Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 10% afmælisafsláttur Viö eigum afmæli í dag, aö vísu ekki stórt, en afmæli samt og í tilefni dagsins gefum við 10% afslátt af öllum vörum verslunarinnar. Mikiö af vörum á gömlu veröi. Póstsendum Leikfangaverslunin Klapparstíg 40, símí: 12631. SIEMENS ? NÝTT! Siemens- FERÐAVIÐTÆKIN: Ódýr og handhæg og henta vel til nota heima og heiman, er RÁS-2 hefur útsendingar stnar. SIEMENS-einkaumboö: SMITH & NORLAND H/F, Nóatúni 4, sími 28300. Kjarvalsstaðir 3.—11. des.: Æskulýðsráð kynn- ir starfsemi sína Fundur um snjó- flóð og snjóflóða- varnir í kvöld „Á YFIRSTANDANDI rjúpnaveiði- tímabili hafa orðið nokkur alvarleg óhöpp í fjallaferðum, sumpart vegna vanbúnaðar og fyrirhyggjuleysis veiði- manna. Skotveiðifélag Islands leggur því aukna áherslu á fyrri hvatningu til veiðimanna um að vera aetíð með all- an nauðsynlegan öryggisútbúnað meðferðis, þegar farið er til veiða," segir í frétt frá Skotveiðifélagi ís- lands. Af þessu tilefni efnir félagið til fundar í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30, og er fundarefnið snjóflóð og hvernig á að varast þau. Fram- sögumaður er Magnús Hallgríms- son verkfræðingur, en einnig mun hann fjalla um útbúnað til fjalla- ferða að vetrarlagi. Magnús hefur sérmenntað sig á sviði snjóflóða og snjóflóðavarna og er auk þess kunnur fjallamaður. Þá er auk þessa fyrirhugaður fundur hjá Skotveiðifélaginu í næstu viku, þar sem fjallað verður um notkun korta og áttavita og helstu atriði í hjálp í viðlögum. Fundurinn í kvöld verður haldinn í Veiðiseli, Skemmuvegi 14, Kópa- vogi, en þar er félagið til húsa. ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur mun dagana 3.—11. des. n.k. efna til kynn- ingar á starfsemi sinni að Kjarvals- stöðum. Sýningin hefur hlotið nafnið „Við unga fólkið.“ Markmið sýningarinnar er að lýsa því starfi sem Æskulýðsráð Reykjavíkur vinnur með börnum og unglingum. Einnig verður menn- ingarmiðstöðin Gerðuberg kynnt. Æskulýðsráð Reykjavíkur var stofnað árið 1956, og verður á Kjarvalsstöðum yfirgripsmikil ljósmyndasýning úr sögu þess fram til þessa dags. Sýning úr tómstundastarfi í skól- um verður í anddyri og verur m.a. tölvudeild starfrækt á sýningunni og gefst fólki kostur á að spreyta sig við ýmis viðfangsefni sem boðið er uppá í skólanum. Fréttabréf verður gefið út daglega. Unglingar úr félagsmiðstöðvun- um og skólum hafa lagt mikla vinnu í undirbúning og kynna starfsemina í vestursal þar sem fé- lagsmiðstöðvarnar 5 verða með sýningarbása. Stóru leiksviði verð- ur komið upp og verða alla dagana skemmtiatriði sem unglingarnir sjálfir hafa undirbúið. Ennfremur verður boðið uppá utanaðkomandi skemmtiatriði daglega. Það má með sanni segja að vika þessi verði mjög fjölbreytt og ættu allir, á hvaða aldri sem þeir eru, að geta haft gagn og gaman af, segir í frétt frá Æskulýðsráði. Lýst eftir skilríkjum LAUST fyrir hádegi þriðjudaginn 22. nóvember sl. týndi ung kona veski sínu með ávísanahefti, skil- ríkjum og ýmsum persónulegum gögnum í eða við bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar í Austur- stræti í Reykjavík. Ávísanaheftið hefur greinilega verið tæmt, því falsaðir tékkar streyma inn í viðskiptabanka hennar, þar sem þeir eru stöðvaðir. Unga konan gerir sér þó enn von um að fá skilríki sín til baka og biður þjóf- ana vinsamlegast að senda sér þau — ökuskírteini, nafnskírteini, sjúkrasamlagsskírteini o.fl. . *r«C*j*r Úr kvikmyndinni La Traviata. Bíóhöllin sýnir La Traviata BÍÓHÖLLIN frumsýnir í dag kvikmynd, sem gerð hefur verið eftir óperunni La Traviata eftir Giuseppe Verdi. Alfredo leikur og syngur Placido Domingo, en hann er víð- frægur, einn af mestu söngvurum heimsins í dag. Aðalkvenhlutverkið leikur og syngur Teresa Stratas, en hún er söngvari við Metropolitan-óper- una og hefur sungið í 25 óperum, m.a. Madam Butterfly. í La Travi- ata syngur hún hlutverk Violettu. Leikstjóri myndarinnar er Franco Zeffirelli, sem leikstýrði m.a. The Taming of the Shrew, Romeo and Juliet, The Champ og Endless Love. Þá er þess að geta að í kvik- myndinni kemur fram Bolshoj- ballettinn og dansa þar frægir dansarar svo sem Ekaterina Maksimova, Vladimir Vassiljev og Gabriella Borni. Lögregla í vígahug? — eftir Ólaf Þorsteinsson Sveit 3ja lögregluþjóna mis- þyrmdi fólskulega ungum manni nú um helgina. Það er í sjálfu sér engin tíðindi, þegar þess er gætt, að hvers konar árásum og lík- amsmeiðingum fer almennt fjölg- andi. Það hlýtur þó að teljast ran- nsóknarefni, þegar lögreglan sjálf stendur fyrir slíku. Ekki verður hér og nú tíundað nákvæmlega áð- urnefnt tilvik. Það verður gert á öðrum vettvangi. Fram hefur komið í fjölmiðlum, að yfirmenn lögreglunnar eru sammála því að handtaka unga mannsins var með öllu tilefnislaus. Sé skoðuð tíðni slíkra dæma sem þessara síðustu misseri, þá kemur það í ljós, að þeim hefur fjölgað verulega. Sérstaklega hafa varnarlausir unglingar orðið illi- lega fyrir barðinu á slíkum lög- reglusveitum. Þegar kærur af þessum toga hafa borist hlutað- eigandi aðilum, hefur það hins vegar gerst, að niðurstaða hefur engin fengist. Ástæðan er sú, að samtrygging sveitanna er með ólíkindum. Framburður þeirra er svo samræmdur, að lögreglumenn nota sömu orðatiltækin við út- skýringar sínar á atburðum. Engu er líkara en þeir læri utanbókar einhverja þá skýringu, sem yfir- menn þeirra telji viðunandi í ein- staka tilfellum. Fyrr í haust gerðist það vestur á ísafirði, að hinn skeleggi sýslu- maður þeirra ísfirðinga leysti hálft lögreglulið bæjarins frá störfum. Ástæðan var sú, að þeir höfðu komist yfir áfengi ófrjálsri hendi. Hentu menn óspart gaman að þessu uppátæki lögreglumann- anna, þar sem það hefur ekki tal- ist til glæpa á íslandi að komast yfir ódýrt áfengi, jafnvel þó það sé stolið. Hér gegnir öðru máli. Hér verða menn fyrir barðinu á hrein- um misyndismönnum. Undirritað- ur er ekki endilega þeirrar skoð- unar að refsa beri þessari áður- nefndu lögreglusveit með brott- rekstri, því svo læra börnin málið, sem fyrir þeim er haft. Það verður að gera því skóna, að menn þessir séu ekki þau illmenni og slíkir skúrar, að hrottavíman renni ekki af þeim með réttri meðferð. Hér verður að ráðast að undirrótinni, yfirmönnum embættisins. Tala verður hressilega yfir hausamót- unum á þeim og spyrja að því, hvernig undirbúningi slíkra lög- reglumanna undir lífsstarf sitt sé eiginlega háttað. Undirrituðum er vel ljóst, að upp geta komið tilvik, þar sem ekki verður undan því vikist að beita valdi, en lögreglumenn, flestum mönnum fremur, þurfa að vera mannþekkjarar, þ.e. búnir þeim eiginleika að greina á milli vammlauss fólks og vandræða- gemsa. Eru runnir upp tímar í Reykja- vík, þar sem slíkir atburðir eru að verða daglegt brauð? Því er athygli vakin á þessari hrottalegu og tilefnislausu árás, að ekki virðist spurning hvort sak- laust fólk verði fyrir slíku, heldur hvenær. Ólafur Þorsteinsson er viðskipta- fræðingur, starfar hjá Innkaupa stofnun ríkisins og er stundakenn- ari við Menntaskólann í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.