Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 40
Cm/ (Spú'e í JÓLAPAKKANN HANS Bítlaæöiö BIK'DaVIDW^ 8S FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Búnaðarbank- inn heldur sterkt alþjóð- legt skákmót BANKAKÁÐ Búnaðarbankans ákvað í gær að halda alþjóðlegt skákmót á sínum vegum snemma á næsta ári í tengslum við 11. Reykjavíkurskák- mótið. Bankinn hyggst með þessu gefa okkar yngri skákmönnum, sem staðið hafa sig vel upp á síðkastið, tækifæri á að ná áföngum að alþjóð- legum titlum, þ.á m. stórmeistaratitli. Ætlunin er að mótið verði í 8. styrkleikaflokki FIDE, skipað tólf skákmönnum, þar af sjö íslending- um og fimm útlendingum. Ekki hef- ur enn verið ákveðið hvaða skák- mönnum verði boðið á mótið, en flestir þeirra munu einnig tefla á Reykjavíkurskákmótinu, sem mun hefjast nokkrum dögum eftir að al- þjóðaskákmóti Búnaðarbankans lýkur. Ákvarðanir um þátttakend- ur, mótsstað o.fl. verða teknar á næstu dögum. Það eru Margeir Pétursson al- þjóðameistari og Leifur Jósteinsson frá skáknefnd Búnaðarbankans sem unnið hafa að undirbúningi þessa máls fyrir bankann. Anna Halldórsdóttir ísafjörður: 83 ára kona lést eftir um- ferðarslys Önnur liggur þungt haldin í sjúkrahúsi 83 ÁKA gömul kona, Anna Hall- dórsdóttir, lést eftir að hafa orðið fyrir bifreið í Hafnarstræti á ísa- firði laust eftir klukkan 18 á þriðjudag. Anna heitin bjó á Dvalarheimilinu Hlíð. Hún var fædd 28. desember 1899. Hún lést á sjúkrahúsinu á ísafirði í gær. Anna heitin var á gangi eftir Hafnarstræti ásamt tæplega áttræðri konu. Þær urðu fyrir lítilli sendibifreið, sem ekið var upp Hafnarstræti. Dimmt var yfir þegar slysið átti sér stað og hálka á götum. Konurnar voru fluttar í sjúkrahúsið á ísafirði og lést Ánna heitin í gær, en hin liggur þungt haldin í sjúkrahúsinu. Morgunblaðið/ Jón Svavarsson. Skipverjinn á Örvari kemur til Reykjavíkur í gærkvöldi með sjúkraflugvél frá Erni, ísafirði. Skipverji á Örvari alvarlega slasaður SKIPVERJI á Örvari slasaðist alvarlega í gærmorgun, og er hann fótbrotinn á báðum fótum og höfuðkúpubrot- inn og talinn í lífshættu, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér. Örvar var staddur út af Vestfjörðum þegar slysið varð og sigldi strax inn til ísafjarðar. Orsök slyssins er talin sú að maðurinn hafi flækst í spili þegar verið var að hífa trollið. Nokkru eftir að maðurinn kom í sjúkrahúsið á fsafirði var tekin ákvörðun um það að flytja hann til Reykjavíkur og var flogið með manninn seint í gærkveldi. Hraðfrystistöðin: Fjörutíu sagt upp Um fjörutíu starfsmönnum Hrað- frystistöðvarinnar í Reykjavík hefur verið sagt upp störfum frá og með næsta þriðjudegi. Liggur vinna við frystingu hjá fyrirtækinu niðri tíma- bundið, að sögn Ágústs Einarssonar, framkvæmdastjóra Hraðfrystistöðvár- innar. „Það hefur verið verulegur sam- dráttur í allri vinnslu og við verðum að taka það út eins og aðrir," sagði Ágúst í samtali við blm. Morgun- blaðsins. „Aflabrögð í haust hafa verið með slíkum eindæmum, að ég man ekki annað eins. Erfiðleikarnir hafa því verið mjög miklir og það hefur gengið illa að halda þessu saman undanfarnar vikur." Hann sagði að eftir áramótin gerðu menn sér vonir um betri afla. „Þá blasir við að hægt verði að vinna fyrir Rússlandsmarkaðinn og einnig ætti að verða hægt að vinna við loðnufrystingu." Togurum Hraðfrystistöðvarinn- ar, Viðey og Engey, verður lagt þeg- ar þeir koma af veiðum á næstu dögum. „Ég á ekki von á að það verði nema í skamman tíma,“ sagði Ágúst, „en eins og allir vita hefur gengið mjög illa að halda togurun- um úti, ekki aðeins hér í Reykjavík heldur um allt land. Fréttir síðustu daga og vikna eru til marks um það.“ Kuwait leitaði eftir kaup- um á þungu vatni á Lslandi BORIST hefur fyrir.spurn til ís- lcnding.s frá aðilum í Kuwait, þar sem þess var farið á leit að Kuwait yrði selt þungt vatn, sem möglegt er að síðan hafi átt að selja til Pakistan, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér, en eins og kunn- ugt er, er þungt vatn notað í kjarnorkuverum bæði við fram- leiðslu á raforku og einnig við framieiðslu á plútóníum, sem er efni sem notað er til framleiðslu á kjarnorkusprengjum. Undanfarin ár hefur Pakist- Hugsanlegt að að selja það önum verið mjög í mun að afla sér efna til þess að búa til kjarnorkuvopn, en hefur lítt orðið ágengt, en hins vegar eiga þeir kjarnorkuver sem nýst gæti þeim í þessum til- gangi. Var fyrrgreindum aðilum frá Kuwait tjáð að ekki væri hér á landi verksmiðja til framleiðslu á þungu vatni, en þeir hafi ætlað til Pakistan samkvæmt heimildum blaðs- ins gæti misskilningurinn stafað af því, að í kringum ár- ið 1973 voru uppi hugmyndir hér um að reisa slíka verk- smiðju. Þegar í Ijós kom að íslend- ingar hefðu ekki yfir þungu vatni að ráða, var Kuwait- búinn spurður að því af hverju þeir leituðu ekki eftir kaupun- um í Kanada, þar sem þungt vatn er framleitt. Kanada- inenn eru tregir til að selja þungt vatn til arabaríkja, vegna gruns um að vatninu sé ætlað að enda í Pakistan. Var því þá svarað til að það hefði verið reynt, en þeir vildu ekki selja þeim þunga vatnið. Kanadamenn selja ekki þungt vatn til annarra þjóða, nema gegn skuldbindingu um að það verði aðeins notað í friðsam- legum tilgangi. Fiskiþing: Þorskinum skipt efltir landshlutum? Á FISKIÞINGI í gær lagði Marteinn Friðriksson, Sauðarkróki, til að tekinn yrði upp landshlutakvóti á þorskveiðar á næsta ári. Miðaði hann við hámarksafla 240.000 lestir, sem er 63,2% af meðalafla síðustu þriggja ára. Skyldi hvert landsvæði þannig fá 63,2% af meðalafla lönduðum þar síðustu þrjú ár. Er þá gert ráð fyrir 290.000 lesta afla á þessu ári. Marteinn lagði ennfremur til, að af heildaraflanum skyldu bát- ar fá 46% en togarar 54% og skyldi ákveðinn hundraðshluti aflans, bæði togara og báta, tek- inn á afmörkuðum tímabilum. Á vetrarvertíð skyldu bátar til dæmis taka 65% af heildarafla sínum en togarar 42%. Marteinn gerði ekki ráð fyrir kvóta á ein- stök skip í tillögu sinni. Tillaga þessi mætti nokkrum andmælum og töldu sumir þingfulltrúa rétt- ara að setja aflakvóta á togara á næsta ári og báta 1985. Tillögu þessari og öðrum um stjórnun fiskveiða var vísað til sjávarút- vegsnefndar Fiskiþings, sem síð- an mun leggja tillögur sínar fyrir þingið að nýju. Sjá nánar bls. 20 og 21. Jólarjúpan á 135 krónur VERÐIÐ á jólarjúpunni í ár er 135 krónur fyrir stykkið, en var 85 krónur í fyrra og er því um 58,8% hækkun að ræða. Þessar upplýs- ingar fékk Morgunblaðið í Kjöt- miðstöðinni. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk þar hefur verð á rjúpu yfirleitt hækkað í samræmi við verð á lambakjöti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.