Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 ^^m^^00 ^i iKi^- i J^ i í \ m HM^Mu* ír 1 f psss^M Ágreiningur um hvernig standa eigi að töku loðnusýna: Taka á sýni úr löndun artækjum verksmiðju Jón M. Baldursson listmálari í vinnustofu sinni. f„« „Fuglar og fantasía Litið inn hjá Jóni M. Baldurssyni myndlistarmanni „Þetta er önnur sýningin sem ég held hérna í Heiðarásnum. Mér finnsi mjög gott að hafa Gallerí við hendina og það skapar vissa stemmningu að hafa heimilið, vinnuaðstöðu og sýningarsalinn á sama stað," sagði Jón M. Bald- ursson, listmálari, þegar blaðamaður leit inn til hans í Gallerí Heiðarás. I Galleríinu, sem er í kjallara hússins að Heiðarási 8 opnar Jón M. syningu á verkum sínum í dag. fram til '71 og byrjaði þá að mála fyrir alvöru," sagði J6n M. Bald- ursson að lokum. Sýning hans að Heiðarási 8 er fjórtánda sýning hans og verður hún opin fram til jóla. — segir Jónas Bjarnason, forstööu- madur Framleiðslueftirlits sjávarafurða „ÞAÐ HEFUR verið svolítill hávaði út af þessu máli undanfarið og sjómenn ýmsir hafa talið að það sé rangt staðið að töku loðnusýna," sagði Jónas Bjarnason, forstöðumaður Framleiðslueftirlits sjávarafurða, í samtali við Mbl., en nýlega skrifaði Hilmar Rðsmundsson, skipstjóri og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, grein, þar sem fram kom gagnrýni á starfshætti Fram- leiðslueftirlits sjávarafurða, varðandi töku á loðnusýnum. „Á sýningunni nú eru tvenns konar málverk. Annars vegar eru hér á veggjunum landslagsmyndir og hinsvegar fantasíuverk, eins- konar dulrænar hugmyndir. Fant- asíuverkin eru um 40 talsins, en myndirnar á sýningunni eru alls 60. Uppistaðan í fantasíuverkun- um eru fuglar og ýmiskonar hug- leiðingar út frá þeim. Ég mála verkin nokkuð jafn- hliða og flest þeirra sem eru á sýningunni hef ég málað á þessu ári og því síðasta. Síðan eru tvær, þrjár eldri myndir. Ég hef málað frá því '58, var frístundamálari Batamerki Karnabæjar í desember: „Áfram mið- ar í anda friðar" KARNABÆR hefur valið batamerki desembermánaðar og er það „Áfram miðar í anda friðar". Höfundur er Auður Guðjónsdóttir, Akureyri. I frétt frá Karnabæ segir um batamerkið: „Þær þúsundir bréfa, sem okkur bárust með tillögum um bata- merki desembermánaðar, eru vissulega í anda þess tóns, sem við vonuðum eftir að heyra. Meining okkar með batamerkj- unum var og er að skapa nýjan tón, tón jákvæðs hugarfars, tón bjartsýni og uppbyggingar, en um- fram allt tón þjóðlegrar sam- heldni í blíðu og stríðu. Við viljum blása á barlóminn og hvetjum til sameiginlegrar baráttu við að- steðjandi vanda smáþjóðar á hjara veraldar. Með þetta í huga hitta einkunnarorð Auðar í mark, því „Áfram miðar í anda friðar". 'AFRAM MIDAR í ANDA FRIÐAR „Þetta er mikill misskilningur hjá Hilmari Rósmundssyni og er það reyndar mjög einkennilegt því hann átti sjálfur sæti í yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Hilmar heldur því fram að við för- um ekki eftir tilkynningu Verð- lagsráðs sjávarútvegsins, en í til- kynningu ráðsins frá 4. nóvember 1983, stendur orðrétt: „Verð mið- ast við loðnuna komna í löndun- artæki verksmiðju." Samkvæmt þessu teljum við að eigi að taka sýni úr löndunartækjum verk- smiðju, en ekki niðri í skipi, eins og Hilmar Rósmundsson telur," sagði Jónas. „Við getum að sjálfsögðu tekið sýnin hvar sem er, en við viljum bara gera hlutina rétt, eins og að- ilarnir hafa komið sér saman um. Við breytum ekki okkar vinnuað- ferðum nema að Verðlagsráð sjáv- arútvegsins breyti sinni forskrift. Við erum óháður þjónustuaðili, sem á að vera á milli aðilanna og des. BATAMERKI Sextugsafmæli SEXTUGUR verður nk. mánudag, 5. desember, Steingrímur Jóhann- esson, Hrafnhólum 6, Reykjavík, áður Víghólastíg 8 í Kópavogi. Hann ætlar að taka á móti gestum á heimili sonar og tengdadóttur á morgun, sunnudaginn 4. desem- ber, að Engjaseli 70, 3. hæð til hægri, eftir kl. 15.30. Úti á landsbyggðinni er engin aðstaða til að hjúkra því fólki, ósjaldan smábörnum, sem hefur brennt sig á fosfórnum. Aflimun er því oft eina ráðið. Patricio Fuentes, fulltrúi Mannréttindahreyfingarinn- ar í El Salrador, ásamt Þráni Hallgrímssyni, fulltnía Mannréttindahreyfingarinnar á íslandi, en hann túlk- aði fyrir Fuentes. „Astandiö í El Salvador verdur æ alvarlegra" — segir Patricio Fuentes, fulltrúi Mannréttindahreyfingarinnar í landinu „ÁSTANDIÐ í El Salvador fer versnandi dag frá degi, efnahagslega, félagslega og hvað almenn mannréttindi varðar. Kúgun lögreglusveit- anna og stjórnarhersins fer vaxandi og er aukinn fjöldi pólitískra morða Ijósasta dæmið um þaö." Patricio Fuentes heitir hann, sem lét þessi orð falla í viðtali við blaðamann Mbl. en Patricio er fulltrúi Mannréttindanefndar El Salvador á Norðurlöndum og í Bretlandi. Mannréttindahreyf- ingin var stofnuð 1. apríl 1978 og voru meðal stofnenda hennar Rómeró, þáverandi erkibiskup í San Salvador, og Marianella Garcia-Villas, sem m.a. kom hingað til lands. Bæði hafa þau verið ráðin af dögum. Vaxandi kúgun Að því er Patricio segir tekur kúgunin á sig ýmsar myndir en að þó megi kannski skipta henni í fjóra flokka. f fyrsta lagi er það kúgunin gegn konunum. Um og yfir 90% þeirra kvenna, sem stjórnarhermenn taka höndum, eru beitt kynferðislegu ofbeldi, nauðgað og pyntað. Er þar um að ræða konur á öllum aldri, jafn- vel lítil börn. í öðru lagi er það kúgunin gegn stjórnmálaleiðtog- um og verkalýðsleiðtogum. For- ystumenn stjórnarandstöðunnar eru ofsóttir á ýmsa lund og sum- ir talsmenn hennar hafa verið myrtir. Jafnvel Duarte, formað- ur Kristilega demókrataflokks- ins og fyrrum forseti, hefur um sig vopnaðan lífvörð stuðn- ingsmanna sinna af ótta við út- sendara öryggissveitanna eða dauðasveitanna. Hlutskipti verkalýðsleiðtoganna er þó sýnu verra og það má heita regla, að ef þeir láta í sér heyra þá „hverfa" þeir og finnast síðan liðin lík í einhverjum vegar- skurði. í þriðja iagi eru menntamenn, læknar, lögfræðingar og kennar- ar, en það fólk, sem notið hefur einhverrar menntunar, er litið hornauga af ofbeldisöflunum í landinu. í fjórða og síðasta lagi er svo kúgunin gegn öllum al- menningi. 52.000 hafa látið lífið Borgarastyrjöldin í El Salva- dor gefur kostað 52.000 manns lífið á fjórum árum og frá upp- hafi árs 1982 hafa 5000 manns horfið í landinu. Er sá háttur yf- irleitt hafður á, að fólk er sótt í heimahús af mönnum úr örygg- issveitum stjórnarhersins, lög- reglusveitunum eða dauðasveit- unum og síðan finnast líkin ein- hvers staðar á víðavangi. Efnahernaður Stjórnarherinn gerir oft mikl- ar loftárásir á þau svæði, sem skæruliðar ráða, og hefur reynst sannur að sök að hafa notað efni, sem hafa hryllileg áhrif á það fólk, sem fyrir þeim verður. Er hér um að ræða hvítan fosfór, í duft- eða vökvaformi. Þegar duftið berst á hörund manna veldur það kvalafullum bruna- sárum og fosfórinn fljótandi er ekki síður hættulegur. Honum er varpað til jarðar í sprengjum og þegar þær springa dreifist hann um nokkurt svæði. Ef menn stíga ofan í hann étur hann sig inn í fótinn og úti á landsbyggð- inni þar sem læknisþjónusta er lítil sem engin er ekki um annað að ræða en að taka fótinn eða aðra limi af. Hernaðarleg lausn ekki til Þegar Patricio Fuentes var inntur eftir hugsanlegum lausn- um á hörmungunum í El Salva- dor sagði hann, að hernaðarleg lausn væri ekki til, pólitísk lausn væri eina leiðin. Kvað hann FMLN, samtök skæruliðahreyf- inganna, sem berjast gegn stjórninni, vera fús til samninga um framtíðarskipan mála og að þau styddu tilraunir Contadora- rikjanna til að koma á friði í landinu. Það væri því ekki síst undir ráðamónnum í landinu og Bandaríkjastjórn komið hvort um frið semdist. Eins og fyrr sagði er Patricio Fuentes fulltrúi Mannréttinda- nefndarinnar í El Salvador á Norðurlóndum og í Bretlandi og hefur aðsetur í Stokkhólmi. Blm. spurði hann hvort Norðurlönd gætu lagt meira af mðrkunum til að reyna að lina þjáningar fólks í landi hans og kvaðst hann ætla það því að sameinuð væru Norðurlönd áhrifaríkt afl, ekki síst hjá Sameinuðu þjóðunum. við breytum ekki sýnatökunni að kröfu annars hvors aðilans," sagði Jónas. „Þetta verkefni er ekki lögbund- ið verkefni Framleiðslueftirlits sjávarafurða. Það er því mjög ómaklegt að ráðast á Framleiðslu- eftirlit sjávarafurða fyrir að reyna að starfa að þessu máli ein- göngu af þjónustuiund til þess að leysa vandamál. Rétta leiðin fyrir Hilmar Rósmundsson er því sú að fá verðlagsnefndina til þess að tjá sig um þetta atriði og að breyta forskriftinni," sagði Jónas Bjarna- „Síðasti bærinn í dalnum" sýnd- ur í Bíóbæ KVIKMYND Óskars Gíslasonar, Síðasti bærinn í dalnum, verður sýnd í Bíóbæ í Kópavogi í dag og á morgun. Tvær sýningar verða hvorn dag, hin fyrri klukkan 14 og hin síð- ari klukkan 16. f fréttatilkynningu frá Bíóbæ er fólk hvatt til þess að nota tæki- færið og sjá þessa mynd, sem gerð var fyrir hartnær 40 árum. Leiðrétting ÞAÐ er ranghermt í Morgunblaðinu í gær, að Matthías Johannessen hafí lesið úr Ijóðabókum sínum Jörð úr ægi og Hólmgönguljóðum á hátíð- arskemmtun stúdenta 1. desember. Hann las úr Jörð úr ægi, Fagur er dalur og óbirt Ijóð. Þetta leiðréttist hér með. Myndin sýnir konur í Kvenfélagi Seljasóknar við undirbúning basars- ins, sem verður á morgun, sunnu- dag. Basar í Selja- sókn á morgun KVENFELAG Seljasóknar heldur basar sunnudaginn 4. desember í Ölduselsskóla. Þar verður á boðstól- um fjöldi muna, sem konur í félag- inu hafa unnið. Til sölu verður hið vinsæla laufabrauð og lukkupakkar fyrir börn. í fréttatilkynningu frá félaginu segir, að einnig verði seldar jóla- skreytingar og kerti, svo og kökur í úrvali. Heitt kaffi verður á könn- unni allan daginn, en basarinn hefst klukkan 15 að lokinni guðs- þjónustu í Ölduselsskóla. Allur ágóði af basarnum rennur til byggingar kirkjumiðstöðvar í Seljahverfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.