Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 3 Morgunbladið/ xvEE j Jólatrén 50—60% dýrari í ár Síðustu jólatrjánum frá útlöndum var skipað á land í gær. Innlendu trén eru að berast til þéttbýlisstaöa. Væntanlega eiga þessi vænu tré eftir að gleðja fleiri en starfsmenn Landgræðslusjóðs í útsölunni í Fossvogi. Utanríkisráðuneytið: Hljómplata með lögum eft- ir dr. Gunnar Thoroddsen Sovéska loftnetið FÁLKINN hefur gefið út hljómplötu með tónlist eftir dr. Gunnar Thoroddsen, fyrr- verandi forsætisráðherra. Á hljómplötunni eru 14 lög flutt af ýmsum kunnustu söngvur- um og hljóðfæraleikurum landsins, auk nokkurra stuttra laga, sem dr. Gunnar leikur sjálfur á píanó. Kristinn Sigmundsson, baritón, syngur 2 lög, sem eru hin fyrstu sem heyrast frá honum á hljómplötu. Sigríður Ella Magnúsdóttir syngur einnig tvö lög og, Einsöngvarakvartettinn syngur eitt lag í léttum dúr. Þá eru tvö lög í flutningi Dómkórsins undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, Lúðrasveit < Reykjavíkur leikur léttan mars og Smári Ólason organleikari leikur eitt lag, en Smári sá einnig Umslag hljóraplötu Fálkans, með lögunum eftir dr. Gunnar Thor- oddsen fyrrverandi forsætisráð- herra. um upptökustjórn hljóm- plötunnar. Eitt lag, Etyde, er flutt af Gísla Magnús- syni píanóleikara, en þetta lag samdi dr. Gunnar ung- ur að árum og hugsaði það sem fingraæfingu á píanó. Öll ofangreind lög voru tekin upp í október og byrj- un nóvember síðastliðinn. Einnig eru á plötunni þrjú lög sungin af Karlakórnum Stefni, sem tekin voru upp árið 1979. Á þessu ári lék dr. Gunn- ar Thoroddsen inn á seg- ulband allmörg lög fyrir fjölskyldu sína. Af þessum lögum eru 7 á plötunni auk kynninga, sem hann flutti á milli laganna. Segir í frétta tilkynningu frá Fálkanum, að fyrirtækið kunni fjöl- skyldu dr. Gunnars bestu þakkir fyrir að fá að birta þessi lög á plötunni. Á baksíðu plötuumslags ritar Ólafur Ragnarsson bóka- útgefandi nokkur orð um Gunnar heitinn Thorodd- sen. enn til athugunar Fjarskiptaloftnctiö á einu húsa sovéska sendiráðsins í Reykjavík er enn til athugunar hjá stjórnvöldum, að því er fram kom í samtali blm. Morgunblaðsins við tvo ráðuneytis- stjóra í gær. Leitað var til ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu og sam- gönguráðuneytinu í framhaldi af grein eftir Gústav Arnar, yfir- verkfræðing Pósts og síma, í Mbl. í gær, þar sem fram kemur m.a. að hægt er að nota loftnetsskerminn til að hlusta ýmis fjarskipti milli íslands og umheimsins. Gústav telur að sovéska sendiráðið á fs- landi þurfi leyfi til að nota skerm- inn. „Þetta eru sjónarmið, sem þarf að taka til athugunar," sagði Ingvi S. Ingvarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu. „Þetta eru ýmis tæknileg atriði, sem hafa verið til athugunar hér og verða áfram." Ólafur Steinar Valdimarsson, ráðuneytisstjóri í samgönguráðu- neytinu, sagði að málið hefði ekki komið til kasta þess ráðuneytis. Hann sagðist ekki hafa haft tæki- færi til að ræða það við sam- gönguráðherra, Matthías Bjarna- son. í hann náðist ekki í gær. Njótiö forboöa jólanna og minninga sumarsins á glæsilegu Útsýnarkvöldi BR'OaVIDWAT SUNNUDAGINN 4. DESEMBER 1983 Hermann Gunnaraaon ! ÍIJ" ' Fegurðarsamk. Harra og ungfrú Útaýn Ódýr veizlufagnaöur meö fordrykk og Ijúffengum kvöldverði Glæsileg skemmtiatriöi Úrslit í stórmerkri skoðanakönnun um feröamál Dregnir út 5 ferðavinningar Bingó — 3 umferðir — verömæti vinninga kr. 45.000 Fegurðarsamkeppni — ungfrú og herra Útsýn Forkeppnin fyrir 1984 Dans til kl. 01.00 Kynnir kvöldsins hinn bráöhressi Hermann Gunnarsson Kjarvalsstaðir: ^Við unga fólkiða „Við unga fólkið" er yfirskrift sýningar Æskulýðsráðs að Kjar- valsstöðum sem opnar í dag. Er fyrirhugað að kynna þar starf Æskulýðsráðs næstu viku með Ijósmyndasýningum, fjölbreyttri dagskrá og ýmsum uppákomum. Hefst dagskráin í dag kl.13. 00 með því að unglingar úr skólum og félagsmiðstöðum safnast saman á Kjarvalsstöð- um í skringifötum og mun lúðrasveitin Svanur leika fyrir gesti í anddyrinu. Um klukkan tvö flytja ávarp Þórunn Gestsdóttir varaformaður Æskulýðsráðs, Petrea Frið- riksdóttir fyrir hönd unglinga og Davíð Oddsson borgarstjóri. Skemmtidagskrá hefst í aðal- sal klukkan þrjú. Meðal efnis danssýningar, sminksýningar og leiksýningar og Jóhann Helgason skemmtir. Vin- sældalisti félagsmiðstöðvanna verður kynntur klukkan fimm, klukkan átta verður „rag- time“-píanóleikur í aðalsal og klukkan níu verður endurtekin skemmtidagskrá úr félags- miðstöðvum og skólum. Að- gangur er ókeypis. COBRA-dansinn Aerobic Dagskrá: Kl. 20.00 Húsiö opnað með brosandi lystauka, músík og myndasýning í gangi. Sala bingóspjalda. Kl. 20.30 Veizlan hefst — á matseölinum: 1. Rjómasúpa heimsflakkarans 2. Filet d’agneau Bali meö gratineruöu blómkáli, kryddjurta-jaröeplum, hrásalati og Singapore- sósu. Skemmtiatrlöi: Cobra-dansinn — ný danssýning undir stjórn Kolbrúnar Aöalsteinsdóttur Aerobic-sýning undir stjórn Jónínu Benediktsdóttur Tízkusýning: Model 79 sýna tízkufatnaö frá Verzluninni Assa, Laugavegi 118 Altþetta fyrir aðeins kr. 350.- Skoðanakönnun i um ferðamál Niðurstöður birtar og dregnir út 5 glæsilegir vinningar Myndasýning frá sumrinu '83 ígangi allt kvöldið Tryggiö ykkur miöa tímanlega í Broadway á þessa ódýru, glæsilegu Veriö velkomin kvöldskemmtun og látiö ekki happ úr hendi sleppa! Góöa Á ÚTSÝNARKVÖLDUM ER FÓLKIÐ, STEMMNINGIN OG FJÖRIÐ! skemmtun! öólar- jólaglaðningur * ■LJtsvnar i f Ferðaskrtfstofan ^ VúTSÝN í fullu fjöri á rás I og II

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.