Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 43 Minning: Ingveldur Gyða Ástvaldsdóttir Fædd 7. september 1931 Dáin 27. október 1983 Ástarfaðir himin hæða, heyr þú barna þinna kvak, enn i dag og alla daga í þinn náðar faðm mig tak. Góð vinkona okkar, Gyða Ást- valdsdóttir, lést í Landspítalanum þann 27. október sl. eftir mikla baráttu við erfiðan sjúkdóm, sem ber svo marga ofurliði. Þrátt fyrir miklar framfarir á sviði læknavís- inda, eru ennþá ekki fundin ráð til þess að stemma stigu við þeim sjúkdómi nema að litlu leyti. Hann fellir marga, jafnt unga sem gamla, en vonandi tekst læknum að fagna sigri innan tíðar. Á unga aldri veiktist Gyða af berklum og var um tíma mjög sjúk á Vífilsstöðum. Þar kynntist hún Sigurði Magnússyni frá Söndum á Akranesi, sem einnig var sjúkling- ur þar. Þau felldu hugi saman, og þegar bæði höfðu náð bata, voru þau gefin saman í hjónaband þann 1. maí 1952. Þrettán árum síðar kynntumst við hjónin þeim, er við stofnsett- um heimili okkar á Akranesi, og bjuggum öll að Krókatúni 4A, þau á neðri hæðinni ásamt Sigríði dóttur sinni. Samgangur var mik- ill á milli heimilanna; þau urðu nánir vinir okkar. Bæði voru þau hjón ljúf í framkomu, er gott var að umgangast, sem sagt sannir og einlægir vinir. Börnin okkar, Elías og Ingibjörg, kunnu líka vel að meta vinsemd þeirra og hugulsemi í þeirra garð, enda gættu þau ósjaldan bús og barna fyrir okkur, þegar við þurftum að bregða okkur í burtu. Það var á vissan hátt með sökn- uði, er við fluttum frá þeim í nýja Landsbankahúsið vorið 1973, eftir tæplega 8 ára sambýli. Alltaf hélst samt mikill vinskapur á milli okkar, þótt flust væri búferl- um til Hvolsvallar sumarið 1977. Heimsóknir voru gagnkvæmar. Svo hændur var Elías sonur okkar að þeim, að eftir að við fluttumst austur, fór hann til þeirra eftir jólin, því hann gat hvergi hugsað sér gamlárskvöld annars staðar en hjá Gyðu og Sigga á Akranesi. í þjóðfélagi okkar eru gerðar miklar kröfur, þess vegna var svo lærdómsríkt að kynnast þeim hjónum, sem gerðu mestar kröfur til sjálfra sín. Allt fór þeim vel úr hendi, enda voru þau samhent og samtaka um að láta gott af sér leiða. Hjónaband þeirra var far- sælt alla tíð. Sigríður, einkabarn þeirra, er nú búsett á Akranesi, og býr með dönskum manni, Erik Jeppesen. Þau eiga tvo syni og er annar ný- fæddur. Eldri sonurinn dáði afa sinn og ömmu og átti mikil ítök í þeim. Á sl. sumri var svo komið, að Gyða var flutt fársjúk í Landspít- alann. Þar gerðu færir læknar og frábært hjúkrunarlið sitt besta til þess að bjarga iífi hennar, en „maðurinn með ljáinn" varð hlut- skarpari. Við heimsóttum Gyðu reglulega í sjúkrahúsið; hún bar veikindi sín vel, var æðrulaus, og það gladdi okkur í hvert skipti, þegar hún var svo hress að geta rætt við okkur. Þá fundum við, að hugur hennar var allur hjá fjöl- skyldunni og öðrum ástvinum. Síðast þegar við komum að sjúkrabeði hennar, nokkrum dög- um fyrir andlátið, mátti hún ekki mæla, en blíðu augun hennar sögðu meira en nokkur orð. Við erum mjög þakklát fyrir þær samverustundir er við áttum með þeim hjónum, og sendum Sig- urði, aldraðri móður Gyðu, Siggu, Erik, ungu drengjunum ásamt öðrum ástvinum einlægar samúð- arkveðjur. Frábæra vinkonu kveðjum við hjónin með ósk um fararheill á nýrri vegferð. Anda þinn lát æ mér stjóma auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himinn þinn. (St.Th.) Blessuð sé minning Gyðu. Denna og Sveinn Mig langar til að minnast mág- konu minnar með nokkrum kveðju- og þakkarorðum frá mér og fjölskyldu minni. Gyða, eins og hún var alltaf kölluð, fæddist í Hafnarfirði 7. Minning: Jón Böðvarsson símaverkstjóri Fæddur 13. ágúst 1912. Dáinn 26. október 1983. Að kvöldi þess 26. síðastliðinn lést vinur minn, Jón Böðvarsson. Bar lát hans snöggt að þar sem hann var í heimsókn hjá starfs- bróður sínum. Kunningsskapur og vinátta okkar hófst fyrir mörgum áratugum, þegar við ungir byrjuð- um að starfa hjá jarðsímadeild bæjarsímans. Hann var ötull og áhugasamur starfsmaður og ágætasti félagi og naut hann fá- dæma vinsælda hjá öllum, sem hann þekktu, og bar margt til. Ríkur þáttur í fari Jóns var hjálp- semi og ræktarsemi við þá, sem í erfiðleikum áttu og skipti þá ekki máli hvort unnið var af kappi í steypuvinnu fyrir unga félaga, sem voru að byggja eða helgar notaðar í heimsóknir til þeirra eldri sem hættir voru störfum og stytta þeim stundir í ellinni og einverunni. Jón var í áratugi tengingamað- ur við jarðsíma, en það er ná- kvæmnisstarf, oft við erfið skil- yrði í skammdegi og vetrarveðr- um, sérstaklega áður fyrr þegar tækjakostur var frumstæðari en nú er, en það var einn þáttur í skapgerð Jóns að færast í aukana í hlutfalli við erfiðleikana. Fyrir rúmum áratug var Jón skipaður símaverkstjóri, og starfssvið hans var jarðsímaverkstæðið, en starf- semi þess byggist mikið á því að taka á móti niðurteknu efni, hreinsa það og lagfæra til endur- nýtingar. Þá komu sér vel uppeld- isáhrif þess sem fæddur er í byrj- un aldarinnar, að fleygja engu nema öruggt væri að það væri til einksis nýtt, en árvekni í slíku get- ur sparað stórfé hjá stórri stofn- un. Þó gerði Jón undantekningar á slíku, ef um mjög gamla hluti úr dreifikerfinu var að ræða, og hann taldi hafa söfnunargildi. Kæmi mér ekki á óvart að að símamenn 21. aldar litu á það sem Jón hélt til haga sömu augum og við nú am- boð genginna kynslóða. september 1931, dóttir hjónanna Sigríðar Benjamínsdóttur og Ástvaldar Þorkelssonar. Hún var fimmta í röð sjö systkina. Systir hennar, Sigrún, andaðist árið 1970, þá 41 árs, og sér nú öldruð móðir þeirra á eftir annarri dóttur sinni yfir móðuna miklu, þangað sem við förum öll. Ég kynntist Gyðu fyrst árið 1953, þá kom ég í fjölskyldu henn- ar. Hún var þá flutt upp á Akra- nes, en alltaf var gaman þegar Gyða kom í heimsókn í Hafnar- fjörðinn. Hún var með afbrigðum orðheppin og gamansöm. Oft var mikið hlegið þegar allir voru komnir saman, þá var hún hrókur alls fagnaðar þó hún væri ekki alltaf frísk. Ung stúlka varð hún fyrir því að veikjast og varð að leggjast inn á Vífilsstaðahæli og var það mikil reynsla fyrir unga stúlku. Þar varð hún þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast góðum pilti, Sigurði Magnússyni frá Akranesi. Þau giftu sig 1. maí 1952 og hófu búskap á Akranesi og bjuggu þau þar allan sinn búskap. Þau eignuðust eina dóttur, Guð- björgu Sigríði, sem býr á Akra- nesi, maður hennar er Erik Jeppe- sen og eiga þau 2 drengi. Eldri drengurinn þeirra, Sigurður, var augasteinn ömmu sinnar, en þann yngri, sem er 5 vikna gamall, auðnaðist henni ekki að sjá. Gyða var góð og elskuleg hús- móðir og unni heimili sínu. Alltaf var Gyða heima og var gott að koma í heimsókn og á fjölskyldan góðar og ljúfar minningar um það. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 4. nóvember. Eiginmanni hennar, dóttur og fjölskyldu, móður og systkinum sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Guð blessi Gyðu og hafi hún þökk fyrir allt og allt. Svana Jón hafði um tveggja ára skeið unnið aðeins hálfan daginn, enda heilsu og þreki hrakað mjög hin síðustu misseri, og ætlaði hann að hætta um næstu áramót. Víst hefðum við allir hjá jarð- símadeildinni viljað hafa Jón lengur, fá hann í heimsókn á vinnustað og rifja upp gamlar minningar. Og þó! Við fávísir menn vitum ekki alltaf hvað er okkur sjálfum fyrir bestu hvað þá öðrum. Engan mann þekki ég jafn illa til þess fallinn að vera dæmd- Minmng: Hörður Sigmunds- son stúrimaður Fæddur 9. júní 1937. Dáinn 26. október 1983. í dag kveðjum við vin okkar og bekkjarbróður, Hörð Sigmunds- son, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 26. október sl., 47 ára gamall. Útför hans verður gerð frá Fossvogskapellunni. Hörður fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð þann 9. júní 1937. For- eldar hans voru Þorvaldína Ida Samsonardóttir og Sigmundur Jónsson, sem bæði eru látin. Hörð- ur ólst upp hjá móðurömmu sinni til fimm ára aldurs. Eftir að hún lést ólst hann upp hjá föður sínum að Meiragarði við Dýrafjörð. Á unglingsárunum stundaði Hörður ýmsa almenna vinnu, en árið 1957 hélt hann til Reykjavíkur og réð sig til sjós hjá Skipaútgerð ríkis- ins, þar sem hann var í strandsigl- ingum til haustsins 1961, er hann hóf nám í Stýrimannaskólanum, og þaðan lauk hann farmanna- prófi vorið 1964. Hann var stýri- maður hjá Jöklum hf. og Skipaút- gerð ríkisins um hríð. Einnig vann hann við innréttingasmíði, en vor- ið 1970 réðst hann til Gúmmíbáta- þjónustunnar og var þar næstu fjögur árin, en eftir það var hann óslitið stýrimaður hjá Eimskipa- félagi íslands, nú síðast á Múla- fossi. Árið 1960 kvæntist Hörður eft- irlifandi konu sinni, Þórlaugu Guðmundsdóttur, dóttur hjón- anna Þórnýjar Jónsdóttur og Guð- mundar Vilhjálmssonar, Berg- staðastræti 6, Reykjavík. Þau hjónin eignuðust tvær dætur, Þórnýju, fædd 1960, sem er búsett í Grindavík, og Helgu, fædd 1%2, sem býr hjá móður sinni. Hörður og Þórlaug bjuggu lengst af á Bergstaðastræti 6, en árið 1978 fluttu þau í nýja íbúð sína í Flúða- seli 18. Hörður var alla tíð hress og hraustur. Hann var vel greindur og mjög góður námsmaður, tók námið í Stýrimannaskólanum al- varlega og lauk þaðan prófi með glæsibrag, þó svo að hann hefði varla notið nokkurrar barnaskóla- menntunar í æsku. Það var gott að leita aðstoðar hans í náminu, bæði var hún veitt með gleði og ekki komið að tómum kofanum. Hann var einnig mjög góður verkamað- ur og naut mikils trausts i því ábyrgðarmikla starfi að yfirfara og laga gúmmíbáta, sem svo margir eiga allt sitt undir að ekki bregðist á örlagastund. ur úr leik vegna elli og lúa, sitja með hendur í skauti og horfa á aðra menn vinna. Jón Böðvarsson var maður hinna virku daga. Jón var mikill gæfumaður f einkalífi. Hann kvæntist árið 1939 Hólm- fríði Sigurðardóttur frá Vigdísar- stöðum í Húnavatnssýslu, og eign- uðust þau 6 börn, Böðvar lyfja- fræðing, Sigurð stýrimann, Bjarna tæknifræðing, Skúla sím- verkstjóra, Ingibjörgu húsmóður og Harald bifvélavirkja. Má nærri geta hvílíkur harmur er í húsi hjá ástvinum hans öllum og þó sér- staklega eiginkonu við svo sviplegt fráfall, og vona ég að það verði henni huggun harmi gegn að minnast liðinna gleðidaga á heim- ili þeirra og ekki síður sumranna mörgu, sem hún dvaldist með börnin á æskuslóðum sínum og minnist ég þess að oft kvaddi Jón okkur með barnslegri tilhlökkun, þegar hann fór norður i sumaleyfi að hitta hópinn sinn. Það voru hans sólarlandaferðir. Hólmfríður og Jón áttu miklu barnaláni að fagna og veit ég að nú nýtur hún þess að hafa skjól og og umhyggju hjá sínum tápmiklu afkomendum. Þar á hún innistæðu sem ekki mun þrjóta, hversu margir sem æfidagar verða. Við allir hjá jarðsímadeildinni vottum ástvinum Jóns innilega samúð og hluttekningu. Sigurður Guðmundsson. Hörður var frekar hlédrægur og tranaði sér ekki fram, en hann kom til dyranna eins og hann var klæddur og ávann sér vináttu og traust okkar allra. Helsta tóm- stundaiðja hans var söfnun mynt- ar o.fl. Við kveðjum góðan dreng og þökkum allar samverustundir. Við vottum eftirlifandi konu hans, dætrum og skyldmennum dýpstu samúð. Herði óskum við alls hins besta á nýjum brautum. Bekkjarbræður Kjördæmisráð Alþýðu- flokks á Vesturlandi: Átaks þörf í skólamálum á Vesturlandi „ÞING kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins í Vesturlandskjördæmi, haldið í Borgarnesi hinn 22. október, fordæmir þá stefnu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks að láta launþega eina greiða allan herkostnað í stríðinu við verð- bólguna, samhliða því sem laun- þegasamtök hafa verið svipt þeim grundvallarmannréttindum að semja um kaup og kjör,“ segir með- al annars í stjórnmálaályktun þings- ins. I ályktuninni segir, að ekki hafi verið ágreiningur um að grípa þyrfti til róttækra aðgerða og að Alþýðuflokkurinn hefði verið reiðubúinn að taka þátt i þeim, en með þeim skilyrðum að byrðunum yrði jafnað niður eftir efnum og ástæðum. Þá segir að ríkisstjórnin hafi vegið að kjörum láglauna- fólks á Islandi með þeim hætti, að fjárhagsgrundvöllur fjölmargra heimila sé brostinn, og að kjör aldraðra og öryrkja hefðu einnig verið rýrð meira en dæmi væru til. „Til þess að ná raunverulegum árangri þarf samstarf launafólks, atvinnurekenda og ríkisvalds. Með þeim hætti einum getur skapast sú þjóðarsátt um aðferðir á sviði efnahagsmála sem er forsenda raunverulegs árangurs," segir í lok ályktunarinnar. Þingið lýsti þungum áhyggjum vegna þess ástands sem ríkir í húsnæðismálum grunnskóla á Vesturlandi. Nefndir eru sérstak- lega þrír staðir sem brýnna úrbóta er þegar þörf, en þeir eru Akranes, Varmaland og Stykkishólmur. Skorað er á fjárveitingarvaldið að sjá um að í kjördæminu verði unnt að fullnægja fræðsluskyldu og heitir þingið á þingmenn að beita sér fyrir úrbótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.