Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 28 KJÖTMIOSTÖÐIN Laugalæk 2 — 8. 86511. ÞAÐ MUNAR UM MINNA Lambaham- borgarhryggir^OQ Okkar verð kr. Nýja veröiö kr. 228 Londonlamb'f CO Okkar verð kr. IJU Nýja veröiö kr. 296 Úrbeinuö hangilæriOIQ Okkar verö kr. £m IO Nýja verðiö kr. 331 Úrbeinaðir hangiframpartar^/i Q Okkarverðkr. |*fO Nýja veröiö kr. 234 HangilærilOO Okkar verð kr. OALO Nýja veröiö kr. 217 Hangifram- parturQC15 Okkar verö kr. O w Nýja veröiö kr. 120,15 SÖItUÖ rúllupylsa CH Okkar verð kr. OO Nýja veröiö kr. 127 Reykt rúllupylsa Okkarverökr. f W Nýja verðiö kr. 127 Vz folalda- skrokkar tilbúnirTFQ í frystinn kr. / kg. Opið alla daga til kl. 7 Opið laugardaga til kl. 4 ALLTAF Hf OPIÐ HADEGINU KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2 — s. 86511. Sterkurog hagkvæmur auglýsingamiöill! Iflörjfjunlilnínlh Upphaf tæknialdar Bókmenntir Erlendur Jónsson Jón R. Hjálmarsson: AF SPJÖLD- UM SÖGUNNAR. 207 bls. Suður- landsútg. Selfossi, 1983. Saga og sögurannsóknir breyt- ist eins og annað. Það er líka breytilegt hvaða tímabil sögunnar sagnfræðingar fást einkum við á hverjum tíma. Undanfarið hefur síðari tíma saga verið efst á baugi. »16 þættir frá síðari öldum,« stendur á titilsíðu þessarar bókar. Þó höfundurinn upplýsi í formála að þættirnir myndi ekki samfellda heild má segja að þeir spanni einkum tvennt: Annars vegar landafundina og framfarirnar á því skeiði, hins vegar upphaf Jón R. Hjálmarsson: Af spjöldum sögunnar. tæknialdar sem hófst með iðnbylt- ingunni í Englandi. Hér eru t.d. þættir um gufuskip, járnbrautir og bíla, að ógleymdum þættinum f árdaga flugsins. Kynlegt er til þess að hugsa ef horft er frá sjónarhorni íslenskrar sögu að á tímum Móðuharðinda og mannfeilis hér skyldu stórþjóðir Evrópu vera að stíga fyrstu skref- in í átt til tækninnar. Þá tóku Frakkar að hefja sig til flugs í loftbelgjum. Bretar voru að hefja stóriðnað. Vélar tóku að leysa af hólmi vöðvaaflið. Fáeinum ára- tugum síðar, meðan íslendingar bjuggu enn í torfbæjum, hvergi sást hér enn móta fyrir vegar- sjsotta og fólk var ekki einu sinni farið að dreyma um brýr yfir ár, voru Evrópubúar teknir að ferðast greiðlega landa á milli með járn- brautum. Það var ekki fyrr en undir aldamótin síðustu að íslend- ingar hófu að ræða það mál í al- vöru að leggja hér járnbrautir. Og maður nokkur hafði slíkan áhuga á málinu að hann stofnaði tímarit og valdi því nafnið — Eimreiðin! Fram kemur í þáttum Jóns R. Hjálmarssonar að aðdragandi tækninnar var nokkru lengri en menn gera sér almennt í hugar- lund. Til dæmis segir hér ítarlega frá gufubílunum á nítjándu öld sem urðu undanfari bensinbílanna. Nú man enginn þessa gufubíla lengur, þeir urðu nokkurs konar risaeðlur á frumskeiði tæknialdar. Síðasti þátturinn í þessari bók Jóns R. Hjálmarssonar er ekki um tæknina í beinum skilningi en dregur þó óbeint slóða til hennar: Aðdragandi heimsstyrjaldarinnar síðari. Mjög hygg ég að ungt fólk nú á tímum bresti skilning á gangi þeirra mála. Helst er nú að benda á Austurlönd nær til samanburðar á því huglæga ástandi sem kynti hér undir tveim stórstyrjöldum milli þjóða sem nú lifa í sátt og samlyndi. Þótt þjóðir þessar hafi nú löngu sæst er enn rætt um ýmis atriði varðandi styrjöldina og aðdraganda hennar af tilfinn- ingasemi fremur en hlutlægni. Einnig kemur fyrir að inn í um- ræðurnar blandist pólitík líðandi stundar. Margir hafa t.d. velt því fyrir sér hvers vegna Bretar og Frakkar brugðust svo seint og sljólega við hervæðingu Þýskalands sem raun bar vitni. Samkomulagið í Múnch- en 1938 hefur verið talið bera vott um óafsakanlegan undirlægjuhátt gagnvart Hitler. En pólitískar ákvarðandir eru sjaldan teknar vegna hugsjóna og tilfinninga. ís- kaldir hagsmunir ráða meira. Jón R. Hjálmarsson telur að undan- látssemi Breta í Múnchen megi fyrst og fremst skoða í ljósi þess að Bretar hafi þá í andartakinu hugað meir að hagsmunum sínum annars staðar. Breska heimsveldið stóð þá enn fyrir sínu í orði kveðnu þó stoðirnar undir því væru mjög teknar að fúna undir niðri. Sá er höfuðkostur þessarar bók- ar að hún er bæði létt og læsileg. Undrum og stórmerkjum fortíðar- innar er brugðið hér fyrir sjónir sem ágætasta skemmtiefni. & * ‘>\c\ & VIÐ BYGGJUM. Dúndrandi lífsgleði Leikfélags Reykjavíkur ÁrniJohnsen Leikfélag Reykjavíkur er sér- stætt ævintýri í menningarsögu íslands og sannar hvernig lista- menn af lffi og sál skila sínum hlut hvernig sem árar í verald- legum gæðum, því ekki hefur Leikfélag Reykjavíkur búið við vlðáttumikla sali né óhóflegt fjármagn. Á hinn bóginn hefur Leikfélagið byggst upp af lista- fólki sem hefur fyrst og slðast hugsað um leikhúsið sitt og leikhúsgestina þótt allir viti að í gamla góða Iðnó hefur aldrei verið mæld öll útlögð vinna til greiðslu í launaumslögum. Hljómplatan Við byggjum leikhús, sem leikarar og aðrir starfsmenn Leikfélags Reykja- víkur syngja á, býr yfir ótrúlega mörgum góðum söngvurum og enn einu sinni sannar Leikfélag Reykjavíkur að svo margt sem það lætur frá sér fara er eftir- minnilgt vegna þess að það er fyrst og fremst manneskjulegt. Lögin á plötunni Við byggjum leikhús er m.a. safn úr verkum sem Leikfélagið hefur flutt á ýmsum tímum, en lögin voru flutt á söngskemmtun í Laug- ardalshöllinni 17. júní 1983 und- ir stjórn og í útsetningu Sigurð- ar Rúnars Jónssonar, og sama söngdagskrá var sýnd í sjón- varpinu í haust við glaðar undir- tektir landsmanna. Lögin á plötunni er m.a. úr Jörundi, Ævintýri á gönguför, Saumastofunni, Delerium Bub- onis, en einnig eru fjölmörg lög frá Finnlandi við texta eftir Kjartan Ragnarsson og Jón Hjartarson, en aðrir textahöf- undar eru Karl Ágúst Úlfsson, Jónas Árnason, Þorbergur Þórð- arson, Matthías Jochumsson og fleiri. I fáum orðum sagt er þessi plata Leikfélags Reykajvíkur bráðskemmtileg, listilega vel flutt og býr svo sannarlega yfir anda Leikfélags Reykjavíkur og hefur meiriháttar menningarsál þar sem blandað er saman gamni og alvöru. Ótrúlefft en satt Mikið úrval af leðursófasettum Verð frá kr.: 59.750 ijaiiKiiuitsvegi 111, símar 37010 — 37144.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.