Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.11.1983, Blaðsíða 48
Bítlaæðið r BCCADW/C HOLLUWOOD Opið öll kvöld FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1983 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Morgunblaðiö/ Friðþjófur. Gætum selt alla skreið gegn olíu frá Nígeríu — segir Þórður Ásgeirsson, forstjóri OLÍS Akureyri. 3. nóvember. Frá Hirti (iíslasyni fréttamanni Mbl. Stefnt að ákvörðun loðnu- verðs í dag STEFNT ER að því að ákveða loðnu- verð á fundi yfirnefndar verðlagsráðs ! sjávarútvegsins í dag, að sögn Bolla Bollasonar, oddamanns nefndarinnar, en sem kunnugt er hafa sjómenn hót- að því að fara ekki á loðnuveiðar fyrr en loðnuverð hefur verið ákveðið. Fjórir fundir hafa verið haldnir í yfirnefndinni, sá síðasti í gær. I nefndinni eru auk Bolla þeir Óskar Vigfússon, fulltrúi sjómanna, Hilm- ar Rósmundsson, fulltrúi útgerðar, og Guðmundur Kr. Jónsson og Jón R. Magnússon frá vinnslunni. Gjöld af símtölum til Bretlands og Danmerkur: Lækka á bil- inu 13-30% um áramót — segir samgönguráðherra, Matthías Bjarnason „!>AÐ ER rétt að álagsgjald verður fellt niður á símtölum frá fslandi til Danmerkur og Bretlands. !>að gerir það að verkum, að miðað við óbreytt gengi lækka gjöld af símtölum frá fs- landi til þessara landa á bilinu 13—30%,“ sagði Matthías Bjarnason, samgönguráðherra, er Mbl. spurði hann hvort til stæði að lækka gjalds- krá á símtölum til þessara landa um áramótin. Matthías upplýsti þetta á fundi nýverið. Hann sagði ennfremur í viðtali við Mbl., að þessi mál yrðu tekin til frekari athugunar í næsta mánuði, en segja mætti að þetta stæði til. Skíðasambandið: Almennings- keppni um allt land í VETIIR verður reynt að koma á almenningskeppni á skíðum um allt land, að sögn Hreggviðs Jónssonar, formanns Skíðasambands íslands, en ársþingi sambandsins er nýlokið á Húsavík. Fyrst og fremst er hér átt við keppni í skíðagöngu, en meiningin er að alpagreinarnar fylgi á eftir. Nú þegar eru slík mót komin á í sumum héruðum. Hvað stökkið varðar segir hann vel að því staðið í „stökkbæjunum" Siglufirði og Ólafsfirði, en í Reykjavík æfi nán- ast enginn þessa íþrótt. Sjá nánar viðtal við Hreggvið Jónsson á bls. 44. „OLÍUVERSLUN Islands er tilbúin til að kaupa alla skreið á landinu ef af hugmyndum okkar um olíukaup frá Nígeríu getur orðið. Þá gætum við greitt fyrir skreiðina, nánast þeg- ar við útskipun, til mikilla hagsbóta fyrir framleiðendur og leyst stóran hluta af söluerfiðleikum fískvinnsl- unar. Við höfum góð orð og miklar líkur fyrir því að af þessu geti orðið, en stjórnarskipti í Nígeríu hafa orðið síðan þessi mál voru fyrst rædd í júní síðastliðnum. Þó við teljum að áhugi Nígeríumanna fyrir þessum viðskiptum muni standa áfram eftir myndum nýrrar stjórnar, sem nú er í burðarliðnum, er þó rétt að vara við of mikilli bjartsýni," sagði Þórður Ásgeirsson forstjóri Olíuverslunar íslands í samtali við Morgunblaöið. Þórður Ásgeirsson sagði enn- fremur, að margir hefðu að und- anförnu velt því fyrir sér hvernig hægt væri að leysa söluvandamál- in í skreiðinni, hvot t hægt væri að kaupa olíu af Nígeríumönnum og greiða hluta hennar með skreið. I Nígeríu væru vöruskipti bönnuð, en OLÍS hefði náð mjög góðum samböndum í Nígeríu og fengið vilyrði fyrir olíukaupum sem greidd yrðu að hluta til með skreið. Olían yrði síðan seld öðr- um aðilum, kæmi því ekki hingað heim og því væri ekki um bein vöruskipti að ræða. Fulltrúi OLÍS í Nígeríu hefði í júní síðastliðnum rætt við þarlenda ráðamenn og fengið samþykki þeirra fyrir þess- um viðskiptum, að því tilskyldu að ekki yrðu verulegar breytingar á mögulegri samningsgerð frá þeim tíma. Vegna stjórnarskiptanna hefði staðfesting ekki fengist. Kosningar í Nígeríu og breyt- ingar á stjórninni síðan þessi mál voru rædd í júní hefðu hins vegar sett strik í reikninginn, en nú yrði þráðurinn tekinn upp að nýju, enda væru þeir ráðherrar sem með þessi mál höfðu haft að gera í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar tald- ir öruggir með að halda embætt- um sínum. Hins vegar gæti eftir- spurn eftir olíu frá Nígeríu sett strik í reikninginn og ennfremur væri nauðsynlegt að breyta núver- andi söiukerfi á skreið til Nígeríu og ná um það samvinnu við Norð- menn til þess að fá viðunandi verð fyrir skreiðina. Þórður sagði einnig, að við- skiptaráðuneytið hér á landi hefði fylgst með þessum þreifingum frá því þær hófust og verið þeim fylgj- andi. Þarna væri möguleiki á lausn fyrir hendi, ekki aðeins á söluerfiðleikum, heldur einnig á greiðsluerfiðleikum sjávarútvegs- ins. Kampen-slysið: Þjóðverjarnir mættu ekki við sjóprófin SJÓPRÓFUM vegna Kampen-slyssins á þriðjudagskvöldið var frestað þegar þau áttu að hefjast í gærmorgun þegar í Ijós kom að skipverjarnir og útgerðarfyrirtækið Giinther-Schulz ætluðu ekki að mæta. Steingrímur Gautur Kristjánsson, borgardómari, sagði í samtali við blm. Morgun- blaðsins að Þjóðverjarnir hefðu kosið að gefa skýrslur sínar í Þýskalandi. „Endurrit prófanna í Þýskalandi verða send hingað og því varð niðurstað- an sú, að prófunum skyldi frestað," sagði Steingrímur Gautur. Það voru Almennar trygg- gærmorgun, afstaða útgerðarfé- voru ingar hf., tryggjandi farmsins um borð í Kampen, sem báðu um að sjóprófin yrðu haldin. Gerðist það í fyrrakvöld og gafst því ekki tími til að hafa samráð við út- gerð skipsins eða tryggingafélag þess. Þegar sjóréttur hafði verið settur í gærmorgun kom fram, að útgerðin óskaði eftir að sjó- réttur yrði í Þýskalandi og féll- ust Almennar tryggingar hf. á það, enda fengi félagið að fylgj- ast með málinu þar. Kom þeim, sem mættir voru til sjóprófsins í lagsins nokkuð á óvart, enda höfðu aðilar talið, að engir hnökrar yrðu á sjóprófinu hér. Því hefur enn ekkert það kom- ið fram hérlendis, sem gæti varpað skýrara ljósi á orsök slyssins. Reiknað er með að nokkrar vikur líði þar til sjórétti verður lokið ytra en skv. þýskum lögum á að halda sjópróf þar innan þriggja mánaða. Skipbrotsmennirnir sex halda utan fyrir hádegi í dag í fylgd með stjórnarformanni útgerðar- félagsins og fulltrúa hans, sem komu til landsins í fyrradag. Lík sjómannanna sjö, sem fórust, voru flutt til Reykjavíkur í gær. Þau verða flutt flugleiðis til Þýskalands um helgina. Eimskipafélag íslands hefur gengið frá leigu á öðru skipi í stað ms. Kampen. Kampen átti að flytja 3.500 tonna álfram fyrir Islenzka álfélagið til Rott- erdam. Nýja skipið kemur hing- að á næstunni og tekur farminn. Skipið mun verða eitthvað áfram í leigu hjá Eimskip, þar sem ákveðnar lagfæringar þarf að gera á Lagarfossi, hinu nýja stórflutningaskipi félagsins. Leiguskipið mun sinna verkefn- um í hans stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.