Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 Afgreiðslutúni verslana í Reykjavík verði lengdur BORGARRÁÐ samþykkti einróma á fundi sínum á þriðjudag að leggja til við borgarstjórn að afgreiðslutími verslana verði rýmkaður þannig að opið verði til klukkan 16 á laugar- dögum, 22 á föstudögum og til klukkan 20 frá mánudegi til fimmtu- dags. Borgarstjórn kemur saman til fundar í dag og fer fyrri umræða um afgreiðslutíma verslana þá fram og síðari væntanlega annan fimmtudag. Að frumkvæði Kaupmanna- samtaka íslands áttu fulltrúar Verslunarmannafélags Reykjavík- ur og Vinnuveitendasamband ís- lands fund um málið og sendu sveitarstjórnum á höfuðborgar- svæðinu bréf, þar sem lagt var til að afgreiðslutími verslana verði samræmdur og gerð verði tilraun með rýmkaðan afgreiðslutíma. Borgarráð er eini aðilinn, sem tek- ið hefur afstöðu til þessa máls. Verslunarmannafélag Reykja- víkur mun halda fund á mánudag en væntanlega verður að breyta kjarasamningi félagsmanna, ef af- greiðslutími verslana verður lengdur. Þrír seldu erlendis ÞRJÚ íslenzk fiskiskip seldu afla sinn erlendis í gær og fengu gott verð fyrir aflann. Var verðið frá 22,46 krónum upp í 28,56 fyrir kfló að meðaltali. Karlsefni RE seldi 156,5 lestir, mest karfa, í Cuxhaven. Heildar- verð var 3.514.600 krónur, meðal- verð 22,46. Sunnutindur SU seldi 88,1 lest í Grimsby. Heildarverð var 2.515.400 krónur, meðalverð 28,56. Baldur EA seldi 67,3 lestir í Hull. Heildarverð var 1.848.100 krónur, meðalverð 27,45. Tólf þyrluslys hér á landi á átta árum Alls hafa 14 þyrluslys oröiö hér á 18 ára tímabili . ... ,,v.. FJORTÁN þyrluslys hafa orðið á íslandi. í þeim hafa 14 manns beðið bana, þrettán manns slasast og fjögurra manna er nú saknað. Fyrsta þyrluslysið varð í Vogum þegar Sikorsky-þyrla varnarliðsins hrapaði til jarðar þann 1. maí 1965. Fimm varnarliðsmenn biðu bana í þessu fyrsta þyrluslysi á íslandi. Nokkru síðar fórst sams konar þyrla varnarliðsins austur í Landeyjum og komust allir innanborðs lífs af. Síðan hafa orðið tólf óhöpp á stapa. Flugmaðurinn slapp átta árum. Árið 1975 var nánast samfellt slysaár. Þá urðu fimm þyrluslys hér á landi. Hið versta varð 17. janúar við Hjarðarnes í Hvalfirði. Þá létust sjö manns í mannskæöasta þyrluslysi hér á landi. Líklegt er talið, að mis- vindi hafi verið helsta orsök slyssins. Þann 29. september 1975 brot- lenti TF Eir, þyrla Landhelgisg- æzlunnar, á Rjúpnafelli sunnan Kerlingarfjalla. Tveir menn voru um borð, flugmaður og far- þegi, og sluppu þeir báðir ómeiddir en þyrlan gereyðilagð- ist. Sama dag brotlenti TF DIV, þyrla Andra Heiðberg eftir hreyfilbilun í Fáskrúðsfirði. Flugmaðurinn slapp ómeiddur en þyrlan eyðilagðist. TF Mun, þyrla Landhelgis- gæzlunnar, skemmdist þegar þyrlunni var nauðlent við Voga- ómeiddur. Þann 3. október 1975 eyðilagðist TF GNÁ, þyrla Land- helgisgæzlunnar, í nauðlendingu á Skálafelli eftir að drifkassi í stéli brotnaði. Flugmaður og far- þegi sluppu ómeiddir. Tvö þyrluslys urðu árið 1977. Tveir menn létust þegar TF AGN skall til jarðar og eyði- lagðist er flugmaður reyndi sjónflug í slæmu veðri. Slysið varð á Mælifellsandi norðan Mýrdalsjökuls þann 25. apríl. Flugmaður og farþegi reyndu að komast til byggða, en urðu úti. Þann 13. febrúar sluppu flug- maður og farþegi ómeiddir þegar TF HUG, þyrlu Landhelgisgæzl- unnar, var nauðlent við Kópa- vogshæli eftir hreyfilbilun. Flugmaður TF DEF, þyrlu Andra Heiðbergs, slasaðist þeg- ar þyrlan eyðilagðist í nauðlend- ingu við Urðarhólmavatn sunn- an Arnarvatnsheiðar þann 21. júlí 1978. Þann 19. desember hrapaði Si- korsky-þyrla varnarliðsins á Mosfellsheiði með ellefu manns innanborðs eftir að hafa bjargað fjórum útlendingum, sem slösuð- ust þegar Cessna-flugvél þeirra fórst. Allir um borð í þyrlunni slösuðust. Mikil mildi var að ekki fór verr. Þann 17. nóvember 1980 var TF GRO, þyrlu Landhelgisgæzl- unnar flogið á loftlínu við Búr- fellsvirkjun og eyðilagðist hún. Flugmaður slapp ómeiddur en farþegi slasaðist nokkuð. í nóv- ember í fyrra hrapaði TF ATH, þyrla Albínu Thordarson, eftir að henni var flogið á rafmagns- línu við Laugaveg í Reykjavík. Þrír voru um borð og sluppu allir án meiðsla. Þyrlan gereyðilagð- ist. Fjögurra manna er nú saknað eftir að TF Rán, Sikorsky-þyrla Landhelgisgæzlunnar, hrapaði í sjóinn í Jökulfjörðum. Það var í fimmta sinn sem þyrla Land- helgisgæzlunnar hrapar til jarð- Þetta er að öllum líkindum síðasta myndin, sem tekin var af TF-Rán á flugi. Hún var tekin síðdegis á þriðjudag, þegar leitað var úr þyrl- unni á Sundunum við Reykjavík. Skömmu síðar var henni flogið vestur í hinstu ferðina. Hæstiréttur Islands: V axtav extir í bótamáli 5% ársávöxtun við örorkutjónsútreikninga HÆSTIRÉTTUR kvað upp dóm sl. mánudag, er markar nýmæli á sviði bótaréttar. í dómnum er kveðið á um að reikna skuli vaxtavexti af kröfu. Ennfremur er því slegið föstu, að við örorkutjónsútreikning skuli miða við 5% ársávöxtun í stað 13%, sem telja verður að hafi verið ríkj- andi hjá dómstólum til þessa. Þaö hefur í för með sér hærri bótafjár- hæð vegna varanlegrar örorku ef miðað er við lægri vaxtafót. Mál þetta var höfðað á hendur skipafé- lagi og fyrrum starfsmanni þess vegna tjóns er unglingur í uppskip- unarvinnu hlaut við vinnu í lest. Ver- ið var að skipa um kalki í pokum, og fékk stefnandi kalk í augun þegar hann og hinn stefndi starfsmaður tuskuðust á um kúst, sem nota átti til að sópa upp kalki sem sáldrast hafði úr pokunum. Hinn stefndi starfsmaður var sýknaður í máli þessu en skipafé- lagið var dæmt til að greiða bætur að hálfu. Stefnandi var talinn eiga að bera tjónið að hálfu vegna eigin sakar. Við útreikning varanlegs örorkutjóns voru notaðir 5% og 13% ársvextir, en segja má að dómstólar hafi um langt skeið tal- ið eðlilegt að miða við 13% vaxta- fót. Um þetta segir Hæstiréttur í dómi sínum: „Verðmæti tapaðra vinnutekna vegna tímabundins og varanlegs orkutaps reiknar tryggingafræð- ingurinn gkr. 10.782.520 miðað við 5% p.a. ávöxtun en gkr. 3.850.243 miðað við 13% p.a. ávöxtun. Vaxtaútreikningur er miðaður við slysdag í báðum aðferðum. Al- kunna er, að ávöxtunarmöguleikar peninga hafa í mörg undanfarin ár ekki farið fram úr 5 af hundr- aði á ári. Eins og mál þetta er lagt fyrir ber að miða við þann út- reikningsmáta við ákvörðun bóta- fjárhæða." Um útreikning vaxta af kröfu- Varmalandi í Mýrasýslu: Heitt vatn fannst SuAholtí. 9. nóvember. EINS OG áður hefur komið fram í Mbl. var borað eftir heitu vatni á Varma- landi í Mýrarsýslu á þessu hausti. Lengi vel bar það ekki árangur og var búið að ákveða að bora aðra holu. En á síðustu metrunum, sem borinn gat náð til að bora, kom heitt vatn. Standa nú yflr mælingar á vatnsmagninu. Er þeim ekki lokið, en Ijóst er að það er verulegt. Menn tala jafnvel um 30 sekúndulítra af 104 gráðu heitu sjálfrennandi vatni. Ef svo reynist mun það endast staðnum um langa framtíð og fer ekki hjá því, að talað er um ýmsa aðra möguleika í þessu sambandi. í haust var komið á sjálfvirku símasambandi í tvo hreppa í Mýr- arsýslu, Þverárhlíð og Stafholts- tungur, auk tveggja bæja í Hvítár- síðu. Er símstöðin við Kljáfoss. í fyrra kom sjálfvirkt samband í Norðurárdal og Borgarhrepp. Er fólk að sjálfsögðu ánægt með þessa nýbreytni þótt viss eftirsjá sé samt í gamla sveitasímann. Þess er þó vert að geta í þessu sambandi, að áður höfðum við símstöð í Borgar- nesi, sem opin var allan sólarhring- inn og veitti mjög góða þjónustu. Að því leyti breytir þetta ekki miklu. Sauðfjárslátrun lauk í Borgar- firði 3. nóvember síðastliðinn. Alls var slátrað 74.150 fjár og er það nokkur fækkun frá síðustu árum þegar sláturfjártalan hefur verð í kring um 80 þúsund. Meðalþungi dilka var ívið betri en í fyrra, eða rúmlega 13,5 kíló. Verður það víst að teljast sæmilegt miðað við hvernig sumarið var. Að sögn slát- urhússtjórans, Gunnars Aðal- steinssonar, vinna um 200 manns við sláturhúsið í sláturtíðinni og er slátrað um 2.500 fjár á dag enda er sláturhúsið í Borgarnesi eitthvað það fullkomnasta í landinu. Fréttaritari. Jóhann S. Hannesson, fyrr- um skólameistari, látinn JÓHANN S. Hannesson, fyrrum skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni og skáld, er látinn, 64 ára að aldri. Hann var fæddur á Sigluflrði 10. aprfl árið 1919, sonur hjónanna Hannesar Jónssonar, bóksala og konu hans Kristínar Bjargar Þorsteinsdóttur. Jóhann varð stúdent frá MA ár- ið 1939 og lauk MA-prófi í ensku og málvísindum við University of California í Berkeley árið 1945 og framhaldsnámi 1947 við sama há- skóla. Þá kom hann heim og gerð- ist kennari við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Hann var lektor í ensku við Háskóla íslands 1948—50. Kennari í ensku og bókmenntum og jafnframt bóka- vörður við The Fiske Icelandic Collection við Cornell-háskóla í New York 1952—59. Þá snéri hann heim og varð skólameistari á Laugarvatni um tíu ára skeið, frá 1960 til 1970. Hann var starfsmað- ur Fræðsluskrifstofunnar í Reykjavík 1970—72 og kenndi við Menntaskólann í Hamtahlíð. Jóhann heitinn hefur unnið að ensk-íslenzkri orðabók, sem vænt- anlega kemur út á næsta ári. Eftir hann liggja fræðirit, ljóðsöfn og þýðingar. Nefna má: Bibliography of the Eddas, New York, 1957, The Sagas of Icelariders, New York, sama ár. Bæði eru verkin í ritröð- inni Islandica, sem hann ritstýrði. Ferilorð, kvæði, Rvk. 1977, Hlym- rek á sextugu, limrur, Hafnf. 1979, Slitur úr sjöorðabók, kvæði, Rvk. 1980. Þýðing á ensku: Einar Ól. Sveinsson. The Age of the Sturl- ungas, New York, 1953 í ritröðinni Islandica. Hann þýddi verk E.L. Doctorow: Ragtime, 1977. Þá var hann ritstjóri Menntamála 1971-73. Árið 1942 kvæntist hann Lucy Wintson, kennara við MH, og eignuðust þau tvö börn. fjárhæðinni segir í dómi Hæsta- réttar m.a.: „Gagnáfrýjandi hefur krafist þess, „að kveðið verði á um það í dómsorði að dæmdir vextir skuli leggjast við höfuðstól á tólf mán- aða fresti, í fyrsta sinn 16. nóv- ember 1975 og síðan á sama degi árlega svo ekki leiki vafi á því, að í orðinu „ársvextir“ felist að um vaxtavexti sé að ræða.“ Fallast ber á það með gagn- áfrýjanda, að í kröfugerð hans um dómvexti felist krafa um lagningu vaxta við höfuðstól svo sem gert er við ávöxtun sparifjár í opinber- um lánastofnunum. Krafa hans er að því leyti innan þeirra marka, sem sett voru með héraðsdóms- stefnu. Dómvextir eru dæmdir frá 27. nóvember 1980. Ber að taka þessa kröfu gagnáfrýjanda til greina frá þeim degi. Vaxtakrafa gagnáfrýjanda fyrir tímabilið 16. nóvember 1974 til 27. nóvember 1980 var bæði í héraði og fyrir Hæstarétti miðuð við hærri vaxtafót en þau 5% p.a. sem hér er dæmt. Rúmast því sú krafa sem gerð er hér fyrir dómi um árlega lagningu vaxta við höfuð- stól innan upphaflegrar kröfu- gerðar fyrir héraðsdómi. Með hliðsjón af almennum reglum um vaxtareikning í innlánsstofnun- um, tengslum vaxta af dómskuld- um við sparisjóðsvexti og af eðli máls er rétt að verða við kröfu gagnáfrýjanda um lagningu vaxta við höfuðstól einu sinni á ári. Skal það gert um áramót svo sem er um almenna sparisjóðsreikninga, en síðast 27. nóvember 1980, er dóm- vextir taka við.“ Hæstaréttardómararnir Sigur- geir Jónsson, Guðmundur Jónsson og Sigurður Líndal, prófessor, stóðu að meirihlutaáliti dómsins. Hæstaréttardómararnir Ármann Snævarr og Halldór Þorbjörnsson skiluðu séráliti. Málflytjendur voru Othar Örn Petersen hrl. fyrir tjónþola, Örn Clausen hrl. fyrir hinn stefnda starfsmann og Jón Halldórsson hdl. fyrir skipafélagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.