Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 Framkvæmdanefnd un launamál kvenna — eftir Björgu Einarsdóttur EINS og fram hefur komið í fjöl- miðlum var stofnuð í september síð- astliðnum framkvæmdanefnd um launamál kvenna. Nefndin leggur áherslu á samstarf við launþega- hreyfinguna í landinu. Öllum stétt- arfélögum hefur verið ritað bréf. Framkvæmdanefndin um launamál kvenna hefur aðsetur í Reykjavík með póstáritun hjá Jafnréttisráði að Laugavegi 116. Við skipan í nefndina hefur verið leitast við að tryggja að sem flest- ar konur ættu þar óbeinan full- trúa, án tillits til stjórnmálaskoð- ana, starfs eða búsetu. Fyrsta verkefni nefndarinnar og sem nú er á lokastigi, var söfn- un allra tiltækra upplýsinga hér um launamisrétti kynjanna. Þess- ar upplýsingar verða gefnar út í handhægum bæklingi til dreif- ingar. Þetta verkefni unnu þjóð- félagsfræðingarnir Esther Guð- mundsdóttir og Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir. Um miðjan nóvember var öllum stéttarfélögum í landinu sent bréf til kynningar á framkvæmda- nefndinni, gerð grein fyrir markmiðum hennar og mælst til enn frekara samstarfs en þegar er komið á með skipun fulltrúa í nefndina. í bréfinu segir meðal annars: „Markmið framkvæmdanefnd- arinnar er að ná fram úrbótum í launamálum kvenna. Sérstök áhersla verði lögð á launajafnrétti kynjanna á vinnumarkaðinum og með konum almennt myndist samstaða á breiðum grundvelli um þessi mál. Framkvæmdanefndin mun í störfum sínum leggja ríka áherslu á góða samvinnnu og samráð við stéttarfélög um land allt, og heild- arsamtök launafólks, svo og að halda uppi tengslum við konurnar sjálfar á vinnustöðunum, t.d. í formi funda og upplýsingastarf- semi um launamisrétti kynjanna á vinnumarkaðinum. Framkvæmdanefndin hefur í hyggju að boða til funda um land allt í byrjun næsta árs, og mun óska eftir samstarfi við stéttarfé- lög á hverjum stað um fyrirkomu- lag funda. Ljóst má vera að starf Fram- kvæmdanefndarinnar getur ekki orðið markvisst né afgerandi án einhvers fjármagns, þar sem upp- lýsingastarfsemi, fundahöld og hvað eina sem gripið yrði til mál- inu til framdráttar kostar pen- inga. Með vísun til alls þess fjölda kvenna sem er innan raða verka- lýðsfélaganna og þeirrar fullvissu okkar að launajafnrétti kynjanna í reynd sé eitt af sameiginlegum baráttumálum allra stéttarfélaga í landinu, leyfum við okkur að snúa okkur til stéttarfélaga um land allt, heildarsamtaka launa- fólks, svo og til kvennasamtak- anna í landinu, með ósk um fram- lag til stuðnings því málefni sem Framkvæmdanefndin hyggst beita sér fyrir. Um leið og þessari beiðni er komið á framfæri er það jafn- framt von nefndarinnar að góð samvinna geti tekist um þetta mál og eru allar upplýsingar eða ábendingar sem stéttarfélögin kunna að hafa, sem að gagni mættu koma fyrir starf Fram- kvæmdanefndarinnar, kærkomn- ar og vel þegnar. Póstgíróreikn- ingur nefndarinnar er nr. 27877-7. Með kveðju og von um jákvæða afstöðu til starfa nefndarinnar. Kramkvæmdanefnd um launamál kvenna. Björg Einarsdóttir, Landssamband sjálfstæðiskvenna. Sigrún Sturludóttir í fjarveru Geróar Steinþórsdóttur, Landssamband framsóknarkvenna. Guðrún Hallgrímsdóttir, Alþýðubandalagió. Jóhanna Sigurðardóttir, Samband alþýðuflokkskvenna. Jónína Leósdóttir, ÚT ER komið hjá bókaútgáfunni Skuggsjá, Hafnarfirði, þriðja bindi rita Benedikts Gröndal. Fyrsta bind- ið kom út haustið 1981 og annað bindið 1982. Gils Guðmundsson hef- Bandalag jafnaðarmanna. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Samtök um kvennalista. Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir, Kvennaframboð í Reykjavík. Esther Guðmundsdóttir, Kvenréttindafélag íslands. Dnnur Schram, Bandalag kvenna ( Reykjavík. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Starfsmannafélagið Sókn. Ragna Bergmann, Verkakvennafélagið Framsókn. Jóhanna Vilhelmsdóttir, Verslunarmannafélag Reykjavíkur. Sigríður Skarphéðinsdóttir, Iðja (tilnefnd af ASÍ) Dagbjört Torfadóttir, Samband ísl. bankamanna. Sigurveig Sigurðardóttir, BSRB. Sjöfn Kristjánsdóttir, HM. Arndís Steinþórsdóttir, Jafnréttisráð. Svanlaug Árnadóttir, Kvenfélagasamband íslands. ur annazt þessa Gröndal-útgáfu fyrir Skuggsjá. I frétt frá útgefanda segir svo um efni þessa bindis: „Megin efni þessa þriðja bindis rita Gröndal er sjálfsævisaga hans, Dægradvöl. Sagan gefur glögga mynd af Grön- dal sjálfum, því sem endranær er hann sjálfum sér líkur, hispurs- laus og óvæginn, gerir enga til- raun til að sýnast, hefur hvorki löngun, vilja eða getu til að vera annar en hann er í raun. Hug- myndir okkar um Gröndal væru ófullkomnar ef hann hefði ekki skráð þessar minningar sínar, og ekki aðeins það, heldur væru hug- myndir okkar um 19. öldina, samtímamenn hans og málefni SKUGGSJÁ þess tíma, fátæklegri en ella, ef ekki nyti við frásagna hans í Dægradvöl. Sjálfsævisaga Grön- dal spannar um það bil þrjá fjórð- unga 19. aldarinnar og mun ávallt talin eitt af merkustu ritum ís- lenzkra bókmennta þess tíma. Og áhrif Gröndal hafa verið mikil á ýmsa þá, er hvað djarfastir hafa verið og listfengastir á meðferð ís- lenzkrar tungu. Ritgerðina Reykjavík um alda- mótin 1900 skrifaði Gröndal að til- mælum Valtýs Guðmundssonar og birtist hún upphaflega í tímariti hans, Eimreiðinni, en var einnig gefin úr sérprentuð. í þessari rit- gerð tekur Gröndal marga fjör- spretti. Eru kaflarnir um framfar- ir, félagslíf og ýmsa þætti bæjar- lífsins meðal þess skemmtilegasta, sem hann samdi á efri árum. Auk þess geymir ritgerðin ýmsan fróð- leik um mannlíf í Reykjavík undir lok 18. aldarinnar." PEUGEOT 505 GR fyrir aðeins kr. 420.000 Innifalið í verði: Vökvastýri 5 gíra kassi Læst mismunadrif (sjálfvirkt) 6 ára ryðvarnarábyrgð Tökum notaða bíla í góðu asigkomulagi upp í nýjan bíl. ® Það er engin tilviljun að Peugeoteigendur eru ánægðir eigendur! ! HAFRAFELL ? VAGNHÖFÐA 7 — SÍMI 85211 Þriðja bindi rita Benedikts Gröndal Opéð í kvöld til kl. 20 HAGKAUP ReyS15' AKUREVR,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.