- ast var margra kosta völ fyrir ungar stúlkur, og svo er sem möguleikarnir hafi einatt farið rétt á svig við hana; skólanám heldur stefnulítið, utanferðir til- gangslitlar; og loks var sú plága sem vofði yfir ungu fólki á þessum árum: berklarnir, sem nærri riðu Málfríði að fullu. Þó að ljóð Málfríðar, sem hún fór að birta á prenti um miðbik fimmta áratugar þessarar aldar, séu haglega ort, þá er ekki að efa að skáldgáfa hennar og stílgáfa nutu sin miklu betur i óbundnu máli. Leið Málfríðar til óhæðis- valds á óbundnu máli mun eflaust síðar meir þykja rannsóknarefni. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal éinnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Að því er ég bezt veit fór hún ekki að iðka þessa list svo nokkru næmi fyrr en hún var komin til Kaup- mannahafnar, á Ljóslækninga- stofnun Finsens, á fimmtugasta aldursári sínu 1949. Það var „fyrsta ferð hennar til að bjarga lífinu", eins og hún kveður að orði, en dvöl sinni á Finsensstofnun þakkaði hún það að hún hélt lífi og náði sæmilegri heilsu. Hinsvegar þakkaði hún það hvatningu Jóns prófessors Helgasonar að hún hóf að rita óbundið mál, og setti hún saman þetta ár, á Finsensstofnun, mikinn hluta af þeim þáttum sem komu á prent tuttugu og átta ár- um síðar í fyrstu bók hennar, Samastaður í tilverunni. Margir hafa spurt, síðan Samastaður kom út, hvernig það mátti verða að höfundurinn þurfti að bíða þesssvo lengi að þvílíkir textar yrðu prentaðir, og vill þá verða fátt um svör. Ég hef stundum sagt í hálfkæringi, þegar ég hef verið spurður, að ástæðan hljóti að vera sú að meginhluti þessarar bókar lá lengi í handskrifuðu handriti, en útgefendur hrökkvi skelkaðir undan sé þeim boðið þesskonar handrit. En ekki er raunar víst nema smekkur lesenda, sem brást heldur vel við Samastað þegar hann kom út 1977, hefði hafnað þvílíku riti af fullkomnu kæru- leysi aldarfjórðungi fyrr. Tíðar- andinn þá hefði varla þolað hið leikandi frjálsa form sem Málfríð- ur notar. En úr því á þetta er drepið, vil ég ekki láta hjá líða að geta þess, enda lét Málfríður það ekki liggja í láginni, að hún réð að lokum „meistara í skriftarmennt- inni“ til að vélrita þetta lúða handrit. Barst undirrituðum þetta vélrit í hendur, fékk að stuðla að því að koma bókinni á prent og hefur sjaldan haft meiri ánægju af þvíliku verki. Að sönnu verður að kalla það næsta meinleg örlög að Málfríður þurfti að bíða þess svo lengi að bækur hennar færu að koma út á prenti; tuttugu árum fyrr hefði hún haft betra ráðrúm og meiri krafta til að skipuleggja útgáfu bóka sinna. Á sjötta áratug aldarinnar kom ýmiskonar efni eftir Málfríði á prent í blöðum og tímaritum, og auk þess þýðingar af ýmsu tagi. Hefur sumt af þessu efni verið prentað úr bókum hennar, sér- staklega í Úr sálarkirnunni, en annað er óútgefið. Merkust þýð- inga hennar í óbundnu máli er ef- laust Dvergurinn eftir Pár Lag- erkvist sem var gefin út 1982, en líka hefur hún haldið áfram að þýða ljóð, þ.á m. allmikið úr Div- ina Commedia, einkum þó Inferno, og hafa fæstar þær þýðingar verið prentaðar. Málfríður Einarsdóttir var rit- höfundur fram í fingurgóma, haldin þeirri ástríðu rithöfundar sem nálgast grafómaníu. Hún skrifaði á hverjum degi ef nokkur tök voru á: nulla dies sine linea, og ég hygg að síðustu línurnar hafi hún skrifað föstudaginn 21. októ- ber, en 22. október veiktist hún og var flutt á spítala. Hún dó síðdegis 25. október. Skömmu áður var hún að sjá allhress, gerði að gamni sínu og talaði um handrit að nýrri bók, og prófarkir. Hún hafði nokk- uð lengi verið sjóndöpur og óttað- ist að missa sjónina alveg, og hygg ég að sá ótti hafi lagzt þungt á hana, en nú vék hún úr vegi fyrir því böli. Persónuleiki Málfríðar Einars- dóttur var settur saman úr mörg- um þáttum. Greind hennar var mikil og sterk og næm. Ég efa ekki að í henni hefur ekki síður verið efni vísindamanns en skálds. Þó veit ég ekki nema minnið hafi ver- ið sérkenni hennar umfram allt, og ég hygg að hún hafi gert sér fullkomlega ljóst hve minnið var mikill þáttur í höfundskap henn- ar. Til þess vísar titillinn á einni bók hennar: Úr sálarkimunni. Hún talar í bókum sínum .um minnið sem ílát, þar sem allt er á sínum stað. Þegar hún var að semja skrifaði hún og skrifaði, beint áfram, og þurfti varla að leiðrétta neitt, og þegar hún endursamdi held ég að hún hafi sjaldnast haft neitt fyrir sér gerð- ina á undan, hvað þá heldur að hún krassaði í handrit sitt: hún byrjaði upp á nýtt og bætti um og bætti við: allt var á sínum stað í minnisskúffun um. Sjón-næmi var önnur höfuðeig- ind gáfna Málfríðar. Næmi á form og á liti, en umfram allt ljós, birtu. Um Birtuna (með stórum staf) ritar hún oft í bókum sínum, með lotningu og tignun. Er hún ólík flestum íslenzkum rithöfund- um að þessu leyti. Þegar þessa er gætt verður enn skiljanlegra hversu mjög hún óttaðist að missa sjónina, því að hún var henni lífs- loftið sjálft. Eftir að bækur hennar fóru að koma út naut Málfríður stundum nokkurra rithöfundarlauna af op- inberri hálfu, en mesta ánægju hafði hún af því er henni var veitt viðurkenning úr Rithöfundasjóði Rikisútvarpsins á gamlársdag 1982. Sigfús Daðason tlótel lofttdðum sunnudaqinn 6.nóv.kl.l5.00 Við kynnum ævintýraferðirnar til Austurríkis í kvikmyndasal Hótel Loft- leiða. Sýndar verða kvikmyndir frá Austurríki, gististaðir kynntir og dreift bæklingi með öllum upplýsingum um ferðirnar. * Starfsfólk Clrvals verður á staðnum og heitt á könnunni. orval mjjr við agskjrvoll SÍMI-26900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.