Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.11.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1983 39 + 1 byrjun þessa mánaðar aflijúpaði Elísabet Eng- landsdrottning, styttu af Mountbatten lávarði, sem írskir hryðjuverkamenn réðu af dögum árið 1979. Var margt fyrirfólk við athöfnina, m.a. synir hennar, þeir Edward, sem er hér lengst til vinstri og í einkennis- búningi landgönguliða flotans, þá Andrew, sem er í sjóhernum ásamt Karli, arfaprinsi. Diana prinsessa lét sig að sjálfsögðu ekki vanta, en ekki gat hún státað af einkennisbúningi eins og maður hennar og mágar. McCartney sýknaður í barnsfað- ernismáli + Eins og margir vita hefur bítill- inn fyrrverandi Paul McCartney átt í mikiu málaþrasi við konu nokkra í Þýskalandi, sem hefur haldið því fram, að dóttir sín, sem nú er tvítug, sé dóttir Pauls. Nú hefur loksins verið skorið úr þessu máli og Paul McCartney sýknaður af allri sök, eða a.m.k. af þeirri að vera faðir stúlkunnar. Þýska konan, Erika Htibers, 41 árs að aldri og jafnaldra Pauls, segist hafa kynnst hon- um þegar hann lék á veitinga- staðnum Star Club í Hamborg á árunum 1959—62, en það var áður en Bítlarnir urðu frægir. Paul hefur alltaf neitað því að vera faðir stúlkunnar, sem Bettina heitir, en viðurkennir þó, að hafa fallist á að greiða móður hennar 2700 pund árið 1966. Segist hann hafa gert það til að firra sjálfan sig og félaga sína vandræðum, en þá voru þeir að leggja upp í mikla hljómleikaferð um Evrópu. I mars í vor skipaði réttur nokkur í Vestur-Berlin Paul að greiða móður stúlkunnar um átta þúsund krónur á mánuði, þar til niðurstaða væri fengin í málinu og það þótt breskir læknar segðu, að hann gæti ekki verið faðirinn. Var því borið við, að rannsóknin hefði ekki farið fram í Þýskalandi, en nú hefur það sem sagt verið gert og útkoman sú sama. Bettina er ekki Paulsdóttir og ekki ólík- legt, að móðir hennar hafi vitað það allan tímann. Henni hefur hins vegar þótt eftir nokkru að slægjast þar sem Paul er. + Bob Dylan er nú kominn á stjá aftur og nú er væntanleg stór plata frá honum. Verð- ur hún nokkurs konar uppgjör við trúarrugl- ið sem verið hefur á honum síðan 1977, en það hefur ekki síst valdið stöðugt minnkandi vinsældum hans. Titill plötunnar minnir mest á sögu um James Bond, „License to Kill“, heitir hún, „Leyfi til drápa“, og þegar Dylan var spurður um hvað hann fjallaði í lögum sínum, kvaðst hann syngja um ýmislegt, sem alla menn varðaði án þess að halda fram sérstökum trúarskoðunum. Þeir, sem til þekkja, segja að boðskap- urinn í sumum textanna muni ekki falla öllum jafnvel í geð, t.d. þar sem Dylan tekur upp hanskann fyrir ísraela og ver allar gerðir þeirra á síðustu árum. Aðrir textar eru í gamla, góða Dylan-stílnum. Af þeim má nefna lögin „Jokerman" og „Sweetheart Like You“, sem er tileinkað konu hans, Söru, en þau eru nú aftur tekin saman eftir nokkurra ára skilnað. Bob Dylan. Myndin var tekin um það leyti, sem hann gekk f sértrúarsöfnuð einn fyrir vestan. Bob Dylan gaf upp á FRAKKAR Melka-frakki ungu mannanna á öllurr Léttur.^m heitur og þægilegi Falleg snið^m með kuldafóðri.B Má þvo í þvottavé Ótrúlega hagstætt FÆST í ÖLLUM H I H' verö. I ELSTUl HERRAFATAVERS iLUNUMl LANDSINSj / TOYOTA-VARAHLUTAUMBOÐIÐ ÁRMÖLA 23 — SÍMI 81733 Sænsku gæöagólfin frá TARKETT BYGGIR Fullkomnustu íþróttagólf á heimsmarkaöinum hf. Grensásvegi 16, sími 37090.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.