Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 18 Nígería: Skammtímalán endurskipulögd NÍGERÍUMENN hafa ákveðið að bera fram við helstu lánardrottna sína, aðra en bankastofnanir, ýmsar tillögur um endurskipulagningu þriggja millj- arða dollara skammtímaskuldar, sem komin er í eindaga. Frá þessu var sagt í Wall Street Journal 24. nóvember sl. og var haft eftir heimildum í banka- heiminum. Vegna þessarar endurskipulagn- ingar er búist við að Nígeríumenn fari fram á lán frá bresku útflutn- ingslánastofnuninni en hún er talin hafa ábyrgst stóran hluta af áður- nefndum skuldum Nígeríumanna, sem einkum eru við bresk útflutn- ingsfyrirtæki. Haft er eftir opinber- um heimildum í Bretlandi, að út- flutningslánastofnunin muni því að- eins greiða fyrir frekari lánum til Nígeríu, að sambærilegar stofnanir í öðrum ríkjum en kommúnistaríkj- um taki þátt í fjármögnuninni. Nígeríumenn hafa farið fram á allt að 2,5 milljarða dollara lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og munu taka afstöðu til skilyrða sjóðsins einhvern næstu daga. Eru þau helst, að gengi gjaldmiðilsins verði fellt en til þess hefur Nígeríustjórn verið heldur treg og kann sú afstaða hennar að koma í veg fyrir lánveit- inguna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur heldur ekki ákveðið það enn hvort Nígeríumönnum verði lánaðar 500 milljónir dollara sem sárabót fyrir minni olíutekjur á síðustu tveimur árum. Lögreglumaður, sem slasast hefur í átökum við prentarana, er borinn á braut. Eins og sjá má eru börurnar stigi en hann hafði Ijósmyndari nokkur notað til að ná betri myndum af slagsmálunum. Prentarar á Englandi slást við lögregluna Warrington, Knglandi, 30. nóvember. Al*. TIL MIKILLA átaka kom í gærkvöldi, nótt og í morgun milli 2000 lögreglu- manna og um 4500 prentara og vinstrisinnaðra stuðningsmanna þeirra þegar þeir reyndu að koma í veg fyrir vinnu í prentsmiðju í bænum Warrington á Englandi. Tuttugu og einn lögreglumaður og 12 úr liði prentara höfðu slas- ast þegar síðast fréttist og 73 ver- ið handteknir. Prentarar og stuðn- ingsmenn þeirra köstuðu grjóti, flöskum, dósum og öðru lauslegu að lögreglumönnunum, sem stóðu allt umhverfis prentsmiðjuna og gættu þess, að vinna gæti haldið þar áfram. Deilan snýst um það, að í júní sl. rak prentsmiðjustjórinn sex prentara eftir að þeir höfðu farið í verkfall til að mótmæla því, að hann hafði ráðið til starfa prent- ara, sem ekki voru í verkalýðsfé- laginu. Lög frá árinu 1980 og ’82 banna hins vegar fólki að efna til mótmæla á öðrum vinnustöðum en sínum eigin, setja skorður við ýmsum fyrri baráttuaðferðum verkalýðsfélaganna og gera verka- lýðsfélögin skaðabótaskyld fyrir því tjóni, sem ólögleg mótmæli og verkföll hugsanlega valda. Vegna þessa fór prentsmiðju- stjórinn í mál við prentarasam- bandið og var það dæmt til að geiða 150.000 pund í skaðabætur, um 6,2 milljónir ísl. kr. Voru eign- ir sambandsins frystar og hald lagt á sektarupphæðina. Olli sú aðgerð skæruverkföllum hjá prenturum sl. föstudag og laug- ardag í Fleet Street og komu þá engin Lundúnablaðanna út. í deilunni í Warrington er prentarasambandið raunverulega að ögra fyrrnefndum lögum og láta á það reyna hvort því haldist uppi að virða þau að vettugi. Þrír úr hópi yfirmanna Srotland Yard sjást hér á fundi með fréttamönnum í London í gær, sem haldinn var til þess að skýra frá gangi leitarinnar að gullinu, er rænt var á laugardg. Mennirnir á myndinni halda m.a. á Ijósmynd af bifreiðum, sem ræningjarnir eru taldir hafa ekið, en einnig á umbúðapakka samskonar og þeir, sem hafðir voru utan um gullið og loks á gulum poka, sem einn ræningjanna nntaði yfir höfuð sér til þess að þekkjast ekki. Weizsaecker næsti for- seti Vestur-Þýskalands Ronn, 28. nóvember. AP. IIELMUT KOHL, kanslari Vestur- Þýskalands, útnefndi í gær forseta- frambjóðanda stjórnar sinnar fyrir næstu kosningar í mai á næsta ári. Er það Kichard Von Weizsaecker, borgar- stjóri Berlínar, sem útnefndur hefur verið. Forseti Sambandslýðveldisins er Karl Carstens, en hann tilkynnti ný- verið að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Kjörtímabilið er fimm ár og enginn má sitja lengur en tvö kjörtímabil. Talið er öruggt að Weizsaecker muni hreppa emb- ættið þar sem stjórn Kohls hefur góðan meirihluta á þýska þinginu sem kýs forsetann. Þá hefur helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Sósíal- demókrataflokkurinr., lýst yfir að hann setji sig ekki upp á móti Weiz- saecker og muni ekki tefla fram eig- in frambjóðanda. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Auglýsingar í símaskrána 1984 Frestur til aö panta eöa endurpanta auglýsingar í símaskrána 1984 rennur út í dag 1. des. Allar pant- anir og endurpantanir skulu vera skriflegar. Síma- skráin — auglýsingar, pósthólf 311 121 Reykjavík. Veður víða um heim Akureyri 7 skýjaö Amsterdam 7 rigning Aþena 19 rigning Berlín 1 skýjaö BrUssel 8 skýjaö Buenos Aires 34 heiöskirt Chicago 0 heiðskírt Dublin 11 skýjaö Genl 10 heiðskírt Helsingfors -6 heiðskírt Jöhannesarborg 24 rigning Kanarí 21 lóttskýjaö Kaupmannahöfn 0 snjókoma Lissabon 18 heiöskírt London 9 skýjað Los Angeles 19 rigning Madrid 17 heiöskírt Malaga 20 léttskýjað Mallorca 19 lóttskýjaö Mexíkóborg 23 heiðskirt Miami 25 skýjaö Montreal 5 skýjaö Moskva 6 skýjaö New York 12 heiöskirt Osló -4 heiðskírt París 11 heiöskirt Reykjavík 6 rigning Rio de Janeiro 31 heiöskirt Róm 17 heiðskírt Stokkhólmur +4 skýjaö Sydney 25 skýjað Tel Aviv 22 heiðskírt Tókýó 16 skýjaö Vancouver 7 skýjaö Vínarborg 12 skýjaö Varsjá 6 alskýjaö Þórshöfn 6 rigning Danmörk: Uffe Ellemann úr allri hættu Radikalar munu ekki styöja vantraust á hann Kaupmannahofn, 30. nóvember. Frá fréttaritara Mbl. ALLT BENDIK nú til, að Uffe Elle- man-Jensen, utanríkisráðherra Dana, gegni embættinu áfram, en um tíma leit út fyrir að meirihluti væri fyrir því á þingi, að hann færi frá. Var það vegna ummæla hans um samþykktir danska þingsins í öryggismálunum, en mörgum þóttu þau hin sverasta móðgun við þing- heim. Ummælin, sem uppistandinu ollu, voru höfð eftir Elleman- Jensen í Jyllands-Posten, og eru svohljóðandi: „Það hefur ekki reynt svo lítið á geðprýði mína að undanförnu, þegar ég hef orðið að sækja fundi Atlantshafsbandalagsins og gera i raun hið mesta grín að dönsku þjóðinni með því að leggja þar fram asnalegar og fáránlegar samþykktir meirihluta þingsins. Samþykktir, sem jafnaðarmenn, radikalar, og SF hafa lagt fram til þess eins að gera stjórninni erfitt fyrir." Uffe Elleman-Jensen heldur því fram, að ekki sé alveg rétt eftir sér haft, en Jyllands-Posten ber á móti því. Svo mikið þykir a.m.k. víst, að efnislega er þetta skoðun hans. Á morgun, fimmtu- dag, verður umræða í danska þinginu um uppsetningu NATO- flauganna í Vestur-Evrópu, og er þá búist við að lögð verði fram vantrauststillaga á utanríkisráð- Uffe Elleman-Jensen herrann. Radikalar, sem í fyrstu ætluðu að greiða atkvæði með slíkri tillögu, hafa nú horfið frá því og þess vegna Ijóst, að Uffe Elleman-Jensen mun gegna emb- ættinu áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.