Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 5 Glæsifórnir Smyslovs færðu honum forystuna í hljódveri Rásar 2. Bogi Ágústsson (lengst til vinstri) verður með dagskrá á morgun, við hlið hans stendur Þorgeir Astvaldsson, stjórnandi Rásar 2. Sigurður Ingólfsson, tKknimaður, útskýrir hina ýmsu takka tækniborðsins og Guðlaugur Guðjónsson, tæknimaður, fylgist með af áhuga. í.josm Mbi. köe Rás 2 af stað í dag EFTIR fremur slaka taflmennsku um helgina kom Vassily Smyslov geysilega á óvart í gær með því að tefla fimmtu einvígisskákina við Ribli af miklum krafti og léttleik. Ungverjinn veikti kóngsstöðu sína í ellefta leik og þetta hagnýtti heims- meistarinn fyrrverandi sér til hins ýtrasta. Honum tókst aö koma drottningu sinni inn fyrir varnarmúr Riblis og tætti síðan kóngsstöðu svarts í sundur með biskupsfórn í 22. leik. Ribli náði að verjast með því að gefa manninn til baka, en Smyslov bætti um betur og með stórkostlegri leikfléttu sem hófst í 27. leik náði hann að vinna drottn- ingu Riblis fyrir hrók og riddara. Ungverjinn átti að vísu mögu- leika á að verjast frekar þrátt fyrir liðsmuninn, en lék þá af sér í miklu tímahraki. Þá fléttaði Smyslov enn einu sinni og nú gafst Ungverjinn upp. Þarna sýndi Sov- étmaðurinn sókndirfsku sem Kasparov og Tal hefðu getað verið stoltir af. Fimmta skákin: Hvítt: Vassily Smyslov Svart: Zoltan Ribli Tarrasch-vörn I. d4 — Rf6, 2. Rf3 — e6, 3. c4—d5 í fyrstu skákinni beitti Ribli drottningarindversku vörninni fyrir sig og lék 3 ... b6. 4. Rc3 — c5, 5. cxd5 — Rxd5, 6. e3 Afbrigðið 6. e4 — Rxc3, 7. bxc3 hefur löngum þótt hagstætt hvít- um en það virðist komið úr tízku að hafa sterk miðborð, a.m.k. hjá þeim beztu. 6. — Rc6, 7. Bd7 — Be7, 8. (M) — 0-0, 9. a3 — cxd4, 10. exd4 — Bf6, II. Dc2!? 11. Bc2 er mun algengara en Ribli er þaulvanur að verjast þeim leik. Smyslov kýs því að fara ótroðnar slóðir. 11. - h6?! 11. — g6 var traustara, því hvítu reitirnir í kóngsstöðu svarts verða nú mjög veikir. Ribli eyddi þó 35 mínútum áður en hann lék leikn- um. 12. Hdl — Db6, 13. Bc4! — Hd8 Svartur tapar manni eftir 13. — Bxd4?, 14. Ra4. 14. Re2 — Bd7, 15. De4! Nú hlýtur Ribli að hafa byrjað að naga sig í handarbökin fyrir 11. leik sinn. Vald hvíts á skáklínunni bl-h7 gerir honum lífið ákaflega leitt. 15. — Rce7, 16. Bd3 - Ba4? Ribli treystir því að hvíta drottningin geti ekki gert neinn usla á h7, en það mat er byggt á óskhyggju. 16. — Rg6 var því skárra. Hér höfðu báðir eytt rúm- lega klukkustund. 17. Dh7+ — Kf8, 18. Hel - Bb5, 19. Bxb5 — Dxb5, 20. Rg3 — Rg6, 21. Re5 — Rde7. Drengurinn enn meðvitundarlaus DRENGURINN sem slasaðist al- varlega þegar hann varð fyrir bif- reið á Elliðavogi í síðustu viku liggur enn þungt haldinn á Borg- arspítalanum. Hann hefur ekki komið til meðvitundar. Skák Margeir Pétursson Hvíta drottningin virðist nú kyrfilega innilokuð, en eftir 20 mínútna umhugsun ákvað Smysl- ov að splundra svörtu kóngsstöð- unni með biskupsfórn: 22. Bxh6! — Rxe5, 23. Rh5!! Lykilleikurinn í fléttunni. Ribli finnur einu vörnina: 23. — Rf3+, 24. gxf3 — Rf5, 25. Rxf6 — Rxh6, 26. d5! Svartur fær engan tíma til að draga andann. 26. Dh8+? — Ke7, 27. Dxg7 var auðvitað svarað með 27. — Hg8. Nú átti Smyslov 20 mínútur eftir, en Ribli 25. Næsti leikur Ungverjans kostaði hann hins vegar tíu mínútur, en hann fann samt enga vörn sem dugði. 26. - Dxb2 Ef 26. - Rf5, þá 27. Dg8+ - Ke7, 28. Hxe6+ — fxe6, 29. Dxe6+ - Kf8, 30. Rh7 mát. 27. Dh8+ — Ke7 28. Hxe6+!! — fxe6, 29. Dxg7 — RI7, 30. d6+! - Hxd6, 31. Rd5+ — Hxd5, 32. Dxb2 — b6, 33. Db4+ — Kf6, 34. Hel - Hh8. 34. — Rg5 hefði gert hvítum erf- iðara fyrir. 35. h4! - Hhd8. Nú átti Ribli aðeins eina mínútu eftir á næstu fimm leiki. Það skýr- ir mistök hans í 37. leik, en Smysl- ov átti 15 mínútur eftir. 36. he4 — Rd6, 37. Dc3+ — e5?, 38. Hxe5! — Hxe5, 39. f4 — RI7, 40. fxe5+ — Ke6, 41. Dc4+ og Ribli gafst upp. Staðan: Smyslov: 1 0 Vi '/2 1=3 v. Ribli: 0 1 '/2 >/2 0 = 2 v. ÚTSENDING á Rás 2 hefst klukkan 10 í dag. Útvarpað verður í FM- stereo og hefur sendum verið komið fyrir á sex stöðum. Bylgjulengd rásarinnar á höfuð- borgarsvæðinu, á Suðurnesjum austur til Þorlákshafnar, á Akra- nesi, á sunnanverðu Snæfellsnesi og á Mýrum er FM 99,9. I Vestmannaeyjum og á Suður- landi er bylgjulengdin FM 88,1. í uppsveitum á Suðurlandi er bylgjulengdin FM 94,1. í Borgar- nesi og um Borgarfjarðarhéruð er hún FM 88,3 og í Stykkishólmi og nágrenni, út yfir Breiðafjörð til Barðastrandar og inn í Dali er bylgjulengdin FM 96,3. „Tæknibúnaðurinn hér er full- kominn,“ sagði Þorgeir Ástvalds- son í spjalli við Morgunblaðið í gær. „Þetta er breskur búnaður, sem er eins og hann gerist bestur í hliðstæðum stöðvum erlendis. Hljómgæðin eiga því að vera mjög KÓð.“ MUNIÐ SKODANAKÖNNUN OKKAR — VERDLAUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.