Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 16 Að kveikja þann eld sem við megnum ekki að slökkva Hugrenningar í tilefni af umfjöllun Guö- rúnar Helgadóttur, alþingismanns, um frumvarp til laga um tóbaksreykingar - eftir G. Snorra Ingimarsson Fáviska og fátækt voru orsakir almennrar óhollustu og heilsu- leysis fyrr á tímum. Aukinn skiln- ingur á gildi heilsusamlegra lífs- hátta og umhverfis samhliða bættum efnahag hafa fremur en annað fært okkur það heilbrigði sem við nú búum við. Skynsamleg- ar aðgerðir, oft studdar lagasetn- ingum, ruddu þessari þróun braut. Framfarir í læknisfræði eru í þessu tilviki léttvægari. Þegar ljóst varð að smitsjúk- dómar geta borist með rottum og öðrum meindýrum var ekki gripið til þess ráðs að temja læknum færni til að stúta þessum kvikind- um. Vænlegra þótti að kenna mönnum umgengni við sorp sitt heima og heiman og sporna þann- ig við „meinhollum" félagsskap. Ekki hefur öllum verið ljúft að taka upp nýja siði sem í raun voru skerðing á persónufrelsi. Visst umstang hefur fylgt því að flytja sorp langar leiðir eða hætta að tæma kopp út um glugga. Má vera að þeim manni hafi stokkið bros sem fyrstur mælti fyrir frumvarpi að lögum um bætt hreinlæti. Var þingheimi skemmt eða horfðu menn raunsæjum augum á gildi forvarna við heilsuspillandi ástandi? Ræða Guðrúnar Helgadóttur í neðri deild Alþingis 9. nóvember sl. og afstaða hennar til frum- varps til laga um tóbaksvarnir vakti mig til þeirrar umhugsunar hvort rottugangur væri að koma upp í Alþingishúsinu. Alþingistíð- indi með ræðu þingmannsins þennan dag auk viðtals í sjónvarpi G. Snorri Ingimarsson 26. nóvember gefa vissa hugmynd um skoðanir þingmannsins á þessu máli. Guðrún Helgadóttir dregur í efa fullyrðingar um óholl- ustu tóbaksreykinga. Henni hrýs hugur við að lögð verði þau bönd á atferli reykingamanna, sem frum- varpið gerir ráð fyrri. Þingmaður- inn vill þó styðja sum atriði frum- varpsins og þá helst aukna fræðslu um meinta óhollustu tób- aksreykinga. Guðrún Helgadóttir kýs helst að börn og unglingar verði aðnjótandi slikrar fræðslu. í greinargerð með frumvarpinu er fróðlegur kafli um skaðsemi tóbaksneyslu og jafnframt um óhollustu af því að dveljast í reykmettuðu umhverfi. Þar segir að það sem við vitum um samband reykinga og sjúkdóma sé einkum byggt á faraldsfræðilegum rann- sóknum sem ná til mjög stórra þjóðfélagshópa; dýratilraunir, rannsóknir á sjúklingum og rann- sóknir í líffærafræði, m.a. víðtæk- ar krufningarannsóknir, hafi einnig rennt mikilvægum stoðum undir þær niðurstöður sem fengist hafa. En það sem þannig er fundið verður aldrei næg sönnun eða hvað? Næg kunnátta er til að valda fólki „meinhollustu" með þeim meðulum einum sem verða til við bruna tóbaks. Sá hængur er á að getan til að lækna þetta sama fólk „Afstaða Guðrúnar Helgadóttur einkennist ekki af faglegum rökum heldur skoðunum sem byggja á tilfinningum. Á þeim forsendum vill hún höfða til þingheims. Ekki þekki ég af hvaða forsendum afstaða Guð- rúnar Helgadóttur mótast. Varla er hún að reka áróður fyrir auð- hringa tóbaksiðnaðar- ins?“ að tilraun lokinni er óviss. Það er krabbameinið í málinu. Siðferði meinar okkur að kveikja þann eld sem við megnum ekki að slökkva. Af þessum sökum verður aldrei „fullsönnuð" óhollusta tóbaks- neyslu. Siðferðiskennd sumra reykingamanna skákar í þessu skjóli. Þeir mæna reykblindum augum á þau rök sem hníga að skaðsemi tóbaksneyslu. Það er sýnilegt að með fræðslu og fortöl- um einum saman miðar okkur skammt fram á veginn. Til hvers eru lög, spurði Guðrún hið háa Alþingi. Eru þau til þess að láta fólki líða verr? Ég held að Auk þess verður bílasýning á sama stað kl. 2—5, laugardag og sunnudag. Hurðaskellur og Stúffur koma og skemmta krökkunum í sýn- ingarsal Ingvars Helgasonar hf. í Rauöagerði. Þaö veröur svaka fjör kl. 3 á sunnudaginn. Magnús Ólafsson og Gylffi Ægisson koma líka og syngja og segja frá- bæra brandara. Krakkarnir fá æðislegt súkkulaöi frá Móna. Jólasveinahátíð Hurða.k.llir og Stúfur Magnút Ólaftton og Gylfi Ægitton Fullorðnu krakkarnir fá kökur frá Ragnarsbakarn kaffi eða Grandos te og Grandos sunnudaginn 4. Nú eru jólasveinarnir í hreinustu vandræöum. Bensíniö er oröiö svo dýrt aö þeir eru alveg ákveönir í aö fá sér bíl sem eyðir helst engu bensíni eins og gömlu góöu hreindýrin þeirra. En allir bílarnir sem Huröaskellir og Stúfur eru búnir aö skoöa , eyða bara svakalega miklu desember kl. 3 bensíni. Allir nema einn, Nissan Micra hjá Ingvari Helgasyni. Hann eyöir næstum því engu bensíni og svo er bara endalaust pláss fyrir jólagjafirnar handa öllum krökkunum. INGVAR HELGASON Sími 33560 SÝNINGARSALURINN / RAUÐAGERÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.