Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 Mitterrand er vinsæll París, 2. desember. AP. SKOÐANAKÖNNUN sera franska stjórnarandstöðublaðiö Le Quotidi- en gekkst fyrir í gær sýndi fram á umtalsverðar vinsældaaukningar Francois Mitterand Frakklandsfor- seta meðal almennings. Úrslit könnunarinnar sýndu fram á, að 9 prósent fleiri eru ánægðir með störf forsetans upp á síðkastið heldur en fyrir mánuði. Er talið að ferð forsetans til Beir- út í kjölfarið á fjöldamorðunum á friðargæsluliðunum hafi nokkuð að segja. Könnuninn sýndi hins vegar, að Pierre Mauroy forsætis- ráðherra er ekki sérlega vinsæll, Francois Mitterrand aðeins 23 prósent aðspurðra voru ánægðir með hann. Ný von fyrir dreyrasjúka Boston, 2. desember. AP. Vísindamonnum hefur tekist að tengja saman gen, sem ef til vill á eftir að gera mönnum kleift að framleiða eggjahvítuefnið sem notað er við mcðhöndlun dreyrasjúklinga. Afrek vísindamannanna á líklega eftir að valda þátta- skilum fyrir dreyrasjúka, en reynslutilraunir á mönnum geta líklega hafist innan tveggja ára. Dreyrasýki er ættgengur sjúkdómur sem lýsir sér í því að einn blóðstorknunarþátt- inn vantar. Hljóti viðkomandi sjúklingur smá sár hefur það í för með sér langvarandi blæð- ingu. Vísindamönnunum hefur tekist að framleiða DNA- kjarnsýru sem samsvarar próteinþætti átta, sem notað- ur er til að stemma blæðingar dreyrasjúkra, en hingað til hefur þáttur átta verið unninn úr blóðvökva. Segjast vísinda- mennirnir nú sjá fyrir þá tíma er dreyrasjúkir geta sprautað sig þætti átta, sem framleidd- ur er í tilraunastofum, eins og sykursjúkir sprauta sig insúl- íni. 23 1 Merkur steingervingafundur í Kenya: Elsti forfaðir mannsins fundinn? Washington, 2. desember. AP. FORNLEIFA- og steingervinga- fræðingar sem unnu að rannsókn- um í Buluk-héraðinu í Kenya í ág- úst og september, hafa fundið geysimerka steingervinga. Eru þeir af apalegu kvíkíndi sem talið er líklegt að tengi manninn og risa- apa á forsögulegum tímum. Ef bráðabirgðaaldursákvörð- un stenst, að steingervingarnir séu 16 til 18 milljón ára gamlir, þá bendir flest til þess að hér sé kominn forfaðir risaapanna í Afríku og manna annars vegar, og orangúta og afkomenda þeirra í Asíu hins vegar. Stein- gervingarnir fundust í þurrum árfarvegi og var um að ræða efri kjálka, hluta af neðri kjálka, tennur og fáein bein neðar af skrokknum. Aldursákvörðunin sem áður er getið um þykir mjög trúleg, því steingervingar sem fundist hafa í nágrenninu af öðr- um dýrum, hafa reynst vera álíka gamlir. Aldurinn er frá þeim tíma er Afríka og Asía voru samföst, en landrekið var þá ekki lengra á veg komið. David Pilbeam, dokt- or, var í forsvari fyrir vísinda- mennnina er greint var frá fund- inum. Sagði hann: „Á þessum tíma var samgangur á milli heimsálfanna og um þetta leyti er alls ekki óliklegt að forfeður orangúta hafi haldið til Asíu.“ Pilbeam sagði fjórar skýr- ingar á beinunum koma til greina. í fyrsta lagi að hér væri um forföður Afríkuapanna og mannanna að ræða, í öðru lagi eingöngu forföður orangúta, í þriðja lagi að dýrið hafi verið forfaðir allra apa á þessum slóð- um og þá mannsins um leið, en í fjórða lagi að dýrið væri forfaðir áður óþekktra apa sem dóu út snemma í jarðsögunni. Steingervingarnir þykja líkj- ast mjög sams konar gervingum. sem fundist hafa í Asíu og til- heyra apategund sem kölluð hef- ur verið Ramapithecines. Þau sýnishorn eru hins vegar mun yngri, eða 8 til 13 milljón ára gömul. Sú staðreynd að hinir nýfundnu steingervingar fund- ust í Afríku ýtir undir þá kenn- ingu margra vísindamanna, að allir apar séu upprunnir i Afr- íku. Með hliðsjón af steingerv- ingunum, var þetta nýjasta dýr mjög svipað apa að flestu eða öllu leyti. Lítið andlit að hætti orangúta og litlu stærri en simp- ansakarldýr. Áætluð þyngd 120 til 150 pund. I ( < ( < < i Hundruð indíána í Nicaragua náðuð Managua, 2. desember. AP. STJOH.N' Sandinista veitti hundruöum Miskito-indjánum sakaruppgjöf í gærkvöldi, og var 300 þeirra sleppt lausum úr fangelsi í Managua við at- höfn. Áreiðanlegar heimildir herma að sakaruppgjöfin nái til um sex- hundruð indjána, sem dæmdir hafa verið eða bíða dóms fyrir „andbylt- ingarstarfsemi". í tilkynningu stjórnarinnar sagði að allir sem framið hefðu glæpi gegn „almanna- öryggi" í norðausturhéraðinu Zelaya frá 1. desember 1981 hefðu verið náð- aðir. Miskito-indjánar í Zelaya hafa veitt stjórn Sandinista viðnám allt frá því hún komst til valda 1979 er Somoza var hraktur af stóli. Sandin- istar brugðust við með því að neyða indjánana til að flytjast frá hinum hefðbundnu heimkynnum sínum við Coco-ána. Af hálfu Sandinista-stjórnarinnar var sagt í gærkvöldi að ekki kæmi til greina að semja um eitt eða neitt við uppreisnarmenn, sem barizt hafa gegn stjórninni undanfarin ár. Þrír leiðtogar uppreisnarmanna tjáðu fulltrúa Bandaríkjastjórnar í gær að þeir væru tilbúnir til samninga við stjórnina gegn því að hún tæki upp lýðræðislega stjórnarhætti. Uppreisnarmenn í E1 Salvador réð- ust á lögregluvarðstöð í austurhluta landsins í nótt og myrtu níu lög- regluþjóna og særðu sex til viðbótar. Stórfelld verðlækkun á Honda bílum árg. ’83 Var Nú aðeins Lækkun kr. Civic 3h beinskiptur 262.200 240.800 21.400 Civic 3h sjálfskiptur 296.700 276.200 20.500 Civic 3h „Sport“ Uppseldur Civic 4h Sedan beinskiptur 315.100 289.900 25.200 Civic 4d Sedan sjálfskiptur 323.705 289.900 33.805 Quintet 5h beinskiptur Uppseldur Accord 3h beinskiptur Uppseldur Accord 4h Sedan beinskiptur 400.100 350.500 49.600 Accord 4h Sedan beinsk. EXS 438.800 377.900 60.900 Accord 4h Sedan sjálfsk. EXS 455.700 394.500 61.200 Prelude 2h beinskiptur EX 451.900 427.000 24.900 Prelude 2h beinsk. EX+P.S. 462.600 437.300 25.300 Öll verö miöuö viö bankagengi Yen : 0,12062 tollgengi Yen: 0,12062 Verft án ryövarnar og skrAningar. Góðir greiðsluskilmalar (J' A ISLANDI _ . „ „ _ , . Vatnagöröum 24, Opíð I----5 I aag. Símar 38772 — 39460 — 82089

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.