Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 37 um kveð ég vin minn og mág með söknuði og mun ég ávallt geyma minningu hans í mínu hjarta. Konu hans og börnum sendi ég samúðarkveðju mína á þessari sorgarstundu. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum [lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki — (Tómas Guðmundsson) Sigrún Baldursdóttir Vor æska, fegurð, fjör og yndi, það fölnar oft, er varir síst. Það fýkur burt sem fis í vindi og fyrr en nokkur við því býst. Mitt pund svo gef mér geyma hér, að geti ég æ því skilað þér. (H. Kampmann, Vald. Briem) Pétur fæddist 21. desember 1950 á sjúkrahúsi Siglufjarðar, sonur hjónanna séra Róberts Jack, sem þá var sóknarprestur í Grímsey, og konu hans, Sigurlínu Guðjóns- dóttur. Var hann yngstur fjögurra barna þeirra hjóna. Pétur naut ekki þeirrar gæfu að þekkja móður sína. Þegar hann var 9 mánaða var honum komið fyrir hjá góðri konu í Grímsey, Kristínu Valdimarsdóttur í Greni- vík, meðan móðir hans fór til lands að leita sér lækninga. Þaðan átti hún ekki aftur- kvæmt. Hún andaðist 6 mánuðum síðar. Þótt ég hafi reynt að ganga Pétri í móðurstað, þá vita allir að stjúpa getur aldrei orðið það sama og góð móðir. Þegar Pétur var rétt ársgamall veiktist hann svo hastarlega að honum var ekki hugað líf. Læknir var tilbúinn á Siglufirði að reyna að komast til Grímseyjar, en eng- um bát var fært út í þann veðra- ham sem þá var. Vinur Róberts, sem var herlæknir hér þá, bauðst til að reyna að fljúga út og kasta sér niður í fallhlíf, en það var heldur ekki hægt. Má nærri geta hve sálarangist foreldranna var þá daga sem hann var í lífshættu, móðirin liggjandi fársjúk á sjúkrahúsi í Reykjavík og faðirinn yfir henni þar. En Pétur átti að fá að vera með okkur enn um stund, en hann bjó að einhverju leyti að þessum veikindum allt sitt líf. Pétur stendur enn ljóslifandi fyrir mér eins og ég sá hann fyrst. Þá var hann eins og hálfs árs, ný- farinn að ganga, stuttur og feitur stubbur, óskaplega hjólbeinóttur og með það rauðasta hár sem ég hef séð á nokkru barni. En um leið og bros breiddist yfir litla kringl- ótta andlitið, geislaði af honum og það hefði verið steinhjarta sem ekki bráðnaði við að mæta slíku brosi. Alla hans ævi var stutt í þetta bros, enda held ég að brosið meðal annars hafi laðað alla að honum sem honum kynntust. Þegar ég kom til Grímseyjar kom ég með lítinn dreng með mér, sem ég átti. Þeir voru jafn gamlir og ólust þeir upp sem bræður frá fyrstu tíð, en Erlingur dó af slys- förum 17 ára gamall. Eftir að við Róbert giftumst flutt- um við til Kanada. Ferðalagið var Pétri mjög erfitt vegna þess að það var sama með hvaða farartæki ferðast var, alltaf var hann kastandi upp. En það var ekki verið að væia eða vola heldur bara brosið eftir hverja gusu. Þetta eltist af honum á einu ári. í Kanada vorum við tvö ár, þar eignaðist hann litla systur, sem hann sá ekki sólina fyrir. Árið 1955 komum við aftur til íslands. Eftir það ólst hann upp í föður- húsum, þar til hann fór að fara að heiman í skóla og vinnu og síðar stofnaði hann sitt eigið heimili. Pétur ólst upp í stórum systk- inahóp. Eldri börnin, eins og við kölluðum þau, voru fimm, fjórir drengir og ein stúlka. Nú eru tveir þeirra hofnir yfir móðuna miklu. Hálfsystkinin voru 5, fjórar stúlkur og einn drengur. Pétur var aldrei neinn hálfbróð- ir. Þetta var bara hann Pétur bróðir, sem allir elskuðu og alltaf gat komið öllum í gott skap. Hann hafði svo ríkt ímyndunarafl að hann gat verið eldrauður í framan og boginn í baki við að bera eitthv- að níðþungt, þótt hann væri ekki með neitt í höndunum. Og ef ein- hver var í leiðu skapi þurfti hann ekki annað en fara eitthvað að sprella og allur leiði var rokinn út í veður og vind. Á Tjörn var tvíbýli og á hinu búinu voru fjögur börn á líkum aldri og Pétur, þrír drengir og stúlka. Var oft margt brallað og mikill samgangur á milli og hélt sú vinátta til dauðadags, þótt leið- ir skildu. Af yngri systkinum sínum var hann svo elskaður að þegar hann kom heim úr skóla eða annars staðar frá, þá komst hann varla inn úr dyrunum áður en þau voru komin upp í fangið á honum og var þá sjaldnast langt að bíða þar til eitt var komið á háhest og ann- að á handlegginn. Það má ef til vill líta á það sem táknræn tengsl milli systkina að af öllum þeim fjölda sem þátt tóku í leitinni að skipbrotsmönnum af Hafþóri, að það skyldi falla í hlut systur Péturs að finna hann lát- inn. Pétur var enginn námsmaður, en hann var samt ákveðinn í því að ná sér í einhver réttindi. Hug- urinn hneigðist snemma að vélum. Hann var ekki gamall þegar hann fór að skrúfa eitt og annað sundur og reyna að koma því saman aftur. Hann var tvo vetur í Hlíðardals- skóla í Ölfusi. Ég man eftir því annan vetur- inn sem hann var þar, að börnin voru að fara í skólann eftir jólafrí. Þeir voru þá þrír að fara í Hlíð- ardalsskóla. Og átti eins og vant er með heimavistarskóla að borga skólagjald til vors þegar komið var úr jólafríi. Þeir voru með 15 þús. kr. hvor, var þetta allt í þús- und króna seðlum. Þeir dreifðu seðlunum um allt stofugólf til að sjá hversu mikið þetta væri. Þá segir Pétur: „Haldið þið að væri nú munur að kaupa bíl fyrir þessa peninga, í staðinn fyrir að fleygja þeim í skóla.“ Pétur fór svo að læra bifvélavirkjun hjá Sigfúsi heitnum Bjarnasyni í Heklu og fór í Iðnskólann og lauk prófi í þtirri iðn. Þá voru öll alsystkinin komin suður. Þau eru: Davíð, sem er flug- vélavirki, býr í Garðabæ, María, býr í Svíþjóð, og Róbert Jón, raf- virkjameistari í Reykjavík. Hálf- systkinin eru Ella Kristín, býr á Akureyri, Anna og Jónína Guð- rún, búa í Reykjavík, og Sigurður Tómas og Sigurlína Berglind, enn í námi. Ennfremur átti Pétur hálfsystur allmiklu eldri en hann, Hildi Eggertsdóttur, búsett í Reykjavík. 6. september 1975 giftist Pétur eftirlifandi eiginkonu sinni, Elínu Guðmundsdóttur, og eignuðust þau þrjár dætur, Irisi Blómlaugu 9 ára, Fjólu Burkney 6 ára og Hrafnhildi Díu 4 ára. Fyrst bjuggu þau hjá foreldrum Elínar í Reykjavík. Pétur stofnaði sitt eig- ið bílaverkstæði með öðrum en það gekk ekki. Hann gat ómögu- lega verið að rukka menn sem ekki gátu borgað eða selt sína vinnu fullu verði. Þá fluttu þau í Borg- arnes og bjuggu þar um tíma, festu síðan kaup á lítilli íbúð á Njálsgötunni, en árið 1980 fluttu þau í Stykkishólm og hafa búið þar síðan. Fyrir tveimur árum festu þau kaup á einbýlishúsi þar og unnu bæði myrkranna á milli við að kljúfa það. Nú þegar mestu fjárhagsörðugleikarnir eru að baki og útlit fyrir bjartara fram- undan, þá er klippt á þráðinn. Hver skilur slíkt? En ástin er björt sem barnsins trú, hún blikar í ljóssins geimi, og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú, oss finnst þar í eining streymi. Frá heli til lífs hún byggir brú og bindur oss öðrum heimi. (Einar Ben.) Ég held að ef hægt er að tala um að maður sé fullkomlega ham- ingjusamur, þá hafi Pétur verið það þegar hann hélt á sínu eigin afkvæmi fyrsta sinni. Þegar yngsta systir hans, þá 10 ára, heyrði að hann væri búinn að eignast dóttur, sagði hún, með miklum söknuði í röddinni: „Nú á ég Pétur ekki lengur." Ég held að þar hafi hún mælt fyrir munn allra systkina hans. Eftir það snerist allt hans líf um stelpurnar hans eins og hann sagði oft, þá átti hann jafnt við konu sína og dætur. Ein aðalástæðan fyrir því að hann fór sem vélstjóri á Haförn- inn í ágúst síðastliðinn var sú, að þar var styttri vinnutími, oftast komið að landi um miðjan dag. Það gaf honum meiri tíma með stelpunum sínum fjórum eins og hann sagði brosandi við mig í sumar, þegar hann var hér heima með fjölskyldu sína, kátur að vanda, 5. ágúst í 70 ára afmæli pabba síns. Að öllum öðrum feðr- um ólöstuðum, þá held að leitun hafi verið að öðrum eins og Pétri. Einhvern veginn fannst mér alltaf að Pétur yrði ekki gamall, hefur þar líklega alltaf verið í undirmeð- vitund hræðsla við að upp kæmi í honum krabbamein, en móðir hans var undirlögð af því þegar hún gekk með hann. Nú hefur hún fengið litla drenginn sinn til sín aftur. Ég held að allir sem kynntust Pétri hafi verið sammála um að þar væri drengur góður og sýndi hann það fram á síðustu stundu, þar sem hann beið eftir félaga sín- um á örlagastundu, sem hann vissi að var hjartaveill. Það siðasta, sem sást til hans af þeim sem björguðust, var að hann hafði náð í björgunarhring, hélt sér í hann með annarri hendi en utan um fé- laga sinn með hinni. Þannig hurfu þeir saman í hina votu gröf. Ég vona til Guðs að elsku litlu dæturnar eigi eftir að komast stóráfallalaust í gegnum lifið, þær eru svo ungar og geta ekki skilið af hverju pabbi kemur ekki oftar heim til þeirra. Og elsku Elín mín, hvað get ég sagt, orð eru svo mátt- lítil, en þú veist að við hjónin, systkinin öll og fjölskyldur þeirra stöndum með þér og biðjum þann sem öllu ræður að milda sárustu sorgina. Eg ferðast og veit, hvar mín för stefnir á ég'fer til Guðs himnesku landa, ég fer, uns ég verð mínum frelsara hjá og framar ei skilnaðarsorgin má né annað neitt ástvinum granda. (B.S. Ingmann, Stefán Thorarensen) Sjúpmóðir Ég vil hér með koma á framfæri okkar innilegasta þakklæti til allra þeirra sem þátt tóku í björg- unarstörfum og leit að þeim sem fórust með Haferninum. Megi Guð blessa þá í lífi og starfi. Á timanum taka ber vara hann tíðum fer burtu svo skjótt, og enginn veit óðar en líður, nær ævin er runnin í nótt. Hversu sönn eru ekki þessi orð sálmaskáldsins. Áður en við vitum af, er einn af okkur farinn, í þetta sinn bróðir okkar, sem okkur þótti öllum svo vænt um. Hann var sonur hjónanna séra Róberts Jack og Sigurlínar Guð- jónsdóttur. Missti hann móður sína er hann var á öðru ári, en var það lánsamur að fá það skarð fyllt að mestu, þar sem önnur góð kona varð honum sem móðir stuttu seinna og var hann jafn tengdur henni og hennar eigin börn, ekki gerði hún neinn greinarmun á okkur. Við vorum tíu systkinin og ólumst upp saman á prestsetri norður í landi og það gefur að skilja að þegar börn eru alin upp í sveit, tengjaát þau sterkari bönd- um en ella, þar sem fáir aðrir leik- félagar eru til staðar, og eru margar minningarnar frá þeim dögum, sem við ósjálfrátt leitum til, er svona stendur á. Pétur óx hratt og fór að heiman eins og við hin, var í Reykjavík og lauk sínu iðnnámi í bifvélavirkjun og þar hitti hann eftirlifandi konu sína, Elínu Guðmundsdóttur. Við yngri systkinin munum helst eftir honum sem góðum leik- félaga, því alltaf gátum við farið til hans er okkur leiddist og var hann aldrei of stór til að leika við okkur smáfólkið og ekki síst sýndi hann dætrum sínum þennan eig- inleika. Hann lét fjölskylduna ganga fyrir öllum veraldlegum gæðum og eyddi hann mörgum stundum með þeim í leik og kennslu, t.d. prjónaskap. Hann var sannur vinur vina sinna og það sem hann sagði stóð sem stafur á bók. Pétur var trú- hneigður mjög og bað alltaf Fað- irvorið með stelpunum sinum á kvöldin. Allt frá því hann var lítill hnokki á leið vestur um haf með tveimur bræðrum sínum og for- eldrum, þar sem þeir í sameiningu bræddu hjörtu allra er urðu á vegi þeirra, skein lífsgleðin úr augum hans. Hann byrjaði snemma að hafa áhuga á ljóðum og dundaði við að yrkja sér til gamans. í Stykkishólmi unnu þau hjónin mikið að félagsmálum og var hann m.a. meðlimur í JC og Rotary. Víst er hægt að segja miklu meira, en eitt er víst að við sökn- um bróður okkar og þetta skarð verður aldrei fyllt í lífi okkar og þá sérstaklega í lífi Elínar og telpnanna þriggja, írisar, Fjólu og Diu litlu. Okkur þykir öllum vænt um ykkur og viljum hjálpa eins og við getum, en munið samt að Guð er sá sem veitir bestu og mestu hjálpina. „Dvel hjá mér, Guð, því dimma tekur ótt, dvel hjá mér, Herra, bráðum kemur nótt. Nær sérhver aðstoð bregst í heimi hér, ó, herra Jesús, vertu þá hjá mér.“ Með kveðju frá systkinum Rosenthal Studio-Linie dómnefndin telur óaðfinnanlega, eru í meira en aldarfjórðung hefur Rosenthal unnið teknir upp I þann heiðursflokk listmuna náið með yfir 100 listamönnum og hönnuðum. sem einu nafni nefnast Studio-Linie. Árangur þessarar samvinnu er heilt safn fagurra Þannig hefur kaupandinn fullkomna muna sem hver endurspeglar það besta úr tryggingu fyrir þvi að fá eingöngu muni listastefnu hvers tima. með mikið listrænt gildi. Domnefnd Rosenthal Rosenthal sérverslanir Hver hlutur sem til greina kemur að beri nafn Listmunir ur Rosenthal Studio-Linie eru Rosenthal Studio-Linie er metinn af óháðri eingöngu seldir í sérdeildum vonduðustu dómnefnd. Aðeins þeir munir, sem listmunaverslana og i Rosenthal verslunum viðsvegar um heim. crciÖlitcimcóhsrinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.