Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 Verktakasamband íslands 15 ára: Valhúsgögn auglýsa Stflhrein og ódýr sófasett Áklæði í 5 litum. Verd kr. 14.100. Kjör sem allir ráða við. Sendum í póstkröfu. , .. . . Valhusgogn hf., Ármúla 4, sími 82275. — segir Othar Örn Petersen framkvæmdastjóri Eldhúsborð ásamt 4 stólum. Ljóst og dökkt. Verð kr. 9.600. „ÞAÐ HEFUR orðið mikil hugar- farsbreyting hjá ráðamönnum und- anfarin ár í sambandi við útboð. Þeim er farið að skiljast að það er þjóðhagslega hagkvæmt að bjóða út verk. Til dæmis tilkynnti Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra ný- lega, að útboð yrðu aukin á vegum ríkisins og ber að fagna því. Hins vegar er víða pottur brotinn í þess- um efnum ennþá. Það má nefna að stjórn verkamannabústaða í Reykja- vík er einn stærsti aðalverktaki í íbúðabyggingum á landinu. Og oft hafa ráðamenn beitt áhrifum sínum til að koma í veg fyrir útboð í þeim tilgangi að tryggja ákveðnum aðil- um, eins og vörubílstjórum, störf við vegaframkvæmdir, svo dæmi sé tek- ið. Slíkt ber vott um skammsýni og þröngsýni,“ sagði Othar Örn Peter- sen hrl., framkvæmdastjóri Verk- takasambands íslands, í samtali við blra. Mbl., en samtökin eiga 15 ára afmæli um þessar mundir. Verktakasamband íslands var stofnað 29. október árið 1968 og hét fram til ársins 1977 Samtök íslenskra verktaka. Nú eru 27 fyrirtæki í Verktakasambandi Is- lands, en skilyrði fyrir inngöngu í samtökin er að fyrirtæki veiti a.m.k. fimm manns atvinnu árið um kring, eða sem samsvarar 300 vinnuvikum. Nokkuð er um að stór fyrirtæki standi utan við samtök- in. Nokkrir forystumenn verktaka fyrir framan nýja útvarpshúsið. Frá vinstri: Jónas Frímannsson, ritari VÍ (Istak hf.), Ólafur Þorsteinsson, formaður (Völur hf.), Sigurður Sigurðsson, gjaldkeri (Loftorka hf.), Jóhann Bergþórs- son, meðstjórnandi (Hagvirki hf.) og Othar Örn Petersen, framkvæmda- stjóri. Utboð hagkvæmari „Færa má ótal rök að því,“ sagði Othar Örn, „að útboð verklegra framkvæmda eru hagkvæmari fyrir verkkaupanda. Verk til út- boða eru alla jafna betur undir- búin og eftirlit er meira með framkvæmd verktaka en ríkis- stofnana. Þegar boðið er út verður að ákveða fjárþörf fyrirfram, en þegar opinberar stofnanir fram- kvæma er fjárveiting oft í lausu lofti. Kosturinn við að ákvarða fjárþörf er meðal annars sá, að þegar í upphafi verður fjárveit- ingavaldið að ákveða hvað á að gera og hvað ekki. Það er sannar- lega óhagkvæmt að byrja á allt of mörgu en ljúka fáu. Og mörg fleiri rök mætti tíunda." Landið allt einn markaður Af öðrum stefnumálum sam- bandsins nefndi Othar Örn bar- áttu þess fyrir því að landið allt verði einn markaður og andóf gegn hvers konar þvingaðri sjóða- myndun: „Verktakasambandið hefur bent á, að til þess að ná árangri í verk- takaiðnaði eigi landið allt að vera einn markaður. Hvorki er íslenska þjóðin það fjölmenn, né markaður verktakaiðnaðar það fjölbrevttur, að efni standi til að hluta Island niður í svæði þar sem einn hefur forgang fram yfir annan. Á þetta jafnt við um launþega og atvinnu- rekendur. Með búsetu hafa menn tryggt sér aðstöðumun við tilboðs- gerð og jafnframt er ljóst að starfsmenn á framkvæmdastað stærri verka verða ávallt stórir þátttakendur í verkframkvæmd- um hvar sem er á landinu. Stefna sambandsins leiðir því ekki til þess að byggð í landinu verði brot- in niður, heldur þvert á móti, er hún til þess fallin að hefja menn upp úr barlómshjalinu og fá alla íslendinga til að vinna jákvætt að verktakaiðnaði og sýna sam- stöðu." Fyrirtæki verða að geta farið á hausinn „Verktakasambandið, eitt fárra félaga, hefur ávallt lagst gegn hvers konar þvingaðri sjóðamynd- un, en talið að frjálst bankakerfi eigi að annast peningaviðskiptin. Það er að segja, bankarnir eiga að hafa peningasjóðina undir hönd- um. Það hefur verið álit Verktaka- sambandsins að sjóðir og sjóða- myndanir leiði doða yfir íslenskt athafnalíf, sem leiðir til stöðnun- ar þegar fram í sækir. Nú er svo komið í íslensku þjóð- félagi, að miklum fjölda fyrir- tækja er miðstýrt frá sjóðakerfum og virðist sem fyrirtæki geti ekki farið á hausinn þótt eðlilegt væri. Fyrirtæki í verktakaiðnaði hafa alltaf þurft að berjast fyrir tilveru sinni. Þau hafa orðið gjaldþrota ef illa hefur gengið og hafa engir sjóðir komið þar við sögu til að framlengja á óeðlilegan hátt til- veru þeirra. Þetta er einmitt styrkur verktakafyrirtækjanna. Og þessi styrkur kemur meðal annars fram í miklum aðlögun- arhæfileika þeirra, hvernig þeim tekst að halda velli þrátt fyrir mikla skatt- og innflutningsgjald- heimtu ríkisins. Því við skulum at- huga það, að verktakaiðnaðurinn hefur ekki fengið tolla eða gjöld lækkuð að neinu marki, eins og aðrir helstu atvinnuvegirnir, sjáv- arútvegur, landbúnaður og ýmiss smáiðnaður." Keflavík: Námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja í KEFLAVÍK verður námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja og verður það haldið í Safnaðar- heimili Sjöundadags aðventista, að Blikabraut 2, í Keflavík. Nám- skeiðið stendur yfir í 5 daga og verður dagana 4. til 8. desember. Aðalleiðbeinandi og stjórn- andi verður Jón Hjörleifur Jónsson. Læknarnir Arinbjörn Ólafsson, Jón A. Jóhannsson og Björn Guðmundsson fræða þátt- takendur um skaðsemi reyk- inga. Kvikmyndir og litskyggn- ur verða sýndar. Krabbameins- félag Suðurnesja, Sjöundadags aðventistar og Islenska bindind- isfélagið standa sameiginlega að námskeiðinu. Bwaatiaagiii \ŒIÐANDWimTÆK^KAMSFMm BOX SE Það er engin tilviljun að WEIDER, einn virtasti framleiðandi líkamsræktartækja í heiminum hefji nú framleiðslu á boxáhöldum Box hefur löngum verið talin góð fþrótt til að þjálfa al- hliða líkamshreysti. Box æfingar þjálfa upp al/an líkamann og auka snerpu. Box áhöldin eru einnig hent- ug tæki til upphitunar fyrir aðrar greinar íþrótta. FYRIRLIGGJANDI: Box púðar 50 pund. teg. 2000. 75 pund, teg. 2001. Box boltar með festingum, teg. 2003. Box dropar. 13 tommu, teg. 2004. 15 tommu, teg. 2005. 16 tommu, teg. 2006. Æfingahanskar, teg. 2008. Veggfesting fyrir dropa, teg. 2007. ÚTSÖLUSTAÐIR: Útilíf, Glæsibæ. Sportvöruverslanir Ingólfs Óskarssonar. Verslun Vaxtarræktarinnar, Dugguvogi 7. Hlíðasport, Akureyri. VELKOMIN i SÝNINGARSALINN DUGGUVOGI 7 - SÍMI 35000 Verið velkomin í sýningarsal Vaxtarræktar- innar Dugguvogi 7. Þar gefst tækifæri til að skoða og prófa mikið úrval WEIDER líkams- ræktar- og æfingatækja, sem ætluð eru í æf- ingasali og líkamsræktaraðstöðu fyrirtækja og stofnana. Sendu mér tímaritið Líkamsrækt og næring á kr. 65 + burðargjald. Pöntunarsími er 35000 Verslun Vaxtarræktarinnar Dugguvogi 7 I I NAFN | HEIMILI I STADUR POSTNR L_ Útboð eru þjóð- hagslega hagkvæm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.