Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 17 enginn í þingheimi hafi fipast við þessa spurningu. Ég held einnig að þjóðin samhljómi í góðvilja hvar svo sem við stöndum í trú, trúleysi eða stjórnmálaskoðunum. Guðrún Helgadóttir beitir því bragði að rangtúlka og skrumskæla frum- varp til laga um tókbasvarnir. Öll- um má vera ljóst að hér er verið að beita sér fyrir takmarkaðri friðun gegn skaðlegri reykmeng- un. Hvergi er minnst á alfriðun. Þetta þýðir í raun, að hverjum sem kýs að reykja er það heimilt. Hann þarf einungis að velja sér þann stað og þá stund til verksins að hann valdi ekki öðrum angri eða tjóni. Þetta kemur skýlaust fram í frumvarpinu. Er til of mik-v ils mælst? Ég hef orðið var við þá skoðun að fræðslu um óhollustu reykinga skuli eingöngu beint til barna og unglinga. Helst eru það reyk- ingamenn sem hampa þessari skoðun. Þeir benda jafnframt réttilega á að oft sé til lítils að lesa yfir hausamótum þeirra sem þegar spúa reyk. Rétt er að börn og unglingar eru auðmótaðri til bæði góðs og ills en þeir sem eru brynjaðir áratuga sinnuleysi. En þá vaknar spurningin: Hvers á þetta unga fólk að gjalda? Af hverju á sífellt að vera að vanda um við það út af hlutum sem það gerir ekki en láta þá óáreitta sem hafa reykingarnar fyrir þeim? Er ábyrgð þeirra þá engin? Afstaða Guðrúnar Helgadóttur einkennist ekki af faglegum rök- um heldur skoðunum sem byggja á tilfinningum. Á þeim forsendum vill hún höfða tii þingheims. Ekki þekki ég af hvaða forsendum af- staða Guðrúnar Helgadóttur mótast. Varla er hún að reka áróð- ur fyrir auðhringa tóbaksiðnaðar- ins? Frumvarp til laga um tóbaks- varnir er komið fram af nauðsyn. Skilningur fyrir þessu verður að vera þingmönnum öllum að leið- arljósi. Hvaða tilfinningar sem bærast í brjóstum okkar verðum við að gera þá kröfu til þeirra að þeir taki faglega afstöðu, byggða á þeirri þekkingu sem tiltæk er á hverjum tíma. Verði frumvarp að lögum um reykingavarnir tanndregið og gelt í umfjöllun þingsins og síðan sam- þykkt sem lög í líki afskræmds meinleysingja þá hefur hið háa Alþingi brugðið af þeirri þróun- arbraut sem við höfum fetað að bættu heilbrigði og betra mann- lífi. Á aðventu, 1983. G. Snorri Ingimarsson. G. Snorri Ingimarsson er doktor í læknisfræði og krabbameinssér- fræðingur rið Landspítalann. Grindavík: Mikil og góð vinna í sfld Grindavík, 30. nóvember. HÉR í Grindavík hefur verið mikil og góð atvinna við sfldina enda salt- að í um 40 þúsund tunnur og talsvert fryst, og því nægjanleg vinna við slíkt og fleira fram yfir nýár. Heimamönnum til hjálpar er hér talsvert margt aðkomufólks utan af landi og allir hæst ánægð- ir. I síðustu viku kom Hrafn GK 12 með fyrstu loðnuna til Grindavík- ur, 640 tonn, og er von um meira þegar aftur gefur til loðnuveið- anna. Smærri bátar hafa hafið línuveiðar og þeir smæstu fiskað best. Frá hótelinu við Bláa lónið er það að segja að fullbókað hefur verið flesta daga í þennan hálfa mánuð sem liðinn er síðan opnað var. Fólk er hæstánægt og þakk- látt fyrir aðstöðuna og aðhlynn- ingu á staðnum. Þess vill Þórður hótelstjóri geta að hlaðborð með allskyns góðgæti er ávallt um helgar og allir vel- komnir. — Guðfinnur SUMIR VERSLA DÝRT- AÐRIR VERSLA HJÁ OKKUR , í dag kvnnimrvio --— glæsilegt úrval af li/barabðH sælgæti og ¥¥ .Lambai Hamborgarahrygg á AÐEINS KR. m,00 kflóið Við erum ekki stærstir en stærsti þáttur okkar er persónuleg þjónusta DrífaSkúladóttir. Hún er einn starfsmanna okkar sem sér um heimilistryggingar og ökutækjatryggingar og farangurstryggingar og svo framvegis. Hafðu samband við Drífu um tryggingu. Það hefur kosti í för með sér að eiga viðskipti við lítið tryggingafélag með persónulega þjónustu. V,BM Kynning á starfi Æskulýðsráðs Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum dagana 3.—11. desember 1983 Dagskrá nú um opnunarhelgina verður eftirfarandi: kl. 13.00 kl. 14.00 kl. 15 00 kl 17 00 kl 20 00 kl. 21 00—23 00 kl. 14 00 kl. 14 15 kl. 16 00 kl 20 00—23 00 Laugardagur 3. des. Safnast saman viö Kjarvalsstaöi. Unglingar úr skólum og félagsmiðstöðvum koma í skringifotum Lúörasveitin Svanur leikur fyrir gesti i anddyri Varaformaður Æskulýösráös Þórunn Gests- dóttirflyturávarp Ávarp unglings Petrea Friðriksdóttir fulltrúi unglinga í Æskulýðsráði Fteykjavíkur Borgarstjórinn í Reykjavík Davið Oddsson opnar sýninguna Skemmtidagskrá i aðalsal Meðal efnis verður danssýningar — sminksýning — leiksýning og Hjalli töfrar gesti. Jóhann Helgason skemmtir. Vinsældarlistar félagsmiðstöðva kynntir ..Ragtime" píanóleikur í aðalsal Skemmtiefni úr félagsmiðstöðvum og skólum Sunnudagur 4. des. Húsiö opnað Skákmót grunnskólanna 1 —6 bekkur Tölvukynning Leiklistarkvold Leikhópar úr félagsmið- stöðvum og skólum sýna Mánudagur 5. des. Húsið opnað Skákmót grunnskólanna 7—bekkur Spurningakeppni félagsmiðstoðva Atriöi úr starfi Æ R Gestur kvoldsins Leynigestur Sýningunni er lokað kl 23 00 alla sýningar- dagana

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.