Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 Litið inn á æfíngu á „Guð gaf mér eyra“, sem frumsýnt var í gær Leikritið „Guð gaf mér eyra“ var frumsýnt í Iðnó í gærkvöldi. Leikritið fjallar aðallega um sambúð heyrnarlausrar stúlku og heyrandi manns. Aðal- hlutverk eru í höndum Berglindar Stefánsdóttur og Sigurðar Skúlasonar. Sýningin fer fram bæði á táknmáli og talmáli og eiga því heyrnarlausir sem heyrandi að geta notið sýningarinnar. „Tók mig töluverðan tíma að samræma táknmál og talmál“ — segir Sigurður Skúlason Berglind leikur heyrnarlausu stúlkuna, Söru, og Sigurður er í hlutverki James, talkennara henn- ar og síðar eiginmanns. Leikritið gerist í hugarheimi James, þar sem hann rifjar upp samband sitt við Söru, hjónaband þeirra og samskipti sín við aðra sem tengd- ust heyrnleysingjaskólanum, þar sem hann kenndi. Þögn full af hljóðum Þorsteinn Gunnarsson leik- stýrði verkinu. Hann sagði það vera erfitt viðfangs en einstaklega skemmtilegt. „Höfundurinn, Mark Medoff, skrifaði leikritið upphaf- lega eftir kynni sín af heyrnar- lausri leikkonu," segir Þorsteinn. „Hún heitir Phyllis Frelich og fór síðan með hlutverk Söru í frum- uppfærslunni. Leikritið var frum- sýnt í Bandaríkjunum árið 1980, þar sem það hlaut fjölda verð- launa. Síðan hefur það farið sigur- för víða um lönd. Höfundur hefur sett það sem skilyrði, að hvar sem verkið yrði tekið til sýninga, skyldi hlutverk Söru vera í hönd- um heyrnarlausrar eða heyrn- arskertrar stúlku. Auk þess að vera ástarsaga James og Söru, er leikritið fróðleg innsýn í heim heyrnarlausra. Leikararnir þurftu allir að læra táknmál fyrir verkið, sem byggist upp á táknmáli auk textans. Allir voru leikararnir mjög áhugasamir og samstarfið hefur verið sér- staklega skemmtilegt. Berglind sá um að kenna hinum leikurunum táknmál og ég held að ég mæli fyrir munn allra, sem að sýning- unni standa, þegar ég segi að hún hafi staðið sig frábærlega. Annars hefði uppfærslan á leikritinu verið óvinnandi verk, hefðum við ekki haft þessa leikara. Það má segja að boðskapur verksins sé að byggja brú á milli þessara tveggja heima, þ.e. heims hins heyrandi manns og hins þögla heims heyrnleysingjans. Annars er á einum stað í leikrit- inu setning, þar sem Sara segir að heyrnarleysi sé ekki andstæða þess að heyra heldur sé heyrnar- leysi „þögn full af hljóðum". Þessi setning hljómar óneitanlega svo- lítið furðulega í eyrum okkar sem höfum heyrn, en hún er sterk og sýnir kannski hversu mikið vald höfundur hefur á textanum og hve frábærlega vel skrifaður textinn er.“ btom „Þetta er í fyrsta sinn sem ég leik hérna í Iðnó. Ég er hér sem gesta- leikari í þessari sýningu og þetta er mjög kærkomin tilbreyting," sagði Sigurður Skúlason, sem leikur Jam- es í leikritinu. „Ég ólst nú upp að meira eða minna leyti í kringum heyrnarlaust fólk. Fóstursystir mín var til dæmis heyrnarlaus og margir í minni fjölskyldu eru heyrnarlausir. Ég kunni þess vegna svolítið í táknmáli áður en æfingar hófust, en maður var farinn að ryðga, svo ég þurfti á upprifjun að halda, auk þess sem orðaforðinn hefur aukist til muna með þátttöku í þessu leikriti. Þetta leikrit er mjög krefjandi en um leið áhugavert og skemmti- legt viðfangsefni. Ég þarf til dæm- is að kunna bæði hlutverk James og Söru því ég túlka um leið og hún leikur. Verkið er snilldarlega vel skrifað og það veitir raunveru- lega fullnægju að takast á við það, þó að það hafi verið erfitt. Það hefur líka verið sérstaklega ánægjulegt að vinna með þeim hóp, sem hér er. Æfingar á þessu verki hafa tek- ið lengri tíma en yfirleitt gengur og gerist með leikrit. f vor hittist hópurinn fyrst. Þá var handritið lesið yfir, rætt var um verkið auk þess sem farið var yfir táknmál. Táknmálið er öðruvísi byggt upp en talmál og það tók mig töluverð- an tíma að samræma þessi tvö mál, eins og ég verð að gera í hlut- verki James. Táknmálið er mjög lifandi mál, það er fallegt oft rök- rétt og einnig oft ljóðrænt. Þetta leikrit er með þeim betri sem ég hef kynnst. Sögusviðið er að vísu frábrugðið íslandi og að- stæður eru að ýmsu leyti aðrar. Heyrnleysingjafélag virðist til dæmis ekki vera til. Svo Sara er álitin vangefin, þar til hún er tólf ára gömul." „Það er nú stundum þannig" skítur Berglind inní, „að ef einhver talar ekki þá halda margir að manneskjan hljóti að vera vangefin. Það var þannig að ef heyrnarlausir töluðu saman á táknmáli úti á götu, þá starði fólk á þá og hélt að það hlyti nú að vanta eitthvað í kollinn á þeim! En þetta hefur nú sem betur fer breyst, sérstaklega eftir að „Fréttaágrip á táknmáli" byrjaði í sjónvarpinu." „Það, að kunna táknmál, hefur tvímælalaust hjálpað mér í leik- listinni í gegnum árin. Þú sérð það að málið byggist svo mikið upp á látbragðsleik. Nú er þetta í fyrsta sinn, sem ég leik hérna í Iðnó og sviðið hér er minna en í Þjóðleik- húsinu. Bæði stór svið og lítil hafa sína kosti, en Það sem mér finnst skipta miklu máli í þessu tilfelli er, að .á litlu sviði eins og hér er, næst nánara samband við áhorf- endur." „Er að leika á mínu máli“ segir Berglind Stefánsdóttir „Þetta er í fyrsta skipti sem ég leik í leikhúsi,“ sagði Berglind Stef- ánsdóttir, er blaðamaður ræddi við hana að tjaldabaki, eftir æfinguna á þriðjudagskvöld. Berglind er heyrn- arskert en hún talar mjög skýrt. Hún er 23 ára gömul. Hvernig stúlka er Sara, að þínu áliti? „Mér finnst hún ákveðin, sterk Fatnaður á alla fjölskylduna — Sængurfatnaður — Handklæði — Barnafatnaður — Lopapeysur — Leikföng — Gjafavörur í miklu úrvali. Jólaföndur — vörur í gífurlega miklu úrvali. Föndrið sjálf jólaskrautið. Góðar vörur á stórlækkuðu verði. Það borgar sig að líta inn. Stór Útsölumarkaðurinn í kjallara Kjörgarðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.