Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 38 Enskir punktar Frá Bob Honnessy, fréttamanni Morgunbladtins í Englandi. WEST HAM hefur notfært sór heimild í reglugerð um sjóð ensku deildarkeppninnar, og farið fram ó 20 þúsund pund úr honum í bætur fyrir þaö hve fóir áhorfendur komu á heímaleik liðsins gegn Manchester United á sunnu- daginn. Honum var sjónvarp- aö beint í Englandi. Það komu 8.000 færri áhorfendur á leik- inn en meðaltaliö var á Upton Park á síöasta keppnistíma- bili. Swansea hefur ákveöiö að selja Colin Pascoe, 18 ára bráöefnilegan framherja, til Englandsmeistara Liverpool fyrir 200 þúsund pund. Liv- erpool hefur lengi haft áhuga á Pascoe, en Swansea hefur ekki viljaö sleppa honum fyrr en nú. Ástæöan fyrir því aö hann fer nú er sú aö félagiö skuldar Liv- erpool nærri því 200 þúsund pund frá því það keypti Colin Irwin og Ray Kennedy frá An- field. Þetta er því gert til aö minnka þá skuld. Arnold Muhren, Hollending- urinn snjalli hjá Manchester United, sem meiddist í leiknum gegn West Ham á sunnudag- inn, veröur frá keppni næstu þrjár vikurnar vegna þeirra meiösla. M <£* * • Steve Hunt Graham Mosely, sem varöi mark Brighton í bikarúrslitun- um gegn Manchester United í vor, hefur fengiö „frjálsa sölu“ frá félaginu. Hann missti sæti sitt í liðinu eftir aö Joe Corrigan kom á Goldstone Ground. Steve Hunt, miövallarspilari Coventry, var rekinn út af á laugardaginn fyrir aö skalla Steve Williams hjá Southampt- on. Hann fer sjálfkrafa í tveggja leika bann og auk þess hefur Bobby Gould, framkvæmda- stjóri Coventry, sektaö hann um tveggja vikna laun: 750 pund. Mark Dennis, hinn 21 árs gamli bakvörður Birmingham City, er farinn til Southampton fyrir 30.000 pund. Manchester United og Sheffield Wednesday höföu einnig áhuga á honum en Lawrie McMenemey stjóri Southampton nældi i hann. Dennis hefur átt i deilum viö Birmingham vegna launamála í vetur. Honum var neitaö um 100 punda launahækkun á viku, sem hann átti aö fá í haust skv. samningi hans við félagiö. Er sá samningur var geröur var Jim Smith viö stjórnvölinn, nú er Ron Saunders i fram- kvæmdastjórastólnum og hann tók ekki í mál aö hækka launin. Því vildi Dennis komast burt frá St. Andrews. Hann fær 750 pund í vikulaun. • Hanni Wenzel hefur verið bönnuð þátttaka í Ólympíuleikunum í Sarajevo vegna þess aö hún hefur auglýsingatekjur. Þar af leiöandi mun hún leggja aðaláherslu á heimsbikarkeppnina og þykir þar sigur- stranglegust í kvennaflokki. Sex með 11 rétta f 14. leikviku var þaö mikið at óvæntum úrslitum í leikjum get- raunaseöilsins, aö enginn seðill kom fram með 12 róttum. Með 11 rótta voru 6 raðir á 5 seölum og vinningur fyrir hverja röö kr. 80.510,00 og 80 raöir voru meö 10 rótta leiki og vinningur fyrir hverja röð kr. 2.587,00. Hæsti vinníngur vikunnar var fyrir 36 raða kerfisseðil með 11 rótta í 2 rööum og 10 rótta í 10 rööum, eða vinningur alls fyrir seöilinn var kr. 186.890,00. Fram vann ÍS FRAM vann ÍS í 1. deild karla í blaki í fyrrakvöld, 3:2, 12:15, 15:6, 17:15, 6:15 og 15:6. Staöan í síöustu hrinunni var 6:6 um tíma, en síðan sigldu Framarar fram úr og unnu örugglega. Þrátt fyrir mjög góöan leik Þóröar Svanbergssonar náöi ÍS ekki aö sigra, en hann var besti maöur vallarins. Fram-liöiö var mjög jafnt. í 1. deild kvenna sigraöi ÍS Þrótt 3:1. — SUS Heimsbikarkeppnin í alpagreinum skíðaíþrótta hefst í dag: Stenmark og Wenzel talin sigurstranglegust — þeim hefur báðum verið bönnuð þátttaka á Ólympíuleikunum PHIL MAHRE, besti skíöamaður sem komið hefur fram í Bandaríkjunum, er talinn leggja höfuöáherslu á Ólympíuleikana í vetur, fórna jafnvel sigri í Sarajevo. Mahre hefur sigrað í heimsbikarnum síðustu þrjú ár, en í vetur er Svíinn Ingemar Stenmark talinn sigurstranglegastur. Heimsbikarkeppnin í alpagreinum hefst í Krajnska Gora í Júgóslavíu í dag með keppni í kvennaflokki, og keppni í karlaflokki hefst á sama stað á morgun. Stenmark verður aö leggja höf- uöáherslu á heimsbikarinn, þar sem honum hefur veriö bönnuö þátttaka á Ólympíuleikunum vegna hálf-atvinnumennsku sinnar. Stenmark sigraöi í heimsbikarnum þrjú ár í röð: 1976 til 1978, og hann hefur undirbúiö sig mjög vei fyrir hiö erfiöa fjögurra mánaöa keppnistímabil skíöamanna sem nú hefst. Hann hefur æft af miklum krafti á Norður-ítalíu síöan í októ- ber, ákveöinn í því aö veröa í topp- æfingu alveg frá byrjun tímabils- ins. Þeir skíöamenn sem stefna á Ólympíuleikana, haga æfingum sínum hins vegar þannig aö þeir veröi á toppnum á leikunum, sem haldnir veröa í Júgóslavíu 8. til 19. febrúar. „Þaö er enginn vafi á því, aö Mahre mun leggja höfuðáherslu á Ólympíuleikana og þaö munum viö notfæra okkur til hins ýtrasta," sagöi Ermanno Nogler, hinn ítalski þjálfari Stenmarks,' í samtali viö fréttamann AP. Það gæti lika kom- iö niður á Mahre aö hann neitar að keppa í risa-keppnunum, sem fyrst var keppt í síöastliöinn vetur, en stig í heimsbikarnum eru reiknuö út frá öllum greinunum. Wenzet sigur- stranglegust Hanni Wenzel frá Liechtenstein, fyrrum Ólympíu- og heimsmeistari hefur veriö bönnuö þátttaka á Ólympíuleikunum í febrúar eins og Stenmark, þar sem hún hefur aug- lýsingatekjur. Hún er talin sigur- stranglegust í kvennaflokki heims- bikarsins. Wenzel verður 27 ára nú í desember, og þaö kom vel í Ijós í svokallaöri heimskeppi, upphitun- armóti fyrir skíöafólkiö, í Bormio á italíu í síöustu viku, aö hún er í mjög góöri æfingu. Taliö er aö Erika Hess, svissn- eska stjarnan sem varö þrefaldur heimsmeistari í Schladming síö- astliðinn vetur, veröi aöalkeppi- nautur Wenzel, ásamt Tamara McKinney, bandarisku stúlkunni, sem sigraði í heimsbikarkeppninni í fyrra. Hess, sem er aöeins 21 árs, hef- ur náö sér aö fullu af hnémeiösl- um, sem háöu henni undir lok keppnistímabilsins í fyrra. Hún segir aö markmiö sitt í vetur sé aö vinna gull í Sarajevo. „En ég mun ekkert gefa eftir í heimsbikarnum. í Sarajevo er þaö ein keppni sem skiptir máli, og ekki má mikið út af bregða, til þess aö maöur taþi,“ sagöi hún í Bormio á dögunum eft- ir aö hafa lent í þriöja sæti, bæöi í svigi og stórsvigi. Hún sagöist bú- ast viö mestri keppni frá Wenzel og McKinney. PELÉ, „kóngur knattspyrn- unnar“, hefur neitað tilboði bandaríska félagsins Cos- mos um að leika með liðinu eitt keppnistímabil — árið 1984. Eins og viö sögöum frá fyrr í vikunni, bauð Cosmos honum fimm milljónir dollara fyrir keppn- istímabiliö. „Tíu milljónir dollara hefðu ekki einu sinni nægt til aö fá mig aftur,“ sagöi Pelé í samtali viö fréttamann AP í Rio de Jan- eiro í Brasilíu í gær. • Ingemar Stenmark Pelé, sem nú er 43 ára, starfar hjá Warner-fyrirtækinu í New York, þar sem hann býr nú, en Warner er einmitt eigandi Cosmos-liösins. Hann leikur endrum og eins á góðgeröar- og sýningarleikjum, en segist ekki vilja taka fram skóna aö nýju til aö leika af alvöru. „Þaö yröi gífurlega erfitt fyrir mig aö snúa aftur,“ sagði Pelé. „Ég verö aö reyna aörar leiöir til aö fá fólk til aö koma oftar á völl- inn. Verö aö vinna meira að aug- lýsingamálum varöandi knatt- spyrnuna í Bandaríkjunum. Pelé sagöi ástæöuna fyrir áhorfenda- í karlaflokki hafa svissneskir kappar veriö sterkir í stórsvigi og risa-greinunum í haust, og gætu blandaö sér í toppbaráttuna í stigakeppninni. Austurríkis- og Kanadamenn eru taldir munu keppa um efstu sætin í brun- keppnunum. Brunkóngurinn Klammer Franz Klammer, brunkóngurinn frá Austurríki, er talinn sigur- stranglegastur í þeirri grein heims- bikarsins, ásamt löndum sínum, Harti Weirather, Erwin Resch og Helmut Heflener. I kvennaflokki eru þaö kanadísku stúlkurnar sem taldar eru bestar: Gerry Sörensen og Laurie Graham, en svissneska stúlkan Maria Walliser er talinn geta veitt þeim haröa keppni. ítalski landsliösþjálfarinn, Sepp Messner, sagöi aö oft væri mikiö um óvænt úrslit þau keppnistíma- bil sem skíöafólkiö þyrfti að hafa hugann viö Ólympíuleika eöa heimsmeistarakeppni auk heims- bikarkeppninnar. Þaö veröur gam- an aö sjá hvort svo veröur einnig í vetur. Cosmos fækkun í Bandaríkjunum aö hluta til þá aö stjörnur á borö viö Franz Beckenbauer, Giorgio Chinaglia og hann sjálfan væru hættar aö leika þar. „Sum liöin uröu mjög léleg og bandarískir áhorfendur vilja alltaf sjá eitthvað skemmti- legt. Ef þeir fá ekki sína „sýningu" er þeir koma á völlinn, leggja þeir þaö ekki á sig aö koma aftur.“ Pelé sagöi fyrst frá þessu til- boöi Cosmos j viötali viö brasil- ískt dagblað um síðustu helgi, en þess má geta að forráðamenn Cosmos hafa sagt fréttina ranga. Þeir hafi aldrei boöið Pelé þessa upphæð fyrir aö byrja aftur! Pele hafnaði boði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.