Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 15
Jólafagnaður sólarminni Útsýnar í FULLU F.lrim Á pás i na II •/ Ferðaskrifstofan ÚTSÝN I FULLU FJORI A RAS I OG II Njótiö forboöa jólanna og minninga sumarsins á glæsilegu Útsýnarkvöldi í CK'LAILWAr SUNNUDAGINN 4. DESEMBER 1983 Ódýr veizlufagnaöur meö fordrykk og Ijúffengum kvöldveröi. Glæsi- leg skemmtiatriði. Úrslit í stórmerkri skoðanakönnun um ferðamál. Dregnir út 5 ferða- vinningar. Bingó — 3 umferðir — verðmæti vinninga kr. 45.000. Fegurðarsamkeppni — Ungfrú og Herra Útsýn. Forkeppnin hefst fyrir 1984. a Dans til kl. 01.00. Allt þetta fyrir aðeins kr. 350.- Dagskrá: Kl. 20.00 Húsið opnað með brosandi lystauka, músík og myndasýning í gangi. Sala bingóspjalda. Kl. 20.30 Veislan hefst — á matseölinum: 1. Rjúpnasúpa heimsflakkarans. 2. Filet d'agneau Bali með gratineruöu blómkáli, kryddjurta-jarðeplum, hrásalati og Singapore-sósu. Skemmtiatriði: Cobra-dansinn — ný danssýning undir stjórn Kolbrúnar Aðal steinsdóttur. Tískusýning. Model 79 sýna tízkufatnað frá Verzluninni Assa, Laugavegi 118 Kynnir Hermann Gunnarsson Skoðanakönnun um feröamál Niöurstööur birtar og dregnir út 5 glæsilegir ferða- vinningar. Myndasýning frá sumrinu '83 í gangi allt kvöldið. Tryggið ykkur miða tímanlega í Broadway á þessa ódýru, glæsilegu kvöld- ^ skemmtun og látið ekki happ úr hendi sleppa! VÉi Á Útsýnarkvöldum er fólkið, stemmningin og fjörið! MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 15 Aðalfundur Dómarafélags íslands: * Armann Snævarr end- urkjörinn formaður Ný hárgreiðslustofa ANNA Sigurjónsdóttir, hárgreiðslumeistari opnaði fyrir skömmu hár- greiðslustofu í nýju húsnæði að Espigerði 4. Hún var áður í Skipasundi 51- Starfsmenn stofunnar eru auk Önnu, Helga Hauksdóttir og Emilía Guðgeirsdóttir, hárgreiðslusveinar. AÐALFUNDUR Dómarafélags ís- lands 1983 var haldinn 3. og 4. nóv- cmber sl. í Tollhúsinu í Reykjavík. Formaður félagsins, dr. Ár- mann Snævarr, hæstaréttardóm- ari, flutti skýrslu um starfsemina undanfarið ár. Ýmsir gestir fluttu ávörp þ.á m. tveir fulltrúar dönsku dómara- samtakanna, þeir Svend Aage Christensen, dómari, fráfarandi formaður danska dómarafélags- ins, og nýkjörinn formaður þess, ötto Warring dómari, en þeir sátu fundinn sem sérstakir gestir fé- lagsins. Fluttu þeir kveðjur frá dönskum starfsbræðrum og tóku einnig þátt í umræðum. Kl. 11 fyrri daginn var skoðuð sýning í anddyri Landsbókasafns á gömlum þingbókum og dóma- bókum og ýmsum lögfræðiskjölum frá fyrri tímum, en sýningunni var komið upp af starfsmönnum Þjóðskjalasafns íslands fyrir for- göngu stjórnar félagsins. Eftir hádegi flutti Magnús Thoroddsen, hæstaréttardómari, formaður réttarfarsnefndar, er- indi og kynnti ýmsar hugmyndir um tímabærar breytingar á rétt- arfarslöggjöf. Að loknu máli Magnúsar urðu almennar umræð- ur. Eftir hefðbundin aðalfundar- stórf seinni daginn var flutt skýrsla um ferð 8 dómara til Finnlands í október sl., til að kynna sér dómstóla og réttarfar þar í landi. Þá kynnti Hrafn • • Dagbók Onnu Frank gefin út á ný IÐUNN hefur sent frá sér nýja útgáfu á Dagbók Önnu Frank. Bók þessi kom út á íslensku árið 1957 í þýðingu séra Nvein.s Víkings og hefur um langt skeið verið ófáanleg með öllu. Bókin er eitt frægasta og mest lesna rit frá tímum seinni heims- styrjaldarinnar, hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál, snúið í leikrit og kvikmyndir. Á sínum tíma sýndi Þjóðleikhúsið leikrit gert eftir bók- inni, þar sem Kristbjörg Kjeld fór með aðalhlutverkið. Anna Frank var ung hollensk stúlka af gyðingaættum. Þegar nas- istar hófu útrýmingarherferð sína á hendur gyðingum í seinni heims- styrjöldinni tókst fjölskyldu hennar að leynast í tvö ár, uns nasistar fundu hana og hnepptu í fangabúð- ir. Og tæpu ári síðar andaðist Anna Frank í fangabúðunum í Bergen- Belsen, í mars 1945. Faðir hennar var hinn eini úr fjölskyldunni sem lifði af. Eftir að hann sneri heim fékk hann í hendur dagbók dóttur sinnar sem fundist hafði að henni látinni. Hann leyfði að þessi ein- stæða bók kæmi út. Dagbók Önnu Frank er 270 blað- síður, ljósprentuð hjá Odda. Bragason, borgardómari, hug- myndir nefndar, er stjórn félags- ins skipaði, til að setja fram tillög- ur um reglur við veitingu dómara- embætta. Urðu nokkrar umræður um erindi Hrafns. Fundinn sóttu dómarar hvað- anæva af landinu og fjölluðu þeir um ýmis hagsmuna- og sérmál dómarastéttarinnar. Ármann Snævarr, hæstarétt- ardómari, var endurkjörinn for- maður næsta starfsár. Aðrir í stjórn voru kjörnir Rúnar Guð- jónsson, sýslumaður, varaformað- ur, ólafur Stefán Sigurðsson, hér- aðsdómari, ritari, Jóhannes Árna- son, sýslumaður, gjaldkeri og Jón A. Ólafsson, sakadómari, með- stjórnandi. Hvít matar- og kaffistell úr þunnu, níðsterku postulíni í hæsta gæöaflokki. ____________________________________ Einföld, formfögur hönnun.____________________________ Sænskt listahandbragö eins og þaö gerist best. Þolir þvott í vél, springur ekki né kvarnast._____ Hagstætt verð. Póstsendum Kosta í Boda J\___________ Bankastræti 10 — Sími 13122

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.