Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR10. NÓVEMBER1983 23 AP/ Símamynd Grenada Bandarískir hermenn bera á brott eitt fjögurra líka, sem fundust í grunnri gröf í þjálfunarstöð stjórn- arhersins á Grenada. Gröfin fannst eftir ábendingu óbreytts borgara, sem kvaðst hafa orðið vitni að því er Maurice Bishop forsætisráðherra, sem myrtur var af valdræningjum skömmu fyrir innrásina, og aðrir voru greftraðir í fjöldagröf. Fyrsta hjartaígræðslan í Noregi: Brotið blað í lækna- vísindum Norðurlanda Osló, 8. nóvember. AP. FYRSTA hjartaígræðslan í Noregi og jafnframt á Norðurlöndum fór fram á Rikshospitalet í Osló á sunnudag. Talsmaður hjarta- ígræðslunefndar sjúkrahússins, Karl Victor Hall, staðfesti þetta í dag. Að sögn hans tók aðgerðin þrjár klukkustundir og var stuðst við hina vel þekktu „Stanford-aðferð“ við ígræðsluna. Hjartaþeginn var 12 ára gömul stúlka, sem verið hefur alvarlega veik frá því 1977. Hefur hún þjáðst af hjartarýrnunarsjúkdómi og þótti dauði hennar fyrirsjáan- legur innan fárra vikna yrði ekk- ert að gert. Hefur stúlkan legið á Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlfn BrUssel Buenos Aires Chicago Dublin Feneyjar Frankfurt Genf Havana Helsinki Hong Kong Jóhannesarborg Kaíró Kaupmannahöfn Las Palmas Lissabon Lundúnir Los Angeies Malaga Mallorca Mexíkóborg Miami Montreal Moskva New Vork París Peking Perth Rio de Janeiro Róm San Fransisco Seoul Stokkhólmur Sydney Tókíó Vancouver Vínarborg Varsjá Þórshötn 4 léttskýjaö 18 skýjað 13 heiðskfrt 20 skýjað 12 heiðskfrt 18 heiðskfrt 27 skýjað 18 skýjað 15 heiðskírt 14 heiðskfrt 7 þoka 9 skýjað 31 skýjað 8 skýjað 25 heiðskírt 25 rigning 25 heiðskírt 8 skýjað 23 skýjað 20 rigning 16 heiðskírt 25 skýjað 20 alskýjað 22 skýjað 21 skýjað 24 skýjað 11 skýjað 7 skýjað 16 heiðskírt 20 heiöskírt 11 skýjað 24 heiöskfrt 33 heiðskfrt 20 heiöskírt 17 skýjað 16 heiöskírt 10 skýjað 28heiðskfrt 17 skýjað 10 skýjað 13 heiöskírt 6 skýjað 5 skýjað Rikshospitalet frá því í sumar á meðan leitað hefur verið að heppi- legum hjartagjafa. Líðan hennar var í dag engan veginn sögð viðun- andi, en að sögn Hall standa vonir til þess að líðan hennar fari batn- andi. Það voru fjórir af færustu skurðlæknum sjúkrahússins sem stóðu að aðgerðinni á sunnudag. Tók um klukkustund að koma hjartanu fyrir og fá líkamann til þess að bregðast rétt við. Frá því s-afríski skurðlæknir- inn Christian Barnard fram- kvæmdi fyrstu hjartaígræðsluna árið 1967 hafa um 500 manns fengið nýtt hjarta, þar af hefur „Stanford-aðferðinni" verið beitt í 300 tilvikum. Ný stjórn á Grenada St Georges, Grenada, 9. nóvember. AP. LANDSTJÓRINN á Grenada, Sir Paul Scoon, skipaði í dag 9 manna bráðabirgðastjórn, sem á að fara með stjórn í landinu, þar til kosningar verða haldnar. Fól hann Alister Mclntyre að veita stjórninni forsæti. Mrlntjre er Grenadamaður, sem undanfarið hefur gegnt stöðu fram- kvæmdastjóra Þróunar- og framfarastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNCTAD). Scoon kvaðst hafa valið menn með tækniþekkingu til þess að taka sæti í stjórninni, þar sem þeir myndu framar öðru hafa áhuga á þróunarmálefnum Grenada, væru hlutlausir og ekki flæktir í stjórnmálaþrætur og baktjaldamakk. Eitt helzta verk- efni stjórnarinnar verður „að annast allan undirbúning undir almennar þingkosningar í land- inu,“ sagði Scoon. Mclntyre og ýmsir aðrir ráð- herrar væntanlegrar stjórnar hafa verið búsettir erlendis. Þangað til Mclntyre tekur við stöðu forsætisráðherra mun virt- ur kennari, Nicholas Brathwaite að nafni, gegna þeirri stöðu, en utanríkisráðherra verður Patrick Emmanuel. Ekkja McDonalds tapar kosningu New York, 9. nóvember. AP. EKKJA Larry McDonald, fulltrúadeildarþingmanns í Georgíuríki, sem var einn þeirra er fórust með kóresku farþegaþotunni sem Rússar skutu niður 1. september sl., beið ósigur í kosningum um þingsætið, sem losnaði við fráfall manns hennar. Sætið vann George Georgíuríkis. Dan Evans, repúblikani í Wash- ingtonríki, vann sæti í öldunga- deild Bandaríkjaþings, sem losn- aði við fráfall demókratans Henry M. Jackson fyrir tveimur mánuð- um. Sigur Evans er talinn til marks um styrka stöðu og vinsældir Reagans Bandaríkjaforseta, ári fyrir næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum. Bar Evans sigur- orð af Mike Lowry fulltrúadeild- ,Buddy“ Darden .þingmaður á þingi arþingmanni, sem setið hefur á þingi þrjú kjörtímabil. í ríkisstjórakosningum í Ken- tucky í gær bar kona óvænt sigur úr býtum, Martha Layne Collins, og er hún eina konan sem gegnir embætti ríkisstjóra i Bandaríkj- unum. Collins er fyrsta konan í emb- ætti ríkisstjóra í Kentucky og sú þriðja í sögu Bandaríkjanna, sem sigrar í kosningum til ríkisstjóra þar í landi. GERÐU VERÐ SAMANBURÐ Valsa súkkulíkið er aldeilis tilvalið í baksturinn. Það fæst bæði Ijóst og dökkt og 400 grömmin kosta aðeins 58 krónur, eða eitthvað þaðan af minna! Kynntu þér verðið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.