Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 t Faðir okkar. KRISTJAN LOFTSSON, fyrrum bóndi á Folli, Biskupstungum, lést i Sjúkrahúsi Suðurlands 2. nóvember. Börn hins látna. t Eiginmaður minn, ERIK BENDTSEN, Frederikssund, andaöist 28. október. Jarðarförin hefur farið fram. Þorbjörg Bendtsen. t BJARNI JÓNSSON, beykir, óöur að Hátuni 3, lést að Hrafnistu 28. október. Vandamenn. t Konan mín, HÓLMFRÍOUR MAGNÚSDÓTTIR, Uxahrygg, Rangárvöllum, sem andaðist 25. október, verður jarösett að Odda, laugardaginn 5. nóvember kl. 14. Húskveðja á heimili hinnar látnu kl. 12. Guömundur Gíslason. t Sonur minn og bróðir okkar, KJARTANERLENDSSON, vélstjóri, Kjartansgötu 5, lést af slysförum föstudaginn 28. október. Erlendur Jóhannsson, Jóhann Erlendsson, Höskuldur Erlendsson. t Útför eiginkonu minnar, AÐALBJARGAR PÁLSDÓTTUR, Ljótarstöðum, Austur-Landeyjum, fer fram frá Akureyjarkirkju laugardaginn 5. nóvember. Ársaall Jóhannsson. t Bróöir okkar, ÓLAFUR SIGURBERGUR SIGURGEIRSSON, Hlíö, Eyjafjöllum, sem lést í Landakotsspítala, 26. fyrra mánaðar, veröur jarösunginn frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 5. þessa mánaðar kl. 14. Systkini hins létna og fjölskyldur þeírra. t Utför eiginmanns mins, fööur okkar, tengdaföður og afa, JÓNS STEFÁNS BÖDVARSSONAR, Hólmgaröi 9, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 15.00. Hólmfríöur Siguröardóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför GUÐBJARGAR ÁSU PÁLSDÓTTUR. Vandamenn. Minning: Frida D. Ólafs- son frá Fœreyjum Fædd 8. mars 1908. Dáin 25. október 1983. í dag verður amma mín, Fríða Ólafsson, lögð til hinstu hvíldar við hlið afa í Fossvogskirkjugarði. Amma mín fæddist í Þórshöfn í Færeyjum 8. mars 1908. Á þeim árum sem amma ólst upp var lífs- baráttan hörð og dugnaður og dyggðir sem mest reyndi á og voru þetta ríkir þættir í hennar fari. Að kvarta og kveina var ekki að hennar skapi og reyndi hún alltaf að gera sem best úr öllu. Heimsóknum mínum til ömmu gleymi ég aldrei, alltaf tekið á móti manni með gleði og hlýju og spjallað um menn og málefni yfir tebolla. Amma hafði mjög gott samband við börnin sín og barna- börnin, hún vildi fylgjast vel með og sjá til þess að al|ir hefðu það eins gott og unnt væri. Amma átti erfitt með að komast út síðustu árin, en hún gat alltaf sagt þér hvernig viðraði úti, því við opnar svaladyrnar sat hún alltaf góða stund á dag með prjón- ana sína. Amma var mikil mynd- arkona í sjón og raun og hafði yndi af hannyrðum. Ekki má gleyma öllum þeim sokkum og vettlingum sem hún prjónaði á barnabörnin. Hún var gift Jóni S. ólafssyni, sjómanni, og lifðu þau saman í farsælu hjónabandi uns hann lést 22. maí 1969. Þau eignuðust sex börn, þau Turidi, Sunnevu, Sess- elju, Ólaf, Bryndísi og Jóhann. Ég þakka ömmu minni allar þær góðu minningar og öll þau ár sem ég naut samvista við hana. Fríða Ástvaldsdóttir. í dag verður til moldar borin í Fossvogskirkjugarði elskuleg amma og langamma. Við minnnumst ömmu sem dugnaðarkonu sem hvergi var á því að gefast upp þó á mó.i blési. Við minnumst hennar með hlýju og hugsum til þess hve kát og um- hyggjusöm hún var og alltaf til- búin að hjálpa þar sem hjálpar var þörf. Ógleymanlegur er sá tími fyrir mig og mína fjölskyldu sem við áttum með ömmu er við bjuggum á heimili hennar um tveggja ára skeið. Kynslóðabilið var ekki til hjá ömmu og naut hún þess að vera með barnabörnunum. Alda Þórunn, dóttir mín, var aðeins á fjórða ári, þegar hún sat við hlið- ina á langömmu sinni með prjón- ana í höndunum. „Nú er ég eins og amma,“ sagði hún mjög stolt. Þær urðu mjög samrýndar, enda fór það svo að Alda Þórunn dvaldist hjá henni fjóra vetur til viðbótar. Við kveðjum ömmu með sökn- uði, en það er þó huggun í harmi að hún skuli vera laus við baráttu við þennan vonlausa sjúkdóm. En amma var alltaf svo sterk og sá styrkleiki var líka fyrir hendi í baráttunni við dauðann. En eftir finnur maður fyrir því tómarúmi sem eftir er, og byrjar að sakna þrátt fyrir vissu um kærkomna hvíld. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Fæddur 4. janúar 1914 Dáinn 25. október 1983 í dag kveðjum við mætan mann, Benedikt Jóhannesson, Saurum, Dalasýslu. Þótt kallið hafi komið óvænt og dagsverkinu ekki lokið, tel ég engu að síður að sveitungar hans megi vera þakklátir fyrir góðan dreng, sem burtu er kallað- ur. Benni, en svo var hann ætíð nefndur manna á meðal, sat aldrei Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er aö sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja í friðarskaut. (V.Briem.) Blessuð sé minning hennar. Sólveig Ástvaldsdóttir og fjölskylda. auðum höndum. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, sem honum voru falin og fórst mjög vel. Hrókur alls fagnaðar var hann og er mér ljúft að minnast hans sem manns, sem kom til dyr- anna eins og hann var klæddur. Þessar fátæklegu línur mínar eiga ekki að rekja ættir né lífsferil þessa mæta manns. Efst er í mín- um huga að þakka honum góð kynni og viðmót, sem við fjöl- skylda mín nutum í ríkum mæli í sambýli við þau elskulegu Saura- hjón. Það var ekki verið að amast yfir dætrum okkar sem voru ærslafullar og vildu skoða alla króka og kima á nýjum slóðum. Eftirlét hann þeim fjárhús og þar skyldi leikið að vild. Settar voru gardínur fyrir glugga og þessu breytt í myndarbúskap og sýslað öllum stundum. Þegar við lítum til baka verða okkur efst í huga ótalmargar góðar minningar. Kæra Steina, við þig segi ég: Við biðjum þann, sem við ávallt leit- um til þegar á bjátar, að gefa ykk- ur styrk, sem eftir lifið. „Aldrei er svo bjart yfir öðlings manni að eigi geti syrt eins sviplega og nú og aldrei er svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú.“ (Matthías Joch.) t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, FRIDU DANÍELSEN ÓLAFSSON, Framnesvegi 57, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþökkað. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Turid F. Ólafsson, Ástvaldur Gunnlaugsson, Sunneva Jónsdóttir, Guðmundur Lauritsson, Sesselía Jónsdóttir, Ólafur Jónsson, Bryndís J. Bjelf, Raymon Bjelf, Jóhann D. Jónsson, Björg Helgadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. LOKAÐ eftir hádegi í dag, vegna jarðarfarar Málfríðar Ein- arsdóttur. Járn & Gler hf. Kveójukaffi' Hlýleg salarkynni fyrir erfisdrykkju og ættarmót. Upplýsingar og pantanir í síma 11633. LKvöábwL Café Roaanberg. Benedikt Jóhannesson Saurum — Minning Svanborg Tryggvadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.