Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 12
Gísli J. Ástþórsson 12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 • • • • Einsog tnér sýnist Þrjú hundruð tonn af agúrkum „Ertu aö afgreiða eda versla?“ Fróöir menn segja mér aö ef eitthvaö teygist úr þessari kreppu okkar þá veröi öll Stór-Reykjavík komin undir þak eftir svosem tíu ár í mesta lagi, þaö er aö segja undir verslunarþak. Þá munu vaskir menn geta sprang- aö allt austan frá Rauöa- vatni og útundir Gróttu án þess nokkurntíma aö setja sig úr færi viö tilboö dags- ins. Aldrei hefur nokkur þjóö sem aö eigin sögn rambar á barmi gjaldþrots getaö státaö af öörum eins hafsjó af ítölskum fíkjum, kínverskum asp- astoppum og dönskum aprikósugraut. Þeir segja aö Neró hafi fiölaö einsog vitlaus maöur á meöan Róm var aö brenna viö nefiö á honum, þóaö sannleikurinn sé aö vísu sá að þeir hafi víst alls ekki enn verið búnir að finna upp fiöluna fyrir nítj- án hundruö árum. En nú er því ekki lengur að heilsa, og viö kunnum svo sannarlega aö sarga á þetta hljóöfæri hér útí Atl- antsálum. Þaö lá viö ég viknaöi þegar ég þurfti í stórmark- aöinn minn um háanna- tímann á föstudaginn var og arkaöi inn einsog gengur og hespaöi mig aö vanda viö innkaupakerr- una. Hann er vist bráöum oröinn fimm ára, þessi stórmarkaöur, þaö er aö segja ævaforn á íslenskan mælikvaröa. Þaö lá líka viö aö ég héldi sem snöggvast að ég heföi álp- ast inní kolvitlaust stór- hýsi. Þaö sást varla sál þarna inni. Einn og einn sauðtryggur viöskiptavin- ur reikaöi á milli rekkanna og potaöi vesældarlega í náföla tómata, og þarsem áöur var ys og þys, hlátur og skvaldur, nöldur og tuldur og þessháttar mannaniöur, þar mátti nú heita aö ríkti hin fullkomna kyrrö íslensku öræfanna. Plastblússuö kvensa í fallhlífahermannastígvél- um missti títuprjónabréf á gólfiö, og maöurinn í mæ- onessósunni handan viö búlgarska kavíarinn stökk hæö sína af skelfingu, honum brá svona hroða- lega. Telpunóra togaöi í skottiö á móöur sinni og boraöi nebbanum undir prjónlesiö sem hún var meö á hausnum og hvísl- aöi laumulega í eyraö á henni, og í hinni algjöru þögn í þessum deyjandi heimi heföi blessaö barniö rétteins getaö veriö aö orga í gjallarhorn. „Piþþa, mamma," skall eins og fallbyssudruna á hlustum viðstaddra. Þetta var auön og tóm. Kúnnarnir voru búnir aö yfirgefa hiö sökkvandi skip og hlaupnir um borö í nýjasta og glæsilegasta og stórkostlegasta stór- markaðsskipið í öllum flot- anum; og þarsem föstu- dagsmúgurinn haföi stimpast við kassana var algjör landauön; og fingra- lipru stúlkurnar sem hímdu viö kassana mændu á menn bænar- augum: „Æ, leyf mér aö telja uppúr kerrunni þinni, elsku viöskiptavinur," sögöu augu þeirra. „Eins- og þú sérö þá vinn ég mér ekki einu sinni til hita.“ Þannig var aðkoman í stórmarkaðinum mínum fimm, sex dögum eftir að Þjóöviljinn haföi flennt það yfir þvera forsíöuna þusandi og sveiandi aö Reykvíkingar réöu nú fyrir nær helmingi stærri versl- unargólffleti per haus en frændur okkar á Noröur- löndum. Ég átti von á ööru gosi og ekki minna nokkr- um dögum seinna þegar Kron og Sambandiö dengdu naumum hektara útí hítina, en einhverra hluta vegna sagöi blaöiö þá ekki bofs, rétt einsog flatarmálsfræöin og hneykslunartónninn sætu allt í einu þversum í kokinu á því. í stórmarkaöi sem ég vísiteraöi fyrir skemmstu, sem er innan viö eins árs gamall og þarafleiöandi enn ekki oröinn forn, er viðskiptavinunum boöið uppá aö vigta grænmetið og ávextina sjálfir og verö- merkja síðan í eigin per- sónu, hvaö er óneitanlega dálítiö ógnvekjandi fyrir mann sem getur naumast opnaö hjálparlaust fyrir útvarpstæki ef þaö eru fleiri en tveir takkar á því. Maöur treöur gulrótun- um eða plómunum eöa mandarínunum eöa hverju því ööru sem augaö girnist oní plastpoka og hífir hann síöan upp á tölvuvædda furöuvigt og pjakkar þá í takkann sem heitiö á vör- unni er viö og þá strax í annan takka ef ég man þetta rétt.og þá skreppur aö mér skilst límmiöi meö veröinu á í lúkuna á manni og maöur klístrar honum á pokann og sprangar hróö- ugur til stúlkunnar viö kassann og sýnir henni hvaö maður sé klár í koll- inum. Mig sundlar nánast þegar ég skrifa þetta, hvað þá ég treysti mér til þess aö fara eftir þessari forskrift án þess aö allt fari í handaskolum. Ég er enginn herjans tölvufræö- ingur og ég vil geta keypt mínar herjans rófur meö mínum herjans saltfiski án þess aö veröa aö heyja einskonar einvígisskák við einhverjar herjans töfra- vélar. Þaö getur veriö aö kaupmaöurinn á horninu sé oröinn úreltur, en mað- ur þarf þó ekki aö pjakka í nefið á honum til þess aö fá afgreiöslu. Ég sveigöi eins langt frá grænmetinu einsog ég komst fyrir sinn- epinu. Ég sá sjálfan mig í anda stilla upp viö kass- ann meö bevís uppá þaö aö ég heföi veriö aö enda viö aö kaupa þrjú hundruð tonn af agúrkum. Eflaust er þetta samt bara örlítiö sýnishorn af því sem viö eigum í vænd- um, því aö allt skal vera sjálfvirkt nú á dögum og viö gleypum þaö athuga- semdalaust aö allt sé þetta okkur til hagsbóta og hægðarauka, þóað sannleikurlnn sé vitanlega sá aö þegar maður er byrjaöur aö vigta vöruna sjálfur og koma henni í umbúöirnar og setja á hana verðið, nú þá er maður vitanlega fyrst og fremst aö taka ómakið af kaupmanninum. Hann er kominn meö mann í af- greiösluslopp, bölvaöur þrjóturinn, og maöur er löörandi í þakklætistárum! Næst verða innkaupa- kerrurnar væntanlega vélvæddar, til hægöar- auka fyrir viöskiptavinina einsog þaö heitir, og maö- ur flengist á þessum fret- tólum um nægtabrunna hinnar íslensku kreppu einsog pakkhúsmaöur á vörulyftara. Ef mér skjátl- ast ekki er aö minnsta- kosti enn einn stórmark- aðurinn á teikniboröinu um þessar mundir, og kvaö eiga aö veröa drjúgt stærri en sá sem er stærstur í dag síöan hann skákaöi þeim sem var stærstur í fyrradag. Satt best aö segja skil ég ekkert í þessum áhyggjum sem hann Hall- dór okkar sjávarútvegs- ráöherra er aö buröast meö, nefnilega hvaö veröi um sjómennina þegar skipunum hefur veriö lagt og hvaö veröi um fiskverk- unarfólkiö þegar húsunum hefur veriö lokað. Er maöurinn blindur eða hvaö? Veit hann ekki aö hér ganga efnahags- lögmálin afturábak? Eins- og dæmin sanna og gagn- stætt því sem gerist meö öörum þjóöum þá fjölgar íslenskum verslunarstór- hýsum í beinu hlutfalli viö þverrandi kaupmátt laun- þeganna, og ef svo fer fram sem horfir munu því vinnufúsar hendur hafa yfriö nóg að starfa næstu misserin við aö róta upp stórmörkuðum. Þetta ætti Halldór aö vita, og auk þess má alltaf slá lán. Og svo ætti slangur af fiskvinnslukonum, sem finnst byggingavinnan kalsasöm í skammdeginu, aö geta horft framá glæsta framtíö viö þjóö- hagslega nytsöm ræst- ingastörf þegar draumur- inn okkar allra um vegleg- an kattaspítala er loksins oröinn aö veruleika. JC FÉLÖGIN í REYKJAVÍK Hjólbarðinn og mikilvægi hans Öryggis- og gæðakröfur Hjólbarðar eru mikilvæg ör- yggistæki, má leggja mikilvægi þeirra að jöfnu við stýrisútbúnað og hemla ökutækja. Miklar fram- farir hafa orðið í gerð þeirra á síðustu árum. Þess vegna hafa verið settar nákvæmar reglur um gæða- og öryggiskröfur, sem hjólbarðar verða að uppfylla í Vestur-Evrópu og Bandaríkjun- um. Ef hjólbarðar standast ekki þessar gæðakröfur, er ekki leyfi- legt að selja þá í viðkomandi löndum. Hér á landi eru engar reglur um gæðakröfur á þessu sviði aðr- ar en þær sem segir í umferðar- lögunum: Hjólbarðar skulu vera gallalausir, slitflötur mynstrað- ur og raufar í mynstrinu skulu vera a.m.k. 1 mm að dýpt. Á flestum Vesturlöndum skulu raufar í hjólbörðum vera 1,6 mm. Gallaðir hjólbarðar Sú staðreynd að hér á landi eru engar reglugerðir í gildi um þessi efni hefur leitt til þess að til landsins hafa verið fluttir gallað- ir hjólbarðar i miklum mæli. Gallarnir geta bæði verið útlits- gallar og eins leyndir gallar, sem ekki koma fram fyrr en farið er að aka á þeim. f sumum tilfellum eru hjól- barðarnir merktir bókstöfunum ADV sem merkir (Animal driven vehicle) að þau séu eingöngu not- uð undir búvélar dregnar af hús- dýrum og ekki leyfileg undir öku- tæki. Þriðji hver bíll með óiöglega hjólbarða Það er athyglisvert að í könn- un, sem Bílgreinasambandið stóð fyrir, kemur í ljós að um þriðji hver bíll er með óiöglega hjól- barða á einn eða annan hátt. Er þetta enn athyglisverðara þar sem hafin var fræðslu- og upp- lýsingaherferð í fjölmiðlum um hjólbarða áður en kannanir fóru fram. Einnig það að á þessum tíma áttu hjólbarðar að vera í hvað bestu lagi. Nýbúið var að skipta um hjólbarða þ.e. taka vetrarhjólbarða undan og setja sumarhjólbarða undir. Koma verður til frekari fræðsla um lög og reglur og ekki hvað síst hvað hjólbarðar eru mikilvæg örygg- istæki. Onýtir hjólbarðar slysavaldar í erlendum skýrslum um dauðaslys í umferðinni, hefur komið fram, að þar sem ástand bílsins er þáttur í því að slys hef- ur átt sér stað, hefur hjólbarðinn iðulega verið orsakavaldurinn. Má því búast við að hjólbarðinn sé stærri orsakavaldur hér á landi en talið er, þar sem lögin hérlendis ná ekki eins langt og í flestum löndum Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Hér eru heldur ekki gerðar neinar gæða- kröfur. Skemmst er að minnast slyss, sem varð á Breiðholtsbrautinni og ökumaðurinn sat fastur í óratíma í bifreiðinni, áður en hægt var að hjálpa honum, þar voru hjólbarðarnir gatslitnir hvað sem þó orsakaði slysið. Könnun bílgreina- sambandsins Skv. könnun sem Bílgreina- sambandið gekkst fyrir í haust er þróunin orðin mjög varhugaverð. Fjórði hver bíll var með mynstr- ið í ólagi í stað fimmta hvers bíls í könnuninni, sem gerð var í fyrra. Nauðsynlegt er að grípa til fræðslu og hefja umræðu til að bæta úr þessu bága ástandi. Er það ef til vill tilfellið að hjólbarðinn sé of dýr? Örn Cuðmundsson, vidsk.fr., er fé- lagi í JC Breiðholt. Kökubasar hjá KR-konum KR-konur eru mættar til leiks þetta árið með stórkostlegan bas- ar í KR-húsinu við Frostaskjól, sunnudaginn 4. desember kl. 14.00. Fyrst og fremst verða gómsætar kökur af öllum gerðum á boðstól- umT' Einnig verða þær með mjög fal- legar húfur og trefla. Velunnurum félagsins sem vilja gefa kökur á basarinn er bent á að kökumót- taka er í félagsheimilinu frá kl. 11.00 sama dag. Aðventuhátíð í Akraneskirkju NÆSTKOMANDI sunnudag, 4. des- ember, verður aðventuhátíð í Akra- neskirkju. Hefst hún klukkan 20.30 með stuttri helgistund. Sóknarprest- urinn, séra Björn Jónsson, flytur hugleiðingu og kirkjukórinn syngur. Að þeirri helgistund lokinni verður gengið til safnaðarheimilis- ins nýja, sem nú er vel á veg komið í byggingu. Þar mun félagsmála- ráðherra, Alexander Stefánsson, flytja ræðu. Barnakór Akraness syngur undir stjórn Jóns Karls Einarssonar og Kirkjukórinn syng- ur undir stórn Jóns Ólafs Sigurðs- sonar. Einnig mun strengjasveit Tónlistarskólans á Akranesi leika, stjómandi Wilma Young. Að lok- um verður almennur söngur við kertaljós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.