Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 Glæsilegir sinfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Tónverk eftir Johannes Brahms Þriðja sinfónían, op. 90 Fiðlukonsertinn, op. 77 Akademíski forleikurinn, op. 80 Einleikari: Jean-Pierre Wallez Stjórnandi: Klauspeter Seibel Tónleikarnir síðastliðið fimmtudagskvöld voru einhverj- ir bestu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Þrennt ber til, fyrir utan frábaeran leik hljómsveitarinnar, og er fyrst að telja, að flutt var tónlist eftir tónsmið, sem ekki aðeins er þess verður að teijast meðal mestu tónskálda heimsins, heldur mestur þeirra er bestir verða kallaðir. í annan stað má svo nefna frábæran stjórnanda, Klauspeter Seibel, er sannarlega kann bæði að stjórna og er auð- heyrilega mjög vel að sér í Brahms. Þrenningunni lokar svo fiðluleikarinn Jean-Pierre Wall- ez, sem er sannarlega fiðlusnill- ingur og lék Brahms með þeim glæsibrag að tækni og kunnátta er ekki markmið, heldur tæki til að ná þeim markmiðum sem fólgin eru í listrænni og magn- aðri túlkun á stórfenglegu tón- máli meistarans. Eins og oft áð- ur, svarar Sinfóníuhljómsveit ís- iands kalli, þegar knúið er, og ieikur þá allt á iukkuhjólum fyrir henni. Þannig var leikur sveitarinnar á hátíðarforleikn- um hreint frábær og í sinfóní- unni einnig. Eitt er það þó sem hijómsveitin hefur ekki tamið sér enn og það er annað styrk- leikamat þegar leikið er fyrir einleik. Undirritaður veit að samhljómunin uppi á sviðinu er önnur en úti í sal og það sem kann að vera í góðu jafnvægi á sviðinu, er oft á tíðum mjög mis- sterkt úti í sal. Einkum eru það blásarar, sem berast betur fram í salinn, og væri vert að gera á því athugun, hver munur þarf að vera á styrk í leik blásaranna, þegar leikið er undir t.d. í fiðlu- Jcan-Pierre Wallez konsert. Það er erfitt fyrir hlust- anda að heyra tiltölulega þýð- ingarlitla hljóðfærarödd hljóma eins og einleikshljóðfæri. Þessi vöntun á sérstökum „undir- leiksstyrk" er verst fyrir hljómsveitina sjálfa og það álit sem hún skapar sér sjálf með Klauspeter Seibel misgóðum flutningi tónlistar á tónleikum. Þeir sem vilja sveit- inni illa telja að hljóðfæraleik- arar hennar geti ekki leikið veikt og ef satt er, er það mikill galli á kunnáttu. Að áliti undirritaðs er hér ekki um tæknivankunnáttu að ræða, heldur vantar þá sátt í samstarfi hljóðfæraleikaranna og vilja til samstillingar, sem hlustendur eiga kröfu til og hljómsveitin þarf að huga að, því óánægður hlustandi er ekki markmiðið með starfsemi Sin- fóníuhljómsveitar íslands. Þessi lestur stendur allmikið á skakk við tónleikana sjálfa, sem voru í alla stað mjög góðir, en einmitt þess vegna er rétt að minna á, að leiðindi varðandi illa útfærðan leik hljómsveitarinnar eru ekki annarra mál en sveitarinnar sjálfrar, hennar skaði og í raun- inni fráhrindandi atferli gagn- vart þeim hlustendum, er til hennar vilja sækja fegurð og mikilleik, sem sannarlega er þörf fyrir í þeirri firringu er tröllríður öllu í kringum okkur. Sú mikla list, sem Sinfóníu- hljómsveit fslands, Kauspeter Seibel og Jean-Pierre Wallez miðluðu hlustendum í Háskóla- bíói sl. fimmtudag, er það sem hlustendur þurfa sér til halds og trausts og þá verður ekki spurt um hvort hafa eigi Sinfóníu- hljómsveit, hún verður sú svöl- un, er ekki má undan komast að bergja á, ef menn vilja lífi halda og komast óskaddaðir út úr „margrásuðu" hljóðglamri nú- tímans. I Alltaí í skemmtilegum íélagsskap ■QsmcIv, Með einhverjum öðrum ^ Theresa Charles Meö einhverjum öörum Rósamunda hrökklaðist úi hlutverki „hinnar konunnar", því það vaid deginum ljósaia að Norrey mundi aldrei hvería írá hinni auðugu eiginkonu sinni, - þrátt íyrir loíorð og fullyrðing- ar um að hann biði aðeins eítir að íá skilnað. Hversvegna ekki að byrja upp á nýtt með ein- hverjum öðmm? Else-Marie Nohr Einmana Lóna á von á barni með unga manninum, sem hún elskar, og hún er yíir sig hamingjusöm. En hún haíði ekki minnstu hugmynd um, að hinar sérstöku aðstœður í sambandi við þungunina haía stofnað lífi bœði hennar sjálírar og barns- ins í hœttu. - Hugljúí og spennandi ástarsaga. ELSE-MARIE NOHR EINMANA . ErikMikv ASTOG BLEKKING Erik Nerlöe Ást og blekking Súsanna var foreldralaust stofnanabam, sem látin var í svokallaða heimilisumönnun hjá stjúpíoreldmm Torbens. Með Torben og henni takast ástir og hún verður óírísk. Peim er stíað sundur, en mörgum ámm seinna skildi hún að hún hefui verið blekkt á ósvííinn hátt. Og það versta var, að það var maðurina sem hún hafði giízt, sem var svikarinn. Else-Marie Nohr Systir María Nunnan unga var hin eina, sem möguleika haíði á að bjarga flugmanninum sœrða, sem svo óvœnt haínaði í vörzlu systranna. En slíkt björgunarstarí var lííshœttulegt. Yíir þeim, sem veitti óvinunum aðstoð, vofði dauðadómur, - og ílugmaðurinn ungí var úr óvinahernum. Æsi- lega spennandi og fögur ástarsaga. SVSTIR MARÍA SaRland Segðu já. Samantha Barbara Cartland SegÖu já, Samantha Samantha var ung og saklaus og gœdd sér- stœðri íegurð og yndisþokka. Grœn augu henn- ar viitust geyma alla leyndaidóma veraldar. Sjálí áttaði Samantha sig ekki á því íyrr en hún hitti David Durham og vaið ástíangin aí honum, að hún var aðeins fáfróð og óreynd lítil stúlka, en ekki sú líísreynda sýningarstúlka, sem mynd- ir biitust aí á síðum tízkublaðanna. ' Eva Steen Hann kom um nótt Bella vaknar nótt eina og sér ókunnan mann standa við rúmið með byssu í hendi. Maðurinn er hœttulegui morðingi, sem er á ílótta undan lögreglunni og œtlar að þvinga hana með sér á ílóttanum. Hún hatar þennan mann, en á nœstu sólarhringum verður hún vör nýrra og hlýrri tilfinninga, þegar hún kynnist ungum syni morðingjans. Euo ítccn Hflfin Hom um non SIGGE STARK Engir karlmenn, takk Sigge Stark Engir karlmenn, takk í sveitarþorpinu var hlegið dátt að þeim, furðu- fuglunum sex, sem höíðu tekið Steinsvatnið á leigu. Þcer hugðust reka þar búskap, án aðstoð- ar hins sterka kyns, - ekki einn einasti karlmað- ur átti að stíga íœti inn fyrir hliðið. — En Karl- hataraklúbburinn fékk íljótlega ástœðu til að sjá eítii þessari ákvörðun. Sigge Stark Kona án íortíðar Var unga stúlkan í raun og vem minnislaus, eða var hún að látast og vildi ekki muna fortíð sína? Þessi furðulega saga Coru Bergö er saga undarlegia atvika, umhyggju og ljúlsárrar ástar, en jaínlramt kveljandi afbrýði, sársauka og níst- andi ótta. En hún er einnig saga vonar, sem ást- in ein elur. SIGGE STARK AM FORT1ÐAR Já, þœi eru spennandi ástarsögurnai írá Skuggsjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.