Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 19 stelpa. Hún veit alveg hvað hún vill hún er líka mjög stolt. Hún er alveg heyrnarlaus og vill að henn- ar mál, þ.e. táknmálið verði viður- kennt. Það er alveg eins og með mig. Táknmálið er mitt mál, þó að ég geti talað. Ég er að leika á mínu máli í þessu leikriti, ég segi ekki orð. Það hefur verið erfitt að vinna að þessari sýningu en jafn- framt mjög skemmtilegt. Ég er í fríi núna frá vinnunni, en ég vinn sem teiknikennari í Heyrnleys- ingjaskólanum. Svo hef ég líka verið með fréttaágrip á táknmáli hjá sjónvarpinu. Þegar sýningar byrja, fer ég aftur að vinna. Hvernig hefur þér gengið að fylgjast með hinum leikurun- um og leikstjóranum? „Vel. Það lærðu allir táknmál áður en æfingar hófust fyrir al- vöru, svo sat Þorsteinn alltaf á fremsta bekk og Ijóskastara var beint að honum, þannig að ég gat lesið af vörunum. Siggi túlkaði líka stundum fyrir mig. Það voru allir svo áhugasamir, bæði um leikritið, táknmálið og málstað- inn, þannig að þetta gekk allt vel. Táknmálið er svo náttúrulegt mál. Mörg táknin byggjast að hluta upp á látbragði þess sem talar, ég á við að maður þarf oft að nota andlitið þegar maður talar á táknmáli til að það skiljist, sem maður er að segja. Táknin fyrir „ég skil“ og „ég veit“ eru til dæmis eins. Þá þarf fólk að nota svip- brigði til að viðmælandinn viti við hvað er átt. Ég hef verið heyrn- arskert frá því ég man eftir mér. Það er ekki vitað af hverju það stafar, né hvort ég var heyrnar- laus þegar ég fæddist. Ég var fjög- urra ára þegar ég byrjaði í Heyrnleysingjaskólanum og talaði þá að sjálfsögðu alltaf á táknmáli við krakkana. Það er misskilning- ur að einhver maður hafi uppgötv- að táknmálið fyrir heyrnarlausa. Heyrnarlausir búa það bara til sjálfir og það hefur verið til, svo lengi sem heyrnarlausir hafa haft samband sín á milli." Vil leika fyrir heyrnarlausa „Þó að það hafi verið mjög gam- an að taka þátt í uppsetningu og leik, í þessu verki, kem ég ekki til með að leika á sviði, sem „venju- leg“ leikkona, í framtíðinni. Það er hægt að leika á táknmáli og meira að segja getum við líka sungið! Við syngjum að vísu ekki eins og þið, sem heyrið, en með hreyfingum og táknmáli syngjum við. Komdu bara í messu í Hallgrímskirkju á sunnudaginn ef þú trúir mér ekki!“ segir Berglind er hún sér undrunarsvipinn á andliti mínu. „Mér finnst gaman að leiklist, ég vona að bæði heyrnarlausir og heyrandi menn komi og sjái þessa sýningu, en ef ég á eftir að taka þátt í leiklist í framtíðinni þá verður það í leiksýningum fyrir heyrnarlausa," sagði Berglind Stefánsdóttir að lokum. Nú kemur Kalmar Nú geta allir eignast Kalmar-innréttingu á viðráðanlegu verði og fengið hana afgreidda og uppsetta á stuttum tíma. OG ÞAÐ SEM MEIRA ER. MeÖ því að panta FYRIR 15. NÓV. SPARAR ÞÚ 10% / nýju Kalmar-innréttingunum sameinast nútíma þægindi, skemmtileg hönnun og síðast en ekki síst hagstætt verð. Ekki missa af því. Þú getur sparað 10%. BAÐSKÁPAR - ELDHÚSINNRÉTTINGAR - FATASKÁPAR Kalmar SKEIFAN 8 - 108 REVKJAVlK - SlMI 82011 á Honda bílum árg. ’83 Civic 3h beinsk. Civic 3h sjálfsk. Civic 3h „sport" Civic 4h Sedan beinsk. Civic 4h Sedan sjálfsk. Quintet 5h beinsk. Accord 3h beinsk. Accord 4h Sedan beinsk. Accord 4h Sedan beinsk. EXS Accord 4h Sedan sjálfsk. EXS Prelude 2h beinsk. EX Prelude 2h beinsk. EX + P.S. Öll verö miöuö viö bankagengi Yan: 0. Var Nú aðein* Lakkun kr. 259.600 238.500 21.100 293.800 273.500 20.300 311.400 291.900 19.500 312.000 287.200 24.800 320.500 297.200 23.300 361.500 339.100 22.400 382.500 326.000 56.500 396.100 341.100 55.000 434.500 374.200 60.400 451.200 384.500 66.700 447.500 422.700 24.800 458.000 432.900 25.100 11998 og tollgengi Yen: 0.11998. /4CCORD Góðir greiösluskilmálar Tökum notaöa bíla uppí A ISLANDI Vatnagörðum 24, Símar 38772 — 39460 — 82089

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.