Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 44
Bítlaæöiö H0LUW00D Opiö öll kvöld ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 VERÐ I LAUSASOLU 20 KR. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæóisflokksins, og Geir Hallgrímsson takast í hendur á landsfundi Sjálfstsöisflokksins í fyrradag er Þorsteinn hafði verið kjörinn formaður og hafði flutt Geir þakkir sjálfstæðismanna fyrir störf hans í þágu Sjálfstæðisflokksins. Ljósm. ÓI.K.M. Milljarður í niðurgreiðslur: Tek við formannsembætti með þakklæti og auðmýkt — sagði Þorsteinn Pálsson, eftir að hann hafði verið kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins „KÆRIF vinir og samherjar. Ég tek við því trausti, sem þið hafið sýnt mér í dag, með þakklæti og í auð- mýkt. Mikill vandi fylgir þessu starfi og það er undirorpið miklu miskunn- arleysi," sagði Þorsteinn Pálsson, eftir að hann hafði verið kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins á sunnudag. Þorsteinn hlaut 608 atkvæði eða 56,72% atkvæða strax í fyrri umferð kosninganna, svo ekki þurfti að kjósa aftur, en þess hefði þurft, hefði hann ekki náð 50% atkvæða í fyrri umferö. Friðrik Sophusson hlaut 281 atkvæði eða 26,21% og Birgir ísleifur Gunnarsson 180 at- kvæði, 16,79% atkvæða. Eftir að þessi úrslit voru ljós tilkynnti Friðrik Sophusson að hann gæfi kost á sér í varafor- mannsembætti, en áður hafði Sig- rún Þorsteinsdóttur, Vestmanna- eyjum, gefið kost á sér. Birgir ís- ieifur tók það fram í ræðu sinni að loknu formannskjöri að hann gæfi ekki kost á sér. Úrslit í varafor- mannskjöri urðu að Friðrik Soph- usson hlaut 915 atkvæði, Sigrún Þorsteinsdóttir 26, Davíð Oddsson, 25, Birgir ísleifur Gunnarsson 11 og aðrir 5 atkvæði. Auðir seðlar voru 16 og 4 ógildir. Landsfundur Sjálfstæðisflokks- ins kýs 11 fulltrúa í miðstjórn. Eftirtaldir náðu kjöri, atkvæða- tölur í sviga: Geir Hallgrímsson (902), Björn Þórhallsson (774), Davíð Oddsson (744), Einar K. Guðfinnsson (651), Davíð Sch. Thorsteinsson (629), Jónas H. Haralz (527), óðinn Sigþórsson (483), Katrín Fjeldsted (421), Jón Magnússon (407), Jónína Micha- elsdóttir (407) og Björg Einars- dóttir (406). 1005 atkvæði voru gild og 4 seðl- ar auðir og ógildir. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins kýs 5 þingmenn í miðstjórn. Þessir voru kjörnir: Albert Guð- mundsson, Matthías Bjarnason, Matthías A. Mathiesen, Pétur Sig- urðsson og Salóme Þorkelsdóttir. Sjá nánar á blaðsíðum 22, 27 og 28. Vísitalan myndi hækka um 4,4% yrði þeim hætt „Á FJÁRLÖGUM fyrir árið 1984 er gert ráð fyrir 1 milljarði og 10 þúsund krónum til niðurgreiðslna á landbún- aðarvörum. Samkvæmt uppiýsingum frá Hagstofu íslands myndi fram- færsluvísitala hækka um 4,4% ef allar niöurgreiðslur væru felldar niður,“ sagði Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, m.a. í ræðu sinni á aðalfundi Sambands fiskvinnslu- stöðva. Magnús Gunnarsson sagði að ríkisvaldið hefði því í raun um 1 milljarð króna til þess að bæta af- komumöguleika þeirra sem verst eru staddir, t.d. ellilífeyrisþega, ein- stæðra foreldra, örorkuþega og þeirra sem aðstoðarinnar væru verðir. „Ef við gerum ráð fyrir að þessi hópur sé í námunda við 20.000 ein- staklingar væri hægt að greiða þeim sem næst 4.000 krónur á mán- uði allt árið 1984, ef gengið væri út frá því að allir fengju sömu upp- hæð,“ sagði Magnús ennfremur. Þýskt fyrir- tæki gerir samning við Atla VESTUR-ÞÝSKA fyrirtækið Puma, sem framleiðir íþróttavörur, hefur nú ákveðið að gera samning við Atla Kðvaldsson atvinnuknatt- spyrnumann. Mun fyrirtækið fram- leiða malar- og grasknattspyrnuskó með nafni hans á. Jafnframt mun fyrirtækið framleiða íþróttabún- inga, úlpur og æfíngaskó með nafni Atla. Þetta er í fyrsta sinn sem ís- lenskur íþróttamaður fær tilboð frá heimsþekktu fyrirtæki um að nafn hans sé notað á íþróttavör- um. Nafn Atla verður notað við kynningu á þessum vörum jafn- framt sem nafn hans verður skrifað á vöruna. Atli mun koma hingað til lands um miðjan þenn- an mánuð ásamt mönnum frá Puma-verksmiðjunum, þar sem varan verður kynnt. Margir heimsfrægir íþróttamenn og konur fá árlega greiddar háar upphæðir fyrir að leyfa fyrir- tækjum eins og Puma að nota nafn sitt á íþróttavörur. Lægsta tilboð um 79% af kostn- aðaráætlun TILBOÐ í lagningu vegar milli Garða- bæjar og Hafnarfjarðar voru opnuð hjá Vegagerð ríkisins sl. föstudag, að sögn Rögnvaldar Jónssonar, verk- fræðings hjá Vegageröinni. Rögnvaldur sagði lægsta tilboðið hafa komið frá Hlaðbæ hf. og Suð- urverki sf. í sameiningu, en það hljóðaði upp á 17.565.000 krónur, sem er um 79% af kostnaðaráætl- un, sem var 22.166.000 krónur. Alls bárust níu tilboð í verkið á bilinu 17.565.000 krónur til 22.752.000 krónur. Hagvirki bauð 19.438.000 krónur, Halldór Björns- son bauð 18.968.000 krónur, ístak hf. bauð 21.800.000 krónur, Miðfell hf. bauð 21.462.000 krónur, Tak sf. bauð 19.533.000 krónur, Völur hf. bauð 21.678.000 krónur og Vörðufell bauð 22.752.000 krónur. Rögnvaldur Jónsson sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvaða tilboði yrði tekið i verkið, en unnið yrði í málinu á næstu dögum. Fíkniefnasmygl fyrir um 4,4 milljónir kr. upplýst Lögreglumenn fíkniefnadeildar- innar og tollverðir höfðu mikinn við- búnað þegar Lagarfoss lagðist að bryggju í Straumsvík aðfaranótt laugardagsins. Úr fjarlægð fylgdust þeir með þegar einn skipverja fór frá borði um sexleytið um morgun- inn. Þeir voru að ganga úr skugga um, hvort skipverjinn væri með fíkniefni, en grunur lék á að svo væri. Á Kringlumýrarbraut var mað- urinn handtekinn, þar sem sýnt þótti að hann hefði ekki tekið fíkni- efnin með sér frá borði. Umfangsmikil leit var síðan gerð í Lagarfossi og í lestum skipsins fundust liðlega 5 kíló af hassi, 240 grömm af amfetamíni og 20 grömm af kókaíni. Um klukkan 14 á laugardag var 26 ára gamall maður handtekinn ásamt sambýliskonu sinni. Hann hefur verið úrskurðaður í 45 daga gæzluvarðhald, en skipverjinn í 30 daga gæzluvarðhald. Konunni var sleppt úr haldi. Fíkniefnin sem fundust í Lagarfossi — verðmæti þeirra er talið vera um 4,4 milljónir króna og er það sambærilegt við það sem upp kom í október síðastliðnum þegar skipverji á Karlsefni var tekinn með 11,3 kfló af hassi. Morgunblaðið/Júlíus. Maðurinn, sem var úrskurðaður í 45 daga gæzluvarðhald, var fyrir skömmu staddur í Rotterdam, einmitt þegar Lagarfoss lá þar við bryggju. Lögreglumenn fíkniefna- deildarinnar fylgdust með ferðum hans, því grunur lék á að hann hefði í félagi við skipverjann fjár- magnað fíkniefnakaupin, sam- kvæmt heimildum Mbl. Skipverj- inn hefur lítt komið við sögu fíkniefnadeildar lögreglunnar, en hins vegar hefur hinn hlotið nokkra dóma fyrir fíkniefnamis- ferli. Söluverðmæti fíkniefnanna hér á landi er talið vera um 4,4 millj- ónir króna. Það sem af er árinu hefur verið lagt hald á liðlega 20 kíló af hassi, um 600 grömm af amfetamíni og um sextíu grömm af kókaíni. Til samanburðar má nefna að allt síðastliðið ár voru tekin um 7 kíló af hassi, 73,6 grömm af amfetamíni og 7,3 grömm af kókaíni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.