Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 Sendum um allan heim! gaman.. Jámbrautin og flugvélin eru komnar í gluggana Allar sendingar eru fulltryggðar yður að kostnaðarlausu. R AMtl AGE RÐ1N HAFNARSTRÆTI 19 .... I ÚTKJOS í SKAnWIDEGMU Kombi-Pack útiljósið er með 80 watta kvikasilfursperu, sem gefur 4-falt meiri birtu en 75 watta venjuleg Ijósapera, með nánast sömu orku. Það er sterkbyggt og auðvelt í uppsetningu. Kombi-Pack eykur öryggi hvar sem er, t.d. á vinnu- og skólasvæðum, við útihús og á bæjarhlaðinu. Lýsið umhverfið með Kombi-Pack. Heimilistæki hf SÆTUNI 8-S: 27500 Eru ákvarðanir Verð- lagsráös sjávarútvegs ins markleysa? — eftir Hilmar Rósmundsson Mikil og eðlileg óánægja hefur nú gripið um sig meðal sjómanna og útvegsmanna loðnuskipa, vegna þess raunverðs er þeir fá fyrir þennan fisk. Föstudaginn 4. nóv. sl. var loðnuverð ákveðið í yfir- nefnd Verðlagsráðs sjávarútvegs- ins, af oddamanni og fulltrúum kaupenda gegn atkvæðum selj- enda kr. 1330,00 per lest. Verðið miðast við 16% fituinnihald og 15% fitufrítt þurrefni. Síðan breytist það til hækkunar, eða lækkunar, eftir því hve mikið af þessum efnum mælist í hverjum farmi. Fundað hafði verið um verðið í fimm daga samfleitt, en á fyrsta degi var því vísað til yfir- nefndar. Áhersla var lögð á að hraða verðlagningu, þar sem veið- ar höfðu verið leyfðar en útvegs- menn loðnuskipa höfðu samþykkt að hefja þær ekki, fyrr en verð lægi fyrir. Strax og verðið birtist, voru seljendur loðnunnar mjög óánægðir með það, og sú óánægja varð að reiði eftir að veiðarnar hófust og það kom í ljós að eitt mikilsvert atriði í þessum verð- samningi er þverbrotið. Það ný- mæli var í þessari verðákvörðun að Framleiðslueftirliti sjávaraf- urða var, í samráði við Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins, falið að sjá um sýnatöku úr hverjum farmi, svo og meðferð og flutning sýna. Áður var þetta þannig að starfsmaður loðnubræðslu tók sýnin, og átti fulltrúi skipshafnar að fylgjast með hvernig það var gert. Þessi breyting var gerð að ósk kaupenda í yfirnefndinni, þar sem þeir töldu að ákveðnir loðnu- kaupendur hefðu haft tilhneigingu til þess að laða til sín skip, með því að láta framkvæma sýnatöku á annan hátt. Fulltrúar seljenda í yfirnefnd höfðu ekkert við það að athuga, þó að þessi breyting yrði gerð, til reynslu, ef Framleiðslu- eftirlitið gæti annast þetta á sómasamlegan og réttan hátt, en það hefur nú strax komið í ljós, að svo er ekki. Það stendur nefnilega skírum stöfum og orðrétt í þessum verðsamningi: „Verðið miðast við loðnuna komna í löndunartæki verksmiðju." En eru sýnin tekin þar? Nei, aldeilis ekki. Löndunar- tæki verksmiðju er sogdælan, er sogar fiskinn upp úr skipinu, og ekkert annað en heim. Þaðan fer loðnan í gegnum slöngu í svo- nefndan skiljara, sem gegnir því hlutverki að skilja sjó eða vatn sem hugsanlega kann að vera í lestum skipanna frá fiskinum. Úr skiljaranum rennur loðnan í sum- um tilfellum á bíla, sem flytja hana í verksmiðjuþró. Þar sem svo háttar til eru sýnin tekin á milli skiljara og bíls eða á bílnum. Þó nokkrar verksmiðjur hafa komið sér upp flutningskerfi til þess að losna við aksturinn, þar sjá færi- bönd eða dælur um að flytja Hilmar Rósmundsson „Verði haldið áfram að taka sýnin annarsstaðar jafnvel upp við þró, verður að álíta að sam- þykktir Verðlagsráðs sjávarútvegsins séu markleysa.“ fiskinn frá löndunartæki alla leið í verksmiðjuþró, og þá eru sýnin tekin einhversstaðar á þeirri leið, jafnvel við þróarvegg. Sem fulltrúi útvegsmanna í yfimefnd þeirri er ákvað þetta lága loðnuverð, mót- mæli ég því, að þessi aðferð við sýnatöku verði viðhöfð áfram, þar »fí _________ J I Verslunar-, skrifstofu- og iðnaöarhús- næði til sölu Húsin eru viö Austurströnd á Seltjarn- arnesi, og veröa tilbúin til afhendingar á tímabilinu okt. ’84 — okt. ’87. Um er aö ræöa húsnæöi á jaröhæö og fyrstu hæö. Einnig húsnæöi fyrir léttan iönaö. í: Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins í síma 26609. Byggung hf. Eiösgranda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.