Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 Þingmenn andvíg- ir aprílkosningum Kjörið samdægurs til allra sveitarstjórna: — sem stjórnskipuð nefnd gerir tillögu um, eftir skoðanakönnun meðal sveitarstjórna Allar sveitarstjórnir kjörnar samdægurs ALEXANDER STEFÁNSSON, fé- lagsmálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi í neðri deild Alþingis, sem kveður m.a. á um að kjósa skuli til sveitarstjórna samdægurs í öllum sveitarfélögum síðasta laugardag í aprfl; kosningaaldur lækki í 18 ár; nýjar sveitarstjórnir taki við störfum 15. næsta mánaðar eftir kjördag o.fl. Samband íslenzkra sveitarfé- laga stóð fyrir skoðanakönnun meðal sveitarstjórna, sem leiddi í ljós, að ekki var samstaða milli þéttbýlis og strjálsbýlis um kjör- dag í júní eða júlí og haustkosn- ingar nutu ekki fylgis (en sér- staklega var spurt um viðhorf sveitarfélaga til kosninga annan laugardag í júní eða annan laug- ardag í október). Sérstök nefnd, sem hafði mál þessi til könnunar, „leggur til að kosningar fari fram samtímis í öllum sveitarfélögum í aprílmánuði og hefur ástæðu til að ætla, að sveitarstjórnarmenn muni geta fellt sig við þá hug- mynd sem málamiðlun". GARÐAR SIGURÐSSON (Abl.) taldi aprílkosningar, þá vetrar- vertíð stæði sem hæst, ekki koma til greina. ÓLAFUR Þ. ÞÓRÐARSON (F) tók í sama streng, vinnuálag í sveitum væri með meira móti í þann tíma. Hann taldi annan sunnudag í júní heppilega tíma- setningu kjördags. KARVEL PÁLMASON (A) tók í sama streng og Garðar og Ólafur. PÁLMI JÓNSSON (S) minnti á verðraham og ófærð fyrir síðustu þingkosningar (í apríl). Það hafi nánast verið tilviljun að hægt var að kjósa á þessum tíma. HJÖRLEIFUR GUTTORMS- SON (Abl.) mælti og gegn apríl- kosningum og hafði sömu afstöðu til tímasetningar kjördags og Ólafur Þ. Þórðarson. ALEXANDER STEFÁNSSON, félagsmálaráðherra, kvað megin- mál að sveitarstjórnarkosningar færu fram samtímis í öllum sveitarfélögum. Dagsetningin sjálf væri ekki „heiiagt mál“, en byggð að tillögum nefndar eftir nokkra athugun og könnun á við- horfum sveitarstjórna. Það mál ætti að hugleiða og ná sáttum um í þingnefnd. Umræðu lauk en atkvæða- greiðslu um nefnd var frestað. Sextán mínútna fundur í efri deild: Vel að verki staðið Þrjú mál vóru á dagskrá efri deildar Alþingis í gær. • Eiður Guðnason (A) mælti fyrir einróma nefndaráliti fjárhags- og viðskiptanefndar deildarinnar, sem mælti með samþykkt heimild- arfrumvarps um að auka hlutafé íslands í Norræna fjárfestingar- bankanum um 4.400.000 SDR (sér- stök dráttarréttindi). Frumvarpið var afgreitt með samhljóða at- kvæðum til þriðju umræðu. • Jón Helgason, dómsmálaráð- herra, mælti fyrir frumvarpi um framsal sakamanna, sem greint var frá á þingsíðu Mbl. í gær (staðfesting á samkomulagi Evr- ópuríkja). Málið var afgreitt til þingnefndar. • Frumvarp til staðfestingar á bráðabirgðalögum frá 5. apríl sl. um viðauka við lög um Fisk- veiðasjóð Islands um sérstaka deild er veitir lán til hagræð- ingar í fiskiðnaði og 120 m.kr. sjálfskuldarábyrgð ríkissjóðs. Málið var tekið út af dagskrá vegna fjarvistarleyfis viðkom- andi ráðherra. Þar með lauk þingfundi í efri deild eftir að hafa staðið í réttar 16 mínútur. Enginn þingfundur verður á Alþingi í dag (1. desem- ber). Þingdeildin kemur næst saman til fundar nk. mánudag. Efri deild Alþingis, sem hefur orð á sér fyrir skipuleg vinnu- brögð, mun skorta verkefni frá þingnefndum og neðri deild. Bandalag jafnaðarmanna; Réttur til þingrofs og bráðabirgðalaga falli niður Boðar frumvarp um þjóðkjörinn forsætisráðherra • KJARTAN JÓHANSSON (A) mælti í gær fyrir frumvapi til breyt- inga á þingsköpum í neðri deild Al- þingis, sem fjallar um skýrari þing- skaparákvæði um þingsályktanir, fyrirspurnir og umræður utan dag- skrár. Þessir þættir þingstarfa hafa vaxið óðfluga að fyrirferð hin síðari ár, sagði Kjartan, á kostnað megin- verkefnis þingsins, löggjafarstarfs- ins, því bæri nauðsyn til að færa þá í nokkrar skorður. • GUÐMUNDUR EINARSSON (BJ) mælti í gær fyrir frumvarpi til breytinga á stjórnarskrá fs- lands, sem kveður á um niðurfell- ingu þingrofsréttar og réttar til útgáfu bráðabirgðalag. í greinar- gerð segir efnislega að ákvæði um þingrof hafi aldrei verið í norskri stjórnarskrá og sé síður en svo óhjákvæmilegur þáttur í fram- kvæmd lýðræðis; þvert á móti arf- ur frá löngu liðnu konungdæmi hér. Ríkisstjórnir hafi og misnot- að aldargamalt ákvæði um setn- ingu bráðabirgðalaga og nauð- synlegt sé að færa frumkvæði í lagasetningu á ný til Alþingis. Framsögumaður greindi frá því að Bandalag jafnaðarmanna væri að vinna að frumvarpi um þjóðkjör- inn forsætisráðherra, sem yrði fullbúið innan skamms. • KJARTAN JÓHANSSON (A) mælti fyrir frumvarpi um afnám laga um samþykktir um lokun sölubúða, sem væru frá árinu 1936, og kæmu ekki heim og sam- an við þjóðféiagsbreytingar frá þeim tíma. 'Ws 19^-34 VANTAR ÞIG SAL? undir fundi — árshátíöir — þorra- blót — fermingar — brúökaup eöa hvers konar mannfagnaö? Upplýsingar í síma 84735 eöa 73987. ATH. Góðir kylfingar! Munið opið hús á miðvikudagskvöldum frá kl. 20.00 til 23.30. 23 Nytsamir hlutir Skógrindur 3 stæröir 55 cm, 80 cm, 100 cm. Efni: Fura. Verö kr. 564.- 610.- 667.- Veggskápar 5 stæröir. Efni: Fura. Verö kr. 742.- 1.559.- Handklæðahengi m/hillu 2 stæröir 90 cm, 120 cm. Efni: Fura. Verö kr. 545.- 639.- Veggfatahengi Efni: Fura. Verö kr. 712.00. Felligardínur 8 stæröir hæö 165 cm, breiddir 80, 90, 100, 110, 120, 130, 140, 150 cm. Verö kr. 562.- 845.- Frístandandi fatahengi Leikfimirimlar Efni: Brenni. Efni: Fura. Verö kr. 1.079.- Stærö 70x239. Verö kr. 2.612.- 0PIÐ TIL KL. 8 í KVÚL0 Vorumarkaöurinn hf. J Ávallt á undan sími 86112.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.